Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Síða 27
LA'UGARDAmm'10. SEPTEMB'ER 'Í988.
Heilogsæl! ... Sykurinolam-
ir marsára áfram upp banda-
riska breiðskifulistann og
þegar listinn verður birtur
opinberlega í næstu viku,
sitja Sykurmolamir i 57. sæti
listans en vom í þvi 64. i
þeirri viku sem nú er að renna
sittskeið á enda. Er þetta
aldeilis frábær árangur hjá
hljómsveit sem var gjörsam-
lega óþekkt i Bandaríkjunum
fyrirrúmuhálftiári ...Gitar-
hétjur poppsins hafa verið
margar i gegnum tiðina og
má þar nefna menn á borð
við Eric Clapton, Jeff Beck,
Jimmy Page, George Harri-
son, Jinfi Hendrix og Ritchie
Blackmore frá fyrri tíð og
menn eins og Eddie Van Ha-
len, Robert Cray og Bmce
Springsteen á siðari tímum.
Ognúerþaðspá vitringa
vestanhafs að í hóp gítarsniil-
inga bætist senn náungi að
nafni Jeff Healey, sem er i
forsvari fyrir hljómsveit sina
Jeff Heaiey Band en hljóm-
sveitin sendir i næstu viku frá
sér sína fyrstu plötu. Þess
má svo geta að Healey þessi
er blindur og hefur verið frá
því skömmu eftir fæðingu ...
OgmeiraumJeff Healey
Band. Patrick Swayze, sá sem
sté dansinn svo lipurlega i
kvikmyndinni Dónadansi,
Dirty Dancing, er nú með
aðra kvikmynd i smiðum.
Heitir sú Roadhouse og þar
leikur Jeff Healey Band nokk-
ur valinkunn rokklög, White
Room sem Cream gerðu frægt
um árið og Roadhouse Blues
sem Doors sálugu léku og
sungu á sínum tíma ...Af-
gangurinn af Duran Duran er
enn á lifi og 26. september
næstkomandi kernur ný plata
á markað f rá þeim félögum
og mun hún bera nafnið Big
Thing! ...Sögusagnirheyrast
um það vestur í Amríku að
Pet Shop drengimír séu önn-
um kafnir við að semja lög
og stjóma upptökum á næstu
plötu Lizu Minelli! ... Alla
Pugachova hin ókrýnda
drottning sovéskra rokkara er
nú á tónleikaferð um Banda-
ríkin og skemmtir þarlendu
fólki með hljóðfæraslætti og
söng fram til 22. september
næstkomandi ...góða
skemmtun ...
-SþS-
t
27
x>v Nýjar plötur
Bubbi Morthens - 56:
Tölvaður úlfur
Hugh Comwell - Wolf
hyglisverðari meðan h<mn nennti
enn að brýna raustina. - Þó kann
Cornwell einnig að beita mjúkmælg-
inni þegar svo ber undir, svo sém í
lögunum Golden Brown, Strange
Little Girl og Always the Sun, svo
að örfá séu nefnd. En því miður er
ekkert lag aö finna á plötunni Wolf
sem kemst í hálfkvisti við þau.
-ÁT-
Eftir nær samfellda stígandi í
plötuútgáfu síðustu árin kemur lítils
háttar bakslag í seglin hjá Bubba
Morthens með þessari nýju plötu, 56.
Ekki er þar með sagt að þetta sé
handónýtt efni, fjarri því; við gerum
bara meiri kröfur til Bubba en flestra
annarra íslenskra tónlistarmanna.
Fyrir það fyrsta er þessi plata æði
sundurleit; það er rétt eins og Bubbi
hafi verið að taka til í lagasafninu
hjá sér og rekist þar á lög sem hafa
orðið útundan á síðustu plötum og
ákveðið að skella þeirn á plötu með
nýja laginu Foxtrot. Það lag stendur
upp úr á þessari plötu; ekta meló-
dískt rokklag a la Bubbi og ekki ónýtt
fyrir íslenska kvikmyndagerðar-
Sjöund - Gott í bland
menn að geta leitað í smiðju Bubba
þegar vantar lag í kvikmynd.
Auk Foxtrotsins vekur athygli lag-
ið Klóakkrossfarar þar sem ónefnd
fréttastofa í bænum fær á baukinn;
þetta er hrátt rokklag sem vinnur á.
Önnur lög á plötunni eru af trúbad-
úrgerðinni; frekar þunglamaleg lög
og Bubba mislagðar hendur í texta-
gerðinni.
En Bubbi er ekki óskeikull í sinni
tónlistarsköpun frekar en aðrir tón-
listarmenn og þvi hef ég engar
áhyggjur af því þó þessi plata valdi
nokkrum vonbrigðum. Mönnum get-
ur mistekist. -SþS-
Einfalt og
lítið spennandi
Hljómsveitin Sjöund er frá Vest-
manneyjum og hefur starfað þar og
á meginlandinu í nokkurn tíma. Fé-
lagamir sex, sem skipa hijómsveit-
ina, hafa nú lagt í að gefa út plötu
sem nefnist Gott í bland. Satt er það
að blandan er fyrir hendi en varla
er hægt að telja afurðina góða.
Lögin eru léttrokkuð og eru flest
eftir þá sjálfa. Því miður eru frum-
sömdu lögin lítið spennandi og flutn-
ingur eftir því Skást þykir mér Frikki
pabbi þar sem örlar á þeim léttleika
í tónlistinni sem ætlunin hefur verið
að einkenndi plötuna.
Þau tvö lög sem heyrst hafa áður
eru mjög ólík. Ég veit þú kemur eftir
Oddgeir Kristjánsson er og verður
alltaf tengt Vestmannaeyjum og
breytist lítið í meðferð Sjöundar. Hitt
lagiö Ikki fara frá mær sem er jafn-
framt lengsta lag plötunnar er tekið
úr söngbók Robbie Robertson og
hræddur er ég um að kappinn sá
yrði ekki ánægður með útgáfu Sjö-
undar.
Sjöund er sjálfsagt ágætis dans-
hljómsveit og í textum þeirra er
húmor sem oft er gaman að. Þeir eiga
aftur á móti nokkuð í land með að
teljast með fullboðið efni á heila LP-
plötu. HK
Ég efast um að mörg lög af Wolf
kæmust í úrvalsliðið, þaö er á plötu
með Stranglers. Varla fleiri en eitt
eöa tvö.
Kannski er það meinið að hlust-
andanum er ofarlega í huga að Hugh
Cornwell er einn mest áberandi liðs-
maður hljómsveitarinnar Stranglers
á meðan Wolf rennur í gegn. Því er
platan óhjákvæmilega sífellt borin
saman við það sem sveitin sú hefur
sent frá sér.
Og þótt hlustandinn þurrkaði
Stranglers út úr forritinu og setti sig
í hlutlausar stellingar gagnvart plöt-
unni held ég að hún yrði aldrei nema
í slöku meðallagi. Tölvutrommur,
tölvubassi og alls kyns tölvustýrð
hljómborð vaða uppi, reyndar í bland
við „handspiluð" hljóðfæri og gefa
henni hálf tölvað yfirbragð. Þessi
blanda er ekkert sérstök á að hlýða.
Að minnsta kosti kemur út um þess-
ar mundir fjöldinn allur af plötum
sem mér þyukja áhugaverðari en
Wolf.
Hugh Comwell, einn hressilegasti
byltingarmaöur síðasta áratugar, er
orðinn skelfing mjúkmáll núna, tíu
árum síðar. Mér þótti hann öllu at-
Svo bregðast krosstré...
Scritti Politti - Provision
Lygn
streymir
Provision
Provision er einhver jafnasta plata
sem ég hef lengi heyrt. Hún líður í
gegn eins og fljótið Don (samanber
Lygn streymir Don). Engin straum-
köst í tónlistinni, heldur einungis
svolítil tilbrigði líkt og þógar fljótið
brotnar á kletti eða hólma.
Green Garthside er aðalmaður
Scritti Politti. Hann á stóran hlut í
lagasmíðum og útsetningum á Pro-
vision líkt og á fyrri plötum Scritti
Politti. Green syngur einnig öll lög
plötunnar. Bing heitinn Crosby var
oft kallaður konungur raularanna.
Hann var þó sannkallaður Pavarotti
í samnburði við Green Garthside.
Af framansögðu má ráða að mér
þykir Provision með Scritti Politti
ekki sérlega tilkomumikil. Og sú er
einmitt raunin. Platan er álíka
bragðlítil og tvöfaldur blávatn í kóki.
Þó er hún fagmannleg og auðheyri-
lega til hennar vandað eins og fyrri
verka Scritti Politti. Auk helstu að-
standendanna kemur skari fólks við
sögu á plötunni. Marcus Miller
plokkar bassa, Fonzi Thornton syng-
ur bakrödd og Miles Davis blæs í
trompett, svo að fáir einir séu nefnd-
ir. Sumsé ágætis lið. Það er bara plat-
an sjálf sem er svo skrambi rislítil.
-ÁT-