Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988.
3
dv Fréttir
^ -i. i. .
M Astandið í ríkissijórninm orðið rafmagnað:
011 skynsemi er nú horf-
in úr atburðarásinni
- segir einn stjómarliða um ástandið
Ástandið í ríkisstjórninni er nú
orðið rafmagnað. Á sama tíma og
forystumenn stjórnarflokkanna
keppast við að hafna tillögum hver
annars skjóta þeir fóstum skotum á
samstarfsflokkana í fjölmiðlum. Nú
eru aflar leiðir opnar sem aldrei fyrr;
stjómarsflt, kosningar, stjórnar-
myndun og sámkomulag.
Ahrifamaður innan Sjálfstæöis-
flokksins sagði í samtali við DV að
framsóknarmenn hefðu að undan-
fómu verið að þrýsta á Þorstein svo
hann sliti stjómarsamstarfinu en nú
væri Þorsteinn byijaður að þrýsta á
móti. Einn stjórnarliða lýsti ástand-
inu svo að öfl skynsemi væri horfin
úr atburðarásinni. Það væri með
engum hætti hægt lengur að reikna
framhaldið af því sem gerðist hveiju
sinni. Annar lýsti því svo að aflir
vildu út en enginn vildi verða til þess
að slíta stjórnarsamstarfinu.
Sjálfstæðismenn huga að
kosningabaráttu
Á meðan forsætisráðherra sat
ásamt samráöherrum sínum ársfund
Sambands fiskvinnslustöðvanna
unnu menn í Þjóðhagsstofnun,
Seðlabanka og forsætisráöuneytinu
við að útfæra tillögur hans í efna-
hagsmálum.
Meðal þess sem verið er að kanna
eru áhrif verðbóta úr frystideild
Verðjöfnunarsjóös sjávarútvegsins
og endurgreiðslu söluskatts á af-
komu frystingarinnar. Þá er og verið
að reikna út hvaða áhrif það hefði á
stöðu greinarinnar ef 3 prósent geng-
isfelling, sem Seðlabankinn hefur
þegar fengið heimild fyrir, yrði fram-
kvæmd. Áhrifin eru bæði kannaðar
í ljósi þess að gengið verði fellt um
næstu mánaðamót og einnig að geng-
ið verði látið síga um 3 prósent á
nokkrum vikum.
Þá eru og gerðar verðbólguspár,
byggðar á hugmyndum forsætisráð-
herra, og kannað hvaða áhrif þær
hafa á kaupmátt og vexti.
Á sama tíma er mikið rætt innan
Sjálfstæðisflokksins um hugsanleg
stjómarslit. Mikil fundahöld eru ráð-
gerð um helgina. Innan flokksins er
ráðgert að reikna út til hlítar bæði
tillögur Þorsteins og niðurfærsluna,
samkvæmt heimildum DV. Ef engin
samstaða fer að myndast innan
stjómarinnar er ætlunin að birta
þessa tvo kosti opinberlega. Með
þeim hætti hugsa sjálfstæðismenn
sér að byija komandi kosningabar-
áttu, það er stilla saman þeim kosti,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði,
og þeim sem hann vildi fá í gegn og
áhrifum þeirra á kaupmátt og af-
komu fyrirtækjanna.
Framsóknarmenn hafna
millifærslu
Það er þegar orðið ljóst að fram-
sóknarmenn munu eiga erfitt með
að kyngja einhvers konar mifli-
færsluleið, hvort sem hún yrði í anda
tillagna Þorsteins eða í þeim búningi
sem Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra hefur hugsað henni.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra hefur lýst þvi yfir að hann
telji þessa leið hættulega.
I samtali við blaðamann DV í
Stykkishólmi í gær sagði Steingrím-
ur Hermannsson utanríkisráðherra
að millifærsla væri bráðabirgðaúr-
ræði sem ekki mætti vara nema í
fáeina mánuði. Til hennar mætti
ekki grípa nema við tæki eitthvað
sem fæfl í sér raunhæfar úrbætur.
Steingrhnur bætti því við að hann
efaðist um að það yrði ef gripið yrði
til millifærsluleiðarinnar nú.
Alþýðuflokksmenn hafa unnið að
fullmótim sinna tillagna og útreikn-
ingum á áhrifum þeirra. í millifærslu
þeirra er gert ráð fyrir frystingu
verðlags yfir sama tíma og laun
verða fryst.
Eins og fram kom í DV í gær hafn-
aði Þorsteinn Pálsson verðstöðvun
og sagðist ekki vilja skrökva að neyt-
endum með þeim hætti. Jón Sigurðs-
son svarar þessum ummælum í DV
í dag og segist heldur ekki vilja
skrökva. Hann segir sínar tillögur
velta á framkvæmdinni á sama hátt
og tillögur Þorsteins.
-gse
Það er heldur óskemmtileg tilhugsun að vita til þess að í
heimahúsum liggur fjöldinn allur af spariskírteinum ríkissjóðs
sem láðst hefur að innleysa, og mörg þeirra eru því hætt að
bera ávöxt.
Ef þú átt slík skírteini viljum við hvetja þig til að koma til
okkar í Verzlunarbankann og innleysa þau.
10. september er nýr innlausnardagur fyrir spariskírteini að
upphæö 2,6 milljarða.
MARGIR KOSTIR - ALLIR GÓDIR.
Við erum reiðubúin að hjálpa þér að vega og meta hentugar
ávöxtunarleiðir fyrir andvirði skírteinanna.
Þú getur t.d. valið KASKÓREIKNING, RENTUBÓK eða ný
SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS, allt eftir því hvað hentar aðstæð-
um þínum og markmiðum.
Verzlunarbankinn býður þér einnig upp á þá þægilegu þjón-
ustu að taka skírteinin þín í geymslu og sjá um áframhaldandi
ávöxtun þegar kemur að innlausnardegi.
Alltaf velkomin (n).
VERZLUNARBANKINN
-vituucittteðfiái!
ÞARABAKKA 3
UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI
VATNSMÝRARVEGI 10
BANKASTRÆTI 5
LAUGAVEGI 172
GRENSÁSVEGI 13
HUSI VERSI.UNARINNAR
KRINGLUNNI 7
ÞVERHOLTI 6, MOSFELLSBÆ
VATNSNESVEGI 14, KEFLAVÍK
An ÞU SPARISKIRTEINI
SEM ERU HÆTT
AÐ BERA ÁVÖXT?