Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 45
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988.
61
FerðamáJ
hlíðar er um Svínaskarð og Móskörð.
Sú leið liggur milli fjaila með ólík
einkenni, og má þar sjá helstu berg-
myndanir íslenskra fjalla á einum
stað. Á hægri hönd eru Haukafjöll
og Stardalshnjúkar, úr grágrýti og
víða sorfin ísaldarjökli. Skálafellið
er hins vegar móbergsfjall.
Ef farið er norður fyrir Esju og
gengið upp Kjósarmegin, er um
margar leiðir að velja. Ein slíkra
leiða er frá Hjarðarholti, eyðibýli við
vesturenda Meðalfellsvatns. Þar er
farið upp svokallaðar Sneiðar og eft-
ir Nónbungu uns kemur á Skálatind.
Þessi leið er mjög auðveld uppgöngu,
sem sést best á því að í eina skiptið
sem ekið hefur verið á bílum upp á
há-Esjir, var farið um þessar slóðir,
að vísu á harðfenni um hávetur.
Að lokum er ekki úr vegi að minn-
ast á nafn Esjunnar, sem sveipað er
miklum dulúðarhjúpi. Enginn veit
með vissu hvaöan nafnið kemur en
um það eru margar sagnir og getgát-
ur. Kjalnesingasaga segir frá því að
kerling nokkur af írlandi, Esja að
nafni, hafi búið á Esjubergi. Esju-
nafnið kemur aðeins fyrir í einu öðru
örnefni á íslandi, í Esjufjöllum í
Vatnajökli. í orðabók Blöndals er
sagt að nafnið geti táknað lausamjöll
eða mökk. Enn önnur skýringin á
nafninu er sú að í vissum fannalög-
um á haustin megi lesa það úr snjó-
línum á einum stað í hlíðum fjalls-
ins. Esjunafnið mun þar að vísu vera
ritað með sérkennilegu fornu letri.
Heimildir: Landið þitt ísland og
árbækur Ferðafélags íslands.
Hrafnabjörg, til vinstri á myndinni, eru áberandi i fjallahring Þingvalla.
Hengillinn er eitt af svipmestu fjöllunum í nágrenni Reykjavíkur.
Maríuhöfn á Búðasandi í Hvalfirði var stærsti kaupstaður landsins á 14.
öld og þaðan gerðu biskupar Skálholts út skip.
Schiphol í Amsterdam er fyrsti alþjóðaflugvöllurinn sem býður fötluðum
upp á sérstaka þjónustu við að komast leiðar sinnar.
Schiphol 1 Amsterdam:
Fötluðum veitt aöstoð
Jafnframt eru fatlaðir aðstoðaðir
við að komast á salerni. Sérstök
bílastæði fyrir fatlaða eru fyrir
framan ílugstöðvarbygginguna þar
sem þeir geta lagt bifreiðum sínum
við upphaf ferðar. Starfsmenn
þjónustunnar sjá síðan um að
koma bílunum í geymslu.
Schiphol er fyrsti alþjóðaflugvöU-
urinn sem veitir aðstoð af þessu
tagi. Hún er á vegum félagsskapar
sem heitir International Support
Services (ISS), í samvinnu við flug-
vallaryfirvöld og styrktarsjóð sem
heitir Hohday & Handicap Found-
ation.
Fatlaðir ferðalangar, sem leið
eiga um SchipholflugvöU í Amst-
erdam, geta nú fengið alla þá aðstoð
sem þeir þurfa. Sérstöku af-
greiðsluborði hefur verið komiö
upp í nyrðri komusal og þar býður
sérhæft starfsfólk fram þjónustu
sína. Þjónusta þessi er ætluð öllum
fotluðum ferðamönnum sem koma
til Schiphol, skipta þar um flugvél
eða leggja upp þaðan.
Afgreiðsluborðið er mannað alla
daga frá kl. 6 á morgnana til mið-
nættis, auk þess sem hægt er að fá
hjálp við að komast úr hjólastól
upp í flugvél aUan sólarhringinn.
FYRIR BAK OG HNAKKA
t pm
Vegna sérstaks samnings við framleiðanda
getum við nú boðið á kynningarverði nokkur hundruð hitateppi
á aðeins kr. 3.900,- ^áður kr. 5.430,-
Hitateppi hentar öllum, ungum sem öldnum. Pantið strax.
Dregur úr vöðvaspennu með hita. Vinnur sérstaklega gegn verkjum í
baki og hnakka og almennri þreytu. Ver úr 100% bómull sem hægt er
að þvo. Tvær hitastillingar. Tengi fyrir 60/30 W. 220 volt.
Stærð ca 37x55 cm.
Póstverslunin Príma
Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga
vikunnar kl. 9.00-22.00.
© VISA © EUROCARD
Fótóhúsið - Príma
- ljósmynda- og gjafavöruverslun,
Bankastræti, sími 21556.
m