Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 28
28 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. Sérstæö sakamál Sérstæð sakamál /vi uyggodi- c j i r *j' >ieter Riechmann (með litað hár). innar braut í upphafi leit út fyrir að um til- gangslaust ofbeldisverk hefði veriö að ræða þegar Kersten Kischnik, lag- leg, þýsk vændiskona, var skotin í bíl á fáfórnum vegi í Flórída í Banda- ríkjunum. Rannsókn málsins benti þó til annars. Kersten Kischnik var aðeins átján ára þegar hún gerðist þjónustustúlka í diskóteki í Hamborg í Vestur-Þýskalandi. Það hét „LifeClub" og var á sínum tíma eftirsóttur skemmtistaður. Er Kerst- en hafði starfað þar um tíma kynnt- ist hún ungum manni, Dieter Riech- mann. Hann þóttist vera tryggginga- sali. Dieter gekk tískuklæddur, bar dýrt gullúr og barst á. Allt benti til þess að hann hefði mikið fé milli handa. Ekki leið á löngu þar til Kerst- en var orðin afar ástfangin af Dieter. Dieter Riechmann var hins vegar ekki tryggingasali. Hann var afbrotamaður og hafði tekjur af stúlku sem stundaði vændi á hans vegum. Lögreglan hafði hann þá grunaðan um ólöglegt athæfi en hafði ekki komist yflr nein þau gögn sem orðið gætu til þess að fá hann sakfelldan. Því lengur sem honum tókst að halda sér utan fangelsis þeim mun hugaðri varð hann og þar kom að hann fékk Kersten til þess að gerast vændiskona í hátekju- flokki. Urðu viðskiptavinimir að inna af hendi jafngildi um 50.000 króna fyrir fund sem stóð í klukku- stund. Kersten stundaði vændið und- ir nafninu „Yvonne“. Féll starfið vel Kersten fannst tekjurnar góðar. Hún borðaði oft á dýrum veitinga- húsum, klæddist fallegum fotum og gekk með armband frá Cartier. Þá fylgdu vændinu stundum ferðir til fagurra eyja í suðurhöfum. Er hún hafði verið vændiskona um lengri tima leyfði fjárhagurinn að hún keypti einbýlishús í dýru hverfi í Hamborg og reyndar var það enginn annar en knattspyrnumaðurinn nafntogaði Franz Beckenbauer sem var næsti nágranni hennar. Ferð til Saudi-Arabíu Þar kom hins vegar að viðskipta- vinunum í Hamborg fækkaði. Þá sendi Dieter „gullfuglinn" sinn til Kanaríeyja og Saudi-Arabíu. Síðar, er kom fram á árið 1982, fékk hann því til leiðar komið að hún gat sest að i Sviss en sjálfur bjó hann alltaf í Þýskalandi. Alltaf lést hann dá hana en gagnrýndi hana hins vegar vægð- arlaust ef honum sýndist svo og færði það honum vald yfir henni. Hún varð honum því háð, ekki aðeins á starfssviðinu heldur einnig í einka- lífinu. Flórídaferð í.nóvember árið 1986 ákvað Dieter að bjóða Kersten til Flórída. Þar dvöldust þau um hríð og kunnu vel við sig en þá þegar var Kersten farið að verða ljóst að tími henar sem ,,gullfugl“ var senn á enda. Hún var orðin slitin á líkama og sál og þjáðist af móðurlífsbólgum sem ekki tókst að lækna. Þá átti hún það til að fyll- ast þunglyndi en því gat fylgt svo slæmt skap að hún reifst og skamm- aðist við viðskiptavinina og leiddi það stundum til þess að ekkert varð úr því að hún veitti tilætlaða þjón- ustu og því fékk hún ekkert greitt. Önnur Flórídaferð í júní 1987 lagði Dieter á ný til við Kersten að þau faeru til Flórída. Féllst hún á það. „Dieter býst við að gera mikilvæg viðskipti þar og takist honum það þarf ég aldrei að stunda vændi fram- ar,“ sagði Kersten við vinkonu sína. Jafnframt fór hún þá að gera áætlun um að koma sér upp grænmetisversl- un og átti hún að vera í Sviss. Snemma í október í fyrra komu svo Dieter og Kersten til Miami á Flórída. Bílaleigubíll Það fyrsta sem Dieter gerði eftir komuna var að fara í afgreiðslu Herz- bílaleigunnar en hjá henni hafði hann pantað bíl. Bíllinn var til reiðu en gleymst hafði að verða við þeim óskum leigutakans að sætin skyldu úr rauðu leðri. Neitaði hann að taka við farkostinum en eftir nokkurt þóf var honum fenginn Thunderbirdbíll með rauðum sætum og klæðningu. Héldu þau Kersten svo til Tahitimót- els sem er nokkuð fyrir utan Miami- borg. Það var heitt í veðri í Flórída 25. október í fyrra. Þá ók Dieter niður að höfn og skömmu síð- ar tóku þau Kersten að drekka þar hanastél sem ber nafnið „Miami Vice“, eftir sjónvarpsþáttunum frægu, en áður hafði sama hanastél heitið „Rússnesk rúletta". Skömmu eftir klukkan níu um kvöldið héldu þau Dieter og Kersten af stað heim. Segir Dieter að þau hafi viUst á leiðinni og síðan hafi það gerst sem olli dauða Kersten. Frásögn Dieters „Ég beygði inn á rangan veg og þegar ég hafði ekið um hríð sá ég mann sem stóð við kyrrstæðan bíl. Ég ók til hans og spurði hann hvert ég ætti að halda til þess að komast til Biscaynebreiðgötu. Hann bauðst til að hjálpa mér og gekk að hinni hlið bílsins þar sem Kersten sat. Ég sá að hann var með eitthvaö í hend- inni. Svo sagði hann eitthvað en augnabliki síðar heyrði ég skot- hvell.“ Kersten öll Dieter segist hafa ekið af stað eins hratt og hann hafi getað er hann hafi séð Kersten falla fram í sætinu. Klukkan hafi þá verið tæplega hálf- ellefu og skömmu síðar hafi hann séð lögreglubíl. Lögreglan í Miami hóf þegar rann- sókn málsins. Var hún meðal annars fólgin í því að tekin voru húðsýni af höndum Dieters en jafnframt var bíllinn tekin til nákvæmrar rann- sóknar. Grunurvaknar Ekki hafði lögreglan verið lengi að verki er grunur vaknaði um að saga Dieters væri ekki sönn. í húðsýnun- um fundust leifar brennds púðurs. Þá kom í ljós að blóðblettir voru á framhurðinni ökumannsmegin. Þar hefði ekkert blóð átt að vera hefði Dieter sjálfur setið undir stýri eins og hann hafði haldið fram. Þá hefði blóðið átt að vera á honum en ekki hurðinni. Þá þótti lögreglumönnun- um einkennilegt að heyra að Dieter Riechmann skyldi hafa viljað fá bíl með rauðum leðursætum því af þeim er auðvelt að þvo blóð. Enn fremur þótti afar ótrúlegt að Dieter hefði villst á þann hátt sem hann sagði. Við leit í herbergi hans á mótelinu fundust svo skothylki í Winchester- byssu, en með byssu af þeirri gerð . hafði Kersten einmitt verið skotin. Dieter handtekinn Fjórum dögum síðar var Dieter Riechmann handtekinn. Þá hafði rík- issaksóknarinn í Miami haft sam- band við vestur-þýsku lögregluna og beðið hana um að rannsaka húsið sem Dieter bjó í í Hamborg. Þar fannst þá meðal annars símanúmer sögn í blaði sem Dieter las og sagði frá. Var hún um kanadískan millj- ónamæring sem spurði mann til veg- ar í Miami og var skotinn til bana af tveimur svertingjum án þess að hægt væri að sýna fram á nokkra aðra ástæðu en drápshneigð. Hins vegar samtal Dieters við fyrrum kunningja sinn um kvikmynd frá árinu 1941, Samviskulaus kona. Þar fór Barbara Stanwyck með annað aðalhlutverkið en Fred MacMurray með hitt. Leika þau hjón og reynir hún að komast yfir líftryggingarfé hans með svikum. Telur Miamilög- reglan, eftir nákvæmar upplýsingar þekkts leigumorðingja í Hamborg og bók sem heitir Fullkomna morðið. Það sem mesta athygli vakti þó var að í húsinu fannst líftryggingarskír- teini Kersten Kischnik. Hljóðaði það upp á jafnvirði um þrjátíu milljóna króna. Skyldi tryggingaféð renna til Dieters ef Kersten dæi. Kenning Miamilögreglunnar er sú að Dieter Riechmann hafi myrt Kersten. Hafl hann þannig vilj- að hagnast á dauða hennar er hún hafi ekki lengur dugað honum í því starfi sem hann kom henni í. Rennir margt stoöum undir þessa tilgátu en í blöðum hefur sérstaklega verið minnst á tvennt. Annars vegar frá- frá Vestur-Þýskalandi, að þetta tvennt hafi Dieter haft til hliðsjónar er hann skipulagði morðið á Kersten. Dieter fyrir rétt Er Dieter Riechmann kom fyrir rétt vestra neitaði hann öllum sakar- giftum. Fjórtán vitni frá Vestur- Þýskalandi og Sviss sögðu hins vegar sína sögu og var hún ekki til þess fallin að auka tiltrú kviðdómenda á honum. Saksóknarinn, Kevin DeGregory, fór síðar fram á dauðarefsingu. Mál- inu er enn ekki lokið en komist kvið- dómendurnir tólf að þeirri niður- stöðu að Dieter sé sekur um morðið á Kersten verður hann dæmdur til dauða. Þá fer dómurinn fyrir ríkis- stjórann í Flórída. Undirskrifi hann skjalið öðlast það gildi en þó má skjóta málinu áfram til æðri dóm- stóla. Yrði honum ekkl breytt þar færi hins vegar svo að Dieter Riech- mann yrði tekinn af lífi í rafmagns- stólnum. Kersten Kischnik (með hjarta fyrir andlitinu) á forsíðu svissnesks tíma- rits sem „kemur á kynnum". Ur kvikmyndinni Samviskulaus kona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.