Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 1988. 15 Verkefni fram- undan í laxeldi Allt bendir til að laxeldi aukist verulega hér á næstu 2-3 árum. Framieiðsla gæti orðið 15-18000 tonn í árslok 1989 ef spámar um mesta framleiðslu rætast. Þetta svarar til um 130-140000 t veiða á þorski ef miðað er viö verðmæti þorsks upp úr skipi. Núna þegar viðskiptahalli er gíf- urlegur og erlendar skuldir aukast jafnt og 'þétt er nauðsynlegt að leggja höfuðárherslu á aukna framleiðslu. 18000 tonn af laxi á ári svarar til þess að þorskveiðar við ísland séu auknar um 40-50% og það er engin smáframleiðsluaukn- ing. Norðmenn selja nú eldislax fyrir um 3000 m. n.kr. eða sem svarar 21000 m. ísl. kr. á ári. Þetta svarar til rúmlega 500000 tonna veiða af þorski eða segir okkur að Norð- menn hafi nærfellt tvöfalt meiri tekjur af laxeldi en þorskveiðum og eldislax er orðinn verðmætasta fisktegundin í Noregi. Þó em Norð- menn meðal mestu fiskveiðiþjóða í heimi. Þrátt fyrir allt virðist tjón Norð- manna vegna þöranga og annarrar óáranar ekki vera nema um 30 m. n.kr. eða sem svarar 1% af tekjum af eldislaxi. Markaður fyrir lax virðist sterk- ur og eftirspum er mikil. En íslendingar eiga mörg verk- efni óleyst í fiskeldi. Takast þarf á við gífurleg skipu- lagsverkefni á næstu árum og þeim mun hraðar sem uppbyggingin verður hraðari. Starfsskilyrði Landbúnaðarráðherra hefur ný- KjaUaiinn Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn er flókinn og líklegt er að nefndin leggi að minnsta kosti í upphafi áherslu á þau atriði sem þyngst vega. Afla þarf upplýsinga frá hinum löndunum um fjárfestingarlán til' fiskeldis og rekstrarlán, kjör þess- ara lána, endurgreiðslu lána og vexti, kröfu um eiginfjárhlutfall og ábyrgðir eða veð. Jafnframt þarf að bera saman lánshlutfall, ekki síst rekstrarlánanna. Ljóst er að í flestum hinna land- anna fá fiskeldismenn umtalsverða styrki, t.d. 20-40% af fjárfestingar- kostnaði en til fjárfestingarkostn- aðar telja þeir rekstrarkostnað fram að fyrstu tekjum. íslenskir fiskeldismenn fara ekki fram á styrki en benda á að styrkja- veitingar erlendis sýna enn ljósar nauðsyn þess að lánakjör séu ekki lakari hér en í þessum samkeppnis- „Islenskir fiskeldismenn fara ekki fram á styrki en benda á að styrkjaveit- ingar erlendis sýna enn ljósar nauðsyn þess að lánakjör séu ekki lakari hér en í þessum samkeppnislöndum.“ lega skipað nefnd sem bera á sam- an starfsskilyrði í fiskeldi á íslandi og helstu nágrannalöndum, s.s. Noregi, Skotlandi, írlandi, Færeyj- um o.s.frv. Fiskeldismenn keppa á erlendum mörkuðum og því er gíf- urlega mikilvægt að þeir hafi svip- uö starfsskilyrði og helstu keppi- nautar. Samanburður á starfsskilyrðum löndum. Fiskeldismenn fá ekki endur- greiddan söluskatt af framleiðslu- kostnaði á laxi til útflutnings og gætir þar misræmis við aðrar út- flutningsgreinar á íslandi, líklega allar nema loðdýraræktina. Þannig mætti lengi telja. Formaö- ur nefndarinnar, sem fjallaði um starfsskilyrðin, er Guðmundur Sig- „Markaður fyrir lax virðist sterkur og eftirspurn er mikil," segir greinar- höfundur. þórsson, skrifstofusjtóri í land- búnaðarráðuneytinu, og binda fiskeldismenn miklar vonir við að hann hraöi störfum nefndarinnar eftir því sem framast er kostur. Auk undirritaös eru einnig í nefnd- inni Snorri Tómasson, hagfræðing- ur hjá Framkvæmdasjóði, og Jón Snorri Snorrason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Með nefndinni starfa Valdimar Gunnarsson hjá Veiðimálastofnun og Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Allt í deiglu Annars má segja að málefni fiskeldisins séu öll í deiglu. Gæða- mat er mjög í umræðunni og áríð- andi að koma gæðamati í fast og öruggt horf. Mikill vöxtur fiskeldis á næstu 2-3 árum kallar á endurskoðun og setningu laga um fiskeldi. Fóðurframleiðsla þarf að stór- aukast og haldast í hendur við framleiðsluna. Ýmiss konar hhðar- iðnaður og þjónustuiðnaður þarf að eflast. Tryggingamál fiskeldisins eru viðamikill málaflokkur, en trygg- ingar eru stór kostnaðarliður í fisk- eldi. Umhverfismálin þurfa aðgæslu við og þannig mætti lengi telja. Fiskeldismenn og samtök þeirra þurfa að vinna saman að markaðs- málum, en stóraukin framleiðsla hérlendis kallar á samvinnu á því sviði. Líklegt er að menn þurfi einnig að fara aö búa sig undir fram- kvæmd fareldishugmyndarinnar næsta vor því enn opnast seiða- markaðir í Noregi ekki. Þrátt fyrir heimildir ríkisstjórn- arinnar tíl erlendrar lántöku vegna framkvæmda í fiskeldi eru lán- veitingar ekki hafnar enn. Mikil- vægt er að glata ekki besta fram- kvæmdatímanum, sumrinu. Fiskeldismenn þurfa að efla sam- tök sín, það sýna síðustu atburðir ljóslega. Einn maður á skrifstofu, þó öflug- ur sé, nægir ekki við þessi gífurlegu verkefni. Nú ríður á að fiskeldismenn taki málin föstum tökum. Verkefnin eru órþjótandi og sum erfið. Nú þarf að lyfta grettistaki þar sem áður hafa verið færðir til smástein- ar. Guðmundur G. Þórarinsson Kvennalistinn Fyrir forsetakosningamar sendu stuðningsmenn Sigrúnar Þor- steinsdóttur áskorun til ýmissa samtaka og stjórnmálaflokka um að styðja Sigrúnu eða sem lágmark að styðja þann málstað sem hún barðist fyrir, þ.e. aukið lýðræði í landinu. ‘ Mig langar til þess að gera að umtalsefni þá áskorun sem send var Kvennalistanum því að svar hans gaf til kynna þá alvöru sem fylgir máli hans. Astæða þess að við stuðnings- menn Sigrúnar sendum þessa áskorun til Kvennalistans var að kvennalistakonum verður tíðrætt um valddreifingu. Þetta er gott markmið og fellur saman við þann málstað sem Sigrún barðist fyrir, þ.e. að vísa málum til þjóðarinnar KjaUaiinn Áslaug Ó. Harðardóttir grunnskólakennari „Astæöa þess aö viö stuðningsmenn Sigrúnar sendum þessa áskorun til Kvennalistans var aö kvennalistakon- um verður tíðrætt um valddreifingu.“ ef brotin eru mannréttindi eða hall- að á almenning. „Ráðgefandi“ þjóðaratkvæðagreiðslur Kvennalistinn svaraði því til að hann styddi hvorugan frambjóð- andann sem samtök en lýsti því hins vegar yfir aö hann væri fylgj- andi „ráðgefandi" þjóðaratkvæða- greiðslu, þ.e. vildi ekki að þjóðin hefði völdin eins og stjórnarskráin býður upp á heldur gæti fólkið að- eins gefið ráð. Þingmennirnir og valdaklíkan á bak viö þá gæti því áfram ráðskast með fólk og haldið áfram að mismuna því. Réttara væri því að tala um að Kvennalist- inn væri fylgjandi „ráðdreifingu“ en ekki „valddreifingu". Gerum þetta almennilega Mig langar til þess að segja við ykkur, kvennalistakonur: Þið hafið gert góða hluti í pólitíkinni og á bak við ykkur er ekki nein annarleg valdaklika og það líkar mér vel. En væri ekki gaman af því fyrst við erum í baráttunni á annað borð að gera þetta af meiri ákveðni. Ég veit að í ykkar röðum eru konur sem eru búnar að fá nóg af þessu ómanneskjulega þjóðfélagi og lang- ar í almennilega uppreisn gegn valdakerfinu. Ég skil baráttu Kvennalistans gegn karlaveldinu, hún hefur alveg átt rétt á sér. En raunveruleg bar- átta fyrir réttlátara þjóðfélagi er ekki bara það. Hún er miklu frekar barátta gegn þeirri áráttu að fáir séu alltaf að ráðskast með fjöldann. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á þessu óréttláta kerfi og allri mis- skiptingunni eru bæði karlar og konur. Bráðabirgðalögin og afnám samningsréttar gilda um alla laim- þega, jafnt karla og konur, og mat- arskatturinn kemur niður á öllum. Sláist í hópinn Flokkur mannsins hefur sett fram tillögur um sérstakt ráðu- neyti um málefni kvenna og jafn- réttisbaráttuna. Öll hans stefnumál styrkja hin mjúku gildi. Réttlæti verður aldrei náð fyrir alla nema þessi fámenna valda- stétt, sem hér hefur ríkt alltof lengi, hverfi og raunveruleg valddreifing eigi sér stað. Karlar og konur verða líka að taka á saman ef árangur á að nást. Ég segi við ykkur; sláist í hópinn með okkur. Verum ekki með neina hálfvelgju, fylgjum eftir þeirri lýð- ræðisbylgju sem nú er hafin og þá mun ekkert geta staðið í vegi fyrir hugsjónum okkar um betra þjóð- félag. Áslaug Ó. Harðardóttir ,Sláist í hópinn meö okkur," segir greinarhöfundur. - Kvennalistakonur ráða ráðum sinum. / ■'IJP Jl ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.