Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. 35 dv Fólk í fréttum Berta Kristinsdóttir Berta Kristinsdóttir. Berta Kristinsdóttir, formaður Frí- kirkjusafnaðarins, hefur verið í fréttum DV vegna deilna í Frí- kirkjusöfnuðinum. Berta er fædd 3. júní 1935 á Fáskrúðsfirði og fluttist til Rvíkur 1949. Hún var gagnfræð- ingur frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar 1951 ogverslunarmaður í Rvík 1953-1956. Berta hefur verið gjaldkeri Kvenfélags Fríkirkjusafn- aðarins frá 1979, í stjórn safnaðarins frá 1981 og varaformaður frá 1987. Berta giftist 23. febrúar 1957 Ragn- ari Bemburg, f. 24. júní 1937, stór- kaupmanni í Rvík. Foreldrar hans eru Júlíus Bernburg, bifreiðaeftir- litsmaður í Rvík, og kona hans, Hanna Guðfinnsdóttir. Synir Bertu og Ragnars eru Kristinn, f. 30. aprO 1956, viðskiptafræðingur í Rvík, kvæntur Aðalheiði Karlsdóttur kaupkonu, Júlíus, f. 13. júní 1957, verkfræðingur í Rvík, sambýhs- kona hans er Þuríður Siguijóns- dóttir kennari, og Bergur, f. 17. okt- óber 1969, nemi í MR. Systir Bertu er Nína Björg, f. 1. júlí 1930, kaup- kona í Rvík, gift Helga Guðmunds- syni úrsmið. Foreldrar Bertu era Kristinn Bjamason, er lést 1982, kaupmaður á Fáskrúðsfirði, og kona hans, Helga Hallsdóttir. Föðursystir Bertu er Guðrún, móðir Jóhanns Sigurðs- sonar, fyrrv. forstöðumanns Flug- leiða í London. Kristinn var sonur Bjama, útvegsbónda í Keflavík, Jónssonar, b. á Brekku í Garða- lireppi, Jónssonar. Móðir Kristins var Jóhanna Jónasdóttir, b. á Hrúts- stöðum í Flóa, Jónssonar. Móðir Jónasar var Þórdís Jónsdóttir, b. á Hrútsstöðum, Einarssonar og konu hans, Hallberu Erlendsdóttur, syst- ur Helga, langafa Sigmundar, afa Sigmundar Guðbjarnasonar rekt- ors. Móðir Jóhönnu var Una Jóns- dóttir, b. á Efraseli á Landi, Ingvars- sonar, bróöur Magnúsar, langafa Guðna, langafa Ingibjargar, móður DavíðsOddssonar. Helga er dóttir Halls, sjómanns á Fáskrúðsfirði, bróður Bergs, afa Páls Helgasonar endurhæfingar- læknis. Hallur var sonur Páls á Við- boði á Mýmm Hallssonar, b. á Kembu, Pálssonar, b. á Dilksnesi, bróður Matthíasar, langafa Vil- mundar Jónssonar landlæknis. Páll var sonur Magnúsar, prests í Bjarnanesi, Ólafssonar, sýslumanns í Haga, Ámasonar, bróður Guðrún- ar, langömmu Jóns forseta og Ja- fets, langafa Gunnars, afa Gunnars Björnssonar, prests og sellóleikara. Móðir Halls á Kembu var Álfheiður Hallsdóttir, systir Þorleifs, langafa Þórbergs Þórðarsonar og Jóns Þor- leifssonar hstmálara. Móðir Helgu var Jónína Jónsdótt- ir, sjómanns á Fáskrúösfirði, Þor- steinssonar, bróður Sigurðar, afa Ingólfs Stefánssönar, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Farmanna- ogfiski- mannasambandsins og langafa Braga Erlendssonar verkfræðings. Móðir Jóns var Ásdís, systir Þor- bjargar, móður Jóns Ölafssonar, skálds og ritstjóra. Ásdís var dóttir Jóns, silfursmiðs í Dölum í Fá- skrúðsfirði, Guðmundssonar, b. á Bessatöðum, Magnússonar, b. á Kollsstöðum, Högnasonar, bróöur Guörúnar, langömmu Bóelar, langömmu Geirs Hallgrímssonar. Afmæli Hulda Bjarnadóttir Hulda Bjarnadóttir, Hraunbæ 176 í Reykjavík, er sjötug í dag. Hulda er fædd og uppalin á Nes- kaupstað í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Guðrún Hahdórsdóttir frá Eyrarbakka og Bjami Vilhemsson frá Neskaupstað. Um tvítugt flutti Hulda til Reykja- víkur. Hún giftist Valdimar Runólfssyni frá Höfn í Homafirði, en hann lést 1. október 1940. Einkabarn þeirra, Trausti, fórst rúmlega tvítugur á vélbátnum Helga sem reri frá Höfn íHomafirði. Hulda giftist árið 1947 Finnboga Ólafssyni frá Árbæ í Ölfusi, en hann lést 23. nóvember 1968. Þau Finn- bogi og Hulda eignuðust sex böm. Ingibjörg, vinnur í banka á Hvols- vehi, gift Ingólfi Waage, lögreglu- varöstjóra, og eiga þau þijár dætur; Valdís, vinnur í Kaupfélaginu á Blönduósi, gift HilmariKristjáns- syni, húsasmíðameistara, eiga þijú börn; Ólafur, sjómaður, býr í Reykjavík, á einn son; Sigríður, húsmóöir í Mosfellsbæ, gift Ólafi ísleifssyni bílamálara, eiga þijú börn; TYausti bifreiðastjóri, býr í Reykjavík; Stefán, verkamaður í Svíþjóð, kvæntur Guðbjörgu Gísla- dóttur, eiga flögur börn. Hulda eignaðist fjórtán systkini, afþeimereittlátið. Hulda tekur á móti gestum á heim- ih dóttur sinnar og tengdasonar að Helgulandi 12 í Mosfehsbæ í dag eft- irkl. 18. Hulda Bjarnadóttir. Jón Sigurður Helgason Jón Sigurður Helgason bifvéla- virkjameistari, Fehstúni 3 á Sauðár- króki, er fimmtugur í dag. Jón Sigurður er fæddur í Marbæh í Seyluhreppi, Skagafirði, en fluttist ungur á Sauðárkrók. Á Sauðárkróki hefur Jón Sigurður lengst af starfað hjá Kaupfélaginu, en núna er hann hjáKróksverki. Jón Sigurður er kvæntur Önnu Svandísi Pétursdóttur, f. 12.3.1942, húsmóður. Anna Svandís er dóttir Péturs A. Sumarhðasonar, sjó- manns frá Ólafsvík, og Sigríðar Jónsdóttur frá Stykkishólmi. Böm Jóns Sigurðar og Önnu Svandísar eru sex. Sigríður Kristín, f. 1963; Hjördís Erla, f. 1965; Hrafn- hildur, f. 1968; Kolbrún, f. 1973; Helgi Páh, f. 1977; Pétur Árni, f. 1983. Barnabömin eru tvö. Jón Sigurður á fjögur hálfsystkini álífi. Faðir Jóns Sigurðar var Helgi Jónsson, f. 1908 d. 1976, verkamaður frá Akureyri, sonur Jóns Ólafsson- ar, bónda og hestamanns frá Mýr- arlóni, og konu hans Jónasínu Helgadóttur. Móðir Jóns Sigurðar er Kristín, dóttir Jóns Benediktssonar bónda á Grófárgili í Skagafirði, og konu hans Sigurlaugar Brynjólfsdóttur frá Sveinsstöðum í Tungusveit. For- eldrar Jóns Sigurðar skhdu. Jón Sigurður Helgason. Til hamingiu með daginn Jónas Pétursson, Syðri-Hóli, V-Eyjafjöhum. Kristjana SigQnnsdóttir, , Grimsstöðum2,Skútustaöahreppi. 50 áfcl Óskar Jónsson, Brún, Laugarvatni. Sigriður A. Þórðardóttir, Hvanneyrarbraut 37, Siglufiröi. Bára Jónsdóttir, Víðivangi 5, Hafnarfirði. Guðni Stefánsson, Hrauntungu 79, Kópavogi. Ármann Siguijónsson, Garðarsbraut 69, Húsavik. Björn Jónsson, Esjubraut 4, Akranesi. 70 ára Friðrik J. Jónsson, Boðagerði 13, Presthólum. Vilborg Sveinsdóttir, LönguMíö 19, Reykjavík. Sigurbjörg ÞorleiJfsdóttir, Hagatúni 9, Hafnarhreppi. Guðmann Valdemarsson, Háeyrarvöhum 38, Eyrarbakka. 60 ára Elínborg Þorsteinsdóttir, Strandgötu 87a, Eskifírði. Sigtryggur Þorláksson, Svalbarði, Svalbarðshreppi. Haraldur Samsonarson, Framnesvegi 23, Reykjavík. 40 ára Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Þverárseh 20, Reykjavík. Sölvi Stefánsson, Heiöarbóh 59, Keflavik. Hjálmfríður Valgarðsdóttir, Krabbastíg 2, Akureyri. Páil Jóhannsson, Reykhúsum 2, Hrafhagih. Ingunn Ólafsdóttir, Dilksnesi, Nesjahreppi. Guðbjartur A. Björgvinsson, Kvennahóh, Fellsströnd. Sigríður Jóhannesdóttir, Hjaröarliaga 28, Reykjavik. Guðmundur R. ólafsson, Kirkjuteigi 17, Reykjavik. Jóna G. Guðmundsdóttir, Kvíholti 6, Hafharfirði. v- Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýs- ingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir SKAMMDEGIÐ FER í HÖND. Við aukum öryggi í umferðinni með þv( að nota ökuljósin allan sólarhringinn, rétt stillt og í góðu lagi. Ljósaperur geta aflagast á skömmum tíma, og Ijósaperur dofna smám saman við notkun. Þannig getur Ijósmagn þeirra rýmað um allt að því helming. LJÓSASKOÐUN 31. OKTÓBER á Ijósaskoðun að vera lokið um allt land. HlSoERnw

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.