Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR'10. SEPTEMBER 1988. Popp lög og textar í kyrrö- DV-mynd ÁT Ómar Óskarsson kominn í hljóðver að nýju: Ætla að reyna að bijóta múrana Það liðu ekki tólf ár á milli annarr- vera ástæðumar fyrir því að Rækju- ar og þriðju sólóplötu Ómars Óskars- kokkteiU seldist ekki í sumar sonar eins og tveggja þeirra fyrstu. „Þær eru sjálfsagt nokkrar," svar- Hann er þegar kominn í hljóðver og miðar vel að eigin sögn. „Ég geri þriðju plötuna í hálfgerðu reiðikasti," segir Ómar. „Platan Raekjukokkteill seldist illa - mun verr en ég held að hún hafi átt skil- ið. Og þar sem ég hafði lagt mikið undir, bæði metnað og fjármuni, fékk ég nett taugaáfall og lagðist inn á geðdeild Landspítalans þegar ég sá í hvað stefhdi.“ En Ómar sat.greinilega ekki með hendur í skauti og horfði í gaupnir sér á spítalanum. „Áður en ég vissi af fóm að leita á mig bæði lög og textar þama í friön- um og kyrrðinni. Ég fékk því pappír og penna og það tók að renna upp úr mér nýtt efni sem ég er að hljóð- rita þessa dagana með dyggri aðstoð Ásgeirs Óskarssonar." Omar Óskarsson heldur áfram: „Á geðdeildina streymir fólk úr öllum stéttum. Það getur haft sam- skipti sín á milli ef því sýnist eða bara dregið sig inn í skelina. Þama fann ég efnivið í texta eins og Á fóget- anum, Dauðadeildin, Það leið yfir styttuna, Góðærið og fleiri. Sem sagt: á þessari nýju plötu, sem ber vinnuheitið Aftur og nýbúinn, verður aö mestu leyti ný tónlist. Ég hef þó einnig tekið lítils háttar af eldra efni og unnið það upp á nýtt til að það hæfi heildinni. Einhverjir kvörtuðu yfir því að Rækjukokkteill væri sundurlaus. Það verður meiri heildarsvipur yfir nýju plötunni." Múrar Hveijar telur Ómar Óskarsson ar hann. „Eg var að losa mig viö hluti sem lengi höfðu verið að þvælast fyr- ir mér. Lögin eru því frá ýmsum tím- um. Stærsta ástæðan er þó áreiðan- lega sú að platan fékkst lítið sem ekkert spOuð á músíkútvarpsstöðv- unum. Þar er öll áhersla lögð á er- lent popp en ekki stutt við bakið á okkur sem emm að basla við að skapa eitthvað hér heima. Ég er til dæmis að velta því fyrir mér að láta standa á miða nýju plötunnar að bannað sé að spila hana á Stjörnunni að viðlögðum háum sektum. . Svipaða sögu var að segja af sjón- varpsstöðvunum,“ heldur Ómar áfram. „Ríkissjónvarpið gat ekkert gert fyrir mig og eftir að ég var lengi búinn að reyna að komast að í þætt- inum í sumarskapi sagði einn starfs- maðurinn mér hreinskilnislega að litlir karlar eins og ég ættu engan séns. Stóru útgefendurnir væm bún- ir að skipta öllum þáttum sumarsins á milli sín. Sem sagt múrar hvar sem ég bar niöur.“ Við þessa stöðu mála segist Ómar Óskarsson ekki vera sáttur. „Ég er ekki með neina stjörnu- komplexa en ég krefst þess að vera tekinn alvarlega. Þessar músíkút- varpsstöðvar landsins verða að taka sjálfar sig í gegn því að ég veit að ekki bara mér heldur mörgum fleiri ofbýður skeytingarleysi þeirra gagn- vart íslenskri tónlist. Ég ætla að sjá tíl hvort nýja platan brýtur múrana. Ef ekki þá... ja, æth ég verði þá ekki að fá mér sleggju!" Vinnu við plötu Eftirlitsins að ljúka: Hljómsveitarnafhið Brother John and the Albinos er svo sem ekki á aOra vörum. Þó virðist sveit- in vera farin að geta sér gott orð. Að minnsta kosti á Gauki á Stöng og á Uppsölum á ísafirði. Fjögurra 1 manna sveit, skipuö þeim Hirti Howser, Hafsteini Valgarðssyni, Jóni Borgari Loftssyni og John Collins. Þrír þeir fyrstnefndu segjast al- farið eiga vinsældir sínar John Collins að þakka. Hann er banda- rískúr og hefur sungið með hljóm- sveitum í um tvo áratugi. Það er ótrúlegt því hann er ekki nema rétt skriðinn yfir þrítugt. „Ég byrjaði að syngja ungur,“ segir hann og glottir. „Ætli ég hafi ekki verið eUefu ára þegar ég gekk fyrst 1 Hyómsveit.“ - Við sitjum við borð á Gauknum. Klukkan er farin aö ganga eUefu og fólk streymir að til aö sjá fjórmenningana og heyra. Ég spyr John ColUns hveriiig hon- um hafi skolað að landi á íslandi. „Ég er búinn að vera hér í þrjú ár og kenna Bandaríkjamönnum á KeflavíkurflugveUi að aka bfium,“ svarar hann. „En nú fer ég senn að fara heim aftur. Ég verð hér ekki lengur en til októberloka. Ég vUdi gjama búa hér ef ekki væri svo andsvíti kalt hér norður frá.“ Auk þess að kenna á bU og syngja í hljómsveit hefur John Collins veriö sérstakur lífvöröur erlendra hljómsveita og tónlistarmanna sem hafa komið hingað tíl hljómleika- halds. „Ég gætti Europe, A-ha, Cock Robins, Meat-Loafs og Boy George. Þetta aukastarf kom þannig lil að ég söng eitt sinn lítiUega með hljómsveit sem Bobby Harrison var í. Hann hefur sennilega vantað einhvem kraftalega vaxinn því að hann haföi samband við mig. Hins vegar em engin lífvarðarstörf á döfinni. Þessa dagana spUum við eins mikiö og við getum og skemmtum okkur konunglega viö það,“ segir John CoUins sem aö sögn hinna í hljómsveitinni er ekk- ert skyldur PhU CoUins þó að hann geti sungiö velfiest lögin hans meö miklumágætum. -ÁT- Brother John and the Albinos starfa saman út október þar til John Collins flyst af landi brott. DV-mynd AT í byggingavinnu. Síðan mæta þeir í hljóðver á miðnætti og vinna þar þangað til byggingavinnan hefst að nýju. Á hverju eru menn sem leggja svona mikiö á sig fyrir eina hljóm- plötu? „Engu,“ svarar Gunnar Hilmars- son, „nema kannski olíukaffi. Það fer mikið af kaffi í að halda sér vakandi núoröið." Þeir hafa enn ekki fengið útgefanda að plötunni sem þeir íhuga að kalla Dagsverk. „Við ætlum að reyna að koma plöt- unni út í septemberlok eða október- byrjun og fylgja henni síðan eftir með hljómleikahaldi sem víðast um landið,“ segja þeir félagar. „Við erum einmitt að leita að mönnum í hljóm- sveit þessa dagana og ætlum að leggja jafnmikinn metnað í hana og plötuna. Og talandi um plötuna teljum við að hún verði ein sú vandaðasta sem hefur komið út hér á landi lengi. Þegar við fórum af stað vorum viö ákveðnir í að gera hana góða hvað sem það kostaði. - Og svona að lokum finnst okkur íslensk tónlist mega fá miklu fleiri tækifæri í útvarpi en nú er. Þó að auðvitað komi hér út hálf- gerð ruslmúsík eru alltaf einhverjir að reyna að vanda sig líka. Það er raunalegt aö þeir skuli vera afskrif- aðir í fjölmiðlum bara af því að þeir eru íslenskir." -ÁT- Hljómsveitin Eftirlitið er ennþá til og starfar af krafti - innan veggja hljóðstúdíóa. Þar hafa þeir Davíð Traustason og Gunnar Hilmarsson haldið til í sumar og eru nú loksins famir að sjá fyrir endann á verkinu. „Það hefur farið langur tími í verk- ið, hátt á þriðja hundrað tímar,“ seg- ir Davíð. „Við tókum þá stefnu að láta ekkert fara frá okkur nema viö værum fullkomlega ánægðir með það. Við byrjuðum með átta lög og erum nú komnir niður í sex.“ Þeir Davíð og Gunnar hafa aðallega unnið við plötuna á nóttunni upp á siðkastið. Sólarhringurinn lítur ann- ars þannig út hjá þeim að milli átta á morgnana og sjö á kvöldin eru þeir Eftirlitið - Davíð Traustason og Gunnar Hilmarsson: Platan skal verða góð hvað sem það kostar. DV-mynd ÁT Söngvari Brother John and the Albinos Ökukennari, lífvörður og auðvitað söngvari Göngum fyrir olíukaffi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.