Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 34
.MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 1988. 4fi Lífestm Hermannaveiki: Útbreiddari hér en ann- ars staðar í heiminum Alls hafa fimm einstaklingar látist af völdum hermannaveiki hér á landi frá 1985. Auk þess hafa þrír sýkst. Grunur leikur á að fleiri hafi fengið veikina án þess aö stað- festing hafi fengist. Líkur benda til að hermanna- veiki sé óvíða í heiminum jafnút- breidd og hér á landi. Til saman- burðar má taka Bretland, þar búa 56,5 milljónir manna. Þar í landi greindust 27 tilfelli á árinu 1987. Á þessu ári hefur verið talað um far- aldur en rnn miðjan maí höfðu 33 greinst með veikina auk þess sem grunur lék á að 78 hefðu fengið sjúkdóminn. Hér á landi búa 247.300 manns og eins og áður sagði hafa greinst hér 8 tilfelli síðan 1985. Ef þessar tölur eru bomar saman viö fiölda sýktra í Bretlandi á árinu 1987 kemur í ljós að hermannaveiki er um það bil 30 sinnum algengari hér á landi. Þeir sem létust af völdum her- mannaveiki hér á landi dvöldu á þremur sjúkrahúsum, Landspíta- lanum, Landakotsspítala og Vífils- staðaspítala. Hermannaveikibakteríuna er víða að finna í umhverfi manna, einnig á sjúkrahúsum. „Það er því fyllsta ástæða til að reyna eins og kostur er að halda bakteríunni 1 skefjum. Sóttkveikj- an er hitaþolin, þó er heita vatnið hér á landi þaö heitt að hún þrífst ekki í heitavatnskerfinu. Það sem reynst hefur best í baráttunni gegn bakteríunni er að hleypa heitu vatni í gegnum kaldavatnskerfi sjúkrahúsanna. Það hefur verið gert á Landakotsspítala, Landspíta- lanum og Vífilsstöðmn. Við vitum ekki hversu langan tíma er hægt að halda bakteríunni í skefjum með þessum aðgerðum. Það gæti verið allt frá nokkrum vikum og upp í nokkra mánuði. Það er því nauð- synlegt að fylgjast vel með hver þróunin verður á þessum sjúkra- húsum," segir Ólafur. rannsókna var að um það bil þriðji hver einstaklingur hafði myndað mótefiú gegn hermannaveiki.“ Þriðju rannsóknina framkvæmdi Ásgeir Haraldsson læknir en hann kynnti niðurstöður hennar á þingi norrænna bamalækna sem haldið var í Reykjavík fyrir skömmu. Á hálfu ári, veturinn 1985-1986, vom 400 böm á aldrinum 1 mánaða til 12 ára mótefnamæld er þau vom lögð inn á Landakotsspítala. 22% þeirra reyndust hafa mótefni gegn hermannaveiki en mjög sjaldgjæft er að böm innan þriggja ára sý- kist. Hlutfallstalan hækkaði síðan upp í 30% í aldurshópnum 4-12 ára. Áf rannsókninni má því ráða að sýkillinn, sem veldur hermanna- veiki, sé útbreiddur í neysluvatni og jarðvegi á suðvesturhomi lands- Ekki hættulegt að ins. Nýuppgvötvaður sjúkdómur Ekki em nema 12 ár síðan her- mannaveikibakterían var greind í fyrsta skipti í Bandaríkjunum. Þó ber fræðimönnum saman um að hún sé síður en svo ný af nálinni. Raunar er talið að sýkillinn hafi fylgt mannkyninu frá örófi alda. Hermaxmaveiki er afbrigði af lungnabólgu. Meðgöngutími veik- innar er óþekktur en þó telja menn að einkennin komi í ljós 2-10 dög- um eftir smit. Fyrstu einkennin em hiti, höfuðverkur, skjálfti og vöðvaeymsli. Á síðari stigum sjúk- dómsins verður oft vart ákafra hó- stakasta og öndunarerfiðleika. Auk þess niðurgangs, uppkasta, svefn- drunga og nýmabilunar. Við lækn- ingu sjúkdómsins er einkum gefið sýklalyfið erhytcromycin. Fimm ára rannsóknir Hér á landi hafa rannsóknir á hermannaveiki staðið yfir í fimm ár og hefur Ólafur Steingrímsson, yfirlæknir á Landspítalanum, sfjómað þeim: „Hermannaveikibakterían hefur fundist á öllum stóra sjúkrahúsun- um í Reykjavík. Á Landspítalanum hefur hún bæði greinst í vatnskerfi sjúkrahússins og tvisvar í loftræ- stikerfinu, þó hefur hún ekki fund- ist í loftræstkerfinu síöastliðin þijú ár. Heilsa Viö höfum einnig greint bakter- íuna í vatnssýnum frá Landakots- spítala og Borgarspítalanum. Þó er miklum mun minna af henni á Borgarspítalanum en á gömlu sjúkrahúsunum. Bakterían virðist þrífast best í vatnslögnum gamalla húsa. Það er því ástæða til að ætla að hún finnist víða þar sem gamlar lagnir em. Rannsóknir hafa fyrst og fremst miðast við stóm sjúkrahúsin í Reykjavík. Við höfum tekið sýni á um 20 einkaheimilum en ekki greint sóttkveikjuna þar. Þó vitum við að hana er víða að finna annars staðar en á sjúkrahúsum," segir Ólafur. Sóttkveikjan hefur einnig fundist í vatnssýnum og í umhverfi Vífils- staðaspítala, en sjúklinar þar em fólk sem haldið er ýmsum öndun- arfærasjúkdómum. Hverjir sýkjast? Þeim sem hættast er við sýkingu af völdum hermannaveiki er gam- alt fólk, einstaklingar með veiklað ónæmiskerfi af völdum sjúkdóma og lyfiameðferðar og fólk sem hald- ið er öndunarfærasjúkdómum. Heilbrigðir einstaklingar em hins vegar í tiltölulega lítilli hættu á að veikjast. Það sem fyrst og fremst ræður því hvort fólk sýkist af völdum bakteríunnar er að hún berist í miklu magni í líkama sjúklingsins, hann sé móttækilegur fyrir henni eða hvora tveggja. drekka vatn „Fólk veikist ekki þótt þaö drekki vatn því sýkillinn deyr um leið og hann kemst í samband við maga- sýrumar. Sóttkveikjan fjölgar sér mest á mótum lofts og vatns. Því þrífst bakterían vel á gúmmí- hringjum og pakkningum í blönd- unartækjum. Mesta hættan á smiti er að anda að sér litlum dropum þar sem bakterían er á sveimi. Fólki er því mest hætta búin ef það þaö andar að sér menguðu lofti úr loftræstikerfum eða ef það skrú- far frá krana eða sturtu,“ segir Sig- urður B. Þorsteinsson, læknir á Landspítalanum. „Þekking okkar á bakteríunni er allgóð. Rannsóknir hófust í október 1983 og stóðu í heilt ár. Við sendum 92 sýni úr lungnabólgusjúklingum í greiningu til Danmerkur. Sam- kvæmt niðurstöðum rannsókn- anna kom í Ijós aö hermannaveiki var þriðji algengasti lungnabólgu- valdurinn hér á landi. Nokkm síðar vom 200 blóðgjafar hjá Blóðbankanum mótefnamældir gegn veikinni og niðurstaöa þeirra „Þessum sýkh verður sjálfsagt aldrei hægt að útrýma. Líkur benda tíl að hann sé að finna í nær öllu umhverfi manna. Við höfum áhyggjur af tíðni her- mannaveikitúfella á sjúkrahúsum hér á landi því líkur benda tú að þau séu fleiri hér á landi en viða annars staðar í heiminum. En töl- umar segja ekki aút. Við höfum rannsakað tíðni og útbreiðslu her- mannaveikibakteríunnar allítar- lega hér á landi og vitum því meira um hegðun hennar og tíðni en flest- ar aðrar þjóðir. Það kann að skýra aö hluta tú hvers vegna þessi sjúk- dómur virðist vera algengari hér á landi en annars staðar,“ segir Sig- urður að lokum. í lokin er rétt að árétta að heú- brigðu fólki stafar lítú hætta af völdum sýkinga af hermannaveiki það em fyrst og fremst þeir sem þjást af öndunarfærasjúkdómum eða era með veiklað ónæmiskeríi af einhverjum orsökum sem stafar hætta af þessum sjúkdómi. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.