Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Page 20
20 íþróttir Ví&r Siguxössan, DV, Monaoo: Þeir fréttamenn, sem ég ræddi við fyrir leik Vals og Monaco, voru á einu máli um að írönsku meistararnir ættu erfitt verkefni fyrir höndum. Þeir áttu hins veg- ar von á að leikmenn Monaco væm flestir á annarri skoöun, þeir teldu leikinn nánast formsat- riöi Forseti Monaco, dr. Jean- Louis Campora, fór ekki dult meö það áht sitt í matarboði sem hann hélt fyrir fréttamenn í hádeginu í gær að hann teldi að Monaco myndi labba yfir íslensku áhuga- mennina og vinna stóran sigur. En það var greinilegt að þaö hlakkaöi í fréttamönnunum yfir tapi Monaco í Reykjavík á dögun- um og mögulegum ófórum liðsins í seinni leiknum. Slakt gengi Monaco Þó Monaco hafi löngura veriö í fremstu röð franskra knatt- spyrnuliöa er árangur félagsins í Evrópukeppni ekkert til að hrópa húrra fyrir. Fyrir leikinn gegn Val í gærkvöldi haföi Monaco aðeins tvivegis í tiu tilraunum komist i gegnura fyrstu umferð Evrópuraótanna. Fyrra skiptið var árið 1963 þegar Monaco vann AEK frá Grikklandi í fyrstu um- ferð en lá fyrir Inter Milano í 2. umferð Evrópukeppni meistara- höa og í seinna skiptið, árið 1979, vann Monaco Shaktior Donetsk frá Sovétríkjunum í UEFA-bik- arnum en féll siöan fyrir Locomo- tive Sofia frá Búlgaríu. Toure í erfiðleíkum José Toure, hinn siyaili sóknar- maður Monaco, var á vara- mannabekk iiðsins í gærkvöldi. Hann hefur átt erfitt uppdráttar í frönsku knattspyrnunni síðustu árin eftir aö hafa verið taiinn einn sá alefnilegasti þar i landi Eitt atvik öörum fremur hefúr haft áhrif á gengi hans í vetur. Síðast- liðið vor varð hann fyrir því að valda slysi þegar hann ók ölvaður og bætti gráu ofan á svart með því að stinga af frá slysstaö. Síöan hefur hann raátt þola háðsglósur áhorfenda hvar sem hann hefur leikiö. Þeir hafa öskrað: J stein- inn með Toure,“ og fleira í þeim dúr og þetta hefur hann ekki þol- aö. Oft hefur verið gripiö til þess ráðs að láta hann hita upp innan- dyra þannig að áhorfendur sjái hann ekki fyrr en leikurinn hefst eða þá aö láta hann einfaldlega ekki spiia með, eins og æ oftar hefur orðið ofan á í seinni tiö. Drengimlr mlnlr „Drengirnir mínir, drengimir mínir,“ hijómaöi í anddyri Mirabeau hótelsins í Monaco síð- degis í gær. Jú, auövitað, hinn eini og sanni Lolli í Val var mætt- ur eftir þrjátíu stunda ferðalag frá Seoul. Lolia var ákaft fagnað af Valsmönnum eins og vænta mátti og það mátti heyra saumnái detta þegar hann lýsti fyrir þeim ferðalaginu og hinum ýmsu at- vikum frá Seoul eins og honum einum er lagið. Hoddle studdur Glenn Hoddle, enski landsliðs- maöurinn, átti greinilega sinn skerf af stuðningsmönnum á ieiknum í gærkvöidi. Stór hópur fylkti sér bak við breska flaggið og tvo enska þjóðfána við hliö >ess og það fór ekki á milli mála hver þeirra maður á vellinum var! Sævar vakti athygli Eftir þvi sem leið á leikinn heyrö- ist meira og meira til frönsku fréttaraannanna sem voru aö ræöa um Sævar Jónsson. Þeir voru mjög hrifnir af frammistöðu hans og nokkrir korau aö máli við mig eftir leikinn og sögðu aö Sævar myndi sóma sér vei í frönsku 1. deíldinni, sem og reyndar VaJsvörnin í heild. MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÖBER 1988. Ummæli Frakka eftir leikinn: Heppnin með okkur - sagði þjálfari Monaco Víðir Sigurðssan, DV, Monaoo: „Heppnin var með okkur strax í byrjun því Valur varð fyrir því áfalli að missa leikmann út af svona snemma og fyrra mark okkar var mjög slysalegt af hálfu Vals,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Monaco, eft- ir leik Monaco og Vals í gærkvöldi. „Markið, sem Weah skoraði, var stórkostlegt, algert sprengimark sem hann geröi upp á eigin spýtur. Þaö réö úrslitum í leiknum. Ég skipaði mínum mönnum að sækja í seinni hálfleik og skora þriðja markið snemma en þeir gátu það einfaldlega ekki, voru hræddir og drógu sig ailt- of mikið í vörn,“ sagöi Wenger. Manuel Amoros ,‘Þetta var alls ekki viljandi gert hjá mér, ég reyndi að sparka í boltann og Í6lenski leikmaðurinn beygði sig um leið til að skalla,“ sagði Manuel Amoros, landsliðsbakvörður hjá Monaco, um brot sitt á Guðmundi Baldurssyni tengilið, á 8. mínútu. „Seinni hálfleikur var mjög erfiður fyrir okkur, við ætluöum að sækja en pökkuðu ósjálfrátt í vöm og vor- um fegnir að halda fengnum hlut. Atli Eðvaldsson var okkur geysilega erfiður, stórhættulegur skallamaður og við vorum dauðhræddir í hvert skipti sem hann fékk boltann. Við höfðum ekkert í hann að gera í loft- inu,“ sagði Amoros. Glenn Hoddle „Valsliðið minnti mig á Wimbledon í þessum leik,“ sagði Glenn Hoddle við DV eftir leikinn. Þegar hann var þá spurður hvort það væri gott eða slæmt svaraði hann: „Það er slæmt ef þú ert að hugsa um fallega knatt- spyrnu - en það er gott ef um er að ræða réttu leiðina til að ná árangri. Valsmenn spiluðu skynsamlega, það hentar þeim að senda langa bolta fram á hávaxinn sóknarmann og þess vegna var hárrétt hjá þeim að leika þannig. Viö spiluðum vel í fyrri hálfleik og það dugði okkur, við unn- um nógu stórt og það skiptir mestu máli. Valsmenn sköpuöu sér ekki teljandi færi í leiknum, við fengum ekki mörg heldur en skoruöum og þeir ekki og þannig ráðast úrslit leikja,“ sagði Hoddle. Georges Weah „Ég lék á tvo menn og leit þá upp og sá möguleikann á að skjóta. Ég hitti boltann vel og það er reglulega gaman að skora svona mark. Vörn Vals var erfið viðureignar og vel skipulögð," sagöi Líberíumaðurinn Georges Weah sem skoraði sannkaU- að draumamark í fyrsta Evrópuleik sínum. • Fofana, leikmaður Monaco, sést hér sækja að þeim Þorgrími Þráinssyni og Guðna Bergssyni í leik Monaco og Vals í gærkvöldi. Símamynd Reuter Stórsigur KR á Kióknum Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Tindastóll tapaöi sínum fyrsta heimaleik í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik á Sauðárkróki í gærkvöldi er liðið lék gegn KR. Lokatölur urðu 77-80 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 32-47 fyrir KR. Fyrri hálfleikur var frekar daufur en í síðari hálfleik lagaðist leikurinn til muna. KR-ingar voru lengstum með forystu en Tinda- stóli tókst að komast yfir, 73-72, þeg- ar skammt var til leiksloka. KR-ingar reyndust hins vegar sterkari á loka- sprettinum. Stig Tindastóls: Valur Ingimundar- son 30, Eyjólfur Sverrisson 20, Bjöm Sigtryggsson 11, Guðbrandur Stefáns- son 9, Sverrir Svérrisson 4, Kári Mar- íasson 3. Stig KR: Jóhannes Kristbjömsson 37, Matthías Einarsson 12, ívar Webst- er 10, Birgir Mikaelsson 10, Láms Vaigarösson 5, Ámi Guömundsson 4, Lárus Halldórsson 2. Ummæli Valsmanna eftír leikinn gegn Monaco: „Töpuðum leiknum á Laugardalsvelli" - sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði Vals Víðir Sigurðsson, DV, Momaco: „Það er svekkjandi aö hafa verið svona nálægt því að slá sjálfa frönsku meistarana út úr keppn- inni,“ sagöi Hörður Helgason, þjálf- ari Vals, í samtali við DV eftir leikinn gegn Monaco í gærkvöldi. „Við urðum fyrir tveimur rosaleg- um áfóllum á fyrsta korterinu, misst- um Guðmund út af og fengum síöan á okkur slysalegt mark. Ef okkur hefði tekist að halda út fyrsta korter- iö eins og stefnt var að hefði hálfur sigur verið unninn. Það var mjög slæmt að missa Guðmund því hann er búinn að vera okkur mjög mikil- vægur seinni part sumars og einmitt í þessum leik þurftum við á honum að halda. Hann hefur þann hæfileika að geta haidið boltanum undir pressu og spilað af skynsemi. Það var erfitt fyrir Steinar að koma inn á, hann var kaldur og það tók hann tíma að aðlagast, en ég er ánægður með hvemig hann stóð sig. Nú er góðu tímabiii lokið og liðið kiáraði það meö sóma. Þetta var tíundi Evrópu- leikur minn og þessi árangur Vals gegn Monaco jafnast fylliiega á við frammistöðu ÍA gegn Aberdeen 1983 sem var það besta undir minni stjóm til þessa,“ sagði Höröur. Guðmundur H. Baldursson „Þetta var fyrsta svona fyrirgjöfin í leiknum og undir öllum venjulegum kringumstæöum hefði ég átt að grípa boltann," sagði Guðmundur H. Bald- ursson, markvörður Vals, um sjálfs- mark sitt á 15. mínútu. „Ég missti af boltanum og reyndi þá að koma honum í hom meö því að sparka, hitti hann en því miður fór hann í stöngina og þaðan í mark- ið. Seinna markið var algerlega óveijandi, þetta er fastasta skot sem ég hef fengið á mig og ég átti aldrei möguleika. Boltinn fór í sveig frá mér og datt hreinlega í blávinkil- inn,“ sagði Guðmundur. Ingvar Guðmundsson „Boltinn kom ótrúlega hægt í áttina til mín en hann hreinlega snerist fram hjá mér, yfir fótinn á mér og í markið. Ég bara hitti hann ekki og það var grátlegt að sjá á eftir honum í markið," sagði Ingvar Guðmunds- son um fyrra markið. Atli Eðvaldsson „Viö töpuðum þessum leik heima á Laugardalsvellinum, ekki hér í Monaco. Við áttum að skora tvö til þijú mörk heima og það hefði getað dugað okkur til að komast áfram,“ sagði Atli Eðvaldsson. „Það er gömul saga og ný fyrir ís- lensk lið, landslið sem félagslið, að fá svona mörk á okkur. Við gerðum líka þau mistök í fyrri hálfleik að ætla að'fara að spila of góðan fót- bolta í stað þess að einbeita okkur að því sem við kunnum best. Okkur gekk alltaf best þegar háu boltamir komu fram miðjunasagði Atli. Jón Grétar Jónsson „Ég þurfti að teygja mig fram fyrir vamarmanninn til að skjóta og þess vegna fór hann nánast beint upp í loftíð," sagði Jón Grétar Jónsson um færiö sem hann fékk, nýkominn inn á sem varamaður. „Þaö hefði líklega dugað mér að vera í aöeins stærri skóm, þá hefði ég skorað! Eftir á aö hyggja hefði kannski verið betra að kasta sér fram og skalla en mér datt það ekki í hug á þessu augnabliki." Vsðir Sigurðsson, blaðamaður DV, skrifar firá Monaco: ÍA gegn Ujpest Doza í kvöld Skagamerm leika í kvðld seinni leik sinn í fyrstu umferö í Evrópumóti félagsliöa. Þeir mæta þá Upest Doza í Búdapest en félögin sættust á skiptan hlut á Akranesi I fyrri viðureigninni, 0-0. Akumesingar náðu þá mjög vel saman á köflum en nýttu ekki prýðileg færi til að skora. Ætla má aö róöurinn verði þung- ur hjá íslensku strákunum í kvöld en Ungveijamir hafa verið erfiðír heim að sækja í gegnura tiöina. Lið þeirra hefur oft náð ágætum árangri á Evrópumótum, lék tll að raynda til úrslita í EUFA-keppn- inni áriö 1969 en beið þá lægri hlut fýrfr Newcastle. Liðið stefiiir nú hátt í Evrópu- keppni og hefúr enda sterka menn í hverri stööu, þó aöeins þijá landshðsmenn. Það em varaaijaxlarnir Ervin Kovacs, Attila Heredi og Istvan Kozma. JÖG Framarar masttu í gæruskinni ____. . mm........................ Pétur L. Pétursson, DV, Baxoetona: Börsungar eru sigurvissír fyrir leikinn gegn Fram í kvöld ef marka má gífuryrði pressunnar í Barcelona. Þannig skortir ekki gííúryrðin yflr þaö hve niðurlútir og hlédrægir leikmenn Fram hafl veriö við komuna til Barcelona. Eitt fótboltaritið lýsir ástandi liösins á þann hátt að leikmenn hafi verið íklaxldir gæruskinni. Sama blað talar ura að Fram- arar séu í híði þvi Ásgeir Eliasson hafi ekki vitað um stórsigur BÖrsunga á Sport- ing frá Gijon á sunnudaginn var, en Barce- lona vann þann ieikmeð fjórum mörkum gegnengu. Börsungar em aö vonum fullir kasti yfir þeim sigri enda haföi liðið nýlega tapaö tveimur leikjum gegn Real Madrid. Nú telja menn að snilldartaktar Johans Cm- ar ekki von á góðu á Carap Nou í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.