Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR ll. JÚLl^. 11 Utiönd InnanHokksdeilur veikja stöðu Shamirs fyrir kosningarnar Innanflokksdeilur í Herut, harðlínu- flokki Yitzhak Shamir forsætisráð- herra ísraels, gætu verulega skaðað gengi flokksins í'þingkosningunum sem haldnar verða 18. nóvember nk. Kosningamar etja saman Likud- bandalaginu, þ.e. Herutflokknum og Frjálslyndum sem saman mynda bandalagið, og Verkamannaflokki Shimon Peres utanríkisráðherra, sem setið hafa saman í ríkisstjóm í flögur ár. Prófkjör í Herutflokknum Fulltrúaráð Hemtflokksins fund- aði í síðustu viku og var þá settur saman framboðshsti fyrir kosning- amar. í tilraun til að binda endi á deilur innan flokksins hafði Shamir ákveðið að annað sætið færi til Mos- he Arens, ráðherra án ráðuneytis, og að Ariel Sharon iðnaðarráðherra fengi þriöja sætið. í kosningimum á flokksþinginu hlaut Sharon aftur á móti annað sætiö en Arens það þriðja. Fréttaskýrendur telja að Sharon og David Levy, húsnæðis- málaráðherra, hetðu þrýst Aren í þriðja sætið eftir að Aren hatði skor- að á Levy um annað sætið. Kosning Benyamin Netanyahu, fyrrum sendiherra ísraels hjá Sam- einuðu þjóðunum, í fimmta sætið og Benyamin Begin, sonar Menachem Begin, í sjöunda sætið getur vegið nokkuð upp á móti því fylgistapi sem flokkurinn hefur orðið að þola vegna deilna eldri flokksfélaga. Verka- mannaflokkurinn hefur einmitt gagnrýnt Hemt flokkinn fyrir litla nýbreytni í valdastigum flokksins. í júní valdi Verkamannaflokkurinn 16 nýliða á framboðslistann en hann telur alls 45 manns. í samtah við ísraelska útvarpsstöð sagði Shamir að vist væri skoðanaá- greiningur innan flokksins, eins og væri í öhum stjómmálaflokkum, en um klofning væri ekki að ræða. Hann sagði einnig að skoðanaágreiningur þessi myndi engin áhrif hafa á hæfni bandalagsins til stjómunar. Uppreisn Palestínumanna kosningamál Afstaða Hemtflokksins og Verka- mannaflokksins til friðarviðræðna í Miðausturlöndum er mjög ólík. Þetta mál hefur reynst mikiö hitamál í kosningunum vegna uppreisnar Pal- estínumanna á herteknu svæðunum. Verkamannaflokkurinn er hlynnt- ur viöræðum aðila á alþjóða grund- velh og einhvers konar samkomulagi sem felur í sér að ísraelar gefi eftir hluta herteknu svæðanna. Likud- bandalagið er mótfalhð friðarvið- ræðum á vegum Sameinuðu þjóð- anna því þeir telja aö slíkt myndi veikja stöðu ísraelsmanna. Skoöanakannanir í ísrael sýna að hörð afstaða Hemt flokksins til upp- reisnar Palestínumanna nýtur tölu- verðra vinsælda meðal ísraela, en klofningur innan flokksins gæti dregið nokkuð úr þessum vinsæld- um. Engin kona í framboði Líkumar á sigri Hemt flokksins, í þingkosningunum em einnig taldar hafa minnkaö vegna þess að hvorki # .. I: Áður Nú Khaki-buxur 1.490 500 Galla-buxur 1.490 500 Joggingpeysur 1.425 600 Joggingbuxur 1.190 400 Peysur 2.490 1.900 Skyrtur 1.790 400 Gailajakkar 2.900 1.400 Dömujakkar 2.790 1.395 Barnabuxur 1.100 600 Áprentaðirbolir 600 300 konur né arabar eiga sæti á hsta aðalráðsins yfir væntanlega fram- bjóðendur. Reuter Heldur hefur kólnað milli Yitzhak Shamirs og Shimon Peres á síðustu mánuðum, og vafasamt að þeir nái saman á næstunni. Simamynd Reuter GARÐURINN ÞINN VERÐUR GÖTUPRÝÐI EF ÞÚ KLIPPIR LIMGERÐIÐ MEÐ Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, s. 691600. AIWA* AIWA8 AIWA" AIWA AIWAB AIWAa AIWA HEFUR ÞIÐ EKKI ALLTAF LANGAÐ í ALVÖRU HLJÓMTÆKI CP-770 frá AIWA * 2x50W magnari * 5 banda grafískur tónjafnari * Quartz-stýrt útvarp með digital- aflestri, FM-, mið- og langbylgja * 24 stöðva minnisforval * Spectrum analyser * Surround system * Alsjálfvirkur plötuspilari * Tvöfaltsegulband, þaraf annað með sjálfvirkri til baka spilun og upptöku * Fjarstýring STORKOSTLEG VERÐLÆKKUN! VERÐ ÁÐUR KR. 54.550,- STGR. VERÐ NÚ KR. 49.200,- STGR. AIWA ER BETRA B D i i [\aaio Ármúla 38, símar 31133 og 83177, Sendum í póstkröfu VIIDARK/OR VISA írURð KREPIT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.