Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 38
54 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. Líkamsrækt DV Sá stirði fer á stjá - hristir af sér slenið eftir sumarið Almenningi, sem stundar likamsrækt fyrst og fremst til yndis og ánægju, er bent á að vellíðan eftir æfingarn- ar er mjög mikið atriði. Keppnismenn og aðrir lengra komnir geta reynt sig við æfingar af þessu tagi. Til að byrja með er mikilvægt að taka það frek- ar rólega og ofbjóða ekki likamanum. Of erfiðar, svo ekki sé talað um rangt gerðar, æfingar eru verri en engar. Hver og einn verður að finna það hjá sjálfum sér hvers konar líkamsrækt og hreyfing hentar. Líkamsrækt er nauðsynlegur þáttur í lífi hvers manns; andleg og likamleg heilsa er undir því komin að likaminn fái næga og góða hreyfingu. Og svo er bara að brosa og hafa gamán af. Líkamsrækt Rósa Guðbjartsdóttir Þá er komið að því - dagarnir hafa styst, litimir í náttúrunni eru famir að breytast, skólarnir em byrjaðir - það er komið haust. Þessum árstíma fylgia gjaman alls kyns fógur fyrirheit; lof um breytt viðhorf og betri tíma; fyrirheit sem standast stundum og stundum ekki. Námsmaðurinn ætlar nú að lesa skruddumar jafnt og þétt allan þenn- an veturinn, sá stressaði ætlar að skipuleggja sjálfan sig og starf sitt upp á nýtt, foreldramir eru meö ágætis hugmyndir um hvernig þeir verði betri foreldrar en líklega ætla flestir að koma sér í gott form. „Að komast í form“ er í flestum tilfellum tengt hkamlega ástandinu; það er að auka styrk sinn og þol og oftar en ekki ná af sér einhverjum aukakílóum sem hlaðist hafa upp. En sáhn er best sett í heilbrigðum og hraustum líkama enda fylgist lík- amleg og andleg heiisa „ótrúlega“ sterkt að. Oft gerist það aö sá sem hefur lifað við áralanga kyrrsetu rýkur upp einn daginn og kaupir sér aðgang að dým líkamsræktarnámskeiði. Með skírteinið upp á vasann heldur hann að nú sé sér og heilsu sinni loksins borgið. Ætlunin var að fara fjórum sinnum í viku í þijá mánuði til að byrja með í hkamsrækt en hann mætti tvisvar og svo ekki aftur. Næsta haust byrjaði hann í sundi af kappi en með svipuðum afleiðingum. Gæðin mikilvægari en magnið Þetta er dæmigert fyrir þá sem eru búnir að ætla sér um nokkum tíma að standa upp úr stólnum og hreyfa sig og taka þaö þá svo geyst að aht fer úr skorðum. Byrjandanum getur reynst 30 mínútna ganga þrisvar í viku stórkostleg líkamsrækt. Hver og einn verður að finna sér hkams- rækt við hæfi; finna út hvað hentar bæði varðandi tíma og hvað líkam- inn sé líklegur að meðtaka á sóma- samlegan hátt. Það er mikill mis- skilningiu' að máhð sé að ganga með harðsperrur í tvo mánuði, of erfiðar æfingar eru betur látnar vera og reynast oft verri en engin hreyfing. Mikilsvert er að andleg og hkamleg vellíðan fylgi æfingunum, að minnsta kosti til langframa. Fyrst um sinn er eðlilegt að sá stirði verði dáhtið þreyttur en þegar á hður á vellíðanin að verða ofan á. Gæðin en ekki magnið em þaö sem skiptir máh í þessu eins og svo mörgu öðru. Góð ráð við heilsuræktina 1. Hitað upp Til þess að Kkamsræktin eða hreyf- ingixi hafi eitthvaö að segja í raun og veru er mikilvægt aö hún sé reglulegur þáttur í lífi hvers og eins. Hvers kyns hreyfing þrisvar í viku í ‘/2-1 tíma í senn er næg fyrir „meðaljóninn“ til að halda sér í finu formi. Sá sem ætlar að ná af sór aukakílóum eða keppa að öðru stærra markmiði stundar æfing- arnar stífar og öðruvísi. En hinum, sem em að byija að byggja upp þol og þrek, nægir að hjóla, hlaupa, synda eða jafnvel ganga þennan tíma sem um er rætt. Aöalatriðið er að gera heilsurækt- ina aö fóstum hö; hö sem eftir stutta stund er orðinn jafheöiilegur og nauðsynlegur og að bursta tenn- umar. Það markmið getur helst náðst með því að byija ekki með of miklum látum. Hvort sem þú ætlar út að hjóla, eða hvað sem þaö nú er, þá er skil- yrði að hita sig upp. Teygjur og rólegt skokk í sörau sporunum í 5-10 mínútur er tilvalið áður en lagt er í lengra skokk eöa hiólreið- ar. Ekki er síður mikilvægt að „kæla“ sig niður. Eftir hkamsrækt eða hreyfingu, hvaða nafhi sem hún nefnist, er nauðsynlegt að teygja vel á vöðvunum og slaka á. 2. Tæknin hvíld Athugaðu að hægt er að auka þó nokkuð við sig hreyfingu með dáht- ilh útsjónarsemi svona dags dag- lega. Eins og aö ganga upp stigana frekar en að nota lyftur, leggja bíln- um aðeins lengra frá viðkomu- staðnum en áöur, nota handgarð- sláttuvél frekar en raftnagnsvél og fleira í þeim dúr. Um að gera aö hafa þessa hluti í huga; stundum getur veriö gott að hvíla tæknina aöeins og reyna örhöö meira á sig fyrir vikið. 3. Tíu prósentin Þeir sera hyggjast hefjast handa við að koraa sér í form eftir langt hlé frá nokkurri hkamsrækt veröa að byggja sig upp hægt og sígandi. Ágætt getur verið að ætla sér að auka æfingarnar um tíu prósent á viku eða á mánuði allt eftir því hvert takmarkiö er með æfingun- um. En ef áætlunin helst í nokkum tima er allt á réttri leið. 4. Hvíidin öllum nauðsynieg Hversu mikið sem þú hyggst þjálfa þig og á hvaöa stigi sem líkamlegt ástand þitt er, er nauösynlegt að taka sér hvíld frá öhum æfingum 1-2 daga í viku. Margir, sem stund- að hafa íþróttir eða aðra likams- rækt um Iangan tíma, æfa eitthvað á degi hvetjum. Við líkamsæfingar reynir svo mikið á líkamann að hann verður aö fá að hvílast, og þá í heila daga á milh. Þannig nýtur líkaminn undangengins erfiöis bet- ur. 5. Notið rétta hluti Miklu skiptir að vera rétt búinn til iðkana af þessu tagi. Skómir skipta þar allra mestu máli í'járfestu í góðum skóm; það kemur til með að borga sig strax í bættri heilsu. Og veldu þá réttu skóna. Skórnir sem notaðir em við trimmið ganga ekki í veggjatennis og svo fram- vegis. Afgreiðslufólk íþróttaversl- ananna ætti að geta veitt þessar ráðleggingar. 6. Auðvelt en gott Áhersla er enn lögð á að taka það rólega til að byija með. Reyndu að velja íþrótt sem þér finnst liklegt að þú endist eitthvað í. Lítil hreyf- ing, sjaldnar en reglulega, er langt- um betri en mikil hreyfing í „kipp- um“. Að hjóla í tíu mínútur nokkr- um sinnum í viku árið um kring er ólíkt æskhegra en sviti og harð- sperrur í leikfimi tvisvar-þrisvar í mánuði Léttar æfingar á 9tofugólf- inu í fimm mínútur á dag eru lika ágætis orkubót. 7. Vertu á varðbergi Lærðu að þekkja líkamann og hversu mikið hann þohr. Einnig muninn á stirðleika og því að vera iha fyrir kallaður eða raunveru- legri þreytu. Vertu á verði gagn- vart ofþjálfun. Dæmigerð einkenni þess að fólk ofgeri sér á æfingum eru sífelld þreyta, svefhleysi, minnkandi matarlyst og sljóleiki. 8. Vertu jákvæður Byijaðu á því að setja þér skynsam- leg markmið og farðu af stað strax í dag. Mundu að þér mun hða vel á eftir og þeim mun betur sem æf- ingamar verða reglulegri. Vertu jákvæður og haföu gaman af þessu. Æfðu einn, við annan mann eða í hóp, aht eftir því sem þér sjálfum finnst best og eftirsóknarverðast. Góða skemmtun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.