Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR Ú. JÚLÍ 1988. Spumingin Lesendur Hlustaröu mikiö á útvarp? Miðboig í niðumíðslu „Þessi hugsun ásækir mig tíöum neöst í Bankastræti þar sem þetta er svo áberandi," segir bréfritari. - Hluti miðborgarkjamans. og bárujámskofa, t.d. í Lækjargötu og viðar þar í kring, og byggja snyrti- leg nútíma hús úr varanlegu efni. Miðborgin á helst að vera með háum húsum í miðju og lækka svo er dreg- ur út frá miðborginni. Hér hefur borgin verið teygð og toguð í ailar áttir og svo er allt uppfullt af óbyggð- um svæðum sem eiga kannski að vera eins konar „opin svæði" en hér höfum við hreinlega ekkert með slíkt að gera fyrir þá fáu daga sem góð- viðri ríkir. Það má vera eitt slíkt í hverju hverö og basta. Það ætti að vera kappsmál að koma því svo fyrir að gert verði hið snar- asta skipulegt átak til að koma mið- borginni í nútímalegt horf en ekki halda henni í formi „Árbæjarsafns" eins og sumir vilja halda að hún eigi að vera. Haraldur H. skrifar: Ég er einn þeirra sem er alæta á dagblöð, les nánast öll dagblöðin, enda lítiö annaö að gera þar sem ég er kominn á þann aldur að ég hef minnkað við mig vinnuna - sem bet- ur fer verð ég að segja. Það er gott að vera kominn úr hinu mikla stressi og æðibunugangi sem einkennir dag- leg störf hér á landi svo ny ög umfram aðra staði þar sem ég þekki til. Mér verður oft á að hugsa er ég geng gegnum miðborgina, og þá einkum niður Bankastrætið, hversu eindæma lítil fyrirhyggja hefur verið höfð við uppbygginu hennar, sér- staklega þar sem helst ættu að vera glæsilegar byggingar og fallegt og rúmgott torg eins og maöur sér í flestum borgum og jafnvel bæjum erlendis. Þessi hugsun ásækir mig tíðum neðst í Bankastrætinu þar sem þetta er svo áberandi. Það sem kom mér til að skrifa þetta er að ég sé að fleiri en ég hafa sömu skoðun á þessu. Það mátti t.d. lesa í lesendabréfi í DV fyr- ir nokkru ábendingu um sóðalega umgjörð Stjómarráðshússins, kol- ryðgað grindverk og subbulegan vegg í bakgarði við húsið. Þetta hef ég margoft rekiö augun í er ég geng þama fram hjá. Einnig las ég í Morg- unblaðinu í morgun (6. júlí) ádrepu frá kaupmanni einum í borginni þar sem svipuð viðhorf koma fram. í þessari grein segir m.a.: „Leitun er að höfuðborg, þar sem miðborgin er í jafnmikilli niðumíðslu og hjá Reykjavíkurborg. Gömul og illa við- haldin hús og auðar lóðir blasa hvar- vetna við.“ - Svo mörg vom þau orð. Og það sem er verst viö þetta er að þessar ábendingar em allar réttar. Auðvitað væri það hið þarfasta verk að láta rífa alla þessa timbur- Herdís Birgisdóttir: Já, og þá frekar á Stjömuna en aðrar stöðvar. Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir: Nei, ég hef ekki tíma. Það er svo margt annað skemmtilegt að gera. Ólafur Jónsson: Já, en frekar lítið. Ég er alltaf að vinna og það er ekk- ert útvarp á mínum vinnustað. Magnea Gunnarsdóttir: Já, svona í vinnunni og þá á bara það sem er best hverju sinni. Guðný Ósk Garðarsdóttir: Bylgjuna á morgnana. Kolbrún Sif Jónsdóttir: Nei, ekkert sérstaklega. Ég hlusta frekar á spól- ur og plötur. Fækkm eriendra ferðamanna: Er nú engin furða Ragnar skrifar: Það er nú komiö í Ijós að fækkun ferðamanna erlendis frá verður umtalsverð í ár. Fækkun er frá flestum þjóðum, en mest frá Bandaríkjunum og munar þar mest um. En er það nokkur furta, þótt feröamönnum fækki hér meö alla þá dýrtíð og verðbólgu sem hér er tíl staðar? í flestum löndum, sem við höfum samskipti við, er verðbólgan á bfi- inu 3-5%, en hér um og yfir 50%. í fréttum um ferðamál er sagt að ferðaskrifstofur veröi að halda sig við þau verð til útlendinga í er- lendri mynt sem þær gefa upp aö hausti og þurfi því að taka á sig tapið ef hækkun gjaldeyris verður minni en innlends kostnaðar. Ekki eigum við íslendingar því láni aö fagna að geta treyst því að greiöa sama verð að sumri tíl og gefin voru upp t.d. um áramót. Langt í frá. Alltaf skal því bitna á okkur verðbólgan og reiðileysið í eigin fjármálum. En það er verra, þegar það er fariö aö spyrjast út tíl annarra þjóða, aö hingað tíl lands sé ekki komandi fyrir dýrtíð, þótt satt sé. Þaö eru t.d. sérstakar ráðlegging- ar í erlendum ferðahandbókura, sera segja beinlinis að Island sé eitt ★Warning! Don’t buy any more kronur than you need at the time. Most European banks won’t touch them and even in Iceiand itself you may have trouble converting them back to hard currency. Whattotake 1 Plenty of money. Iceland is very expensive. Sweden is cheap by comparison. You can get a slightly better rate of exchange by changing money in a shop instead of in a bank. This way, you may also avoid the bank commission on cashing travellers’ cheques. Ummæli í sumum feröahandbókum eru síður en svo Isiandi i hag. dýrasta land Evrópu og enn dýrara en Norðurlöndin, sem eru þekkt fyrir hátt verðlag, (sjá hjálagða úrklippu úr einni fýrir 1985-86). Ferðamenn erlendir eru einnig varaðir við aö skipta of mUdu af peningum hér, bara rétt því nauð- synlegasta, þvi erfitt getí veriö að fá íslenskum peningum skipt aftur í erlendan gjaldeyri við brottför frá landinu. Þaö er líka orð að sönnu, eða var a.m.k. tíl skamms tíma. Allt ber aö sama brunni, viö erum að missa af strætísvagninum í flest- um þáttum atvinnulífsins. Upplýsingahandbók Morgunblaðsins: Mikilvægustu upplýsingarnar, verðið, vantar Kristinn Einarsson skrifar: Sunnudaginn 8. júlí fylgdi Morgun- blaðinu viðbótarblað sem hét Upp- lýsingahandbók um þjónustu Flug- leiða og nokkra af tugum viðkomu- staða félagsins erlendis. - Ennfremur stóð þar, neðst á forsíðu m.a.: „í þess- ari upplýsingahandbók er sagt frá Frá New York. - „Ekki stafkrókur um fargjöld, hótelkostnað, o.s.frv.,“ segir I bréfinu. nokkrum af viðkomustöðum Flug- leiða auk þess sem hér er að finna nytsamar upplýsingar um fargjöld og þjónustu og ýmislegt sem viðkem- ur ferðalögum erlendis." Það er oft gott að grípa til þessará ferðaupplýsinga blaðanna, en í þessu tilfelli var akkúrat engar upplýsing- ar að hafa um það sem mestu máli skiptir, verðið, „upplýsingar um far- gjöld“ eins og stóð í kynningu blaðs- ins. - Þaö sem um fargjöldin birtist voru útskýringar á því t.d. hvað þýddi „Pexfargjald", viðskipta- mannafargjald, aðalfargjald og al- mennt sérfargjald, „super apexfar- gjald“ og önnur gjöld. Gott að sínu leyti, en það eru verðin sem gilda umfram allt. Það skipuleggur enginn ferðir, án þess að vita hver kostnað- urinn er. Ef einhver segir sem svo; Um þau spyrst maður nú bara fyrir á sölu- skrifstofunni, þá er því til að svara, aö þá getur maður líka alveg eins spurst fyrir um hvað fargjöldin þýöa í leiðinni. Og þá er óþaríi að vera að birta nokkrar upplýsingar um þetta efni yfirleitt! Þaö var sama hvar ég renndi aug- um yfir í þessari upplýsingahandbók um þjónustu og fargjöld Flugleiða, - Kaupmannahöfn, Frankfurt við Ma- in, London, New York, Lúxemborg - ég fann hvergi verð eða upplýsingar um fargjöldin sjálf, utan dæmi um „Saga Class“ fargjald Jóns Jónsson- ar, sem þurfti að ferðast til Kaup- mannahafnar, og að ekki borgaði sig að „spara á röngum forsendum". - Sama með sölu um borð. Engin verð utan „Sex gullkeðjur fyrir rúmar eitt þúsund krónur"! Varðandi New York, sem ég haföi helst áhuga á að fræðast um varð- andi fargjald og kostnað, t.d. á hótel- um, verslunum o.þ.h. var ekki staf- krókur. Hins vegar var sagt frá því að Flugleiðir heföu gert sérstaka, n\jög hagstæöa fargj aldasamninga fyrir áframflug frá New York. - En engin verðdæmi! Ég er því engu nær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.