Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. 15 Algengustu umferðaróhöppin: Aftanákeyrslur í Reykjavík. Bjöm Leifsson vakti nýlega hér í lesendadálki DV athygli á óeðh- legri tíðni aftanákeyrslna hér í Reykjavík. Það er fuh ástæða til þess að vekja athygli á þessum or- sakaþætti umferðaróhappa því að hlutfah hans er mjög hátt eða 18% af öhum tilkynntum óhöppum sem verða. Háartölur Á síðasthðnu ári vom 7289 um- ferðaróhöpp tilkynnt til lögregl- unnar í Reykjavík. Af þeim vom u.þ.b. 1400 aftanákeyrslur. Eflaust hafa talsvert fleiri örðið en ekki verið tilkynntar (nú þarf ekki leng- ur að tilkynna umferðaróhöpp til lögreglu þar sem eingöngu er um eignatjón aö ræða og aðhar eru til staðar). Þetta er há tala en til þess að finna út heildarfjölda þeirra ökutækja, sem skemmst hafa meira og minna af þessum sökum, má a.m.k. tvö- falda töluna. Þetta verða því um 2800 ökutæki sem skemmst hafa á götum Reykjavíkur á einu ári vegna aftanákeyrslna. Orsakir þeirra má nær undantekningar- laust rekja til ökumannanna. Arið 1987 vom aftanákeyrslur algeng- asti orsakaþáttm- umferðaróhappa í Reykjavík, 17,5% tilfeha mátti rekja til þess að umferðarréttur var ekki virtur, 15,5% tUfeha til þess að aðalbrautarréttur var ekki virt- ur og 14,7% tilfeUa mátti rekja tU þess að ógætílega var ekið aftur á bak. KjaUaiiim Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn forvarnadeildar lögreglunnar í Reykjavík Of lítið bil - annars hugar En hverjar skyldu vera meginor- sakir aftanákeyrslna? Af skýrslum að dæma em þær aðahega fjórar: í fyrstá lagi of lítiö bil milh öku- tækja (ökumaður aftari ökutækis á ekki möguleika á að stansa þegar eitthvaö óvænt kemur upp á, jafn- vel þótt athygli hans sé óskipt við aksturinn). Þetta á t.d. við þegar ökumaður nálgast gatnamót með umferðarijósum. Hann ekur þétt á eftir næsta ökutæki á undan en þegar ökumaður þess stansa, jafn- vel á gulu, verður við ekkert ráðið. í öðru lagi: ökumaður er annars hugar við aksturinn og áttar sig ekki fyrr en of seint, jafnvel þó hæfilegt bil hafi verið á milli bíla. Mörg dæmi eru um að ökumaður sé með hugann við það sem hann er að fara að gera en ekki það sem hann er að gera þá stundina, þ.e. að áka. Hann horfir fram á veginn en sér í rauninni ekki hvað er um að vera framundan. Hann áttar sig ekki fyrr en ökumaður næsta öku- tækis á undan hefur þegar stansað og þá er of seint að bregðast við. Horfa-hemla í þriðja lagi, ökumaður er að horfa útundan sér við aksturinn þegar ökumaður næsta ökutækis á undan stansar. Dæmi um þetta er akstur af afrennshsbrautum. Öku- maður stansar fyrir aftan annaö ökutæki í afrennshsbraut við aðal- braut. Þegar hann sér að ökutæk- inu framundan er ekið af stað lítur hann til hhðar eftir hugsanlegri umferð og ekur af stað um leið. Þá veit hann ekki fyrr til en ökutæki hans lendir aftan á ökutækinu framundan, sem hafði verið stöðv- að aftur í millitíðinni, annaðhvort vegna þess aö ökumaðurinn hafði einungis ætlaö að aka spölkorn áfram eða hikað. Það er því nauð- synlegt að hafa auga á ökutækinu framundan þangað til því er ekið á braut. í fjórða lagi, ökumaður stansar óþarflega snöggt eða jafnvel að ástæðulausu. Dæmi eru um að öku- menn stöðvi ökutæki skyndilega á akbraut til þess að hleypa út far- þega eða taka upp farþega. Þannig bjóða þeir hættunni heim. Þá eru dæmi um að einstaka ökumaður taki það upp hjá sér að hemla snögglega á akbraut með það fyrir augum að kenna næsta ökumanni fyrir aftan að aka ekki eins nálægt og hann gerir. Einnig eru dæmi um að ökumaður hafi ætlað að kenna öðrum með þessum hætti eftir að sá hafði virst aka í veg fyrir hann skömmu áður, t.d. á gatnamótum. í framhaldi af þessu er rétt aö benda á 36. gr. umferðarlaganna en þar segir m.a. varðandi ofan- greint: „Ökumaður skal miða hrað- ann við gerð og ástand vegar, veð- ur, birtu, ástand ökutækis og hleðslu svo og umferðaraðstæður að öðru leyti. Hraðinn má aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fuht vald á ökutækinu og geti stöðvað það á þeim hluta vegar fram undan sem hann sér yfir og áður en kemur að hindrun, sem gera má ráð fyrir.“ Þá segir enn- fremur: „Ökumaöur má eigi að óþörfu aka svo hægt eða hemla svo snögglega að tefji eðlilegan akstur annarra eða skapi hættu.“ Það er í mörg hom að líta. Góða ferð og ánægjulega heim- komu! Ómar Smári Ármannsson „Dæmi eru um að ökumenn stöðvi öku- tæki skyndilega á akbraut til þess að hleypa út farþega eða taka upp far- þega. Þannig bjóða þeir hættunni heim.“ Að viðurkenna áhrifin Mikið hefur verið rætt og ritað um vaxtamál og stjómun eftir- spumar á fjármagni með vöxtum. Það er mikil vanþekking á ís- lensku samfélagi að telja mögulegt að draga úr eftirspurn eftir fiár- mangi með hækkun vaxta. Ef þessi leið ætti að vera fær yrði megin- hluti veltufiármagns atvinnulífsins að vera eigið fé fyrirtækjanna. Nú er það svo hér á landi að ekkert af veltufiármagni fyrirtækja er eig- ið fé, aðeins lítill hluti fastafiár- magns getur talist þeirra eign. Af þessum sökum virkar hver lít- ils háttar vaxtahækkun sem heng- ingaról á þau fyrirtæki sem beijast við erfiðustu afkomuna. Auk þess má benda á að örar vaxtabreyting- ar framkalla margfaldan kostnað fyrirtækjanna við afkomuútreikn- mga og leit að rekstrargmndvelh. í stað þess að virkja mannskap sinn til þróunar og uppbyggingar fyrir- tækjanna verða þau aö binda hann við sífellda leit að lífsvon. Þótt hér sé talað um fyrirtæki gUda sömu rök um vaxtahækkanir gagnvart einstaklingum. í okkar eignakapphlaupssamfélagi eru ein- staklingar með það þunga skulda- bagga á herðum sér að Utils háttar breyting lánskjara getur þýtt gjald- þrot og eignamissi. Ef hins vegar tækist að skapa jafnvægi í efnahagsmálum okkar, þannig að hægt yrði að hætta lán- tökum vegna breytinga á fyrri for- sendum, skfiið yrði á mtili fiárfest- ingarlána og lána til beinnar eyðslu þá mundi á nokkrum árum skapast grundvöUur til þess að stjóma framboði á fiármagni með vaxta- breytingum. Bannorð að græða á rekstri Árum saman hefur það verið meinloka í umræðu um rekstur fyrirtækja að ekki hefur mátt við- urkenna að fyrirtæki hagnaðist á rekstrinum, þótt öUum sé ljóst að aUur rekstur verður að skUa hagn- aði til þess að viðhalda sjálfum sér. TU þess að komast hjá þeim óþæg- KjaUaiinn Guðbjörn Jónsson fulltrúi indum sem sköpuðust vegna gróða fyrirtækja voru sett ýmis ákvæði í skattalög sem hjálpuðu fyrirtækj- unum að fela sem mest af þessum hagnaði fyrir alþýðu manna. Þetta hafði það í fór með sér að rekstrarafkomu fyrirtækja var stýrt á tæpasta vað með fiárfesting- um til þess að forðast gróða. Þetta hafði það svo einnig í för meö sér að hvert minnsta áfaU í rekstri skapaði tap. Ekki var hægt að láta fyrirtækin tapa endalaust svo þaö var sett í skattalög að draga mætti frá hagnaði uppsafnað tap fyrri ára. Hættum skollaleiknum Það er von mín að íslenskt sam- félag beri gæfu til þess að hætta svona skoUaleik eins og að framan er lýst. Við þurfum að hafa sið- ferðistyrk til þess að krefiast þess að fyrirtækin græði fé á.rekstrin- um og greiði til samfélagsins hluta gróðans. Því miður er þetta ekki verkefni sem hægt er að framkvæma með snöggri aðgerð eða tilskipunum. Þetta verður að gerast í gegnum almennar umræður, viðhorfs- breytingar, og síðast en ekki síst með breytingum á skattalögum og öðrum lögum sem gjaldskylda fyr- irtækin óháð rekstrarafkomu. Þetta er því framtíðarverkefni til efhngar atvinnulífinu. Við þurfum einnig að vaxa upp úr þeirri lágkúru að telja fyrstu lausn á vandamálum atvinnulífsins felast í því að lækka launin. Ég trúi því ekki að menn telji það í raun vera ástæðu erfiðleika fyrirtækja. Með sömu rökum mætti segja að lækning við blóðleysi væri bara að fækka æðum í líkamanum og láta blóðið fara sem stysta hringrás. Hver er vandinn? Ekki er enn farið að tala um hinn raunveruiega vanda okkar í efna- ‘hagsmálum. Hvort hann verður nokkurn tímann tekinn til umræðu virðist nú vera í höndum fiölmiðla, því ljóst er orðið að stjórnmála- menn okkar hafa ekki áhuga fyrir berorðri umræðu um hann. Ekki er fiarri lagi að iikja þessum vanda við brellur í bókhaidi til þess að fela óæsktiegar staðreyndir. Með nokkrum rökum er hægt að segja að annars vegar eignastaða og hins vegar skuldastaða hafi ver- ið færðar úr takt við raunveruleik- ann undanfarin ár. Þetta hefur leitt af sér óhemjumikla tilfærslu fiár- magns á fáeinum árum. Einnig stöndum við frammi fyrir þeim vanda að of mikið fiármagn hefur verið bundið í óarbærum húsbyggingum undir skrifstofur og verslanir. AUt þetta húsnæði er byggt fyrir fiármagn, sem tekið er að láni, og þá oft með útboðum skuldabréfa. Ekki er hægt aö búast við aukningu í verslun umfram þaö sem nú er, svo það hvílir þung ábyrgö á herðum þeirra sem talið hafa þetta arðbærari ávöxtunarleið en að eiga fé sitt í banka. Þessum steinkössum verður ekki svo auð- veldlega breytt aftur í peninga. Ein- asta von þeirra sem fiármagn eiga í þessum byggingum er að hug- myndaauðgi geri vart við sig í röð- um þeirra sem eru með þetta fiár- magn að láni, svo arðbær nýting geti orðið sem fyrst á þessum hús- um. Guðbjörn Jónsson „Það er mikil vanþekking á íslensku samfélagi að telja mögulegt að draga úr eftirspurn eftir fjármagni með hækkun vaxta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.