Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Síða 11
LAUGARDAGÚR 10. SEPTEMBER’Í9§8l Pétur Björnsson, umsvifamikill fjár- sýslumaður, heima í stöfu með „syninum" Kambi. „Ég er sár og svekktur." DV-mynd KAE staðið undir þessu lengur. Málið hjá okkur var að bjarga þessum verð- mætum. Margt fólk var búið að stóla á að fá út peninga núna og sumir urðu að fá þá strax. Það voru margir aðrir sem gátu beðið.“ - Var ástæða fyrir lögreglurann- sókn? „Þeir eru bara að gera skyldu sína. Það er aukaatriði." - Var ólögleg starfsemi í gangi hjá fyrirtækinu? „Ekki sem ég átta mig á nema ef vera skyldi gömlu Ávöxtunarreikn- ingarnir. Kannski erum við brotlegir þar en það eru mest persónulegir reikningar. Þeim er velkomið að fara yfir bókhaldið. Ég er þannig gerður að ég tel að maður eigi ekki að sjá um eigið bókhald og veit því ekkert hvað stendur í því. Mér finnst að Ólafur Ragnar hefði átt að koma til okkar áður en hann fór að blása yfir landslýð. Hann leggur sig mjög lágt að mínu mati. Af hverju gekk hann ekki hreint til verks?“ Ekki meira í peningamálum - Hvað tekur nú við? „Ég vil aö það komi fram að ég er sár yfir því hvernig málið þróaðist. Ég heíði viljað fylgja þessu máli til loka og aðstoða okkar viðskiptavini. Málið er einfaldlega það að meiri- hluti viðskiptavina okkar neyddi okkur til þess að loka með því að biðja um innlausn. Við misstum traustið. Kjaftagangurinn var mikill. Illar tungur úr samkeppnisgeiranum eiga þar líka hlut að máli. En ég ætla ekki að láta deigan síga. Ég reyni að koma mér upp litlu fyrirtæki, að þessu sinni einn, og ég _kem ekki til með að sýsla með periinga. Ég vil nota tækifærið og þakka frábærum starfsmönnum Ávöxtunar, því það fólk hefur.unnið mikið og gott starf.“ - Nú er sagt að bankaeftirlitiö hafi hafið rannsókn á fyrirtækinu áður en Ólafur Ragnar fór að tala um málið. Er þaö rétt? „Nei, enginn haföi komið til okkar og beðið um gögn, hvorki ráðherra, bankaeftirlitið né neinn annar. Það stenst ekkert að því sem verið er að segja. Ég hef orðið fyrir miklum von- brigðum með að fólk skuli blása út einhverri vitleysu. Við hjónin vorum úti á landi þegar við heyrðum fyrstu frétt um þetta mál í útvarpinu. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera vitleysa því ég vissi ekki til að neitt fyrirtæki væri svo illa statt. Síst af öllu datt mér í hug mitt eigið fyrirtæki." - Er kannski eftirliti með verðbréfa- sjóðunum ábótavant? „Þeir hafa aldrei komið til okkar nema til að ræða við okkur. Það hefur sjálfsagt eitthvað skort á eftirlitið og ég held að aðhald sé öllum nauðsyn- legt,“ sagði Pétur Bjömsson. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.