Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 20
20 Fréttir MÁNUDAGUR 11. JÚLl 1988. DV Kirkjubæjaridaustur: Byggja upp ferða- mannaþjónustu „Það hefur verið gert töluvert átak til að byggja upp ferðamannaþjón- ustu hér á Kirkjubæjarklaustri síð- astliðin ár. Ráðist var í að byggja þijú hús á sjö árum og hefur gisti- rými aukist um 36 hótelherbergi," sagði Margrét ísleifsdóttir, hótel- stýra á Hótel Eddu á Kirkjubæjar- klaustri. Kirkjubæjarklaustur hefur löng- um verið vinsæll ferðamannastaður, enda stutt á marga fallega staði. Fjöldinn allur af ferðamönnum heimsækir þorpið á sumrin, að sögn Margrétar, og er oft erfiðleikum bundið að fá gistipláss í júlí og ágúst. Alls standa ferðamönnum til boða 64 hótelherbergi í þorpinu. Auk þess er tjaidstæði í nágrenninu. Heimamenn tóku sig saman á fyrri hluta áttunda áratugarins og stofn- uðu hlutafélag sem ætlað var að vinna aö bættri aðstöðu fyrir ferða- menn. Félagið, sem hlaut nafnið Hót- el Bær, keypti gamla hótehð í þorp- inu arið 1974. Sex árum síðar var ráðist í að reisa hús sem rúma myndi 10 hótelherbergi. Tveimur árum seinna var annað hús reist og árið 1987 var þriðja og síðasta húsið reist. Það ár gengu Þróunarfélag íslands og Ferðaskrifstofa ríkisins til liös við heimamenn. Gisti- og veitingaaðstað- an á Kirkjubæjarklaustri er rekin af Hótel Eddu. Að sögn Margrétar standa vonir til að hægt verði að auka við veitingaað- stöðuna, en á sumrin er eingöngu boðið upp á veitingar í húsnæði skól- ans. „Ferðamannaþjónustan er eina hráefnið sem við höfum úr að vinna og margir íbúar þorpsins og byggðar- innar í kring sýna því mikinn áhuga. Bændur hafa tekið myndarlega á þessum málum og bjóða margir gist- - ingu á landi sínu. Einnig hafa ein- staka bændur byggt sumarhús á landi sínu og bjóða ferðamönnum upp á hjólhýsagistingu,“ sagði Margrét. Erfiður rekstur yfir veturinn „Hér er mikiö um aö vera á sumr- in, en yfir veturinn vantar atvinnu- tækifæri. Mikill samdráttur í land- búnaöi hefur komið niður á þorpinu og tækifæri fyrir ungt fólk eru ekki mörg yfir vetrarmánuðina. Starfs- menn hótelsins eru flestir heima- menn og erum viö ekki í vandræðum með að fylla þær stööur," sagði Margrét. Margir hafa atvinnu á vegum kaupfélagsins, en að auki er rekið bifreiðaverkstæði, trésmíðaverk- stæði, upplýsingamiðstöð og heilsu- gæslustöð á Kirkjubæjarklaustri. Það er nokkuð gott fyrir þorp með á milli 150 og 200 íbúa. Hótelið, þ.e. veitingáaðstaðan og nýbyggingamar, er rekið allt árið, en að sögn Margrétar er reksturinn þungur yfir vetrarmánuðina. „Við búum á einu dýrasta upphitunar- svæði á íslandi og það gerir okkur erfitt fyrir yfir veturinn. Á síðasta ári fleyttu sumarmánuðirnir okkur ekki yfir veturinn. Okkur vantar aðstöðu fyrir ráöstefnur og funda- höld í þorpinu en slíkt myndi koma sér mjög vel,“ sagði Margrét ísleifs- dóttir. StB Útflutningur lambakjöts: Yfir 600 tonn árlega frá Austfjórðum til Færeyja Yfir 600 tonn af lambakjöti eru seld árlega til Færeyja. Á síðasta ári voru flutt út 631,4 tonn af lambakjöti að verðmæti 63,4 milljónir króna sem þýðir að kílóið af lambakjöti er selt á um 100 kr. á fob verði. Megnið af því lambakjöti, sem flutt er til Færeyja, kemur frá Egilsstöð- um og nærliggjandi sveitum. Meðal annars hefur sláturhúsið, sem hætt er aö slátra í, á Borgarfiröi eystra geymt töluvert magn af kjöti sem sent hefur verið til Færeyja. En sem kunnugt er var allt fé á Borgarfirði eystra skorið niður vegna riðuveiki, ekki sést lifandi fé innan marka Borgarfjarðar. Að sögn Bjöms Ágústssonar, full- trúa kaupfélagssijóra Kaupfélags Héraðsbúa, er mun meiri hagræðing í því að flylja kjötiö til Færeyja frá Austíjörðum vegna minni flutnings- kostnaðar. Kjötiö, sem geymt er í Borgarfirði, kemur frá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilstöðum á hveiju hausti. En það er geymt þar vegna plássleysis á Egilstöðum. Síðar er það flutt frá Borgarfirði til Reyöarfjarðar eða til Seyðisfjarðar. Þaöan er það flutt til Færeyja með skipum Sambandsins. -GKr Elna lambakjötlð sem Borgfiröingar komast I snertlngu við er I grlsjum. Hér sést þegar verið er að stalla lambakjöti sem á að fara til Færeyja. DV-mynd GVA Ökuleikni var haldin á Seyðis- firði 1 ágætis veöri og var þjól- reiðakeppnin sú fiölmennasta á landinu. Miög góö þátttaka var ■einnig í ökuleikninni og urðu úrslit þau í kvennariðli að í fýrsta sæti lenti Lilja Finnbogadóttir og á hæla hennar í ööru sæti lenti Ásdís Pálsdóttir. í þriðja sæti lenti svo Sveinhildur Isleifsdóttir. Besta tímann í brautinni haföi Ásdís og hlaut hún Timex úr ft-á Nesco í Kringlunni. í kariariöli urðu úrslit þau að í fyrsta sæti lenti Jón Sveinlaugsson með 178 refsistig. í ööra sæti lenti Rögn- valdur H.Jónsson með 197 refsi- stig og í þriðja sæti lenti Hlynur Oddsson raeð 208 refsistig. Besta timann í brautinni hafði Rögn- valdur, eða 97 sek„ og hlaut hann Timex úr frá Nesco í Kringlunni. í hjólreiðakepninni lenti í fyrsta sæti eldri riðils Vilhelm Adolfs- son og hjólaði hann villulaust í gegnum brautina. Þór Vilmund- arson lenti í öðra sæti og hafði hann besta timann í brautinni. Þór hlaut Timex úr frá Nesco í Kringlunnl fyrir þann árangur. í þriðja sæti lenti Finnbogi Einar Steinsson. í yngri riðli urðu úr- slit þau að i fyrsta sæti lenti Heimir Óskarsson. í öðru sæti lenti Pétur Þór Valdimarsson og í þriðja sæti rétt á eftir Hrönn Sigurðardóttir. Verðlaunin í öku- leiknina gáfu Karrinn og Shell búðin á Seyðisfirði. -AG Keppandí nr. 15 tók brautina með glæsibrag. ■ •• | in í sumar Á Sauðárkróki var haldin fjöl- mennasta ökuleikni- og reiöhjóla- keppni í sumar. í reiðhjólakeppn- inni urðu úrslit í yngri riðli þau aö í fyrsta sæti lenti Órvar Pálmi Pálmason með 77 refsistig. í öðru sæti varð Hólmar Sigmundsson með 79 refeistigog í þriöja Fannar Valur Haraldsson meö 80 refsi* stig. Hefur sjaldan veriö jafnari keppni. í eldri riðli lenti í fýrsta sæti Þorsteinn Jónsson með 65 refsistig, í öðru Daníel Kristjáns- son raeð 67 refsístig og því þriðja Valdimar Birgisson með 70 refsi- stig. í ökuleikninnl skipuðu menn sér þétt í efstu sætin. í fyrsta sæti lenti Rúnar Gíslasonmeö 141 refsistig, í öðru Steindór Árnason meö 145 refsistig og í þriðja Þórð- ur Þórðarson með 184 refsistig. í kvennariðli varö Jóna Björk Sig- urðardóttir efst með 164 refsistig, í öðru Katrin Andrésdóttir með 216 refsistig og rétt á eftir henni kom Þórey Eyjólfsdóttir raeð 218 refsistig. Verðlaunin í ökuleikn- inni gáfu Bókabúð Brynjars og Toyota umboöið á Sauðárkróki. -AG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.