Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 1988. Viðskjpti Sýnist öll umboö bjóða afslátt Þórir Jónsson, eigandi Sveins Egils- sonar: „Eigum ekki óeölilega marga bíla á lager.“ Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóösbækur ób. Sparireikningar 23-26 Sp.lb 3ja mán.uppsögn 23-28 Sp,Ab 6mán. uppsögn 24-30 Sp.Ab 12mán. uppsögn 26-32 Ab 18mán. uppsögn 39 Ib Tékkareikningar, alm. 9-13 Ib.Sp Sértékkareikningar Innlán verötryggð 10-28 Ab Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn Innlán meðsérkjörum 4 20-36 Allir Lb.Bb,- Sp Innlán gengistryggð Bandarlkjadalir 6-7 Vb Sterlingspund 7-8 Vb.Ab Vestur-þýsk mörk 2,25-3 Ab.Vb Danskar krónur 7,25-8,50 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennirvlxlar(forv.) 37-39 Vb.Sb,- Úb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 37-41 Sb Vióskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 39-42 Lb.Bb,- Útlán verðtryggð Sb . Skuldabréf Utlán til framleiðslu 9,25 Vb.lb Isl. krónur 34-41 Vb.Úb SDR 7,75-8,50 Lb.Úb,- Sp Bandarikjadalir 9,25-10 Lb.Úb,- Sp Sterlingspund 10-10,75 Úb.Sp Vestur-þýsk mörk 5,25-6,00 Úb Húsnæðislán 3.5 Llfeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 52,8 4,4 á mán. MEÐALVEXTIR Óverötr. júlí 88 38,2 Verötr. júlí88 VÍSITÖLUR 9,6 Lánskjaravísitala júlí 2154 stig Byggingavisitalajúlí 388 stig Byggingavisitalajúlí 121,3 stig Húsaleiguvisitala Hækkaöi8%1. júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóöa Ávöxtunarbréf 1,6699 Einingabréf 1 3,033 Einingabróf 2 1,752 Einingabróf 3 1,901 Fjölþjóöabréf 1,268 Gengisbréf 1,340 Kjarabróf 2,893 Llfeyrisbréf 1.525 Markbréf 1,507 Sjóösbréf 1 1,463 Sjóösbréf 2 1,283 Tekjubréf 1,428 Rekstrarbréf 1,2072 HLUTABRÉF Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip 252 kr. Flugleiðir 231 kr. Hampiöjan 112 kr. lönaðarbankinn 156 kr. Skagstrendingur hf. 158 kr. Verslunarbankinn 117 kr. Útgeröarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Vió kaup á viðskiptavfxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavfxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb=Verslunarbankinn, Sp=Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um penlngamarkað- inn birtaat í DV á fimmtudðgum. segir Þórir Jónsson hjá Sveini Egilssyni Þórir Jónsson, forsfjóri og eigandi Sveins Egilssonar, segir að greiðslu- kjör tnnboðsins, sem felast í að lána helming bílverðsins til eins árs með fóstinn 9,9 prósent nafnvöxtum, séu að sjálfsögðu afsláttur á bílverðinu. „Þaö er mildl samkeppni og ég sé ekki betur en að öll bílaumboðin bjóði núna afslátt með einum eða öðrum hætti. Viö ákváðinn að gefa afslátt í þessu formi í staðinn fyrir að lækka söluverðið." Þórir segir ennfremur að mjög góð viðbrögö hafi verið við þessum kjör- um fyrirtækisins. „Við höfum orðiö varir við hræðslu hjá fólki vegna hins sjáifvirka vísitölukerfis. Fólk er hrætt við verðbólguna. Þess vegna bjóðum við upp á einfalt reiknings- dæmi þar sem fólk getur séð ná- kvæmlega á hvað það kaupir bílinn." - En þýðir þetta ekki að þið og aðr- ir, sem selja nýja bíla, séuö búnir að panta allt of mikiö af bílum sem þið liggið með og.þess vegna sé verið að lækka verð bílanna? „Það hefur komið fram að viö eig- um á lager 300 bíla. Þaö er í raun ekki mikið. Bara í júlímánuöi í fyrra seldum við 300 bÚa. Miðað við af- greiðslutímann að utan er það ekki mikið að eiga um 100 bíla af hverri tegund, en við seljum 3 til 4 bílateg- undir,“ segir Þórir. -JGH Bankamir að detta í vaxtagHdruna? - Verðum að gæta okkar, segir Stefan Pálsson Búnaðaiðankastjóri Það vakti almenna athygli að bankamir hækkuðu vexti af útlán- um um tvö til þrjú prósent um síð- ustu mánaðamót á meðan þeir létu vexti af innlánum standa í stað að mestu. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, segir að partur af þessu dæmi eigi sér skýringu í bráða- birgðalögum ríkisstjómarinnar en samkvæmt þeim mega bankar núna verðtryggja öll innlán en ekki útlán séu þau til skemmri tíma en tveggja ára. Sumir hafa kallað þetta vaxta- gildrana í bankakerfinu, pyttinn sem bankarnir geti dottið ofan í. „Það er Ijóst að allir sem stjóma bönkrnn verða núna að gæta sín á að vera með raunvexti á útlánum,“ segir Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans. „Ég tel samt meginskýringuna á því að bankarnir hækkuðu útláns- vexti en innlánsvexti lítiö sem ekkert vera að vextir af innlánum hækkuðu fyrri hlutann í júní en þá hækkuðu útlánsvextir ekkert. Þessi hækkun lá því allán tímann í loftinu." í lokin má minna á aö tekjur banka stafa af því að útlánsvextir eru hærri en innlánsvextir. -JGH Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað- arbankans: „Stjórnendur banka verða að gæta þess sérstaklega núna að útlán beri raunvexti." Brosandi bankamær og á beinni línu við Reiknistofu bankanna. í vetur var það vandamál hve sambandið á milli rofnaði oft. „Það er liðin tíð,“ segir forstööumaður Reiknistofu bankanna. DV-mynd JAK Reiknistofa bankanna: Datt út í 40 mínútur í maí Sambandið á milli bankanna og Reiknistofu bankanna rofnaði 4 alls 40 mínútur í maí, að sögn Þórðar Sigurðssonar, forstöðumanns Reiknistofunnar. En fá mátti þær upplýsingar í bönkum síðastliðinn þriðjudag að ekki væri hægt að fá uppgefha stöðuna á ávísanareikning- um þar sem ekkert samband væri við Reiknistofima. ^ „Það kom fyrir smáóhapp hér að- faranótt þriðjudags sem varð til þess að keyra þurfti tékkareikningana aftur. Þess vegna var ekki hægt að fá þessar upplýsingar fyrr en eftir hádegi á þriðjudaginn" segir Þórður. Um vandamál í kerfinu fóstudag- inn áður, 1. júlí, segir Þórður að þá hafi sparisjóðsreikningar ekki verið tilbúnir í tæka tíö að morgni föstu- dagsins vegna viðbótarvaxtaútreikn- inga og þess vegna var ekki hægt að segja fólki hvort og hversu mikil laun hefðu verið lögð inn á sparisjóðs- bækur þess með on-line kerfinu. Á hinn bóginn gátu bankamir auðvitað notað sitt off-line kerfi og þannig veitt upplýsingamar. Að sögn Þórðar var það smávanda- mál hjá Reiknistofunni í vetur að kerfið gaf sig á miklum álagspunkt- um. „En þetta er liðin tíð.“ „Ástæðan fyrir því að sambandið rofnaöi við Reiknistofuiia vom ákveðin þrengsli í kerfinu. Það má líkja þessu við fólk sem fer í bíó og lendir í langri biöröð. Þegar það er búið að bíða lengi-kemur upp óþolin- mæði og fólkiö yfirgefur röðina. Færslurnar getum' við sagt að hafi beðiö á sama hátt lengi og þegar þær fengu ekkert svar gáfust þær upp.“ Þórður segir ennfremur að svar- tími Reiknistofunnar við hverri færslu sé um hálf sekúnda á on-line kerfinu. - Sumir segjast hafa orðiö varir við seinagang hjá gjaldkerum í bönkum upp á síðkastið, að tölvur þeirra hafi veriö lengur að vinna. „Það stenst ekki að um lengri svar- tíma hjá Reiknistofunni sé að ræða, ég hef ekki heyrt um þetta. En hugs-- anleg skýring, ef þetta er rétt, er að tengitölvur bankanna sjálfra, ein- stakra útibúa, séu orðnar of litlar vegna aukinna viðskipta.“ -JGH JL-byggingavörur em ekki JL-húsið Jón Loftsson, forstjóri stórmarkaö- arins JL-hússins, vill taka fram, vegna fréttar á Viðskiptasíðunni um samruna fyrirtækja á föstudaginn þar. sem sagt var að JL og Völundur heföu sameinast, að það voru fyrir- tækin JL-byggingavörur sf. og Völ- undur sem sameinuðust. JL-bygg- ingavörur sf. var stofnað upp úr byggingavörudeild JL-hússins fyrir um sex árum og allt aðrir eigendur að fyrirtækinu. -JGH Kristjánfjámiála- sljóri Hagviikis Kristján B. Ólafsson viðskiptafræð- ingur hefur verið ráðinn fjármála- stjóri hjá verktakafyrirtækinu Hag- virki. Hann tók til starfa 1. júlí. Kristján var áður forstöðumaður hagdeildar olíufélagsins Skeljungs. Hann er viöskiptafræöingur frá Há- skóla íslands. Hann stundaði síðan framhaldsnám í rekstrarhagfræöi við Verslunarháskólann í Kaup- mannahöfn. Við starfi Kristjáns hjá Skeljungi tekur Gunnar K. Guðmundsson hag- fræðingur: Hann hefur störf hjá Skeljungi 1. ágúst. Hann vann áöur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. -JGH Krlstján B. Ólafsson - áður h]á Skeljungi, nú hjá Hagvirki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.