Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rftstjórn - Auglýsingar > Áskrfft - Dreifing: Símí 27022 Fólksbifreið var ekið aftan á skellinöðru á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi. Skellinaðran festist á bif- reiðinni og ýtti bifreiðin skellinöðrunni á undan sér. ökumaður skellinöðrunnar meiddist lítillega og fór með lögreglubíl á slysadeild. Fíkiö fólk á fjóram fótum: Ofskynjunarsveppir vaxa vilKir á túnum í Reykjavík - iUa haldiö fólk flutt á sjúkrahús Sveppir, sem valda vímu og ofskynj- unum, vaxa villtir á túnum í Reykja- vík. Hefur fólk veriö flutt fárveikt á sjúkrahús vegna neyslu á sveppun- um. Að sögn fíkniefnalögreglunnar hefur verið eitthvað um að fíkniefna- neytendur hafi leitaö þessara sveppa í hallæri. Þekkir fólk ekki nægilega til verkanar sveppanna og hefur því etið of mikið af þeim í nokkrum til- fellum með fyrrgreindum afleiðing- ^im. Þar sem tími næturfrosta er hafínn er líklegt að ekki sé neina sveppi að finna núna. Hefur sést til fólks á fjórum fótum á túnum í Reykjavík þar sem þaö hefyr rýnt niður í grassvörðinn. Samkvæmt heimildum DV, sem þekkja til sveppa, er um matarlega en afar htla sveppi að ræða. Ekki er vitaö um heiti sveppanna en þeir munu vera ljósir meö þlágráum fón- um og mun leggja af þeim megna sæðislykt. Eru sveppimir teknir og þurrkaöir, muldir og síðan etnir eða settir út í te. Menn geta sér til um að sveppirnir hafi borist hingað til lands með gras- fræi sem sáð hefur verið á nokkrum stöðum í Reykjavík í sumar. Hjá garðyrkjudeild Reykjavikurborgar fannst mönnum sú skýring heldur þjóðsöguleg, sveppagró væru afar létt og bærust fyrst og fremst með vindi. Síðan réðu aðstæður hvort sveppiryxueðaekki. -hlh Samtök fiskviimslustöðva: 600 milljóna króna meiri halli MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. Beðið eftir Qárlagafrumvarpinu: „Ég hef látiö lögfræðinga og ríkis- an fyrr en flárlagafrumvarp, frum- iögmann skoða ákvæði stjómar- varp að lánsfjárlögum og þjóð- skrár og venjur í þinginu og það hagsspá verða tilbúin. er ótvíræð niðurstaöa úr þeirri „Ég tel réttara að leggja fram full- skoðun að þegar ríkisstjóm taki við búiö frumvarp sem felur í sér meg- rétt fyrir þingbyrjun þá sé eðlilegt instefnumál ríkisstjómarinnar og að hún hafi einhvem tima til að ávísun á efnahagsstefnuna á næsta undirbúa fjárlagafmmvarpiö. Ég ári heldur en að leggja fram eitt- miða við að þaö verði tilbúið ein- hvert gervifrumvarp í næstu viku. hvem tímann á tímabilinu frá 20. Það er álit lögfræðinga að þetta til 30. október,“ sagði Ólafur Ragn- samræmist fullkomlega ákvæðum ar Grímsson fjármálaráðherra. stjómarskrárinnar," sagði Ólafur Á ríkisstjómarfimdi í gær var Ragnar. ákveðið að leita. samninga við Olafur sagðist búast við að meg- stjórnarandstöðuna um aö senda inlínur fjárlagafrumvarpsins yröu þingið í starfsleyfi strax og lokið komnar um miðja næstu viku. Eft- verður við að kjósa nýja forseta ir það yrði unnið að frágangi fhim- þegar þing kemur saman á mánu- varpsins. dag. Þingið kemur ekki aftur sam- -gse Átökin í Hafiiarfírði: Lést af völdum áverkanna Reykvíkingurinn, sem legið hefur á gjörgæsludeild vegna áverka sem hann fékk eftir átök viö Bifreiðastöð Hafnarfjarðar aðfaranótt sunnu- dags, lést í gærkvöldi. Hann var 37 ára gamall. Höfuðáverkana fékk maðurinn er hann skall í götuna. Sakadómur Hafnaríjarðar hefur úrskurðað 47 ára gamlan Hafnfirðing í gæsluvarðhald til 26. október vegna rannsóknar málsins. Þrátt fyrir að maður hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald er rannsókn málsins stutt á veg komin. Málsatvik em ekki ljós og Rannsóknarlögreglan vinnur nú að frekari rannsókn á máhnu. -sme ÞRttSTIIR 68-50-60 VANIR MENN LOKI «« * Þá er hann loksins fundinn þessi „algjöri sveppur"! Tveir Þjóðverjar: Hróktust á Vatna- jökli í tuttugu daga Samtök fiskvinnslustöðva hafa sent frá sér athugasemdir við útreikninga Þjóðhagsstofnimar á rekstraraf- komu fiskvinnslunnar. Athuga- semdimar beinast í fyrsta lagi að því að Þjóðhagsstofnun reiknar með 9 prósent vöxtum á öll afurðalán. Sam- tökin telja fiskvinnslustöðvamar ekki geta fengið lán með þeim kjör- um nema fyrir um 75 prósent af framieiðslunni. Afganginn verða þær að íjármagna með lánum með 21 prósent vöxtum að meðaitah. í öðm lagi gera samtökin athugasemd viö þá reglu Þjóðhagsstofnunar að reikna með 3 til 6 prósent ávöxtun stofnfjár í stað þess að reikna með afskriftum og vöxtum af stofnfé. Samtök fiskvinnshistöðva telja lág- mark að reikna með 9 prósent ávöxt- un. Að teknu tUiiti til þessara tveggja athugasemda segja samtökin tap fiskvinnslunnar á ársgrundvelh verða 836 milijónir en ekki 262 eins og Þjóðhagsstofnun telur. 0,9 prósent halhyrðiþví2,9prósenthalli. -gse Tveir ungir Þjóðveijar vom sóttir aö Grímsvötnum í gær. Þeir höfðu þá verið á Vatnajökli í tuttugu daga. Mennimir voru orðnir nokkuð slæptir sökum matarleysis og kulda. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mennina eftir að flugvél Flugmála- stjómar hafði fundið þá. Þyrlan fór með mennina til Haftiar í Homa- firði. Þaðan flugu þeir með áætlunar- vél til Reykjavíkur. Mennimir héldu á Vatnajökul 14. september. Áður en þeir fóra í ferð- ina komu þeir við hjá Landssam- bandi hjálparsveitanna og fengu leiö- beiningar. Þeir gerðu einnig grein fyrir hvemig þeir hyggðust haga ferð sinni. Þegar þeir höfðu ekki haft samband samkvæmt feröaáætlun hófst leit að þeim í gærmorgun. Af þeim tuttugu dögum sem menn- imir v.oru á jöklinum ferðuðust þeir einungis í fimm daga. Hitunartæki þeirra bilaði og gátu þeir ekki hitað sér mat eöa brætt snjó til drykkjar. Þeir hefðu, að eigin sögn, ekki haldiö mikið lengur út á jöklinum. -sme Veður á morgun: Víða hvasst í norðan- áttinni Á morgun verður norðan- og norðaustanátt, á landinu, víða all- hvasst eða hvasst. Spáð er kalsa- rigningu eða slyddu á Norðaustur- landi, á Austfjörðum og á annesj- um norðvestanlands. Þurrt verður að mestu á sunnanverðu landinu. Hiti verður 1-6 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.