Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. 3 j n I [t [ rjlnj aii fy agMfcsfe,. .jaJMaagMMr / 18 .| BLÉS í UPPHAFI ÁALLA FORDÓMA OG HRAKSPÁR Valgerður Matthíasdóttir arkitekt og listastjóri Stöðvar 2: Ein þeirra sem kveikti á hugmyndinni -og framkvæmdi hana! Andlit Valgerðar Matth íasdóttur þekkja flestir. Hún sló í gegn á skjánum strax á fyrstu útsendingardögum Stöðvar 2 með þættinum Ljósbrot, þar sem dagskrárkynning var tekin frískum tökum og helstu menningarviðburðum hér á landi voru gerð skemmtileg skil. (þættinum 19:19 hefur hún verið nær daglegur gestur á íslenskum heimilum og víða annars staðar hefur hún birst á skjánum. Störf Valgerðar að tjaldabaki Stöðvar 2 eru þó langtum fleiri. Hún er listastjóri fyrirtækisins með margbrotið útlit þess á herðum sér og sem arkitekt hefur hún ekki undan að skipuleggja nýja húsnæðisvinninga eftir því sem starfsfólki fjölgar og tækjabúnaður eykst. Valgerður var ein þeirra sem kveikti á hugmyndinni um stofnun nýrrar sjónvarpsstöðvar. í góðra vina hópi var ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, dagskráin, útlit stöðvarinnar, fyrirkomulag innandyra, tæki og tól, - allt var þetta rætt fram og til baka. Á teikniborði Valgerðar, urðu hugmyndir að skissum, skissur að fullvöxnum teikningum og teikningar síðan að veruleika. Allar götur síðan hefur atburðarásin verið hröð. Hönnunarverkefnin eru endalaus og þegar við bætist virk þátttaka í mótun dagskrárstefnu og dagskrárgerð auk gestgjafahlutverksins í 19:19 verður vinnudagurinn oft langur. „Það erstórkostleg reynsla að hafa tekið þátt í þessu kraftaverki. Þetta er eins og fæðing. En fæðingin er aðeins upphafið. Það hefur verið gaman að sjá bamið vaxa og dafna. Gömlu fötin eru orðin tveimur númerum oflítil-en þá erbara að síkka buxurogsauma ný!“. Sem arkitekt Stöðvar 2 hefur Valgerður varla undan að skipuleggja nýtt húsnæði eftir því sem starfsfólki fjölgar og tækjabúnaður vex.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.