Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Qupperneq 14
IvA'UGMtDAGURI %.0SEPHEMBEK>Iíi88;
%
FrjáIst,óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11. SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Skipulagt með skömmtun
Hin vikulega biöröö í Tryggvagötunni eftir leyfi til
að afla gjaldeyris með því að flytja út ferskan fisk hefur
lengzt úr hálfum sólarhring í hálfan annan. Ekki er
vitað til, að biðraðir í Sovétríkjunum hafi náð svo háum
aldri, þegar ástandið var sem verst þar eystra.
Biðraðirnar, sem Landssamband íslenzkra útvegs-
manna hefur komið á fót í Tryggvagötunni, eru þó
skárri en pukrið, sem sjávarútvegsráðherra hefur efnt
til í ráðuneyti sínu í sama skyni. Menn fá þó afgreiðslu
hjá landssambandinu, ef þeir hafa úthald til.að bíða.
Eins og íslenzks stjórnvitrings er von og vísa hefur
sjávarútvegsráðherra bannað, að upplýst sé, hverjir
hafi hverju sinni náðarsamlegast fengið leyfi til að afla
gjaldeyris fyrir þjóðarbúið með því að flytja út ferskan
fisk. Niðurstaða skömmtunar hans er leyndarmál.
Þjóðin sættir sig nokkurn veginn við þetta ástand,
sem á sér ekki margar hliðstæður í nálægum löndum.
Fólk vill í rauninni skömmtun og biðraðir, ef ekki þarf
að nefna hlutina þessum réttu nöfnum, heldur öðrum
nöfnum á borð við „kvóta“ eða „niðurfærslu“.
Ef frjáls markaður fær áhrif á einhverju sviði, svo
sem tíðkast í útlandinu, verður fljótlega mikil reiði í
garð hans. Almenningur og stjórnmálamenn ráðast á
„gráan markað“ og fá svartan í hausinn. Þjóðin hamast
gegn „vaxtaokri“ og rænir gamla fólkið um leið.
í raun byggist þessi munur íslands og nálægra landa
aðallega á því, að hér vilja menn skipuleggja vanda-
mál, sem upp koma. Þessi vandamál stafa yfirleitt af
fyrra skipulagi sömu vandamála á lægra stigi. Afleiðirig-
in er meiri vandamál, sem þarf að skipuleggja meira.
Þetta skýrir viðgang Framsóknarstefnu hjá flestum,
ef ekki öllum stjórnmálaflokkum hér á landi. Þannig
hefur landbúnaðurinn verið rústaður sem atvinnuvegur
og honum breytt í félagsmálastofnun, er brennir millj-
örðum af peningum skattborgaranna á hverju ári.
Meðan Jón Helgason hefur haft htið að gera að bæta
við nokkrum refabúum og graskögglaverum, hefur
Halldór Ásgrímsson haft mikil umsvif við að drepa sjáv-
arútveginn, sem var hornsteinn þjóðfélagsins, áður en
hinn mikli skömmtunar- og kvótastjóri komst til valda.
Sjávarútvegsráðherra hefur gott lag á skömmtunar-
kerfmu. Hann lætur til dæmis stjórnendur Landssam-
bands íslenzkra útvegsmanna éta úr lófa sér með því
að afhenda þeim lítinn hluta skömmtunarvaldsins, svo
að þeir hafi líka eitthvað til að leika sér að.
Þjóðarvilji og ráðherrahagsmunir fara saman og or-
saka hinn sérstæða íslenzka efnahagsvanda, sem magn-
aður er með endalausum handaflsgerðum í vöxtum,
gengisskráningu, seðlaprentun, niðurgreiðslum, milh-
færslum, uppbótum, niðurfærslum og allskynsfærslum.
Ráðherrar hafa skömmtunarvaldið, sem byggzt hefur
upp í mörgum handaflsgerðum á löngum tíma. Það er
valdið, sem máli skiptir í skömmtunarríki. Fyrir því
valdi kijúpa flestir, líka þeir, sem verið er að misþyrma
hverju sinni. Og margir vilja hlutdeild í þessu valdi.
Vegna alls þessa er ástæðulaust að gera því skóna,
að ríkisstjórnin muni springa í loft upp, þótt ráðherrar
séu ósammála um, hvort skammta skuli upp, niður, út
eða suður. Þeir eru sammála um, að skammta þurfi, og
að heppilegast sé, að þéir sjálfir sjái um skömmtunina.
Sá, sem orðinn er skömmtunarstjóri, hættir því ekki
af fúsum vilja. Því mun ríkisstjórnin hanga áfram og
reyna að skipuleggja heimagerða vandann enn frekar.
Jónas Kristjánsson
Herstjómin í Burma
er hrunin en þráast
við að víkja
Burmamenn eru upp til hópa
búddatrúar. Meðal þeirra njóta
andlegar iðkanir og þroskaleit frá
fomu fari meiri virðingar en um-
svif í þágu hagnýtra markmiða
vegna hreinræktaðra búksorga. í
samræmi við þessar hefðir þykja
Burmamenn seinþreyttir til vand-
ræða. Nú er þó svo komið, að þorri
þjóðarinnar hefur risið upp gegn
aidarfjórðungs einvaldsstjórn.
Burma er frá náttúrunnar hendi
frjósamt land og auðugt, en óstjóm
og kreddufesta herforingja að nafni
U Ne Win og hans nóta hefur kom-
ið þjóðinni á vonarvöl. Allsheijar
ríkisrekstur atvinnufyrirtækja og
verslunar ásamt einangmna-
rstefnu gagnvart umheiminum
hefur bæði svipt landsfólkið frelsi
og búið því skort.
U Ne Win og herforingjarnir fé-
lagar hans leituðu stuðnings við
valdarán sitt með því að skírskota
til ríkrar þjóðerniskenndar
Burmamanna og tortryggni þeirra
gagnvart útlendingum. Kaupsýslu-
og framkvæmdasinnaðir innflytj-
endur frá Indlandi og Kína áttu
mikil ítök í framleiðsluatvinnuveg-
um og verslun í Burma. Þegar allt
þetta var þjóðnýtt, þóttust herfor-
ingjarnir vera að færa atvinnuvegi
þjóðarinnar í innlenda eigu.
í raun og veru bjuggu þeir til ein-
okunarfyrirtæki fyrir herforingja,
án hæfileika eða þekkingar til að
reka þau svo að gagni kæmi. Afleið-
ingin er að lífskjör Burmamanna
hafa dregist verulega aftur úr þvi
sem tíðkast með nágrannaþjóðum
eins og Indverjum og Thailending-
um. Einokunarstjóranum tókst
meira að segja að búa til hrísgrjón-
askort í því landi Asíu, sem einna
best er til hrísgrjónaræktar fallið.
Óvildin í garð útlendinga gekk
svo langt að fyrir hana var fórnað
álitlegustu auðsuppsprettu Burma,
ohuvinnslunni. Undir nýlendu-
stjóm Breta var borað eftir ohu
með góðum árangri. Fyrst eftir
þjóðnýtingu fullnægði ohuiðnaður-
inn fyllilega innanlandsþörfum. En
til að nýta vænlega vaxtarmögu-
leika hans hefði þurft að leita sam-
starfs við erlenda aðila um olíuleit
og frekari borun. Shkt kom ekki til
greina, ekki einu sinni til að tryggja
viðunandi viðhald á þeim búnaði
sem fyrir var. Olíuiönaðurinn hef-
ur því drabbast niður og fullnægir
nú ekki minnkaðri innanlandsþörf
nema til hálfs.
Þrátt fyrir einangranarstefnu
herforingjastjórnarinnar, hefur
ekki tekist að leyna Burmamenn
því að þeir hafa dregist i hvívetna
aftur úr nágrannaþjóðum sínum.
Þjóðemiskenndin beinist því nú
orðið gegn óstjóm herforingjanna
sem afturförinni veldur.
Stúdentar í höfuðborginni
Rangoon tóku í vor að krefjast þess
aö fá að stofna samtök sín á með-
al, en stúdentafélög voru bönnuð
eftir valdaránið 1962 og vegleg
bygging þeirra í Rangoon jöfnuð
við jörðu. Herlögregla var látin
skjóta á kröfugöngu stúdenta, og
er talið að fallnir hafi skipt hundr-
uðum. Við það var teningunum
kastaö. Ólgan breiddist út til ann-
arra þjóðfélagshópa og landshluta.
U Ne Win hershöfðingi sagði af
sér 23. júh forsetaembætti og for-
ustu fyrir eina leyfða stjórnmála-
ERLEND TÍÐINDI
Magnús Torfi
Ólafsson
flokknum, Sósíalíska stefnuskrár-
flokki Burma. En þing flokksins
tók ekki undir tillögu hans um að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um
afnám 11. greinar stjórnarskrár-
innar frá 1974, þar sem kveðið er á
um valdaeinokun flokksins. Þess í
stað var hafinn til valda annar
hershöfðingi, U Sein Lwin.
Sá hafði einmitt stjórnað herlög-
reglusveitunum, sem látnar voru
brytja niður stúdenta. Nú tók fyrst
steininn úr um mótmælaaðgerðir.
íbúar Burma hópuðust út á götur
hundruðum þúsunda saman til að
krefjast afsagnar herforingja-
stjórnarinnar og lýðræðislegra
kosninga undir umsjá bráða-
birgðastjórnar.
U Sein Lwin reyndi fyrst í stað
að drekkja frelsishreyfingunni í
blóði. Hersveitir voru látnar skjóta
á varnarlaust fólkið. Alræmt varö
þegar hermenn ruddust inn á lóð
aðalsjúkrahússins í Rangoon, í því
skyni að gera út af við þá sem þang-
að höfðu sloppið undan þeim sárir,
og létu skothríðina dynja á hjúkr-
unarkonum sem slógu skjaldborg
um sjúkhnga sína.
Forysta valdaflokksins sá sitt
óvænna, setti hershöfðingjann af
en valdi í stað hans til forystu
óbreyttan borgara, lögfræðing að
nafni U Maung Maung. Hann boð-
aöi aukaþing Sósíalíska stefnu-
skrárflokks Burma 12. september,
th að fjalla um tillögu U Ne Wins
frá þinginu í sumar um þjóðarat-
kvæði um afnám 11. greinar stjórn-
arskrárinnar. Jafnframt lét hann
póhtíska fanga lausa og kallaði
herinn brott af götum borganna.
En fjöldinn hafnar slíkri bið.
Fjöldagöngur hófust til að krefjast
afsagnar stjórnar U Maung Maung
og myndunar bráðabirgðastjórnar
til að koma á stjórnmálafrelsi og
framkvæma lýðræðislegar kosn-
ingar.
Stjórnmálaöldungur Burma, U
Nu, lét nu til sín heyra. Hann er
81 árs og var forsætisráðherra allar
götur frá því Bretar veittu Burma
sjálfstæöi 1948, þangað til U Ne Win
rændi völdum fjórtán árum síðar.
U Nu lýsti yfir að tveir tugir áhrifa-
manna og lýðræðissinna hefðu með
sér stofnað Bandalag til lýðræðis
og friðar.
Tvö efni í stjórnmálaforingja hafa
komið fram í lýðræðishreyfmg-
unni. Annað er U Aung Gyi, 69 ára
gamah hershöfðingi, en lýðræðis-
sinni, sem U Ne Win setti í fangelsi
fyrir aö rita sér opið bréf, þar sem
leidd voru að því rök hvers vegna
herforingjastjórninni bæri að
víkja. Hitt er Aung San Suu Kvi,
dóttir frelsishetju Burma í sjálf-
stæðisbaráttunni gegn Bretum,
sem myrtur var 1947.
En U Maung Maung þverskallast
við að víkja, þótt stjórnkerfi lands-
ins sé þegar í upplausn. Verkfóll
hafa lamað samgöngur, svo mat-
vælaskortur í borgunum knýr mat-
arverð upp úr öllu valdi. Af hefur
síðustu daga hlotist óstjórn, rán og
gripdeildir, sér í lagi í Rangoon.
Varðsveitir stjórnarandstæðinga
hafa reynt að hefta ránsflokkana í
iðju sinni, og er tahð að tugir
manna séu fallnir í slíkum átökum.
Lýðræðissinnar halda því fram, að
herforingjar ali beinlínis á upp-
lausninni, til að fá átyllu til að
senda herinn enn á ný á vettvang.
Og þegar þessi orö voru fest á
blað voru nýjustu fregnir frá
Burma þær, að hersveitir væru á
ný komnar á göturnar í Rangoon
gráar fyrir járnum. Sagði útvarps-
stöð herforingjastjórnarinnar, að
þær hefðu fyrirmæli um að skjóta
ránsmenn fyrirvaralaust.
Burmaher er rúinn áhti með
þjóöinni. Ein af átyllum valdaráns
herstjórnarinnar var baráttan
gegn skæruheijum kommúnista og
þjóðfiokkanna, Shan, Karen og
Kachin, í landamærahéruðunum.
Aldaríjórðungur hefur ekki nægt
hemum til að sigra þessa andstæö-
inga, en nú býðst bandalag frelsis-
hreyfmga þjóðflokkanna til friðar-
gerðar um leið og lýðræðislegir
stjómarhættir eru á ný teknir upp
í Burma.