Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 18
18 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. Kvikmyndir__________________dv HEILAGT STRÍÐ Nýjasta k\'ikmynd Martin Scorsese um líf Jesú virðist hafa vakið al- menna hneykslun fólks. Það er þó athyglisvert að aðeins lítill hluti þeirra, sem fordæma myndina, hafa séð hana. Þaö neita því fæstir að kvikmyndin er einn áhrifarík- asti tjáningarmáti sem listamenn hafa. Kvikmyndin hefur hreyfing- una fram yfir ílest önnur tjáningar- form. Á hvíta tjaldinu er hægt að upplifa sorg jafnt sem gleði og auð- velt er að draga upp þá mynd af atburðum líðandi stundar sem leik- stjórinn hefur áhuga á að komi fram. Það er því gefið mál að kvik- myndir geta ekki.síður orðið deilu- efni en margt annað. Hömlur á sölu og dreifingu kvik- mynda hafa alltaf verið við lýði. Kvikmyndaeftirlitið ákveður hvaða aldurshópar megi sjá við- komandi mynd og getur krafist þess aö sum atriði úr henni verði fjarlægð til þess að hún teljist sýn- ingarhæf. Hér er aðailega um of- beldi og klám að ræða. Siðgæði Enn sem komið er hafa kvik- myndaframleiðendur í Bandaríkj- unum og Vestur-Evrópu haft nokk- uð frjálsar hendur með hvaða efni- við þeir nota í myndir sínar. Yfir- leitt er váhð áhugavert efni sem er talið höfða til áhorfenda til að tryggja aðsókn. En auðvitaö veit enginn fyrirfram hvað verður vin- sælt og hvað ekki. Ekki má heldur gleyma öllum þeim hugsjóna- mönnum sem ganga lengi meö draum í maganum aö kvikmynda ákveðna sögu sem þeir hafa tekiö ástfóstri við. Þannig hófust að minnsta kosti vandræði banda- ríska kvikmyndagerðarmannsins Martins Scorsese. Hann las á sín- um tíma bók Nikos Kazantzaki um líf Jesú, sem hann skrifaði 1955, og honum leist vel á söguna sem grunn að kvikmyndahandriti. Hann gekk síðan í mörg ár með þessa hugmynd í kollinum en hrinti henni aldrei í framkvæmd m.a. vegna þess aö ekkert kvik- myndaver vildi styðja við bakið á honum. Það var svo ekki fyrr en Univer- sal ákváð í fyrra að kosta gerð myndarinnar að hjóhn fóru að snú- ast. Hér sést krossfestingin. Fjölbreytileiki Ástæðan fyrir stuðningi Univer- sal var einföld. Scorsese hefur gert margar góðar myndir eins og Mean Streets, Raging Bull og The King of Comedy. Ein nýjasta mynd Scor- seses, The Color of Money með Paul Newman, hefur auk þess gert það mjög gott. Það varð því að sam- komulagi að Scorsese fengi að gera draumamynd sína, The last Tempt- ation of Christ, sem ekki mátti kosta mikið fé, gegn því að hann gerði fleiri myndir fyrir kvik- myndaverið. Það má ætla að kvik- myndaverið sé í dag að velta fyrir sér hvort það hafi keypt köttinn í sekknum. Löngu áður en kvikmyndin var frumsýnd fóru að berast sögusagn- ir þess efnis að myndin væri mjög óvenjuleg miðað við hið trúarlega efni sem hún átti að fjalla um. Kvikmyndahúsagestir sjá í mynd- inni Krist hafa holdlegt samneyti við Maríu Magdalenu og síðar drýgja hór. Júdas er einnig gerð- ur að hetju og besta vini post- ulanna. Þar sem hér er um mjög við- kvæmt efni að ræða hafði Univers- al kvikmyndaveriö gert ákveðnar ráðstafanir með því að ráða kirkj- unnar mann til að sjá til þess að aht væri samkvæmt hinum heilaga boðskap. Hann sagði síðan upp störfum í júní sl. með þeim orðum að Universal kvikmyndaverið hefði ekki staðið við sitt. Universal hafði lofað að sýna myndina trúarleiö- tögum fyrir frumsýningu til að þóknast ofsatrúarmönnum. Mótmælaalda Þegar fréttist um efni myndar- innar hófst mikil mótmælaalda þar sem mörgum ókristhegum aðferð- um var beitt. Gekk áróðurinn það langt að Unversal kvikmyndaverið ákvað að flýta frumsýningu mynd- arinnar til að gefa fóíki minni tíma th mótmæla. Mörg trúfélög voru heldur ekki að leyna skoðunum sínum. Bih Bright, sem er leiðtogi einna þess- ara samtaka, thkynnti að hann gæti safnað það miklu fé að hægt væri að kaupa upp öll eintök mynd- arinnar sem yrðu síðan strax eyði- lögð. Universal svaraði með heil- siðu auglýsingu þess efnis aö tján- ingarfrelsi væri eitt af undirstöð- um frelsins og að tjáningarfrelsiö í trúmálum væri ekki th sölu. Sumir trúarsöfnuðurnir lögðu fram mikið fé í áróðurinn. Einn þeirra sendi út 2,5 mhljónir bréfa í pósti ásamt því að láta útbúa bæði sjónvarps- og útvarpsauglýs- Leikstjórinn Martin Scorsese. ingar. Þetta gerði það að verkum að sumar kvikmyndahúsakeöjur neituðu að sýna myndina. Fyrir um það bh mánuði var sjón- varpað beint frá sjónvarpsstöö í Bandaríkjunum umræðum for- manns samtaka kvikmyndafram- leiöenda og móður Angelicu sem stofnaði á sínum tíma sjónvarps- stöð sem eingöngu sendir út efni trúarlegs eðhs. Þar tilkynnti móðir Angelica að hún ætlaði að gera aht sem í hennar valdi stæði til að stöðva dreifingu myndarinnar þótt hún viöurkenndi að hafa aldrei séð myndina. Hún lýsti því einnig yfir að þeir sem sæju myndina myndu bera varanlegt andlegt tjón af. Sýning hafin En hvernig hefur annars gengið eftir að sýningar hófust? Svo virð- ist vera sem mótmæhn hafi farið tiltölulega friðsamlega fram og á flestum stöðum hafi verið húsfyhir. Þó voru þess dæmi að fólk hafi far- ið inn í kvikmyndasýningarsali og skvett þar grænni málningu á hvíta tjaldið í mótmælaskyni. Þaö er ef th vih Martin Scorsese sem situr eftir sem sigurvegari. Það er að minnsta kosti tekið eftir myndinni hans og enn virðist vera svo að hún gangi vonum framar fyrir meira eða minna fuhu húsi. Martin hefur látiö hafa eftir sér að honum hafi fundist meira en nóg gert úr þessu deilumáli. „Að khppa myndir er bæði sein- legt og erfitt: Þess vegna á ég oft erfitt með að tala við blaöamenn vegna anna. Ég vh þó samt sem áður taka það fram að myndin var gerð með kristilegu hugarfari. Ég búinn að vera aö undirbúa gerð þessarar myndar í ein 15 ár.“ Framhaldið. Það má búast við að viðbrögð víð- ast hvar í Evrópu verði eitthvað dempaðri en í Bandaríkjunum. Þó hefur Vatikanið í Róm látið í ljós óánægju sína með að kvikmynda- hátíðin í Feneyjum skuh hafa áhuga á að sýna myndina þar. Tíminn getur þó einn leitt í ljós hve almenn viðbrögðin verða. En hvernig er myndin? Jú, hún hefur fengið þokkalega dóma en er þó ekki talin neitt hstaverk heldur sérstæður kafh í listferli Martins Scqrsese. Myndin sé eitthvað sem hann hafi orðið að losna við th að geta náð sér á strik sem leiksljóri. Þar sem Universal er dreifandi myndarinnar má búst við að hún hti dagsins ljós í Laugarásbíói, von- andi innan tíðar, svo ahir geti tekið sjálfstæða ákvörðun um það hvort nokkur ástæða hafi verið th að hneykslast. Baldur Hjaltason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.