Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 5. OKT0BER 1988. -«0 T iffesHll Að velja saman liti Ef við vitum hvernig á að velja saman liti á réttan hátt er hægt að Veldu Kópal með gljáa við hæfi. ÁFERÐ með Kópal Flosi !PV QXX. C0 t-'Jv lW.l’wLLv! Veldu Kópal með gljáa við hæfi. - DV gefur nokkur hollráð um litaval Rauður litur er tákn um framkvæmdasemi og dirfsku - þetta er litur sjálfsöryggis. Sá rauði verður yfirleitt að fá að vera ríkjandi. Bleiki iiturinn er skyldur og nær fram töluvert öðruvísi andrúmslofti - rómantík, þægindum og jafnvel tákni um velferð. Gulur og blár litur fara vel saman. Séu veggir hafðir bláir (i köldum en ferskum lit) gefur guli liturinn, t.d. á áklæðum, hlýtt yfirbragð. hætta viö að vera smeykur við að nota þá. Einhver hefur jafnvel látið sig dreyma um aö breyta eldhúsinu í sólgulan og líflegan íverustað - aðr- ir hafa e.t.v. hugsað um að mála stof- una í einhverjum krassandi litum en ekki þorað. Með litum gefum við hí- býlum okkar persónulegan blæ. Þannig gefst tækifæri til þess að láta húsgögn, veggi og gólfefni vinna saman. Litir hafa raunverulega sitt tungu- mál. Þeir bjóða upp á þá möguleika sem fólk óskar sér til að gera tilver- una í kringum sig eitthvað spenn- andi. Með litum má framkalla and- rúmsloft sem ýmist gefur ró eða fjör, gleði og sorg o.sv.frv. Á þessum síö- um eru nokkrar upplýsingar til að styðjast viö f sambandi við hti og litaval. Fer mikið eftir ljósi Undirstaða þess að eiginleikar hta njóti sín er ljós og birta. Augað skynj- ar liti en Ijósið gefur þeim líf. Með öðrum orðum: það er mikilvægt að gera sér grein fyrir birtuskilyrðum og lýsingu heimavið áður en htir eru valdir. Birtan er eins mikilvæg og htimir - sumir htir gefa birtu, aðrir taka birtu. En alhr htir eru lifandi en eru breytilegir eftir aðstæðum. Þess vegna skyldi ávallt taka tillit til dagsljóss og raflýsingar, skugga o.sv.frv. Litaval er gjarná mjög persónulegt viöfangsefni. Suma hti frnnst okkur gott aö vera innan um, við viljum eiga hluti og fót með vissum htum. Léttir og ljósir htir gefa til kynna bjartsýna og rómantíska persónu með mikla lifslöngun. Dökkir htir geta aftur gefið til kynna persónu með drauma, innilegt viðmót og í senn dulúð og rómantík. Herbergið er of lágt, breitt, lítið eða ........ Með htum er hægt að breyta stærð- arhlutfóUum eftir eigin ósk. Finnst þér eitthvað herbergi vera of langt og mjótt - eða er of hátt eða lágt til lofts? Við þessu er hægt að fmna lausn með htum. Ef tilfinningin er að það sé of hátt tíl lofts er ráðlegast að mála herberg- ið í dökkum lit en veggi ljósari. Einn- ig má mála loftið meö hlýjum Ut eða jafnvel að klæða loftið með furupan- el. Með þessu móti veröur hlýlegra og loftið „kemur nær“. Sé lofthtur látinn ná örhtið niður á veggi fæst sú tilfinning að loftið nái jafnlangt málningunni. Sé herbergi litið og lágt til lofts er ráðlegast að mála loftið hvítt og vegg- ina í djúpum ht. Séu veggir og gólf- efni höfð í dekkri litum mun mót- vægið við hvíta htinn „lyfta“ loftinu. Þetta má leggja enn frekari áherslu á með því að beina ljósköstúrum á loftið - hvítt loft í háglans gefur til kynna hæð, ljós og rými. TU að freista þess að láta herbergi virðast hærra og þrengra er heppi- legast að mála loftið hvítt og tvo hUð- arveggi dökka. Endaveggir eru svo hafðir í Ijósum Ut. Þannig verður rýmið lengra og þrengra. Of þröngt herbergi má „stækka“ með því að mála endaveggi í hlýjum htum en aðra veggi í hvítum eða ljósum ht. Stuðst yið litaflokka Út frá faglegu sjónarmiði skiptast htir niður í mismunandi flokka með ólíka eiginleika. Grunnlitir eða frum- litir, sem við áhtum hreina, eru: hvít- ur, svartur, gulur, rauður, blár og grænn. Auk þess hafa svartur og hvítur sinn eigin skala - grátóna- skala. Gulur, rauður, blár og grænn eru settir í ákveðinn hring sem nefn- ist litahringur. Andstæðulitir eru litir sem eru staðsettir andstætt hver öðrum í hta- hringnum - gulur og blár, rauður og grænn. Ef eyða skal gulum ht skai notaður blár o.sv.frv. Skyldir litir eru staðsettir við hhð- ina á hver öðrum í htahringnum: gulur og rauður, rauður og blár, blár og grænn og grænt og gult. Auk ofannefndra heita er einnig talað um hlýja og kalda hti. Blár og grænn eða blágrænn htur teljast vera kaldir htir - þeir framkalla fjar- lægð og kulda. Aht frá gulum og app- elsínugulum htum til rauðra hta í htahringnum nefnast hlýir htir. Allir htir í hringnum á milh þessara tveggja teljast frekar hlýir en kaldir htir. Litir geta einnig verið tákn um létt- leika - þungir htir eða léttir. Dökkir framkahá þungleika en ljósir htir upphefja léttleika andrúmslofts. Andstædulitir Andstæðulitir eru staðsettlr gegnt hver öðrum í litahringnum. Þannig skal nota blátt til að eyða gulu o.sv.frv. Skyldur litur einhvers annars litar er hlns vegar við hlið hans í litahringnum. Að tóna til liti er oft nefnt þegar ákveðinn „þemalitur" er notaður - sami litur en mismunandi tónar. Séu geretti og gluggakarmar málaðir i hvítu næst ferskleiki fram. Einnig hentar vel að hafa loftlö hvitt, sérstaklega þar sem iágt er til lofts.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.