Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Side 16
16 LAUGARDAGUR 10. SLPTEMBER l|§a Breiðsíðan Kvenbílstjórar í sendiráðum: „Fáum ekki að opna dyrnar fyrir hemmum'' - karlavígin eru enn að falla „Þetta er mjög skemmtilegt og íjöl- breytilegt starf," sögöu þær Ingibjörg F. Ottesen og Maria Engström en starf þeirra er aö aka sendiherrum Noregs og Svíþjóöar á milli staða. Enn eitt karlavígiö er fallið. Reyndar féll það fyrir tæpum sjö árum er Ingi- björg sótti um starf bílstjóra norska sendiráðsins og var ráðin úr hópi umsækjenda. Frændunum Svíum þótti þetta hafa tekist svo vel aö í vor réðu þeir Mariu til starfa sem bíl- stjóra sendiráðsins. Þar með er sýnt að þar sem konur koma mega karlar fara að vara sig. Ingibjörg er íslensk en Maria er sænsk og hefur aðeins verið hér á landi eitt ár. Engu að síður talar hún mjög góða íslensku. „Það'var kona sem réð mig í starfið," sagði Ingi- björg. „Þá var kvenmaður sendi- herra hér fyrir Norðmenn. Það uröu margir undrandi þegar kona kom akandi með sendiherrann. Sérstak- lega fannst mörgum gestum þetta skrýtið. Annars er ég meira en bíl- stjóri því ég sinni einnig ýmsum störfum hér innanhúss," sagði Ingi- björg. - Hefur starfið aldrei valdið erfið- leikum? „Kannski lítillega þegar karlsendi- herra tók við hér. Hann átti erfitt með að sætta sig viö að láta konu opna og loka dyrum fyrir sig en ég hef ekið með marga norska ráðherra og þeim finnst þetta mjög skemmti- legt og ræða mikið við mig. Ég þarf þó alltaf að hlaupa út úr bílnum ef ég ætla að vera á undan að opna en það tekst nánast aldrei. Herrarnir leyfa mér heldur ekki að bera fyrir þá töskurnar.V Það hefur verið mikið að gera og stress hjá Ingibjörgu síðustu daga á meðan Ólafur Noregskonungur staldraði hér við. „Ég þurfti nú ekki að keyra hann en átti alltaf að vera til taks." Þær Ingibjörg og Maria aka báðar um á Volvo. Maria tók við starfl bíl- stjóra sænska sendiráðsins í maí sl. „Ég kom hingað til lands fyrir ári sem ferðamaður. Mig langaði að vera áfram hér á landi svo ég sótti um vinnu hjá sænska sendiráðinu. Þegar bílstjórinn fór á eftirlaun í vor buðu þeir mér að taka við starfmu hans," sagöi Maria. Hvorug þeirra hafði áður starfað sem bílstjóri en báðum líkar það vel svo að þær ætla að halda áfram svo lengi sem þær geta. Ingibjörg er eina konan í norsku utanríkisþjón- ustunni sem starfar sem bílstjóri. Að sögn Mariu finnst þeim mjög gaman, Svíunum, að sjá konu við stýrið. „Ætli þeim hafi ekki fundist reynslan góð hjá norska sendiráð- inu,“ sagði Maria. Þegar bílstjórarnir voru búnir að hagræða bifreiðunum fyrir myndatöku kom upp smámet- ingur um hvor fáninn væri fallegri. Ingibjörg sagði að norski fáninn væri miklu fallegri en Maria sagði að henni fyndist nú blái Volvoinn sinn fallegri en þessi grái norski. En þetta var nú allt í gríni ... -ELA Ró og friður er ekki það fyrsta sem mönnum dettur í hug þegar minnst er á Joan Collins. Núna er hún mikill óvinur arabískra nágranna sinna í London. Ástæð- an er sögð sú að Collins sakar þá um hræðilega vonda matarlykt. Hins vegar eru arabamir tjúk- andi illir út í leikkonuna vegna þess aö hún spilar háværa tónlist á nætumar. Já, það getur stund- um verið erfltt í henni veröld... Hinn myndarlegi leikari Michael J. Fox hefur farið þess á leit við konu sína, sem hann kvæntist fyrir stuttu, aö hún skrifaði undir plagg þess efnis að hún geti ekki krafið hann um stórar upphæðir ef komi til skilnaðar. Kannski Bruee Springsteen og aðrir ættu að fara aö dæmi hans... Þegar Sophia Loren leikkona hafði brugðið sér stutta stund á salerni á veitingastað, þar sem hún var gestkoraandi, veitt hún því athygli aö aödáendur hennar störðu skrýtnir á fætur hennar. Sophia leit niður og sá þá að hún hafði dregið á eftir sér talsvert af salemispappír. Hún var ekki sein á sér að fmna út hvað gera skyldi. Tók upp pappírinn, skrif- aði nafnið sitt á blöðin og útdeildi honura meðal gestanna. Snagg- aralega hugsað hjáleikkonunni,.. Þaö hefur ætið verið kalt milli söngkvennanna tveggja, Diönu Ross og Whitney Houston. Ekki batnar það. Diana Ross varö víst snarbijáluð er henni var tilkynnt að Houston myndi leika aðal- hlutverkið í my ndinni Dreamgirl. Myndin fjallar um The Supremes og eins og flestir vita var Diana Ross aðalsöngkona þeirrar grúppu, Þær taka sig vel út, Ingibjörg hjá norska sendiráðinu og Maria frá því sænska, þar sem þær standa í einkennis- búningum sínum fyrir utan atvinnutækin. DV-mynd KAE Sveinn Þormóðsson, Ijósmyndari DV, myndaði þennan hóp fyrir stuttu fyrir utan Farfuglaheimilið. Þetta eru allt ungmenni sem búsett eru á Kefla- víkurflugvelli og voru hér í biblíulestri. Aðeins einn i hópnum er íslendingur, sá í hvíta bolnum. Hann er einnig búsettur á Keflavíkurflugvelli. Að þessu sinni er það hann sem hlýtur tvö þúsund krónurnar. Peninganna má vitja hér á ritstjórn helgarblaðsins, Þverholti 11. .gi a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.