Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. LífsstOl Gengisfelling gerir eftirlit eríiðara - munum áiram sinna eftirliti og kvörtunum. Hertar reglur um álagningu. Skilaskylda sett á heildsala „Viö höfum reynt aö fylgjast með þessu eftir megni en gengisfellingin gerir okkur erfitt fyrir,“ sagöi Her- mann Sigurðsson, starfsmaður Verð- lagsstofnunar, í samtali við DV. Ný ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar hefur ákveðið að fram- lengja verðstöðvun til loka febrúar. Verðlagstofnun réð í upphafi verð- stöðvunar átta nýja starfsmenn sér- staklega til þess að fylgjast með því að verðstöðvunin væri haldin. Einn- ig var sett á laggirnar sérstök kvört- unarþjónusta. „Viö höfum fengið fiölda kvart- ana,“ sagði Hermann, „þetta hefur verið jafnt og þétt og frekar aukist." Hvert tilfelli er rannsakað sérstak- Starfsmenn Verðlagsstofnunar munu vaka yfir verðhækkunum út verðstöðvunartímabilið. 3% gengisfelling gerir starf þeirra erfiðara en efni standa til. Bílamarkaður á laugardögum Fjöldi bílasala og bílaumboóa auglýsir fjölbreytt úrval bíla af öllum geröum og öllum veróflokkum. Auglýsendur athugið ! Auglýsingar í DV-Bílar þurfa aö berast í síöasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. lega. Farið er og rætt við þá sem bera ábyrgð á meintri hækkun vöru og þjónustu og reynt að semja viö þá. Að sögn Hermanns hefur það gengið misjafnlega. í mörgum tilfellum sættust aðilar á að bíða með verðhækkun til loka september. Nú þegar verðstöðvun hefur verið framlengd má búast við verulega auknum þrýstingi frá kaup- mönnum og þjónustuaðilum, að sögn Hermanns. Algengasta umkvörtunarefnið nú er verð á ýmissi þjónustu sem farið hefur af stað að undanfomu. Þetta á einkum við íþróttafélög, dansskóla og tónlistarskóla sem em að hefia sína hauststarfsemi. Mörg dæmi eru um það þessa dag- ana að menn hafi beðið með að leysa vörur út úr tolli og hafi kosið að bíða væntanlegrar gengisfellingar. Sem dæmi nefndi Hermann gæsaskot sem eðli málsins samkvæmt eru aðeins flutt inn einu sinni á ári. Þau vom ekki leyst út fyrr en eftir gengisfell- ingu. Þetta gerir starfsmönnum Verð- lagsstofnunar erfiðara fyrir en ella að fylgjast með því að reglur séu haldnar. Samkvæmt nánari reglum um framlengda verðstöðvun er heildsöl- um nú skylt að skila vörureikning- um inn til Verðlagstofnunar og skulu Neytendur þeir liggja fyrir eigi síðar en fimm dögum áður en sala fer fram. Þá skal álagning ekki vera hærri í krónutölu en hún var í upphafi verð- stöðvunar í byijun ágúst. Klásúla, sem kemur inn í lögin, undanskilur í raun fiskmarkaði frá verðstöðvun. Hér eftir verður fisk- sölum leyfilegt að miða við það verö sem þeir greiða á mörkuðum. Hermann taldi að 3% gengisfelling jafngilti í framkvæmd 1-3% hækkun á vömverði. Áhrifa hennar fer þó ekki að gæta að marki fyrr en í næstu viku. „Við höfum farið búð úr búð og skráð verð og fylgt eftir athugasemd- um. Önnur yfirferð er að hefiast. Þetta verða helstu þættirnir í eftir- litsstarfi okkar út verðstöðvunar- tímabilið," sagði Hermann. ' Leyfi hefur fengist fyrir að fram- lengja ráðningu þeirra átta starfs- manna sem ráðnir vora í upphafi. Þeir sjá væntanlega fram á erilsamt starf næstu mánuðina eða fram til loka febrúar. -Pa komin í gang - félagsmenn ASÍ íylgjast með verðstöðvun Þegar verðstöðvun gekk í gildi í ágúst sendi ASÍ verðkönnunareyðu- blöð til félagsmanna sinna um land allt. Sams konar eyðublöð voru send til félagsmanna BSRB og félaga í neyt- endafélögum. Tilgangurinn var sá að hafa virkt eftirlit með því að verðstöðvunin væri haldin. Að sögn Lám Júlíusdóttur hjá ASÍ hafa þegar borist verðkannanir frá tæplega 30 félögum viðs vegar um landið. Unnið er að gerð annarrar könnun- ar til samanburðar og ættu niður- stöður því að liggja fyrir fljótlega. Lára vildi hvetja fólk, sem yrði vart við að vörur hefðu hækkað, til þess að hafa samband við Verðlagsstofn- un. -Pa Minnst hætta af ólífuolíu „Ef fólk vill vera alveg visst um að ekki myndist óholl efni í olíunni þá er best að nota ólífuolíu og nota hana aðeins einu sinni,“ sagði Ævar Jó- hannesson, starfsmaður Raunvís- indastofnunar Háskólans, í samtali viðDV. Ævar er mjög fróður um ýmislegt sem lýtur að matvælum og hollustu. DV innti hann eftir áliti hans á könn- un DV á ástandi fitu á skyndibita- stöðum. „Fjölómettaðar fitusýrur, eins og er mjög mikið af í jurta- og soyaolíu, eru mjög fljótar að taka í sig súrefni úr umhverfinu. Þetta á einkum við ef steikt er við háan hita. Viö þetta myndast nokkur efni sem kölluð hafa verið einu nafni sindur- efni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þau eru mjög krabbameinsvaldandi. í ólífuolíu er mikið af einómettuð- um fitusýrum. Henni er því ekki mjög hætt við oxun. Engu að síöur mælti Ævar með því að olían væri aðeins notuð einu sinni. „Best væri er ef fólk djúpsteikti alls ekki matvæli," sagði Ævar, „en ólífuolían er næstbesti kosturinn." Samkvæmt upphringingum sem neytendasíðan hefur fengið frá hús- mæðrum virðist algengt að sama djúpsteikingarfeitin sé notuð á heim- Djúpsteikingarfeiti virðist vera notuð of lengi inni á heimilum, ekki síður en á skyndibitastöðum. Við langvar- andi notkun myndast krabbameins- valdandi efni í olíunni. Ævar Jó- hannesson mælir með notkun ólífu- oliu og aö hún sé aðeins notuð einu sinni. ilum í allt að rúman mánuð. Fitan er hituö upp 10-15 sinnum. Það er samkvæmt þessu allt of oft. -Pa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.