Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Side 24
24
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988.
Reagan í hlutverki James Bond
Það er ekki að sjá annað en að það sé líf í ríkisstjórninni þrátt fyrir orðróm um lífleysi og
að munn við munn aðferðin verði notuð til blása lífi í hana. Það verður öruggiega koss
aldarinnar.
Grettir sökk
á skömmum tíma
„Grettir sökk á mjög skömmum tíma,“ sagöi
í fyrirsögn DV á miövikudaginn um það
þegar dýpkunarskipiö Grettir sökk vestur
af Dritvíkurtöngum á Snæfellsnesi.
Þaö er greinilegt að Grettir gamli hefur
kafaö of djúpt í þetta skiptið. Svo eru menn
eitthvað aö efast um spakmælið kunna; sér
grefur gröf.
Rekstrarfiárerfiðleikar
,,Rekstrarfjárerfioleikar viö aö knésetja
fiskeldi," sagði Tíminn með miklum upp-
slætti á miðvikudaginn.
Þetta eru óvenjulegir rekstrarfjárerfiö-
Léttmeti á laugardegi
Jón G. Hauksson
leikar. En þá er auðveldlega hægt aö leysa.
Menn ættu bara aö drífa í því aö setja meiri
peninga í fiskeldið svo hægt sé aö koma því
snarlega á höfuðið.
Sundurlaust
hænsnaspark
„Sundurlaust hænsnaspark," hefur Tíminn
eftir Ólafi Þ. Þórðarsyni framsóknarmanni
um tillögur Jóns Baldvins varöandi fjár-
lagagatið.
Það er greinilegt að goggunarröðin er í
algleymingi í stjórnarsamstarfinu um þess-
ar mundir.
Annars er vel líklegt að tillögurnar hafi
verið svo illa skrifaðar að þar hafi verið um
tómt hrafnaspark að ræöa. Slíkt spark er
miklu sundurlausara en hænsnaspark.
Ólafur V
Blöðin höfðu ekki við að segja frá heimsókn
Ólafs fimmta Noregskonungs í vikunni. Var
Ólafur ýmist kallaður Ólafur V eða Ólafur
Noregskonungur V.
Nú þykjast ýmsir sjá að Ólafur vaff hefði
getað hitt Ólaf tvöfalt vaff. Hann hefði að-
eins þurft að bregða sér í dómsmálaráðu-
neytið og hitta Ólaf Walter Stefánsson, skrif-
stofustjóra ráðuneytisins.
Fjárfestingar í trú
„Ijárfestum í trú á framtíðina," var yfir-
skrift Morgunblaösins á viðtali við Geir
Zoega, framkvæmdastjóra Krossanesverk-
smiðjunnar á Akureyri, á þriðjudaginn.
Manni finnst einhvern veghm að Geir
þessi heíði átt að fjárfesta í loðnuverk-
smiðju frekar en trúarbrögðum.
Sýnileg tónlist
„Synileg orusýnileg tónhst,“ var fyrirsögn
í Mogganum í vikunni. Þessi sýnilega tón-
list hefur vakið ánægju manna þar, gott er
að geta séð tónlistina þegar heymin fer að
dala.
Þetta ber raunar keim af því þegar Ólafur
Jóhannesson sagði eitt sinn við ónefndan
þingmann: „Ég heyri að þingmaðurinn
hristir höfuðið.“
Blóðugur niðurskurður
„Samdráttur en ekki „blóðugur niðurskurð-
ur“,“ er haft eftir Jóni Baldvin í Mogganum
um nýjar fiárlagatillögur hans.
Samkvæmt þessu ætlar Jón ekki að taka
á Landakotsmálinu.
Fékk ekki að segja af sér
„íran: Forsætisráðherra fékk ekki að segja
af sér.“ Svo segir í fyrirsögn í Morgunblað-
inu um forsætisráðherrann í íran sem hafði
áhuga á að segja af sér.
Nú spyrja margir hvort Þorsteinn Pálsson
megi ekki örugglega segja af sér?
Yfir járntjaldið
Tíminn segir frá því með rosalegum upp-
slætti að austur-þýsk stúlka hafi valið ísland
til að fara yfir jámtjaldið. Leitaði stúlkan
hælis sem pólitískur flóttamaður í sendiráði
Vestur-Þjóðverja við Túngötuna. Sagt er að
Vestur-Þjóðverjamir hafi tekið þessu létt
og kallað stúlkuna járnfrúna.
Fræðslustjórar
lagðir af?
Blað fiármálaráðherra, Alþýðublaðið, skýr-
ir frá því á forsíðu að í fiárlagatillögum Jóns
Baldvins verði embætti fræðslustjóra lögð
af.
Það em margir á því að Sverrir Her-
mannsson, fyrrum menntamálaráðherra,
hafi verið með puttana í tillögum Jóns, þetta
sé nefnilega svohtiö sturlað.
Kópavogsbúar í fýlu
Hluti íbúa Kopavogs var í fýlu í tvo daga,
að sögn DV, vegna bóndans í Lundi. Sá var
ekki með neina ilmvatnssýningu að hætti
Dior heldur dreifði hann hæsnaskít á tún
sín viö bæinn.
En fyrst aðeins hluti Kópavogsbúa var í
fýlu, í hvernig skapi var þá hinn hlutinn?
Seifur seldur
í misgripum
Einhver besta frétt vikunnar var um gæð-
inginn Seif, víðfrægan skeiöara, sem seldur
var þýskri konu í fyrra. Með í kaupunum
fylgdi klárhestur. Sú þýska hljóp heldur
betur á sig og seldi auralitlum þýskum
bónda Seif í misgripum fyrir klárhestinn.
Þetta kallar maður hrossakaup í lagi. Það
er alveg klárt.
lan Rush
„Ég er ánægður meö helmingi lægri laun
en áður,“ er haft eftir Ian Rush, knatt-
spyrnumanni með Liverpool, í DV á mánu-
daginn.
Það er greinilegt að niðurfærslan er ahs
staðar í gangi.
Ronald Reagan njósnari
Sviðsljós DV sagði okkur í vikunni að Ron-
ald Reagan hefði verið njósnari á sínum
yngri árum í Hollywood. Enginn veit um
hvað karlinn hefði átt að njósna. Hitt er
víst að Reagan heföi farið létt með að leika
James Bond.
Lögreglan ræðst á
heimilin
„Lögreglumenn: Ráðist á heimilin," segir
Þjóðviljinn um samþykkt lögreglumanna
þar sem þeir mótmæla kjaraskerðingu
kröftuglega.
En æth lögreglan að ráðast á heimilin,
ætti hún að byrja á stjómarbeimilinu.
ER ÞAÐ 1 EÐA X EÐA 2 19
A SkáldsaganHreiðriðereftir:
I: ÓlafJóhannSigurðsson
X: Svövu Jakobsdóttur
2: JónÓskar
F Hinn ágæti teiknari Morgunblaðsins, Sigmund, er fæddur í
I: Svíþjóð
X: Danmörku
2: Færeyjum
B Hann heitir Einar Oddur og hafði forgöngu í hinni um-
deilduforstjóranefnd sem vill niðurfærslu. Einar Oddur
erfrá:
1: Súðavík
X: Þingeyri
2: Flateyri
C Samtökin sem reka Lottó 5/38 hafa opinbert heiti sem er:
I: íslenskalottóið
X: íslensk getspá
2: íslenskargetspár
Q Marel heitir íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fram-
leiðslufyrir:
I: Byggingariðnaðinn
X: Fiskvinnsluna
2: Skipasmíðar
H Á Skákþingi íslands 1988 urðu Margeir Pétursson og Jón
L. Árnason efstir og jafnir með 9,5 v. Næstur, með 8 v., kom
i 1: ÞrösturÞórhallsson
X: Hannes H. Stefánsson
2: KarlÞorsteins
Þetta merki er notað í auglýsingum frá:
1: FerðaskrifstofunniÚrvali
X: FerðaskrifstofunniÚtsýn
2:1 FerðafélaginuÚtivist
Sendandi
Þetta merki táknar alheimssam-
band í íþróttagrein, nánar tiltekið
í:
I: Knattspymu
X: Handknattleik
2: Körfuknattleik
Heimili
Rétt svar:
A □
E □
B □ C □ D □
F □ G □ H □
Hér eru átta spurningar og
hverri þeirra fylgja þrír mögu-
leikar á réttu svari. Þó er a,ðeins
eitt svar rétt við hverri spurn-
ingu. Skráið réttar lausnir og
sendið okkur þær á svarseðlin-
um. Skilafrestur er 10 dagar.
Að þeim tíma liðnum drögum
við úr réttum lausnum og veit-
um þrenn verðlaun, öll frá póst-
versluninni Primu í Hafnar-
firði.
Þau eru:
1. Fjölskylduteppi að verðmæti
kr. 5.430,-
2. Fjölskyldutrimmtækiað
verðmætikr. 2.750,-
3. Skærasett að verðmæti 1.560,-
í öðra helgarblaði héðan í frá
birtast nöfn hinna heppnu en
nýjar spurningar koma í næsta
helgarblaði.
Merkið umslagið 1 eða X eða 2,
c/o DV, pósthólf 5380,125.
Reykjavík.
Vinningshafar fyrir 1 eða X eða 2
í sautjándu getraun reyndust vera:
Kolbrún Þorsteinsdóttir, Blöndu-
hlíð 20,105 Reykjavík (hitateppi);
Haha Gunnlaugsdóttir, Espilundi
18,600 Akureyri (trimmtæki);
Kristjana Ágústsdóttir, Hólum 15,
450 Patreksfirði (skærasett).
Vinningarnir verða sendir heim.
Réttlausnvar:
X-X-2-1-2-2-X-2