Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. Allsherjaratkvæðagreiðsla Félag starfsfólks í veitingahúsum hefur ákveðið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa á 36. þing Alþýðusambands íslands. Tillögum á að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 12. okt. 1988. Kjörstjórn. PERMANENT Ef þú ert að hugsa um að fá permanent hafðu þá samband við okkur. Við munum með ánægju leið- beina þér. Opið til kl. 7 á föstudögum og til hádegis á laugardögum. VALHÖLIÆ ÓÐltiSGÖTU 2, REYKJAVÍfi ■ SIMI:22138 ■ AVANA- OG FIKNIEFNAMAL UPPLÝSINGAFUNDUR Samstarfsnefnd dómsmálaráðuneytis, félagsmála- ráðuneytis, fjármálaráðuneytis, menntamálaráðu- neytis og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um ávana- og fíkniefnamál hefur ákveðið að boða til fundar með fulltrúum þeirra félaga, samtaka og stofnana er fást við meðferð og afskipti af þessum málaflokki í Borgartúni 6, þriðjudaginn'11. október 1988 kl. 12.00. Gert er ráð fyrir tveimur fulltrúum frá hverjum samtökum. Markmiðið með fundinum er að gefa fulltrúum stjórn- valda innsýn í starfsemi félaga og samtaka er fást við ávana- og fíkniefnamál og jafnframt að vera vett- vangur skoðanaskipta þessara aðila um sömu mál. Þátttaka tilkynnist í síma 91-25000 fyrir 8. október nk. Nýr 1989 FORD ECONOUNECLUBWAGONXLT 7,3 lítra dísilvél SÆTI FYRIR 12, LITAÐ GLER, KÆLIKERFI, 2 MIÐ- STÖÐVAR, RAFMAGNSRÚÐUUPPHALARAR, RAF- MAGNSHURÐALÆSINGAR, VELTISTÝRI, SJÁLFVIRK- UR HRAÐASTILLIR, 2 ELDSNEYTISTANKAR, STEREO ÚTVARP OG SEGULBAND, KRÓMAÐUR DRÁTTAR- STUÐARI AÐ AFTAN, KRÓMAÐUR SPILSTUÐARI AÐ FRAMAN, 6 TONNA SPIL, DANA 60 FRAMHÁSING, 4,10: 1 DRIFHLUTFALL, LÆST DRIF, C.B. TALSTÖÐ, TVlVIRKIR STILLANLEGIR DEMPARAR. UPPLÝSINGAR í SÍMUM 92-46641 OG 985-21341. Utlönd Deilur á þingi Verkamanna- flokksins Bandaríski teiknarinn Lurie telur að liðsmenn breska Verkamannaflokksins séu allt of uppteknir við innbyrðisdeilur og slagsmál en gleymi alveg and- stæðingi sínum, íhaldsflokknum, sem hann sýnir hér í líki bolta sem enginn vill sparka i. Neil Kinnock er að sparka i eigin liðsmann en lætur boltann í friði. Ron Todd, leiðtogi stærstu og valdamestu verkalýðssamtaka Bret- lands, varaði í gær breska Verka- mannaflokkinn við því að hverfa frá sósíalískri stefnu sinni. Þetta gerðist aðeins nokkrum klukkustundum eft- ir að Neil Kinnock, formaður flokks- ins, lagði til að flokkurinn breytti gamaldags vinstri stefnu sinni. Kinnock var mjög fagnaö er hann lagði fram áætlun sína um stefnu þessa hijáöa flokks á tíunda áratugn- um. í stefnuræðu sinni varð honum tíð- rætt um félagslegt réttlæti og réðst harkalega að íhaldsflokki Margrétar Thatcher fyrir skammsýna stefnu. Undirbúningur þessarar áætlunar, sem felst að hluta til í nýju mati á Verkamannaflokknum, hófst eftir þingkosningamar í fyrra þegar flokkurinn beið ósigur fyrir íhalds- flokknum í þriðja skiptið í röð. Hug- myndir eru uppi um að flokkurinn hverfi frá heittrúuðum sósíahsma í átt að blönduðu hagkerfi með auk- inni samkeppni á vinnumarkaði. Vart hafði Kinnock lokið ræðu sinni þegar Ron Todd, valdamesti verkalýðsleiðtogi landsins og stuðn- ingsmaður Kinnocks fram til þessa, réðst á nýju stefnuna og sagði hana hafna sósíalískum gildum og varaði við því að ekki væri stuðningur verkalýöshreyfmgarinnar skilyrðis- laus en verkalýðssamtökin hafa haldið Verkamannaflokknum á floti fjárhagslega. Todd sagði að það hefði verið verkalýðshreyfingin sem hefði varið miklum peningum í að endurskipu- leggja Verkamannaflokkinn og aö hreyfingin væri ekki tilbúin að fórna almanna- og félagslegri eign á altari markaðar og samkeppni. Talið er að ummæh Todds eigi enn eftir að verða flokknum erfið þar sem lítið fylgi flokksins í skoöanakönn- unum hefur aö hluta veriö skýrt með því að kjósendur hafi áhyggjur af of miklum ítökum verkalýðsleiðtoga innan flokksins. Reuter Singh í V-Þýskalandi Indverskl gisllnn Singh er hann kom tll Frankfurt frá Damaskus I gær. Símamynd Reuter Mithileshwar Singh, indverski gísl- inn sem látinn var laus í Beirút á mánudaginn, kom í gær til V-Þýska- lands þar sem hann er nú undir læknishendi. Singh hafði verið tutt- ugu mánuði í haldi mannræningja þegar honum var sleppt. Styðja þurfti Singh þegar hann gekk inn í læknastöð á bandarískum flugvelli í Wiesbaden í gærkvöldi. Hann átti þá að baki fimm klukku- stunda flug í bandarískri herflugvél frá Sýrlandi en þangað hafði hann verið fluttur frá Beirút. Að sögn lækna þjáist Singh af sykursýki og háum blóðþrýstingi. Það hefur verið venja að hlúa að frelsuöum gíslum og fómarlömbum flugræningja á hersjúkrahúsinu í Wiesbaden áður en flogið er meö þá heim til Bandaríkjanna. Singh var rænt á háskólalóð 1 Beir- út í janúar 1987 ásamt þremur öðmm prófessomm frá Bandaríkjunum. Yfirvöld í Washington segjast ekki hafa neina hugmynd um hvers vegna Singh var látinn laus enækki einn hinna þriggja. Singh segir að allt sé í lagi með bandarísku prófessorana þijá og að betur hafi verið farið með hann en hann heföi búist við. Að öðra leyti vildi hann ekki tjá sig um gíshngima og sagði að best væri fyrir félaga sína aðhannsegðisemminnst. Reuter Jámbrautarslys við ÚraHjöll Mjög alvarlegt jámbrautarslys viö lestarstöð og sprakk í loft upp. ugu og þrír beöið bana í lestarslys- Sverdlovsk, skammt austan Úral- Tuttugu byggingar eyðilögðiist og um í Sovétríkjunum ft-á þvl í sum- fjalla í Sovétríkjunum, varð fjórum gigur, sextíu metrar í þvermál, ar. Tuttugu og átta fórast i ágúst mönnumaðbanaoghundraöslös- komíjöröina. og í júní fórst níutíu og einn í slysi uðust og misstu heimili sín. Jám- Mannlegmistökvoraorsökþessa þar sem sprengiefni kom líka við brautarlest hlaöin sprengiefhi ók á slyss og hafa nú eitt hundraö tutt- sögu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.