Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 1988.
45
Fréttir
„Stelpumar era góðar við mig“
- segir Jónas Þór Guðmundsson
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Konur hafa yfirleitt skipað allar
stööur í Alþýðubankanum á Akur-
eyri frá því bankinn opnaði útibú
þar fyrir nokkrum árum.
Þó hafa verið á því undantekning-
ar og nú í smnar starfar þar ungur
piltur með stúlkunum. Hann heitir
Jónas Þór Guðmundsson og stund-
ar á vetuma nám á viðskiptabraut
við Verkmenntaskólann í bænum.
„Mér finnst mjög gaman að vinna
hérna og stelpurnar eru mjög góðar
við mig. Ég finn alls ekkert fyrir
því að það sé erfitt að vera eini
karlmaðurinn sem vinnur hérna,“
sagði Jónas Þór.
Hann neitaði því þó ekki að fyrir
kæmi að viðskiptavinir „sendu sér
létt skot“, eins og að það hefði ver-
ið kominn tími til að hefja jafnrétt-
isbaráttu á þessum stað og fleira í
þeim dúr en það væri allt sagt í
gamni.
„Verðum að
finna ódýrara
húsnæði"
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það raá segja að tilrauninni sé
lokið, við höfum nú rekið Galleri
Gluggann í um extt ár og það er
Ijóst að við þurfúm að finna okk-
ur minna og ódýrara húsnæði,"
sagði Helgi Vilberg, myndlistar-
maður á Akureyri, í samtali við
DV.
Fyrirtækið Norðurglugginn
sem hefur rekið Gallerí Gluggann
er rekið af áhugamönnum um
myndlist í bænum og lögðu þeir
fram Qármagn til reksturs gall-
erís í bænum, en fengu einnig
styrk frá Akureyrarbæ og fleiri
aðilum. Ákveðið var í upphafi að
sjá til eftir um það bil eitt ár hvort
reksturinn gæti staðið undir sér.
Á aðalfundi Norðurgluggans
fyrir skömmu var ákveöið að
hætta rekstri Gluggans í núver-
andi húsnæði, og vinna að þvi
fyrir haustið að finna minna,
ódýrara húsnæði fyrir sýninga-
hald næsta vetur.
„Við verðum að sníða okkur
stakk eftir vexti, greiöa okkar
skuldir eftir þessa tilraun og
finna okkur annað húsnæöi,"
sagöi Helgi Vilberg. „Tiikostnað-
ur við það húsnæði sem við höf-
um haft er einfaldlega of mikill
þótt aösókn hafi verið góð, við
verðum bara að gæta að því að á
okkar svæði búa ekki nema um
20 þúsund manns. Það er erfitt
að reka gallerí í Reylqavík og því
skiljanlega einnig í fámenninu
hér.“
Gallerí Glugginn hefur verið í
húsnæði við Glerárgötu sem þyk-
ir sérlega gott fyrir myndlistar-
sýningar. „Það verður erfitt aö
finna sal sem er minni, ódýrari
en jafngóður og sá salur sem við
höfum haft að undanfómu,“
sagði Helgi Vilberg.
PLAST-
þakrennur
ryðga ekki!
Einfaldar í samsetningu,
þarf ekki að iíma.
# AiFABORG V
BYGGINGAMARKAÐUR
SKÚTUVOGI 4 - SÍMI 686755
- Pp
zæv'-.j - - ‘ 1 - -v ■ ! .
RSK5-U“
frumnt
c,*l6$lutkial
GJALDDASI
.FYRIRSKIL .
A STAÐGREÐSL UFE
Launagreiðendum ber að
skila afdreginni staðgreiðslu
af launum og reiknuðu endur-
gjaldi mánaðarlega. Ekki
skiptir máli í þessu sambandi
hversu oft í mánuði laun eru
greidd né hvort þau eru greidd
fyrirfram eða eftir á.
Gjalddagi skila er 1.
hvers mánaðar en eindagi
þann 15.
Með greiðslu skal fylgja grein-
argerð á sérstöku eyðublaði
„skilagrein“. Skilagrein berað
skila, þó svo að engin stað-
greiðsla hafi verið dregin af í
mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu
vera í heilum krónum.
Allir launagreiðendur og sjálf-
stæðir rekstraraðilar eiga að
hafa fengið eyðublöð fyrir
skilagrein send. Þeir sem ein-
hverra hluta vegna hafa ekki
fengið þau snúi sér til skatt-
stjóra, ríkisskattstjóra, gjald-
heimtna eða innheimtumanna
ríkissjóðs.
-Gerið skil tímanlega
og forðist örtröð síðusfu dagana.
RSK
RIKISSKATTSTJÓRI