Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Side 8
8 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. BORGARALEG FERMING - Ert þú eða átt þú ungling nálægt fermingaraldri? - Vilt þú valkost við kirkjuathöfn? - Veist þú að í Noregi fermast nú 10% barna borgara- lega ár hvert? - Vilt þú vita meira? Hringdu í Hope Knútsson, s. 73734 Námskeið til 30 rúmlesta réttinda (pungaprófs) hefst 12. sept. Kennsla fer fram tvö kvöld í viku frá kl. 7-11. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. Hjónaafsláttur 10%. Öll kennslugögn á staðnum. Innritun og greiðsla námskeiösgjalda er í Lágmúla 7 kl. 2-6 um helgina og á mánudag kl. 4-6. Nánari upplýsingar á sama tíma í síma (91) 68 98 85, en á öðrum tíma í síma (91) 3 10 92. Sigiingaskólinn, Vatnsholti 8, 105 Reykjavík Meðlímur í Alþjóðasambancii síglingaskóla Innritun er hafin Vefnaður 12. sept. Silkimálun 17. sept. Fatasaumur 19. sept. Prjóntækni 19. og 28. sept. Myndvefnaður 20. sept. Tauþrykk 20. sept. Útskurður 21. sept. Leðursmíði 22. sept. Bótasaumur 27. sept. Tuskubrúðugerð 27. sept. Knipl 29. sept. Innritun fer fram á skrifstofu skólans að Laufásvegi 2, II. hæð, og í sýningarbás skólans á sýningunni Veröldin 88 í Laugardalshöll. Námskeiðaskrá afhent við innritun og hjá ísl. heimilisiðnaði, Hafnarstræti 3. Upplýsingar í síma 17800 frá kl. 16.15-19.00 dag- lega. Heimilisiðnaðarskólinn Laufásvegi 2-101 Reykjavík Fréttir Onnur nauðungarsala á Hótel Ork náði fram að ganga: Helgi Þór og fjölskylda buðu hæst allra eða 195 milljónir króna «* - þriðja og síðasta sala á að verða í byijun október „Ég er ekki búinn að taka afstöðu til þess hvort ég vísa þessu til Hæsta- réttar. Það var boðið lægra en ég hafði reiknað með. Ætli við höldum ekki fast við kaupin," sagði Pétur Þór Sigurðsson, lögfræðingur Helga Þórs Jónssonar, eiganda Hótel Arkar. Önnur nauðungarsala á Hótel Örk náði fram að ganga í gær. Hæsta boð í eignina átti Hótel Örk hf., 195 millj- ónir króna. Eigendur Hótel Arkar hf. eru Helgi Þór Jónsson, eiginkona hans, tvö börn og systir hans. Áður en til uppboðsins kom mót- mælti lögmaður Helga Þórs að upp- boöið yrði haldiö. Jónatan Sveinsson hæstaréttarlögmaður mótmælti kröfu lögmanns Helga Þórs og krafö- ist þess að uppboðið næöi fram að ganga. Dómarinn, Þorgeir Ingi Njáls- son, beitti réttarneitun og ákvað að uppboðið færi fram. Lögmaður Helga Þórs tilkynnti þá að hann myndi vísa málinu til Hæstaréttar. Það breytti ekki afstöðu dómarans. Fyrsta boö kom frá lögmanni Framkvæmdasjóðs, 50 milljónir króna. Næst kom boð frá Byggða- stofnun, 80 milljónir. Feröamálasjóð- ur bauð 130 milljónir. Þýsk-íslenska bauö 140 milljónir króna. Fram- kvæmdasjóður bætti um betur og bauð 175 milljónir. Þá bauð Pétur Þór Sigurðsson, fyrir hönd Hótel Arkar hf., 195 milljónir. Enginn bauð betur. Lögmennirnir virtust ekki hafa átt von á þessu boði. Flestir þeirra vildu efast um ágæti þessa fyrirtækis. Að lokum óskaöi einn þeirra eftir að þriðja sala færi fram. Þaö var ákveð- ið og mun hún fara fram á eigninni sjálfri klukkan tíu að morgni sjötta október næstkomandi. Mótmæli lögmanns Helga Þórs voru byggð á ýrskurði um að honum væri heimilt að reyna nauðungar- samninga við skuldunauta sína. Taldi lögmaöur aö á þeim forsendum ætti uppboðið ekki að fara fram. Jón- atan Sveinsson neitaði þessu. Hann sagði að þeir aðilar, sem ekki heföu átt aðild að samkomulagi um nauð- ungarsamninga, væru ekki bundnir af því. Úrskurður dómarans var að uppboöið færi fram. Helgi Þór Jónsson situr og biður þess sem verður. Lögmennirnir leggja á ráðin og huga að næsta leik i stöðunni. DV-myndir GVA „Við erum á síðustu metrunum og ég hef sagt við Helga Þór að þeir veröi erfiðastir. Ég hef mikla trú á að þetta tilboð, sem komið er frá Holle'nding- unum, gangi eftir. Viö höfum aldrei gefist upp. Það verður ákveðið í næstu viku hvort þessu verður vísað til Hæstaréttar. Ég hef aldrei verið bjartsýnni en nú að þetta leysist,“ sagði Pétur Þór Sigurðsson. „Það er ekki markmið kröfuhafa aö komast yfir þessa eign. Ef til kem- ur greiöslugeta til að leysa þetta þá er það vel. Helgi Þór Jónsson hefur í mörgum tilfellum ekki greitt eina einustu krónu inn á þessar skuldir. Ekki frá upphafi. Hann hefur engan lit sýnt. Þetta verður einhvers staðar að enda,“ sagði einn lögmannanna. Aörir tóku í sama streng. Allajafnan er hæsta tilboði tekiö. Uppboðshaldari metur hvort svo verði. Aörir tilboðsgjafar eru bundn- ir af sínum tilboðum veröi hæsta boði ekki tekið. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.