Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 4
4
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988.
KENNARAR - KENNARAR
Héraðsskólann í Reykjanesi við ísafjarðardjúp vantar
2 áhugasama kennara til að kenna ensku, dönsku,
íslensku og samfélagsgreinar.
Mjög góð vinnuaðstaða og gott ódýrt húsnæði.
Nánari upplýsingar eru fúslega veittar hjá skólastjóra
í símum 94-4840 og 94-4841 og hjá grunnskóla-
deild menntamálaráðuneytisins, sími 91 -25000.
Héraðsskólinn Reykjanesi
MYNDBANDAGERÐ (VIDEO)
INNRITUN
7 vikna námskeið í myndbandagerð hefst 12. sept-
ember nk. Kennt verður 2 sinnum í viku, mánudaga
og miðvikudaga, 4 klst. hvert kvöld. Megináhersla
er lögð á: kvikmyndasögu, mynduppbyggingu, eðli
og notkun myndmáls í kvikmyndum, handritsgerð,
auk æfinga í meðferð tækjabúnaðar, ásamt upptöku,
klippingu og hljóðsetningu eigin myndefnis nem-
enda. Kennari: Ólafur Angantýsson. Kennslustaður:
Miðbæjarskóli. Kennslugjald er kr. 6000,- sem greið-
ist í fyrsta tíma. Innritun í símum 12992 og 14106
kl. 13-19, 6.-9. september.
Innritun í aðra frjálsa námshópa verður 21. og 22.
sept.
NEW LOOK
Snyrtivöruverslun / heildverslun
Þingholtsstræti 1, 101 Rvík sími 91-24666
Naglalakk 11 ml NID Lltír 38 Smásolu- verft 185,-
Naglalakk 7ml NID 38 155,-
Naglalakk 7m!SignéParis 38 155,-
Varalitir NID 38 175,-
Varalitir Signé Paris 38 185,-
Varalitir Serge Obena 18 350,- 220,- 250, 220,-
Maskarar NID 12
Maskarar Signé Paris 12
Eyeliner NID 6 225,-
Eyeliner Signé Paris 6 200,-
Gloss NID 12 250,-
Gloss Signé Paris 12 90,-
Augnblýantar NID 23 125,-
Augnblýantar Signé Paris 23 90,-
Varablýantar NID 6 125,-
Varablýantar Signé Paris 8 250,- 275,- 260,- 300,-
Augnskuggar NID(2 saman) 12
Augnskuggar SigneParis(2 saman) .24
Augnskuggar NID(3saman) 12 250,-
Augnskuggar Signé Paris(3 saman) 12 300,-
Steinpúður NID 3 225,-
Steinpúður Signé Paris 8 275,-
Kinnalitir NID 10 1.200,-
KinnalKir Signé Paris 10 865,-
Burstasett lOstk 8 250,-
Parfume 100 ml 10
Hárlakk Chantal gorðlr 150,- 350,-
Hárfroða Indjánamold Chantal
Póstsendum
Paris Cosmetics
Fréttir
Ólafur Ragnar Grímsson, formaöur Alþýöubandalagsins:
Hægt að mynda
nýja stióm á
skömmum tíma
- neitar að forystumenn Alþýðuflokks og Framsóknar hafi rætt við sig
„Fyrsta krafa okkar er aö þaö fari
fram kosningar. Ef ekki verður orðið
við henni þá erum við tilbúnir til
stjórnarmyndunarviðræðna á
grundvelli efnahagstillagna Alþýðu-
bandalagsins. En númer eitt er að
ríkisstjómin kvitti fyrir dauða sinn,“
sagði Olafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins.
í DV í gær sagði Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra að sér hefði verið
það ljóst lengi að Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur ynnu að því að
mynda ríkisstjóm án Sjálfstæðis-
flokks. Ólafur Ragnar neitar hins
vegar alfarið að við sig hafi verið
rætt í þessu sambandi.
„Eðlilega hefur ekki verið rætt við
okkur um nýtt ríkisstjómarmynst-
ur. Það em nú ákveðin siðalögmál
sem gilda í þessu og þessir blessaðir
menn sitja enn að forminu til í ríkis-
stjóm. Það er einfaldlega ekki til siðs
að menn séu þá á kafi í því að búa
til nýja ríkisstjóm. En í þessu htla
póhtíska kerfi okkar talast menn
Ólafur Ragnar Grímsson formaður
Alþýðubandalagsins.
auðvitað við í samræðum út og suð-
ur. En það er eitthvað sem ekki er
hægt að gefa neitt burðugt nafn.
Rikisstjómin þarf og verður að
biðjast lausnar. Ég tel að Þorsetinn
Pálsson sé fýrir löngu kominn yfir
öh mörk hvað snertir embættis-
skyldu forsætisráðherra. Hann er í
raun og vem að ónýta stöðu forsætis-
ráðherra gjörsamlega. Það sér það
hver maður aö þessi ríkisstjórn hefur
ekki burði til að taka ákvörðun um
neina stefnu. Það er óþarfi að rekja
það sem þjóðin hefur þurft að horfa
upp á síðustu vikur og mánuði. Þessi
Stykkishólmsferð er ein útgáfan.
Þegar þessi ríkisstjóm er farin frá
er kominn tími til að velta því fyrir
sér hvort hoða eigi til kosninga eða
hvort þingmeirihluti er fyrir nýrri
ríkisstjórn. Ég tel að það sé bæði
hægt að láta kosningar fara fram á
skömmum tíma og eins að það sé
hægt að mynda ríkisstjóm á mjög
skömmum tíma,“ sagði Ölafur Ragn-
ar Grímsson. -gse
Þorsteinn segir veröstöövunartillögur krata óframkvæmanlegar:
Við erum ekki að
skrökva að neytendum
- segir Jón Sigurðsson viöskiptaraöherra
„Við höfum heldur engan áhuga á
að skrökva að neytendum. Alveg á
sama hátt og hægt er að segja um
tihögur Þorsteins þá er það fram-
kvæmdin sem ræður úrshtum. Það
er augljóst að verðstöðvun í fimm
mánuði er flóknara fyrirbæri en
verðstöðvun í einn mánuð og fleira
getur komið upp á á svo löngum
tíma,“ sagði Jón Sigurösson aðspurö-
ur um þau ummæh Þorsteins Páls-
sonar í DV í gær um að framhald
verðstöðvunar til áramóta væri aug-
ljóslega óframkvæmanleg og að þeir
sem héldu shkum tillögum fram
væru að skrökva að neytendum.
Framhald verðstöðvunar til ára-
móta er þungamiðjan í tillögum Al-
þýðuflokksins, sem Jón Sigurðsson
er aðalhöfundur að. Á henni byggir
möguleg 10 til 12 prósent nafnvaxta-
lækkun og síðan 3 prósent lækkun
raunvaxta.
- Verður ekki htið eftir af tillögum
ykkar ef verðstöövunarhlutinn er
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra.
tekinn út?
„Ég tel að thlögurnar, sem eru nú
á borðum ríkisstjómarinnar og þing-
ílokka hennar, hafi hvergi verið sett-
ar fram sem úrshtakostir, að
minnsta kosti ekki af okkar hálfu.
Við erum í einlægni að leita leiða til
að taka í alvöru og þegar í stað á
þeim efnahags- og stjómarvanda sem
við ghmum við. Við leitum einnig
leiða sem skynsemi er í og hægt er
að framkvæma. Við höfum lagt fram
okkar tillögu og teljum hana fram-
kvæmanlega en vitum vel að í henni
felst vandi víða eins og í sérhverri
tillögugerð. Ég ætla ekki að segja
neitt meira um þetta, enda er máhð
hvergi nærri útrætt. Nú er að störf-
um hópur manna að bræða saman
eitthvað sem hægt er að mynda sam-
stöðu um,“ sagði Jón.Sigurðsson.
-gse
Mönnun grunnskólanna:
Vantar í um 50 stöður
„Við erum á svipuðu róh og í
fyrra. Það er nær fullráðið í
Reykjavík. Það vantar í einstaka
litlar stöður, upp á örfáa tíma á
viku, meðal annars heimihsfræði,
en það vandamál leysist væntan-
lega. í heildina erum við að ræða
um 40-50 stöður víðs vegar um
landið og þá eina stöðu á mörgum
stöðum. Skólastjóra vantar á þrjá
staði úti á landi og á ísafirði,
Tálknafirði og Akureyri vantar
fleiri en einn kennara eða leið-
beinanda," sagði Sigurður Helga-
son í menntamálaráðuneytinu við
DV þegar hann var inntur eftir
stöðunni í mönnun grunnskól-
anna.
Sagði hann að í fyrra hefðu 690
leiðbeinendur fengið undanþágu og
verið ráðnir, um 440 beiðnir væru
komnar inn á borð í ráðuneytinu
nú og búið væri að afgreiða um
400. Væru leiðbeinendur, sem eru
kennarar án kennararéttinda, ekki
ráðnir fyrr en í síðustu lög og því
ekki hægt að segja endanlega til
um stöðuna fyrr en seinna í mán-
uðinum.
Margir skólar úti á landi, 8 mán-
aða skólamir, byija ekki fyrr en
eftir göngur.
-hlh