Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR U. JÚLÍ 1988.
13
Utlönd
Skæruliðar Kúrda æfa
bardaga við Tyrki
í bröttum fjallshlíöum í austur-
hluta Líbanons hafast við vopnum
búnir kúrdískir skæruliöar og eru
þjálfaðir fyrir bardaga viö tyrkneska
herinn.
í senn búa aö minnsta kosti hundr-
aö félagar, menn og konur, úr marx-
íska kúrdíska verkamannaflokkn-
um, PKK, í tjöldum í Bekaadalnum
þangaö sem þeir buöu nýlega frétta-
mönnum.
Þar hittu fréttamenn að máli leiö-
toga flokksins sem bendlaöur hefur .
verið viö mörg hryöjuverk undanfar-
in ár. Hann kvað æfingabúöum hafa
verið komiö á fót í Líbanon fyrir átta
árum í kjölfar valdaráns sem núver-
andi forseti Tyrklands, Kenan Evr-
en, leiddi.
Um ellefu hundruð skæruliðar,
hermenn og óbreyttir borgarar, hafa
fallið í Tyrklandi frá því aö PKK-
samtökin hófu vopnaða baráttu fyrir
sjálfstæði Kúrda sem eru átta millj-
ónir talsins í Tyrklandi. Tyrkneskir
embættismenn segja skæruliða
laumast yfir landamæri Sýrlands og
íraks til fjalllendis í Tyrklandi þar
sem erfitt er að halda uppi eftirliti.
Stjórnin í Líbanon, þar sem horg-
arastríð hefur staðið yfir í þrettán
ár, hefur ekki getað komið í veg fyrir
æfingabúðir skæruliöa í Bekaadaln-
um en henni er þó vel kunnugt um
veru þeirra þar. Sýrlendingar, sem
eru með um tuttugu og fimm þúsund
manna herlið í Líbanon, hafa yfirráð
yfir Bekaadalnum en svæðið er jafn-
framt vígi íranskra byltingarvarða,
palestinskra skæruliða og Líbýu-
hers.
Meðlimir ýmissa alþjóðlegra neð-
anjarðarsamtaka skæruliða, þar á
meðal rauðu hersveitanna í Japan
og Ítalíu, eru einnig sagðir hafa hlot-
ið hernaðarlega þjálfun í Bekaadaln-
um.
Þar sáust þess engin merki að
skæruliðar frá minnihlutahópum
Kúrda í íran og írak hefðust við í
dalnum. Rætt hefur veriö um sam-
vinnu þessara hópa en lítið hefur
orðið úr henni. í íran og írak eru
Kúrdar viðurkenndir sem þjóðarbrot
en ekki í Tyrklandi. Þar er þeim
einnig bannað aö nota tungumál sitt
opinberlega. Reuter
Fórnarlömb skæruliða Kúrda i suðausturhluta Tyrklands. Skæruliðarnir
framkvæma oftast hryðjuverk stn i suðausturhluta Tyrklands þangað sem
þeir koma frá æfingabúðum í Bekaadalnum i Libanon. Simamynd Reuter
Neðanjarðar-
listasafn
listaverk á meðan þeir bíða eftir
neðanjarðarlestunum.
Símamynd Reuter
Mest sótta listasafn New York-
borgar er ekki á aðalgötum Man-
hattan heldur undir þeim. Aðgangs-
eyririnn er aðeins einn dollar, það
er að segja fargjaldið með neðanjarð-
arlestunum.
Á neðanjarðarbrautarstöðvunum
blómstrar listin. Á einni þeirra, Her-
ald Square stöðinni, sem verið er að
endurbæta, á að koma fyrir hundrað
og þrjátíu listaverkum. Eru þau ár-
angur samkeppni sem efnt var til.
Auk varanlegra skreytinga á að
halda sýningar á neðanjarðarstöðun-
um sem þykja hafa breytt um svip
til hins betra. Andrúmsloftið á ann-
ars leiðinlegum stöðvum hefur orðið
jákvæðara og veggjakrot minnkað.
Reuter
BMW 3-LÍNAN
ÓTRÚLEGA
HAGSTÆTT VERÐ
Vegna hagstæðrar gengis-
skráningar þýska marksirís get-
um við nú boðið BMW 3-línuna
á ótrúlega góðu verði.
Frá aðeins kr: 780.000.-
Þetta er tækifæri sem BMW
aðdáendur ættu ekki að láta
fram hjá sér fara.
Útborgun 25%. Eftirstöðvar:
lán í allt að 2V2 ár.
Kristinn Guönason hf.
SUDURLANDSBflAUT20 SÍMI686633
Aðeinsflug
erbetra
GARDENA
Eigum fyrírliggjandi margar gerðir
af kantklippum og siáttuorfum,
bæði rafdrifnum og með hleðslu
rafhlöðum. Að sjáifsögðu
eigum við gömlu góðu
handklippurnar.
> GARDENA gerir garðinn frægan
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16, s. 691600.
Umboðsmenn
um land allt.
> wmmL Á 'vLA J \ \ .
Uj :