Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 40
52 MANUDAGUR.i1. JÚLÍ 1988. Afmæli ■ j*í á Málfríður Sigfiisdóttir Málfriður Sigfúsdóttir. Málfríður Sigfúsdóttir, Klepps- vegi 6, Reykjavík, er níræð í dag. Málfríður fæddist að Hólmalátr- um á Skógarströnd og ólst þar upp í foreldrahúsum. Föður sinn missti Málfríður 1914 og dvaldi hún hjá móður sinni á Hólmalátrum til 1932. en þá flutti Málfríður til Reykjavíkur. Þar var hún þénandi og stundaði síðan saumaskap í fjölda ára. Maður Málfríðar var Zophanías Bjarnason, sjómaður í Reykjavík, en hann er látinn fyrir allmörgum' árum. Málfríður átti fjórar systur en þrjár þeirra eru látnar. Systur hennar: Anna, húsfreyja, síðast á Hólmalátrum, f. 11.3.1896, giftDaða Kristjánssyni b. þar, en þau eru bæði látin. Meðal barna þeirra má nefna Sigfús skáld og rithöfund; Þórdís, húsmóðir á Akureyri og síðar í Reykjavík, f. 3.4. 1897, gift Lúðvík Möller kaupmanni, en þau eru bæði látin; Sólveig, er starfaði við húshjálp og saumaskap, f. 30.4. 1900, lést á þessu ári; Unnur, lengi húsfreyja í Timgu í Hörðudal og síðar í Reykjavík, f. 2.12. 1901, en maður hennar, Styrkár Guðjóns- son, lést í fyrra. Foreldrar Málfríðar voru Sigfús Jónasson, b. að Hólmalátrum, og kona hans, Arndís Finnsdóttir frá Háafelli í Dölum. Foreldrar Sigfúsar voru Jónas Guðmundsson, b. á Bíldhóli, og önnur kona hans, Sólveig Jónas- dóttir. Jónas var sonur Guðmundar á Bíldhóli, Vigfússonar þar, Einars- sonar á Vörðufelli, Sæmundssonar, b. á Kjarlaksstöðum, Þórðarsonar, prófasts á Staðastað, Jónssonar biskups á Hólum Vigfússonar. Arndís var systir Sveins, fóður Ásmundar myndhöggvara. For- eldrar Amdísar voru Finnur Bene- diktsson, b. og hreppstjóri á Háa- felli í Dölum, og Þórdís Andrés- dóttir, b. á Þórólfsstöðum, Andrés- sonar. Móðir Finns var Guðrún Guðmundsdóttir, systir Þórdísar, langömmu Ragnheiðar, móður Snorra Hjartarsonar skálds og Törfa, fv. tollstjóra og sáttasemj- ara. Þórdís var einnig langamma Áslaugar, ömmu Hjálmars Ragn- arssonar tónskálds. Andrés á Þórólfsstöðum var bróðir Jóns, langafa Sigríðar, ömmu Friðriks Ólafssonar stór- meistara. Málfríður verður ekki heima á afmælisdaginn. Steinn Stefánsson Steinn Stefánssoh, fv. skólastjóri á Seyðisfirði, er áttræður í dag. Steinn fæddist að. Reynivöllum í Suðursveit en óx upp á Kálfafelli. Hann gekk átján ára á unglinga- skóla hjá Sigurði Thorlacius á Djúpavogi og síðan á kennaraskóla en lauk kennaraprófi 1931. Frekara nánj síðar á ævinni: Söngkennar- anámskeið á Laugarvatni 1932. Sundkennaranámskeið í Reykjavík 1934. Skólaheimsóknir í Sovétríkj- unum og Kaupmannahöfn 1953. Skólaheimsókn á vegum danska kennarasambandsins 1956. Fram- haldsnám í orlofi 1957-1958: Hljóm- fræði hjá Róbert A. Ottóssyni, org- anleikur og flautuleikur í Reykja- vík; enska og skólamál í Englandi; söngkennsla og tónmyndun í Kaupmannahöfn. Steinn hóf kennslu ungur að árum. Farkennari var hann í Suð- ursveit 1927-1929. Kennari við Bamaskóla Seyðísfjarðar 1931- 1945. Stundakennari á Seyðisfirði 1933-1936. Kennari viö unghnga- skóla á Seyöisfirði 1933-1946. Skólastjóri Barna- og gagnfræða- skóla Seyðisfjarðarkaupstaðar 1946-1975. Skólastjóri Iðnskóla Seyðisfjarðar 1965-1975. Afskipti Steins af félagsmálum eru m.a. eftirfarandi: BæjarfuUtrúi á Seyðisfiröi 1942-1954 og 1962-1966, sat í bæjarráði síðara tímabilið. Varafulltrúi í bæjarstjóm 1938- 1942 og 1958-1962. Landskjörinn varaþingmaður Sósíahstaflokksins 1953-1956. í stjórn SósíaUstafélags Seyðisfjarðar frá stofnun þess, lengst af formaður. Formaður barnavemdamefndar Seyðisfjarð- arkaupstaðar 1938-1946. Stofnandi Kennarasambands Austurlands 1944 og formaður þess við og við. Söngstjóri ýmissa söngsamtaka frá 1939. Stjómandi Samkórsins Bjarma á Seyðisfirði frá stofnun hans 1946. Kirkjuorganleikari Seyðisfj arðarkirkj u og stjórnandi kirkjukórs 1955-1975.1 stjóm toga- raútgerðarfélagsins Bjólfs hf. 1953-1957. í stjóm íþróttafélagsins Hugins á Seyðisfirði um árabil. Var veittur riddarakross Fálkaorðunn- ar 17. júní 1988. Rit: 12 sönglög, gefin út af söfnuði Seyðisfjarðarkirkju 1976, Fjöl- skyldusöngvar, Reykjavík 1987. Skólasaga Seyðisfjaröar, en hún verður gefrn út nú á næstunni að tilhlutan Seyðisfjarðarkaupstaðar. MiMll fjöldi ritgerða og greina í blöðum og timaritum um áratugi. Kona Steins var Arnþrúður Ing- ólfsdóttir, fyrrum bónda á Vakurs- stöðum í Vopnafiröi síðar verka- manns á Seyðisfirði og formanns Verkamannafélagsins Fram, Hrólfssonar, og konu hans Guð- rúnar Eiríksdóttur. Arnþrúður fæddist 14. ágúst 1916 og andaðist 25. júní 1964. Hún var systir Hrólfs, bæjarstjóra á Seyðisfirði og síðar sveitarstjóra í MosfeUssveit; Brynj- ólfs, ráðúneytisstjóra samgöngu- málaráðuneytis; og Kristjáns, fræðslustjóra Austurlands. Guð- rún móðir Amþrúðar var systir Brynjólfs Eiríkssonar símaverk- stjóra. Börn Steins og Amþrúðar em: Heimir, sóknarprestur og þjóð- garösvörður á Þingvöllum, kvænt- ur Dóm ÞórhaUsdóttur; Iðunn, rit- höfundur í Reykjavík, gift Bimi Friðfinnssyni, aðstoðarráðherra; Steinn Stefánsson. Kristín, fjölbrautaskólakennari og rithöfundur á Akranesi, gift Jóni Hálfdánarsyni eðUsfræðingi; Ing- ólfur, fjölbrautaskólakennari á Sel- fossi; og Stefán, héraðslæknir á Þingeyri. Foreldrar Steins voru Stefán, hreppstjóri, trésmiður og bóndi að KálfafelU í Suðursveit, Jónsson, og kona hans Kristín Eyjólfsdóttir. Móðir Stefáns var Steinunn, dótt- ir Auðbjargar Sigurðardóttur á Brunnum, langömmu meistara Þórbergs, Auðbjörg var einnig móðuramma Benedikts, fóður séra Gunnars rithöfundar. Þá var Auð- björg fóðuramma Guðnýjar, móð- urömmu Einars Braga, rithöfund- ar og skálds. Kristín var dóttir Eyjólfs b. og hreppstjóra á Reynivöllum, Run- ólfssonar b. og hreppstjóra á Mar- íubakka, Sverrissonar b. í Seglbúð- um, Eiríkssonar b. á Geiralandi, Bjamasonar b. þar, Eiríkssonar. Steinn Stefánsson er nú búsettur að Laugarnesvegi 37 í Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á af- mæUsdaginn í SafnaðarheimiU Laugameskirkju milU kl. 16 og 19. Þorleifiir Guðnason Þorleifur Guðnason, Rómarstíg 1, Suðureyri, er sjötugur í dag. Þorleifur fæddist á Kvíanesi við Súgandafjörð, sonur hjónanna Al- bertínu Jóhannesdóttur og Guðna Jóns Þoleifssonar. Þórður Einarsson verslunar- maður, Hlíf, ísafirði, er áttræður í dag. Hann fæddist á ísafirði, ólst þar upp og hefur búið þar aUa tíð. Þórður hóf störf hjá Kaupfélagi ísfirðinga tvítugur að aldri og hefur unnið þar ósUtið fram á þennan dag. Þar á hann því sextíu ára starfsafmæU í október, enda er hann sá núlifandi maður sem lengst hefur starfað hjá Samvinnu- hreyfingunni. Þórður er tvígiftur. Fyrri kona hans var Ragnheiður Jóhannsdótt- ir, en þau áttu einn son, Hermann, nú flugumferðarstjóra í Keflavík. Hermann er giftur Auði Árnadótt- ur og eiga þau fjögur böm. Seinni kona Þórðar var Guðbjörg Þorleifur er þriðji elstur ellefu systkina. Hann hóf búskap á Norð- úreyri við Súgandafjörð 1955 og bjó þar til ársins 1970 en þá flutti hann til Suðureyrar. Þar starfaði hann fyrst við afgreiðslu Ríkisskips en Magnúsdóttir úr Bolungarvík, en hún lést í desember 1973. Með Guð- björgu átti hann dóttur, Svanhildi, sem gift er Magna Ö. Guðmunds- syni, netagerðarmeistara á ísafirði, en þau eiga þijár dætur. Þórður gekk í fóðurstaö dóttur Guðbjargar, Sólveigu Huldu Jóns- dóttur. Sólveig býr í Keflavík, gift Páh Jónssyni, en þau eiga fjögur böm. Þórður átti ellefu systkini, en á nú eina systur á lífi. Sú er Vil- helmina, húsmóðir í Reykjavík, gift Sveini Marteinssyni. Foreldrar Þórðar vom Einar Guðmundsson, skósmiður á ísafiröi, og kona hans Svanhildur Jónsdóttir. fór síðan að vinna við fiskvinnslu sem hann stundar enn. Sambýliskona hans er Maríanna Jensen. Árin sem stúdentar og verkamenn sameinuðust í harðvítugri baráttu gegn ofríki ríkisstjórna hins vestræna heims. Allt um þaö og lygilegustu uppákomur þessarar aldar . . . Upplögð afmælisgjöf. Þórður Einarsson Til hamingju með daginn 85 ára 60 ára Ásmundur Bjarnason, Suðurgötu 25, Akranesi. Vilborg Á. Sigurðardóttir, Hamars- braut 17, Hafnarfirði. 80 ára 50 ára Jón Bjarnason, Þóristúni 7, Sel- fossi. Baldvin Þórðarson, Dalbraut 27, Reykjavík. Þorsteinn Þorsteinsson, Geithömr- um, Svínavatnshreppi. Ólafur Þ. Guðmundsson, Hvassa- leiti 56, Reykjavík. Marta Sveinbjörnsdóttir, Hrísholti 6, Garðabæ. Kjartan Herbjörnsson, Snæ- hvammi, Breiðdalshreppi. Sigurlaug Ólafsdóttir, Hólum, starfsmannahúsi, Hólahreppi. Gísli Pétursson, Hjöhum 25, Pat- reksfirði. Sigurður Ingimarsson, Flugumýri, Akrahreppi. 75 ára 40 ára Guðrún Andrésdóttir, Smyrla- hrauni 2, Hafnarfirði. Guðrún Kristjánsdóttir, Starra- stöðum, Lýtingsstaðahreppi. 70 ára Birgir Stefónsson, Laugarási H, Biskupstungnahreppi. Eric Paul Calmon, Fífuseli 11, Reykjavík. Haraldur Arngrímsson, Rauðási 14, Reykjavík. Sigríður Jónsdóttir, Víkurbraut 14, Grindavík. Karsten Iversen, Reykási 27, Reykjavík. Leiðrétting í afmælisgrein um Hjörtfríði með komið á framfæri: Kristín Láru Guðbrandsdóttur 7.7. sl. var Sesselja á þrjú börn og var elsti hún nefnd Hjörtína en hennar rétta sonur hennar, Róbert, alinn upp nafn er Hjörtfríður Lára. Hún er hjá móðurforeldrum sínum; Guð- hér með beðin velvirðingar á þess- brandur og Jakobína eiga tvo börn um mistökum. en auk þess á hann eina dóttur frá Þá fékk ættfræðisíðan rangar því fyrir hjónaband; Jón Brynjar upplýsingar um barnabörn hennar og Emiha eiga ekki tvö heldur þrjú og er því réttum upplýsingum hér böm. Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandend- ur þeirra til að senda því myndir og upplýs- ingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síð- asta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.