Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Síða 33
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. DV-mynd Brynjar Gauti iö erfrö undanfarin ár. Viö höfum skil- aö uppgjöri fyrir rekstur í Miklagarði fjórum sinnum. Tvö fyrstu árin var verslunin rekin með tapi enda eðlilegt því þá var verið aö sjósetja skútuna og hún rétt aö komast á flot úr vörinni. Næstu tvö árin gekk hetur. í hittiö- fyrra vorum viö með 13,9 milljónir í gróöa. Þá var t.d. hagnaðurinn hjá KEA, stærstu einingunni innan sam- vinnuhreyfingarinnar, 1,5 milljónir. í fyrra voru flestöll samvinnufyrirtækin rekin með tapi en við vorum rétt fyrir ofan strikið þótt hagnaöurinn væri ekki mikill. í ágúst í fyrra var Kringlan opnuö og um haustið var efri hæðin í Kaup- stað hjá KRON opnuð þannig að sam- keppnin jókst mikið bæði utanfrá og innanfrá. Mikligarður var jú að góðum hluta í eigu KRON. Þetta var eins og að lenda í brælu í páskahrotunni, svo við tökum enn hkingu af sjómennsku. Samt flutum við ofan á þrátt fyrir slæmt sjólag og skiluðum hagnaði.“ Enginn óvinur Þrastar En þrátt fyrir að Jón starfl ekki leng- ur innan samvinnuhreyfingarinnar er hann alls ekki ósáttur við hana og hennar starf. „Þar á ég marga og góða vini og þessi sex ár hafa verið mjög ánægjuleg," segir Jón. „Ég fékk þarna einstakt tækifæri til átaka sem ég met mikils. Innan samvinnuhreyfmgar- innar er mikið um úrvalsmenn. Við Þröstur Ólafsson, formaður stjórnar KRON, erum búnir að þekkj- ast og vinna saman í sex ár en það var búið til í fjölmiðlum að við værum ósáttir og jafnvel erkióvinir. Það er fjarri lagi. Okkur hefur tvisvar orðið sundurorða og þá út af smámálum sem tengjst núverandi stöðu ekki neitt. Við syndum saman á morgnana og erum eins góðir vinir og við vorum eftir að við kynntumst fyrst. Þröstur hefur góða tilfmningu fyrir rekstri og gerir sér grein fyrir þeim meginmarkmiðum viðskipta að skapa hagnað, gróða, en það virðast margir félagsmálamenn eiga oft erfitt með að skilja. En þetta gerist ekki nema fyrir- tækin séu rekin af fyllstu hagkvæmni. Ég tók ekki tilboði þeirra um að reka KRON/Miklagarð vegna þess að það var með takmörkunum um áhrif og vald. Ég var sammála því að það gæti verið hagkvæmt að sameina rekstur fyrirtækjanna undir eina stjórn en við vorum ekki sáttir, stjóm KRON og ég, hvernig að því væri staðið en KRON á meirihlutann og þar liggur valdið. Verslunarrekstur hefur verið mjög erfiður undanfarin ár og það hefur þurft mikla vinnu og útsjónarsemi til að halda sjó og verjast áföllum. Margar verslanir eiga í miklum erfiðleikum og nokkrar hafa verið lýstargjaldþrota á undanfórnum misserum. Eg vona að með sameiningu KRON og Miklagarðs náist sú hagkvæmni sem að var stefnt og fyrirtækið styrki stöðu sína.“ Vinn alltaf af lífi og sál Jón segist htinn hug hafa á' að sitja auðum höndum og það er ekki ætlunin að setjast í helgan stein. Hann er 46 ára gamall. Hann ætlar að eyða næstu dögum í það að njóta friðsældarinnar í sumarbústaðnum í Skorradalnum, heimsækja vini á Vesturlandi og leita berja. Hann viðurkennir að starfið í Miklagarði hafi veitt honum mikla ánægju og að hann eigi eftir að sakna þess. „Þegar ég tek mér eitthváð fyrir hendur þá geri ég það af lífi og sál,“ segir Jón. „Ég var í versluninni eins lengi og þörf krafði á hverjum degi. Ég reyndi að taka þátt í öllum störfum með mínu samstarfsfólki og ég held að það séu fá störf í fyrirtækinu sem ég hef ekki gengið í. Ég reyndi að vera mikiö niðri í versluninni þegar mikið var að gera til að halda sambandi við viðskipavinina og frnna hjartsláttinn í viðskiptunum, ræða við fólk og hjálpa til. Það skiptir ekki máh hvort verslun er stór eða lítil, viðskiptavinurinn vih alltaf fá athygh fyrir sínar athuga- semdir." Símtal úrfjármálaráðuneytinu Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar Jón var ráðinn til Miklagarðs. Hann hafði þá hvergi komið nærri samvinnuhreyfingunni og var meira að segja mjög virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins. í Samvinnuskól- ann hafði hann aldrei komið. „Þetta gerðist þannig aö það var hringt í mig í janúar 1982 frá fjármála- ráðuneytinu,'/ segir Jón. „í símanum var Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, og spyr hvort ekki megi bjóða mér út að borða. Ég kross- aði mig og hélt að .eitthvert ljótt mál væri í uppsighngu. En við fórum og fengum okkur ýsubita á Lækjar- brekku. Þar kom spurningin hvort ég væri ekki til í að taka að mér aö skipu- leggja, stofnsetja og reka verslun sem átti að vera sú stærsta á landinu, í það minnstá í fermetrum tahð. Þegar ég heyrði tilboðið lagði ég frá mér hnífmn og gaffalinn og hafði ekki lyst á meiru af ýsunni. Ég hafði aldrei hugsað mér að fara að vinna hjá Sam- bandinu. Það hafði aldrei hvarflað að mér. Nú, það tók mig tvo mánuði að ákveða mig og eftir viðræður við mína nánustu sló ég til. Ég er mjög pólitísk- ur maður, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi og tvívegis hafði ég verið í stjórn Heim- dallar. Þetta passaði ekki inn í þá mynd sem almenningur gerði sér af Sambandinu. Hvernig gat það gengið að sjálfstæðismaður tæki að sér að stjóma fyrirtæki fyrir Sambandið? Núna er ég líka spurður hvort það sé ekki vegna pólitíkurinnar sem ég held ekki áfram. Meðan ég var framkvæmdastjóri Miklagarðs var ég formaður eins stærsta hverfafélags sjálfstæðismanna í Reykjavík og í stjórn fulltrúaráðsins. Ég sá um skipulagningu á kosninga- baráttu flokksins í Breiðholti bæði fyr- ir alþingis- og borgarstjórnarkosning- ar. Eg var ábyrgðarmaður fyrir blaði sem við gáfum út og skrifaði í það for- ystugreinar. Mín póhtík spilaði þannig hvorki inn í ráðninguna til Miklagarðs né brottfórina þaðan.“ Sjálfstæðisfólk Jón er Borgfirðingur að ætt og upp- rana, fæddur í Ólafsvík en ahnn upp í Borgarnesi. Faðir hans, Sigurður Jó- hannsson frá Sveinatungu, var kunn- ur sjálfstæðismaður, einn af stofnend- um HeimdaUar og eitt sinn formaður stjómar þar. Ritari í stjórn með honum var Bjarni Benediktsson og meðstjórn- andi Gunnar Thoroddsen. Foreldrar Jóns skildu þegar hann var þriggja ára og ólst Jón upp með móður sinni og fósturfóður. Afi hans, Jón Bjömsson, var eitt sinn kaupfé- lagsstjóri í Borgamesi. Þar var Jón um tima en síðan á Hvítárvöllum þar sem fóstri hans var laxveiðibóndi. Á unglingsárunum stundaði Jón skotveiðar af krafti og reyndi sig eink- um við endur og gæsir. „Ég skaut aldr- ei mikið af rjúpu,“ segir hann, „pvi ég var lítið heimavið á vetrum. Fyrst Var ég í Héraðsskólanum í Reykholti og síðan í Verslunarskólanum. Eftir að ég fór að vinna hef ég htið getað sinnt veiðum en nú er tækifærið til aö bæta þar svolítið úr. Ég ólst upp við veiðar af öllum gerðum. Við lifðum á lax- veiðinni en höíðum engan búskap. Ég átti einu sinni eitt lamb og það er aUt.“ Fóstri Jóns gaf honum riffil þegar hann var 14 ára og eftir hans dag fékk hann forláta haglabyssu sem baróninn á Hvítárvöllum hafði átt. Þetta er út- flúruö tvíhleypa og mikiU kjörgripur. Fyrr á öldinni var þessi byssa metin til j afns við góða j örð í Borgarfirðinum. „Þetta var fyrsta byssan sem ég notaði við veiðar 12 til 13 ára gamall og ég treysti henni enn til að standa fyrir sínu,“ segir Jón þegar hann hampar gripnum. „Nú hef ég ekkert að gera og reikna fastlega með að. fara á gæs í haust. Fóstri minn skaut eitt haustið 1000 rjúpur með byssunni og þó er varla hægt að segja að farið sé að sjá á hlaupinu. Ég byrjaði að vinna á lögmannsstof- unni hjá Eyjólfi Konráð og Jóni Magn- ússyni. Þar sá ég um bókhaldið og snerist í fjárnámum og fór í réttinn eftir þörfum. Eftir það var ég hjá inn- flutningsfyrirtæki sem hét Friðrik Jörgensen h/f. Eftir þetta réðst Jón tU Verslunar- ráðs íslands. Það var á árunum 1966 tU 1968. Eftir það fór hann í þjónustu Sámeinuðu þjóðanna í Genf. Þar var hann í tvö ár og kom þá heim og fór að vinna fyrir íslenskan markað á Keflavíkurflugvelli og var þar í 12 ár. Lítil tönn í hjóli hjá Sameinuðu þjóðunum „Hjá Sameinuðu þjóðunum eru mörg þúsund starfsmenn og hver og einn fær litlu ráðið. Mig langaði því tU að koma heima og takast á við eitthvað nýtt,“ segir Jón. „Ég var þarna eins og pínuUtil tönn á tannhjóh. Ég hafði áhuga á að koma heima og taka þátt í baráttunni. Áður en ég fór út til Genfar kvæntist ég konunni minm, Ólöfu Sigurgeirs- dóttur, og við höfðum eignast tvo syni þegar við fórum út: Við eignuðust dótt- ir eftir aö við vorum komin heim aftur. Þegar vitað var aö ég ætlaði aö koma heim var haft sambandi við mig frá íslenskum markaði og mér boðin framkvæmdastjórastaða. íslenskum markaði gekk mjög vel. Við byggöum tvö stór hús, söfnuðum peningum og ríkisskuldabréfum - sem sagt drauma- rekstur. Menn hafa spurt mig af hverju ég hætti þar. Ég lít svo á að í lífinu megi menn ekki taka áhættu á að staðna. Menn verða alltaf að takast á við eitthvaö en hugsa ekki um það eitt að komast í skjól. Það gerist ekkert í stríðinu ef enginn þorir upp úr skot- gröfunum. Tilboðið um að stjórna Miklagarði var mjög freistandi. Það var ekki hægt að neita því og láta pólitík eða eitthvað svoleiðis ráða. Ég var heldur ekki að selja sannfæringu mína. Ég lenti þarna í harðri samkeppni við kunningja mína, t.d. hjá Hagkaupum. Við sitjum eins og taflmenn andspænis hvorir öðrum en það spillir vinskapnum ekk- ert.“ Tilbúinn í hvað sem er Nú er Jón atvinnulaus og hefur ekk- ert ákveðið um framtíðina. „Það hafa menn rætt við mig og það er ýmislegt í skoðun í dag en mér hggur ekkert á,“ segir Jón. „Ég er tilbúinn til að skoða hvað sem er. Ég gæti hugsað mér að vinna hjá öðrum, gerast með- eigandi í fyrirtæki eða kaupa lítið fyr- irtæki sjálfur. Ég er til í hvað sem er - verslunarrekstur eöa eitthvað annað. Ég hef ekki tekið mér frí á þessu ári þannig að ég hef ekkert á móti því að hvúa mig aðeins." Útilega við Grænland „Ég hef fengist við hvað sem er. Einu sinni var ég í hvalskurði í Hvalfirði og sumarið 1961 fór í saltfisktúra á tog- aranum Mars til Grænlands. Fyrst var ég á dekkinu í þriggja vikna túr og í þeim næstp var ég kokkur. Þetta var skemmtilegt eftir á en auðvitað erfitt á meðan á því stóð. Það vom 46 í áhöfn og nóg að gera við að elda en samt fór- um við kokkarnir út á dekk í aðgerð þegar færi var. Tryggvi Ófeigsson gerði togarann út. Hann hefur ef til vill verið stjórnandi af gamla skólanum en aðferðirnar eru þó alltaf í aöalatriðum þær sömu. Mönnum er fengin ábyrgð, þeir fá skip í hendur og var sagt að fiska. Ef þeir ekki stóðu sig þá tók næsti við en þeirra var ábyrgðin á skipi og skips- höfn. Tryggvi var ráðdeildarmaður í öllum rekstri enda gengu fyrirtæki hans vel. Við fengum kaffið t.d. grænt um borð og urðum að brenna og mala sjálfir. Allt sem sparast í rekstri, síðustu krónurnar, er ágóðinn. Ég hef alltaf sinnt félagsstörfum mik- ið en hef dregið mig að mestu út úr því. Einu sinni sinnti ég 12 aðskildum félagsmálastörfum af ýmsu tagi en nú er ég bara sóknarnefndarformaður hér í hverfinu. Sr. Ólafur Skúlason hringdi einu sinni í mig og spurði hvort ég vildi taka þetta að mér. Ég sagði hon- um að ég hefði ekki nokkurn tíma til þess. Ólafur svaraði á móti að ef hann fyndi mann sem heföi ekkert að gera þá gæti sá aldrei sinnt starfinu. Þeir sem hafa nóg að gera eru svo fljótir að klára hlutina. Eg hugsaði málið og féllst á þetta. Ég hef ekki áhyggjur af atvinnuleysi hjá mér. Fyrst er að slappa svolítið af. Ég fer að hlaða hólkinn og þræða skurðina í leit að gæs og gleymi öllum áhyggjum. Menn eru að tala um kreppu en hún er ekki komin ennþá. Það þarf ekki annað en að skoða at- vinnuauglýsingamar í blöðunum til að sjá að enn er mikil eftirspurn eftir fólki til vinnu. Það vantar t.d. fólk í Miklagarði og Hagkaup auglýsir stöð- ugt eftir fólki. Það vantar alls staðar fólk. Það hlýtur þó að koma að einhverj- um samdrætti. Það er ekki hægt að skrifa stööugt út úr heftinu. Einhvern tímann verður þjóðin að borga yfir- dráttinn. Við eru búin að lifa svo lengi um efni fram og nú verða menn að skera niður. En það fylgja engar hörm- ungar í kjölfarið. ísland er gott land. Hér er nóg af tækifærum." Undanfarið segist Jón hafa átt fáar tómstundir frá vinnunni. „Ég á sumar- bústað uppi í Skorradal og búinn að eiga hann í tíu ár,“ segir Jón. „Ég hef notað hann mikið á sumrin og núna eftir að ég hætti hjá Miklagarði uni ég mér vel þar uppfrá við birkiilm og blómaangan. Ég hef líka áhuga á að koma upp radíóamatörastöðinni minni TF3JS. Ég var stöðvarstjóri hjá alþjóðaklúbbi radíóamatöra í Genf. Ég var þar með stöð sem hét 4U1ITU. Ég hef alltaf haft áhuga á því að tala við fólk í öllum heimshlutum. Menn eignast kunn- ingja um allan heim en galhnn er bara sá að undanfarin ár hafa engar tóm- stundir verið til að sinna þessu. Vinn- an hefur tekiö allar stundir. Ég finnalltaf betur og betur fyrir því að ég hef ekki haft tíma til að búa mér til-og þróa mín áhugamál. Tómstunda; gamanið hefur verið vinnan og reynd- ar einnig sumarhúsið. Ég veiddi mikið af laxi meðan fóstri minn átti hluta úr Hvítárvöllunum og neðsta hlutann af Grímsá. Ég hef aldr- ei keypt mér laxveiðileyfi og eftir að landið var selt í Borgarfiröinum hef ég ekkert veitt. Ég hef ekki heldur far- ið í golf því ég veit að ef ég byijaði á því þá fengi ég algera dellu. Ég vil helst gefa mig allan að því sem ég geri og er því mjög hætt við að fá dellu fyrir hinu og þessu,“ sagði Jón Sigurðsson. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.