Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988.
Útlönd
Pakistönsk
mafía í
evrópskum
bönkum
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Norski hlutinn af starfsemi pakist-
önsku eiturhijamafiunnar viröist
vera langtum víötækari en lögreglan
haföi haldið. Bankastarfsmaöurinn
Abdul Rashid. sem í fjölda ára hefur
hreinsaö heróínpeninga og yfirfært
til enskra banka. hefur unniö sem
hluti af peningakerfi sern nær út um
alla Evrópu og til Pakistan.
Mafían hefur sína menn i bönkum
víðs vegar um Evrópu. Þeir koma
eiturlyíjamilljónunum smátt og
sntátt inn á rnarga mismunandi
reikninga og þaöan í löglega umferö
til Pakistan.
Unt helgina opinberaöi lögreglan í
Hollandi skýrslu um hollenskan
hluta kerfisins í Hollandi. Fimm
manns hafa veriö handteknir í Hol-
landi vegna málsins. Þar komst lög-
reglan á sporið eftir aö hafa hand-
tekið Pakistana sem haföi undir
höndum 26 kíló af heróíni.
Norska lögreglan heldur nú áfram
rannsóknum sínum í samvinnu viö
lögregluna í Englandi og Hollandi.
HEILSUEFNI - AUKINN LÍFSKRAFTUR OG ÞREK
Visindalegar niöurstööur hafa sýnt að þeir sem taka daglega inn BIO-
SELEN + ZINK eru hressari og hafa meira úthald og að þeir sem
voru gjarnir á að kvefast
fengu siður kvefpestir.
Organisk bundet Selen og Zink
med vitaminer - det ideelle
antioxidant-komplex
Bio-Selen
+Zink
+ A-vitamin
+ C-vitamin
+ E-vitamin (da - E)
+ B6-vitamin
4r
BIO-SELEN + ZINK hafði
góð áhrif á liðamótin og fólk
taldi sig i betra formi líkam-
lega og andlega. Greiniiegt
var að hár, húð og neglur
tóku miklum framförum af
BIO-SELEN + ZINKI.
Hinn kunni læknir og visindamaöur, dr. Matti Tolonen, sem stjórnaði þess-
um rannsóknum, segir: Ég tek daglega BIO-SELEN + ZINK, til öryggis
góðri heilsu. Það byggir upp ónæmiskerfiö gegn sjúkdómum. í mörg ár
hef ég ráðlagt sjúklingum minum BIO-SELEN + ZINK, Bio-Chrow og Bio
Glandin-25 til að byggja upp vörn gegn sjúkdómum.
Dragðu ekki að fá þér Bio-heilsuefnin.
Dreifing: Bio-Selen umboðið, sími 76610
■ Dýrahald
Palestinumenn kasta grjóti í þorpinu Jaber Mukaber nálægt Jerúsalem i gær. Simamynd Reuter
Rabin ver skot-
árásimar
ísraelsk yfirvöld verja nú þá aöferð
ísraelskra hermanna að skjóta Pal-
estínumenn með plastkúlum í því
skyni að særa þá. Þrír Palestínu-
menn létu lífiö í gær eftir að hafa
orðið fyrir kúlum úr byssum ísra-
elskra hermanna. Tveir þeirra létust
eftir að hafa fengið plastkúlur í sig.
Þijátíu eru sagðir hafa særst í átök-
um á herteknu svæöunum.
Varnarmálaráðherra ísraels, Yitz-
hak Rabin, sagði á fundi meö frétta-
mönnum í gær að markmið ísraelska
hersins væri að særa fleiri Palestínu-
menn sem þátt tækju í óeirðum.
Markmiðið væri hins vegar ekki að
drepa þá.
Rabin var spurður um orðróm um
leynilega heimsókn suður-afrískra
herforingja til Vesturbakkans í síð-
ustu viku. Breskur þingmaður sagði
í Amman á laugardaginn að honum
hefði veriö sagt í ísrael að suður-
afrískir ráðgjafar væru að hjálpa
ísraelska hernum við að.bæla niður
uppreisnina á herteknu svæðunum.
Rabin sagði aö sendinefndir frá
herjum margra erlendra ríkja heim-
sæktu ísrael en að það væri hins
vegar stefna stjórnarinnar að greina
ekki nánar frá heimsóknunum. Rab-
in sagðist einnig vera þeirrar skoð-
unar að ísraelsmenn þyrftu ekki á
aðstoð annarra að halda til að kljást
við vandann.
Reuter
Vextir valda
verðbólgu
ViÖ fengum okkur tvær um daginn,
bara fyrir krakkana, þær eru
svo sætar......svona fyrst ”
4»
4»
- og nú vantar okkur töframann I
smAauglýsingar
SÍMI 27022
Hér sýnir Lurie skoðun sína á því hve vextir eru öflugt vopn gegn verð-
bólgu. Þvi hærri sem vextirnir eru þvi betur fer um verðbólguna, en banka-
kertið stofnar sér hins vegar i mikla hættu, þegar vextir eru hækkaðir um
of, og getur kollsteypst.