Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. » Heimsbikarmótid í skák Margeir átti skák dagsins - Kasparov fann vinningsleiðina með fíngrunum Viktor Kortsnoj hrasaöi á sviöinu viö upphaf skákar sinnar við Predrag Nikolic og Lajos Portisch missti skömmu síðar fótanna og spiUti tei yfir stöðu sína gegn Margeiri. Þetta þótti spekingunum í salnum fyrir- boöi mikilla tíöinda og sú varö raun- in því aö Kortsnoj og Portisch töpuðu báöir. Kortsnoj féll á tíma í 27. leik og Portisch sá aldrei til sólar gegn tvíefldum Margeiri. Landamir Tal og Jusupov tefldu stystu skák umferöarinnar en stór- meiátarajafntefli þeirra kom ekki á óvart eftir aö spuröist til Jusupovs í verslunarleiöangri á Laugaveginum skömmu fyrir skákina. Skák Jó- hanns við Ribh varö einnig tíðinda- lítil. Jóhann komst ekkert áleiöis gegn ungverska stórmeistaranum sem náði aö stofna til uppskipta og jafna tafliö. Kortsnoj í tímahraki Spassky beitti eftirlætisvopninu, lokaöa afbrigöinu gegn Sikileyjar- vöm Sax, en eftir 28 leiki sættust þeir á skiptan hlut. Jafntefli géröu einnig Sokolov og Speelman, efth' nokkrar sviptingar, Nunn og Ehlvest og Beljavsky og Timman. Nunn og Timman vöröu erfiöar endataflsstöö- ur af mikilli leikni. Mislitir biskupar uröu Timman til bjargar en hann stóð lengst af höllum fæti í skákinni. Kortsnoj tefldi djarft gegn Nikohc og virtist ætla aö sigla Júgóslavann í kaf. Eftir tuttugu leiki var mikil spenna í taflinu, ekki síst vegna þess að Kortsnoj átti aöeins þrjár mínútur eftir á klukkunni. Hann varð aö tefla hraðskák næstu tuttugu leikina en tókst aðeins aö Ijúka sex. Féh þá á tíma og skákih dæmd töpuð. Reiknaði með leifturhraða Heimsmeistarinn Garrí Kasparov nældi sér í heilan vinning er hann lagði Svíann Ulf Andersson að velh. Þeir tefldu uppskiptaafbrigöi drottn- ingarbragös og Andersson beitti leik- aðferö sem reyndist Smyslov vel gegn Kasparov á nýafstöðnu skák- þingi Sovétríkjanna. í þetta skipti var Kasparov fastheldinn á fmmkvæðiö. Fyrst ógnaöi hann kóngsstööu Svíans en á réttu augnabhki skipti hann yfir í endatafl og færði sér í nyt veikleikana í peðastöðu hans. Áhorfendur tóku sérstaklega eftir því hversu snöggur Kasparov var að bjóöa hrókakaup og stýra skákinni þar meö yfir í peðsendatafl. Hann virtist reikna afleiðingamar með Skák Jón L. Árnason leifturhraöa, eiginlega með fingrun- um, því aö um leiö gerði hann léttar fmgraæfmgar í lausu lofti. Lítum á þessa skák: Hvitt: Garrí Kasparov Svart: Ulf Andersson Drottningarbragð. 1. d4 RfB 2. c4 e6 8. Rc3 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg5 c6 6. Dc2 Be7 7. e3 Rbd7 8. Bd3 Rh5 9. Bxe7 Dxe7 10. Rge2 g6 11. 0-0-0 Rb6 12. Rg3 Rg7 13. Kbl Bd7 14. Hcl 0-0-0 15. Ra4 Rxa4 16. Dxa4 Kb8 17. Hc3 b6 18. Ba6 Re6 19. Hhcl Hhe8 20. Db3 Dd6 21. Rfl Ka8 22. Rd2 Rc7 23. Bfl Re6 24. g3 Hc8 25. Bg2 Hc7 26. h4 Hd8 27. Rf3 Bc8 28. Da4 c5 29. Rg5 Rxg5 30. hxg5 Bb7 31. dxc5 bxc5 32. Df4! Dxf4 33. gxf4 d4 Örvænting grípur Ulf. Svariö viö 33. - Hdc8 yröi 34. Bh3! og vinnur peð. 34. Hxc5 Hxc5 35. Bxb7 Hxb7 36. Hxc5 dxe3 37. fxe3 He8 38. He5! Fingumir vísuöu Kasparov á þenn- an snjalla leik. Ulf kemst ekki hjá hrókakaupum en peösendatafliö er tapað. 38. - Hxe5 39. fxe5 Kc6 40. Kc2 Einnig hefði 40. e6 leitt th skjóts sigurs. 40. - Kd5 41. b4 Kxe5 42. a4 f6 43. gxf6 fr.hl. Kxffi 44. b5 og svartur gafst upp. Hann ræður ekki við frelsingj- ana. T.d. 44. - Ke5 45. a5 Kd6 46. e4 h5 47. e5+ Kc7 48. e6 h4 49. e7 Kd7 50. b6 axb6 51. a6 og ný drottning í sjónmáh. Margeir stal senunni Skák Margeirs viö Portisch vakti mesta athygli í gær. Margeir tapaöi iha í fyrstu umferö en ætlaði greini- lega ekki að láta þaö endurtaka sig. Hann tók hraustlega á móti Benóni- vöm Ungveijans og í miötaflinu gerði Portisch einungis hlt verra með leikjum sínum. Margeir sótti aö hon- um úr öllum áttum og eftir 34 leiki var Portisch búinn aö fá nóg. Margeir tefldi þama góða skák og heldur vonandi áfram á sömu braut. Hvítt: Margeir Pétursson Lajos Portisch Benóní-vörn. 1. d4 Rffi 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. Bf4 a6 Mörgum þykir þessi leikmáti ná- kvæmari en 7. - Bg7 sem gefur hvít- um kost á ýmsum leiðum, s.s. 8. Da4+ Bd7 9. Db3, eða 8. Rd2. Eftir textaleikinn væri 8. a4 í hefðbundn- um sth, th að spoma viö framgöngu svörtu peðanna á drottningarvæng. Margeir velur hins vegar beitt af- brigöi sem átti vinsældum aö fagna meðal bandarískra skákmeistara fyrir nokkmm áram. 8. e4!? b5 9. De2 Rh5 10. Bg5 ffi Eftir 10. - Be7 þarf svartur að reikna meö 11. Bh6 meö þrýstingi. 11. Be3 Rd7 12. g4! Rg7 13. h4! Riddari svarts er á hrakhólum. Hótunin er 14. h5 og bijótast th áhrifa á kóngsvæng. 13. - Rb6 14. Rd2 b4?! Svo virðist sem þessi leikur Port- isch hafi ekki veriö næghega vel grandaöur. 16. Rdl h5 16. gxh5 Rxh5 17. Hgl Þaö var í þessari stöðu sem tebohi Portisch fór í gólflö og innihaldið á borðið sem orsakaði flóö eftir g- línunni. 17. - Kf7 18. f4 f5 19. Dg2 Hh6 Portisch lætur peðið á h4 kyrrt hggja enda tapar svartur dýrmætinn tíma meö drottningu sinni viö rániö. 20. Rf2 Dffi 21. 0-0-0 Einnig viröist 21. Rd3 afar sterkt. 21. - Bg7 22. Rd3 Bb7? Erflö staöa versnar viö þennan leik. Hugsanlega er 22. - fxe4 23. Rxe4 De7 besta tilraunin. Þá á biskupinn alltént fahega fótfestu á f5. 23. Be2! 23. - Hg8 Leikur á borö við þennan er lýs- andi dæmi um hve svarta staðan er slæm. Svartur varð að svara hótun- inni 24. e5 De7 25. Bxh5 og gerir þaö meö því að valda biskupinn á g7. Möguleikinn 23. - He8 24. e5 Bxd5 strandar á 25. exffi Bxg2 26. fxg7 og hvítur vinnur mann. 24. e5 Dd8 Skárra er 24. - De7. ^ 25. Bf3!? Svartur á engan góöan leik. Ef 25. - c4, þá 26. Bxb6 Dxb6 27. Rxc4 meö yflrburöastöðu. Annar kostur hvíts var 25. Bxh5 gxh5 26. Dh3! sem hefði leitt th svipaörar niöurstöðu og í skákinni. 25. - Da8?! 26. Bxh5 gxh5 27. Dg5 Rxd5 28. Dxf5+ Ke8 29. exd6! N Lykiheikurinn. Nú er 29. - Rxe3 svarað með 30. Hdel með vinnings- stööu. 29. - Dc8 30. De4 + Endatafhö eftir 30. Dxc8 Bxc8 31. Bxc5 er einnig gjöranniö á hvítt. 30. - Kffi 31. Bxc5 Kn 32. Rc4 He6 33. Df5+ Rffi 34. Dg6+ - Og Portisch gafst upp. Kasparov með fíngratalningu - Margeir lét Portisch fá til tevatnsins Mðja umférð í dag Þriðja umferð heimsbikarmótsins í skák veröur tefld f dag kl. 17 og mætast þá eftirtaldir - sá sem hefur hvítt tahnn á undan: Timman - Margeir Sax - Beljavsky Ehlvest - Spassky Nikolic - Nunn Jusupov - Kortsnoj Andersson - Tal Speelman - Kasparov Ribh - Sokolov Portisch - Jóhann -SMJ Gestabókin Maöur 2. umferöar heimsbikars- mótsins í skák var aö sjálfsögöu Margeir Pétursson sem lagði Ung- veijann Lajos Portisch næsta auö- veldlega í 34 leikjum. Vakti skák þeirra mikla athygh f skýringar- herberginu. Þó aö Margeir tefldi mjög markvisst vhdu menn ekki af- skrifa „eldhúsmanninn“ Portisch fyrr en sókn Margeirs var oröin óstöðvandi. Portisch reyndi aö beita nýju bragði þegar honum varð þaö á að heha teinu sínu yfir skákborðiö en eins og snarpur skákskýrandi benti á fékk Portisch th tevatnsins hjá Margeiri. Þá vakti sérstaka athygh aðferð sú sem heimsmeistarinn Gary Ka- sparov beitti th aö reikna út flókiö „Það er mjög algengt að leikarar grfpi í tafl og þá kannski sórstak- lega þegar þeir eru aö bíða eftir innkomu í leikrit. Þetta er svipaö afbrigöi í skákinni gegn Ulf Anders- son. Kasparov beitti þeirri alda- gömlu aöferö aö tejja á fingrum sér og var ekki annað aö sjá en aö það dygöi vel því að Andersson sat allt í einu uppi meö tapaö endatafl eftir aö fingur heimsmeistarans höfðu fariö á flakk utan og innan skák- borðsins. Viktor „gMmmi“ Kortsnoj hefur ekki byijaö sem best á mótinu og féh hann á tíma gegn Nikolic meö betri stööu. Þegar blaðamaður ætlaði að ræða við Kortsnoj eftir aö hann hafði rannsakað skákina með Ni- kohc lét Kortsnoj sem hann sæi ekki blaðamanninn og stransaöi áfram með Hagkaupspoka í hendinni. Tölvubúnaöur sá sem færir áhorf- HaUmar Sigurðsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en hann var ásamt fleiri leikurum mættur í Borgarleikhúsiö th aö endum leikina jafnóðum var nú kom- inn í lag og er ekki annað aö sjá en að nú sé aht sem skyldi við fram- kvæmd þessa glæsilega móts. Það var helst aö menn fyndu aö skák- skýringaraðstöðunni sem er í sama herbergi og útsendingar Stöðvar 2 fara fram í. Þaö khppir dáhtiö á stemmninguna og þar aö auki mættu vera fleiri sæti viö skýringartöfluna. Önnur úrslit í gær vora þannig aö Jóhann og Ribh gerðu jafntefli og sömuleiöis Sokolov og Speelman, Tal og Jusupov, Spassky og Sax, Beljav- sky og Timman og Nunn og Ehlvest. Kasparov, Nikohc og Beljavsky leiöa nú mótið meö l'A vinning. Jó- hann og Margeir era báðir meö 1 vinning. -SMJ Ragnarsson, Þráin Karlsson og Eggert Þorleifsson á staðnum. Hallmar sagði að þetta mótshald nú sýndi vissulega fjölbreytheika hússins en ávaUt heföi verið ætlun- in aö nota það th fleiri hluta en hefðbundinnar starfsemi. -SMJ Fleiri komu á 2. umferð heimsbikar- mótsins í skák en þá fyrstu og er greinhegt að góð stígandi er í aösókn- inni nú þegar. Meðal þeirra sem mættu voru: Ragnar HaUdórsson, stjómarformaöur ÍSALs, PáU G. Jónsson forstjóri, Magnús Magnús- son, fyrrverandi ráöherraj Sveinn Hauksson læknir, Ásgeir Ásbjörns- son tölvunarfræðingur, Geir Ingi Ingason lögfræöingur, Guöni B. Guönason tölvunarfræöingur, Ólaf- ur H. Ólafsson viðskiptafræöingur, Siguröur Pálsson rithöfundur, Jón G. Viöarsson skákmaöur, Jónína Yngvadóttir húsmóðir, Dan Hansson skákmaöur, Elvar Guðmundsson skákmaður, Ingvar Ásmundsson skólasijóri, Jón Þ. Þór sagnfræðing- ur, Friörik Sigurðsson tölvvmarfræö- ingur, Ragnar Fjalar Sævarsson nemi, Bragi HaUdórsson framhalds- skólakennari, Snorri Birgisson tón- skáld, Jóhann Þórir Jónsson útgef- andi, Adolf Sigurösson leigubhsijóri, Bjöm Ingi Magnússon dehdarsijóri, Stefán Amarson framhaldsskóla- kennari, Magnús Siguijónsson borg- arstarfsmaður, Vigfús Geirdal blaöa- maður, Jens Siguijónsson húsasmiö- ur, Guðlaug Þorsteinsdóttir læknir, Trausti Bjömsson kennari, Ólafur Kristjánsson skákmaöur, Gylfi Þór- hahsson, formaöur Taflfélags Akur- eyrar, Haukur Sveinsson, fyrrver- andi póstmaöur, Ágúst Sindri Karls- son lögfræðingur, Ami Ármann Árnason lögfræðingur, Ásgeir Þór Ámason lögfræöingur, Ingimar BrynjóUsson símamaöur, Svana Samúelsdóttir bankastarfsmaöur, Jón Óttar Ragnarsson sjónvarps- sijóri, Sigurður Sigurðsson, fyrrver^ andi fréttamaöur, Gunnar Gunnars- son, fyrrverandi formaður Skáksam- bandsins, Björgvin Jónsson skák- maður, Ehas Guömundsson knatt- spymumaður, Ólafur H. Jónsson, íjármálastjóri Stöðvar 2, Stefán Þormar bankastarfsmaöur, Daöi Jónsson tölvunarfræöingur og Grét- arHaröarsonlögfræöingur. -SMJ hjá okkur og lögreglumönnum og fylgjast meö heimsbikarmótinu í slökkvhiösmönnum þar sem oft skák. Ásamt Hallmari raátti sjá þá þarf að bíöa á milli atriða,“ sagði Jóhann Sigurðarson, Kjartan Sj SJÁI DREGIÐÍ Ll 3. ( FSTÆI )KT. D ISMEK OPIÐ TILKL IN .. 22. HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.