Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGURll. JÚLÍ 1988. Utlönd Pinochet gegn effciriítS Forseti Chile, Augusto Pinochet, á fundi með stuðningsmönnum sín- um í g®r. Simamynd Reuter Augusto Pinochet, forseti Chile, kvað í gær ákvöröun Evrópuþings- ins um að senda eftirlitsmenn til forsetakosninganna í landi hans afskipti af innanrikismálum. Þaö verður í október sem Chilebúar munu greiða atkvæði með eða móti forsetaframbjóðanda stjórnarinnar sem enn hefur ekki veriö tilkynntur. Flestir búast þó við að það verði Pinochet sjálfur. Sextán flokka samsteypa reynir nú að koraa í veg fyrir sigur Pino- chets og koma á txjálsum kosning- um í fyrsta sinn frá því að herinn tók völdin 1973. Hafa flokkamir boðið hundruðura erlendra aöila til að fylgjast með atkvæðagreiðsl- unni til að tryggja að hún fari heið- arlega fram. Palestínumenn skotnlr Hermenn skutu til bana tvo Pa- lestínumenn og særðu að minnsta kosti tvo aðra á herteknu svæðun- ura um helgina. Þeir sem skotnir vom til bana vom unglingar sem þátt höföu tekið í grjótkasti gegn hermönnunum. ísraelsraenn hafa fyrirskipað brottflutning tíu Palestinuraanna frá herteknu svæðunum og gefið þeim aö sök að vera forsprakkar uppreisnarmanna. Meðal þeirra em tveir sagðir vera blaðamenn' og tveir læknar. Allir hafa nýlega verið í haldi. Að mixmsta kosti tveir höföu veriö í fangelsi meira en sjö raánuði. Gamli maðurinn hefur ekki hug- mynd um hvor sona hans verður rekinn úr landi. Simamynd Reuter 110 lík ftindin Björgunarmenn að störfum þar sem hraðlest fór út af sporinu á brú yfir stööuvatn i suðurhluta Indlands á föstudaginn. Sfmamynd Reuter Fimmtíu þeirra sem komust lifs af úr einu af verstu jámbrautarslysum í sögu Indlands liggja alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi og er talið að fóm- arlömb slyssins geti orðiö hundrað og fimmtíu samtals. Hundrað og tíu . lík hafa fundist í vatxúnu sem lestarvagnamir féllu í. Þaö var á föstudaginn sem níu af fjórtán lestarvögnum farþegalestar, sem var á leið yfir brú yfir stöðuvatn í Suður-Indlandi, fóru út af teinun- um meö þeim afleiðingum af rúmlega hundrað biðu bana. Kafarar stukku úr þyrlum til að að leita að fómarlömbum slyssins. Þeir telja ekki ólík- legt að fleiri lik. geti verið í leðjunni á botni vatnsins. Vantrúaðir á friðartillögu Afganskir sérfræðingar telja til- lögu sendimaims Sameinuðu þjóð- anna, Diego Cordovez, ura vopna- hlé í Afganistan og myndun stjóm- ar í Kabúl, sem ekki yrði fengin úr röðum stjómraálaflokkanna, djarfa hugmynd en fáir telja að hún . komi til með að binda enda á stríö- ið. Cordoves segist gera sér grein fyrir að ekki verði skjótar breyting- ar en vera þeirrar skoðunar aö menn muni ef tfl vill viðurkenna aö áætlun'hans bjóði upp á besta tækifæriö tfl aö koma á friöi. Hann geröi grein fyrir tillögu sinni i Islamabad á laugardaginn Sendimaður Sameinuðu þjóð- og hvatti alla aðila tfl aö leggja niö- anna, Diego Cordovez, lagði fram ur vopn og víkja til hliðar fyrir á laugardaginn tillögu um hvernig stjóm sem samanstæði af óháðum koma megl á friði f Afganistan. aöilum. Simamynd Reuter Reuter .. Yfirvöld.i Nicaragua brutu á bak aftur mótmælagöngu gegn stjóm sandinista í bænum Centam í gær. Lögregia notaði táragas og kylfur á mannfjöldann. Símamynd Reuter Uppþot í Nicaragua Lögreglan í Nicaragua notaði táragas og kylfur til að bxjóta á bak aftur fjölmenna mótmælagöngu í bænum Centam, sem er 48 kílómetra suxman viö höfuðborgina Managua, í gær. Um 2.000 manns söfnuðust saman í bænum til að mótmæla stjóm sandinista. Að sögn yfirvalda voru 28 handteknir, þ. á m. Carlos Huember, leiðtogi hægri samtaka stjórnmálaflokka og fyrirtækja sem beijast gegn stjórn sandinista. Róstur brutust út þegar mótmæl- endurnir flykktust á aðaltorgið í bænum og, að sögn sumra sjónar- votta, storkuðu lögreglumönnum. Lögreglan réðst að mannfjöldanum sem svaraði fyrir sig með grjótkasti. Þá greip lögreglan til þess ráðs að skjóta táragasi að mótmælendum. Stjómvöld í Nicaragua hafa ásakað hægri stjómarandstöðuna um að vinna með Kontra skæruliðum, sem studdir em af Bandaríkjunum, við að koma stjóm sandinista á kné. Kontra-skæruliðarnir hafa barist gegn stjórninni síðan 1981. Reuter Afram verkfiall í Jerevan Verksmiðjur vom lokaðar í morgxrn í Jerevan, höfuðborg Armeníu, eftir að íbúarnir ákváöu á fjöldafundi að halda áfram alls- heijarverkfalli því sem staöið hef- ur yfir í viku. Talsmaöur utanríkisráðuneytis- ins í Armeníu tjáöi fréttamönnum að fjöldi manns heföi safnast sam- an í gærkvöldi til að leggja áherslu á kröfuna um að Nagorno-Kara- bakh héraðið yrði ekki lengur und- ir stjóm Azerbajdzhan. Talsmaður opinberu armensku fréttastofunn- ar kvað rúmlega hundrað og tutt- ugu þúsund manns hafa tekið þátt í fjöldafundinum í gærkvöldi. Þeir hermenn, sem sendir voru til borgarinnar í síðustu viku, hafa nú dregið sig til baka að borgar- mörkunum. Lögreglan hefur hert allt eftirlit tfl muna og Óperutorgið, þar sem fjöldafundir hafa hingað til verið haldnir, er enn afgirt. Þar safnaðist saman ein mflljón manna í febrúar síðastliðnum er deilan um Nagorno-Karabakh héraðiö hófst. Það hefur verið undir stjórn Az- erbajzhan síðan 1923. Tllræði við Shultz? Komið var i veg fyrir tilræði við George Shultz, utanríkisráðherra Bandarikj- anna, á laugardag, að sögn yfirvalda í Malaysiu. Shultz (t.h.) sést hér á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, Russell Marshall. Simamynd Reuter Yfirvöld í Malaysíu segja að komið hafi verið í veg fyrir banatilræði viö George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á laugardag. Shultz er í Asíu þar sem hann fundar með fulltrúum ríkja Suðaustur-Asíu. Að sögn Megat Jaafad lögreglufull- trúa hefur 19 ára gamall piltur verið handtekinn í tengslum við hið meinta tflræöi. Lögregla fann hann á veginum aö bústað forsætisráð- herra Malasíu og hélt hann á heima- tflbúinni bensínsprengju sem merkt var „G. Shultz“ að sögn Jaafad. Lögreglan yfirheyrði piltinn um helgina til að komast aö hvort hann væri í tengslum við þekkta hryöju- verkahópa eða hvort hér væri um að ræða mótmæli gegn eldflaugaárás Bandaríkjamanna á írönsku far- þegaþotuna á Persaflóa í síöustu viku. Verði pflturinn fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 7 ára fang- elsi, 4.000 dollara sekt eða hvort tveggja. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.