Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 9
 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 1988. 9 dv Útlönd Umræður um þurrkana Anna Bjamason, DV, Denver: Sihanouk segir af sér Norodom Sihanouk prins tilkynnti í gær að hann segði af sér sem leið- togi stærstu skæruliðahreyfingar Kampútseu og var tilkynningin stað- fest í morgun. Tilkynningin kom skömmu eftir að ASEÁN-ríkin, riki Suöuraustur-Asíu, og fulltrúar vest- rænna ríkja funduðu um leiðir til að koma á friði í landinu eftir níu ára styrjaldarástand. Sihanouk sagði að vegna alvar- legra ástæðna, sem ekki væri hægt að útskýra á þessu stigi málsins, neyddist hann til að segja af sér. Hann kvaðst myndu fara í útlegð til Frakklands. Á fundi ASEAN var Sihanouk prins viðurkenndur sem hinn eini sanni leiðtogi Kampútseu og sá eini sem gæti stuðlað að friði í landinu. Sihanouk átti að koma til Indónes- íu í dag til undirbúnings friðarvið- ræðum hinna stríðandi aðila í Kamp- útseu sem halda á þar í landi þann 25. þ.m. Að sögn diplómata getur af- sögn Sihanouks haft slæm áhrif á friðarviðræðurnar, en í morgun til- kynnti utanríkisráðherra Indónesíu að engar breytingar hefðu orðið á fyrirhuguðuni áætlunum þrátt fyrir afsögn Sihanouk prins. Allir fjórir aðilarnir, sem eigast við í styrjöld- inni í Kampútseu, hafa þegið boð Indónesíu og munu koma til við- ræðna, en það verður í fyrsta sinn sem allir aðilar hittast. Sihanouk flúði Kampútseu árið 1978 þegar innrásarlið Víetnama steypti stjóm rauðu kmeranna. Hann hefur barist gegn því að rauðu kmerarnir komist til valda á nýjan leik. Sihanouk hefur nefnt son sinn, Norodom Ranariddh prins, sem eftir- mann sinn í stöðu leiðtoga skæru- liðahreyfingarinnar. Reuter Sihanouk prins, leiðtogi skæruliða- hreyfingarinnar í Kampútseu, sagði af sér i gær og kvaðst mundu fara í útlegð til Frakklands. Símamynd Reuter Umræður hefjast í dag á Banda- ríkjaþingi um neyðarráöstafanir vegna þurrkanna og hitabylgjunnar sem nú þegar hafa eyðilagt stóran hluta kom-, hveiti- og sojabaunaupp- skerunnar á stórum svæðum í mið- vesturríkjunum, á sléttunum í Norð- ur- og Suður-Dakota og Iowa. Sú staðreynd blasir við að afleið- ingamar verði verri en dæmi éru til síðan 1930 og þar sem segja má að á þurrkasvæðunum sé að hluta til matvælaforðabúr heimsins mun þetta alvarlega ástand ekki aðeins hafa áhrif á afkomu bandarískra bænda heldur setja mörk sín á efna- hag iandsins og hafa áhrif á efnahag annarra landa, meðal annars ís- lands. Afleiðinga neyðarástandsins gætir í tæplega tvö þúsund sveitarfélögum í 37 ríkjum Bandaríkjanna. Verst settir eru um 700 þúsund bændur á sléttunum í Mississippidalnum og nágrenni hans. Korn og hveiti er dautt á stórum svæðum þó það standi enn og upp- skeran því ónýt. Annars staðar gæti hressileg rigning enn bjargað hluta uppskerunnar en slíkrar úrkomu sjá veðurfræðingar engin merki. Engin þjóð framleiðir jafnmikið af hveiti og korni og Bandaríkjamenn og bregðist uppskera í Bandaríkjun- um hefur það áhrif á alla heims- byggðina. Uppskerubresturinn á sojabaunum verður þó líklega enn afdrifaríkari. Bein neysla slíkra bauna er óveruleg en efni unnin úr þeim eru notuð til ótrúlegustu hluta. Hver Bandaríkjamaður neytir óaf- vitandi um 16 til 18 lítra af sojabauna- olíu á ári í alls kyns iðnaöarvörum, lyflum- og matvælum. Þriðjungur sojabaunaframleiðslu þessa árs er ónýtur ef ekki rignir mikið á næstíi vikum. Ríkisstjórar þeirra ríkja, sem Miss- issippiáin rennur um, telja nú rétt- lætanlegt að lækka vatnsborð vatn- anna miklu til að auka rennsli Miss- issippi. Það telja Kanadamenn ganga bijálæði næst vegna áhrifa þess á siglingar um vötnin og það myndi einnig hafa gífurleg áhrif á raforku- kostnað víða, til dæmis í New York- ríki. TOYOTA jumvero Kr. Tilboðsverð kr. 9l4.u(JU.- 814.000.-* Jumvero Tilboðsverð kr. 749.000.-* * Verð án afhendingarkostnaðar RÝMINGARSALA! Til að rýma fyrir árgerðum 1989 verða Corolla GT-i bílarnir seldir á júníverði með 100.000 kr. afslætti. KAUPBÆTIR! Þeir sem koma fyrstir fá kaupbæti því þeir geta valið sér álfelgur að verðmæti 35.000 kr. eða sóllúgu að verðmæti 45.000 kr. Tilboð þetta gildir til 15. júlí. TIL AFGREIÐSLU STRAX!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.