Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Side 42
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988.
Helgi stórmeistari sigraði á
níunda landsbyggðarmótinu
Helgi Ólafsson stórmeistari stóð
uppi sem öruggur sigurvegari á
níunda alþjóðamóti tímaritsins
Skákar sem haldið var á ísafirði
og Bolungarvík sömu daga og skák-
þing íslendinga stóð yfir í Hafnar-
borg. „Alþjóðamót við Djúp“ var
mótið nefnt en auk Skákar stóð
Taflfélag ísafjarðar fyrir móts-
haldinu með dyggum stuðningi
nokkurra brottfluttra Vestfirðinga.
Framkvæmdanefnd mótsins
skipuðu Daöi Guðmundsson, Einar
S. Einarsson, Guðfinnur Kjartans-
son, Jón Friðgeir Einarsson, Kristj-
án Haraldsson og Magnús Reynir
Guðmundsson; skákdómarar voru
Ásgeir Överby, Daði Guðmunds-
son, Einar Garðar Hjaltason að
ógleymdum Högna Torfasyni sem
jafnframt var mótsstjóri og ritstjóri
veglegs mótsblaðs sem dreift var
ókeypis í öll hús á svæðinu.
Jóhann Þórir Jónsson á hug-
myndina og um leið mestan heiður-
inn af landsbyggðarmótunum níu.
Fyrsta mótið var haldið í Grindavík
1984 og sama ár var teflt í Neskaup-
stað. Arið eftir var teflt á Húsavík,
í Borgamesi og Vestmannaeyjum,
þá opið mót á Egilsstöðum, síðan
var teflt í Ólafsvík og á Suðurnesj-
um sl. haust og loks við Djúp.
Mótið við Djúp þótti fara hið
besta fram í hvívetna. Teflt var við
prýðilegar aðstæður í sal Mennta-
skólans og erlendu keppendumir
bjuggu á heimavistinni. Sjöunda
umferðin var reyndar tefld í Ráð-
hússalnum í Bolungarvík og hófst
hún nokkru seinna en áætlað var,
því að skákmennirnir notuðu tæki-
færið og fóru upp á Bolafjall fyrir
IX. ALÞJÓÐAMÓTIÐ VIÐ DJÚP
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð
1. Helgi Ólafsson SM 2525 X 1 >/2 1 '/2 1 1 1 '/2 1 1/2 1 9 1.
2. Guðmundur Halldórsson ísafj. 2270 0 X 0 0 0 1 1 0 1 ‘/2 '/2 0 4 9.
3. Jan Johansson FM Svíþj. 2350 '/2 1 X 1 0 1 ‘/2 ‘/2 '/2 1 '/2 1 7‘/2 3.-4.
4. Magnús Pálmi Örnólfsson Bol. 2200 0 1 0 X 0 0 ‘/2 0 0 0 0 0 l!/2 12.
5. Glenn Flear SM Eng. 2470 '/2 1 1 1 X 1 ‘/2 1 0 1 0 1 8 2.
6. Guðmundur Gíslason ísafj. 2290 0 0 0 1 0 X ‘/2 0 1 0 1 0 3'/2 10.
7. Ægir Páll Friðbertsson Súðav. 2200 0 0 ‘/2 >/2 '/2 '/2 X '/2 0 0 0 0 2‘/2 11.
8. Helgi Ólafsson, Hólmavík 2210 0 1 '/2 1 0 1 '/2 X 0 ‘/2 0 0 4>/2 8.
9. Orest Popovych FM USA 2295 '/2 0 '/2 1 1 0 1 1 X 1 0 0 6 6.
10. Andri Áss Grétarsson 2325 0 ‘/2 0 1 0 1 1 '/2 0 X 1 0 5 7.
11. Yrjö Rantanen SM Finnl. 2370 '/2 ‘/2 '/2 1 1 0 1 1 1 0 X /2 7 5.
12. Lars Schandorff FM Danm. 2415 0 1 0 1 0 1 1 1 1 1 '/2 X 7'/2 3.-4.
Séð yfir skáksalinn á alþjóðamótinu við Djúp. Fjær teflir Magnús Pálmi
örnólfsson við Helga Ólafsson stórmeistara, nær eigast við Andri Áss
Grétarsson og Guðmundur Gíslason.
taflið, í fegursta veðri. Það em
kannski einmitt þessi augnablik
sem gera íslensku skákmótin
svona vinsæl meðal erlendra
kappa.
Helgar Ólafssynir vom menn
mótsins. Helgi stórmeistari fyrir
góðan sigur og Helgi eldri frá
Hólmavík fyrir að hafa komið mest
á óvart. Hann varð skákmeistari
íslands 1964 og hefur lítið teflt síð-
an. Þó krækti hann sér í 4,5 vinn-
inga og var nálægt því að fá fleiri.
Sérstaklega var eftir því tekið hve
hann teflir endatöflin vel og er
lærður á því sviði.
Helstu keppinautar Helga stór-
meistara um efsta sætið var Svíi
nokkur, Jan Johansson að nafni,
Danmerkurmeistarinn Lars
Schandorff og stórmeistaramir
Glenn Flear frá Englandi og Yijö
Rantanen frá Finnlandi. Helgi náði
að hrista þá alla af sér. Undir lokin
var Johansson orðinn einna erfið-
astur en hann var á titilveiðum og
hafði lítinn augastað á efsta sætinu.
Flear náði að lokum 2. sæti, vinn-
ingi á eftir Helga, en Skandínav-
amir komu í humátt á eftir. Þessi
varð lokastaðan:
1. Helgi Óláfsson stórmeistari 9 v.
2. Glenn Flear (Englandi) 8 v.
3. -4. Lars Schandorff (Danmörku)
ög Jan Johansson (Svíþjóð) 7,5 v.
5. Yijö Rantanen (Finnlandi) 7 v.
6. Orest Popovych (Bandaríkin) 6
v.
7. Andri Áss Grétarsson 5 v.
8. Helgi Ólafsson, Hólmavík, 4,5 v.
9. Guðmundur Halldórsson 4 v.
10. Guðmundur Gíslason 3,5 v.
11. Ægir Páll Friðbertsson 2,5 v.
12. Magnús Pálmi Örnólfsson 1,5 v.
Úrslit í Bikarkeppni BSÍ á Hótel Loftleiðum um helgina
Úrsht í Bikarkeppni Bridgesam-
bands íslands munu ráöast um þessa
helgi á Hótel Loftleiðum en í morgun
kl. 10 hófust undanúrslitaieikirnir
milli sveita Pólaris og Modem Ice-
land annars vegar og Braga Hauks-
sonar og Kristjáns Guðjónssonar frá
Akureyri hins vegar.
Sigurvegaramir úr þessum leikj-
um spila síðan til úrslita á morgun.
Alhr leikimir veröa sýndir á sýning-
artöflu.
Einhverjir munu sakna sveitar
Flugleiða 1 úrshtnum en hún tapaði
fyrir sveit Pólaris í hörkuspennandi
leik fyrir stuttu.
Flugleiðasveitin var sex impa yfir
eftir tíu spil, tíu undir eftir tuttugu,
átta yfir eftir þijátíu en tapaði að
lokum með 34 impum.
Munaði þar mestu í eftirfarandi
spih.
S/alhr
♦ 8432
¥ D84
♦ D43
+ G42
♦ -
V K1065
♦ G1075
4> ÁKD63
í opna salnum sátu n-s Þorlákur
Jónsson og Guðmundur Páh Arnar-
son en a-v Valur Sigurösson og Jón
Baldursson. Þar gengu sagnir á þessa
leið:
N ♦ D1076
V A Á9732 Suður Vestur Norður Austur
S ♦ 92 1S pass 2L pass
2T pass 2H pass
* AKG95 3L pass 3G pass
V G ♦ ÁK86 5H pass 6L pass
+ 875 pass pass
Valur spilaði út tígh og Þorlákur
varð að spila nákvæmt til þess að
þræða spilið heim.
Hann drap á kónginn og sphaði
hjartagosa. Drottning, kóngur og ás.
Meiri tígull, ásinn, síðan tveir hæstu
í spaða og tíglunum kastað að heim-
an. Þá var spaði trompaður, hjarta
trompað, spaði trompaður, hjarta
trompað, trompin tekin og hjartatían
varð síðan tólfti slagurinn.
Það voru 1370 th Pólaris.
STÖBIN SEM HLUSTAB ER 'A!
Pétur Steinn Guðmundsson
SÉR UM ÍSLENSKA LISTANN
á laugardögum frá 16-18. Pétur Steinn fer yfir stöðu 40 vinsælustu
laga landsins í hverri viku. Hér er ekki þurr upptalning á númerum
heldur margþættur fróðleikur um listamennina sem flytja lögin. Hlust-
endum íslenska listans .er boðið í ævintýraferð um tónlistarheiminn
á laugardögum.
BYLGJAN,