Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. LífsstQI Algengustu breyting En segja ma £ I þessari íbúð hefur rými verið skipt niður. Þarna Hér er sameinaö eldhús, voru áður tveir veggir i tiltölulega litlu rými. borðkrókur og stofa. En segja ma að það sem fólk vill í dag er oft að opna rýmið. En það rekur sig oft á burðarveggi ef svo má segja. Það áttar sig ekki á því að sérfróðir menn geta leyst vand- ina, að komið er komið inn í stórt rými í stað þröngs gangs. Gangar eru oft dimmir því dagsbirta, sem þangað kemur inn, er óbein t.d. í Til að birta njóti sín sem best er mjög heppilegt að opna rými alveg og fá frjálslegt andrúmsloft. Skorsteinninn skiptir rýminu niður að hluta til. Hvemig á að snúa sér? En hvaö á fólk að gera sem stend- ur frammi fyrir einhveijum rót- tækum breytingum innanhúss eins og að bijóta niður veggi, jafnvel burðarveggi? Oftast er það þannig að sest er niður og spáð í möguleikana og hvemig best er að framkvæma það sem óskað er. Stundum eru fyrir- myndir teknar úr blaði. En margur rekur sig á - það er þetta með burð- arveggina. En þaö fyrsta sem fólk ætti að gera þegar þaö vill fara út í svona framkvæmdir er að tala við fag- menn sem kannað geta aöstæður. í framhaldi af því veit hann hvers kyns er og ræöir hugmyndir íbú- anna og kemur með tillögur sjálf- ur. Oft erum við fóst í okkar eigin, ákveðnu hugmyndum. En þegar annar eða þriðji aðih kemur til sög- unnar koma gjama aðrir fletir upp á yfirborðiö. Arkitekt og/eða verk- Með stuttum fundi má finna snið- uga lausn, þá faUegustu, hag- kvæmustu og ódýmstu. Þegar nið- urstaða er fengin er hægt aö rissa upp hugmynd og útfæra á blaði. Að því loknu verður að kaUa til burðarþolssérfræðing áður en far- ið er út í framkvæmdir. Hann verð- ur að meta það hvort óliætt sé að taka svo og svo mikið úr burðar- bita (-vegg). Stoðir eða bitar Stundum má taka veggi án frek- ari framkvæmda en í öömm tilfeU- um þarf að setja stoð undir eða jafnvel stálbita undir loftið sem síð- an er klætt af. Stoðir má gjama fella inn í innréttingu og verða þær því aðeins tíl prýði. Og með því móti getur burðarþoUö verið jafn- gott eftir sem áður. Stærsti kostur þessara breytinga, þegar brotin er upp upphafleg hönnun íbúðar, er að komið er til móts við mismunandi þarfir og smekk fólks. Það má sameina tvö gleymið því ekki að ef um burðar- þolsvegg er að ræða er ráðlegast að ráðfæra sig við sérfræðing. Hér er ekki um óyfirstíganlegan múr að ræða heldur aðeins spuming um framkvæmdaratriði. Sögun ekki svo óþrifaleg Ef saga skal niður vegg má geta þess að mörg fullkomin tæki em komin til sögimnar. Sagimar sjúga í sig ryk sem gerir það að verkum aö íbúðir þurfa ekki að vera undir- lagðar óhreinindum þegar tU fram- kvæmda kemur. Reyndar má fyrir- byggja sUkt með því að þétta með hurðum ef kostur er o.s.frv. Þeir sem taka að sér sögun á veggjum taka gjama að sér að fjar- lægja bitana líka. Bitamir em sag- aðir niður í viðráðanlega stærð. í sumum tilfeUum borgar sig hrein- lega að taka gler úr glugga í burtu og láta bitana síga niður stystu leiö. -ÓTT. Burðarveggir brotnir niður - misskilningur að það megi alls ekki Mjög margir halda að burðar- veggi megi aUs ekki brjóta niður. En það er ekki rétt. Burðarveggi má í mörgum tilvikum bijóta niöur með þeim skUyrðum að stoð komi í staðinn. Veggi má einnig bijóta niður að hluta tU - þarna eru ýms- ir möguleikar fyrir hendi. Það sem hafa ber í huga, ef ætlun- in er að bijóta niöur burðarvegg, er að áætlun um þannig fram- kvæmdir verða að gerast í samráði við verkfræðing (burðarþolssér- fræðing). Þeir geta ráðlagt að öUu leyti um framkvæmd verksins og hvort það sé yfirleitt hægt. En möguleikinn er vissulega fyrir hendi. Við bendum hér á nokkur atriði sem máU skipta um niður- brot veggja og skipulagningu. Teikningar tU skýringar eru á síð- unni. Eyjólfur Bragason arkitekt féllst góðfúslega á að gefa lesendum hugmyndir í þessu efni. ann - margt má gera sem við áhtum að mætti ekki eða væri ekki hægt. Algengustu breytingamar eru að opna á milU eldhúss og borðstofu eða á milU stofu og annars herberg- is og fá með því stærri stofu eða að mynda sjónvarpskrók. Einnig er oft opnað úr herbergi og fram á gang þar sem gangur er virkjaður í stærra rými. Það gerir það aö verkum, þegar komið er inn í íbúð- gegnum hurðir úr öðru herbergi. Ef hurðir eru lokaðar kemur ekk- ert dagsljós inn. Það fyrsta sem fólk gerir er oft á tíðum að fjarlægja hurðarspjöld svo birta og rými njóti sín. Hurð- irnar eru ekki notaðar. Hvers vegna þá að hafa þær þar sem þær taka bara pláss frá veggnum sem þær opnast að? Stundum er rými skipt niður að hluta til. Þannig þarf ekki að setja stoðir í stað hluta burðarveggjar sem fjarlægður var. Þar sem opin tvö eru nú voru áður hurðir. íbúðin er í Teigahverfi þar sem vinsælt var að byggja stofur aðskildar. DV-myndir KAE fræðingur getur með því móti lagt ýmislegt til málanna án þess að það kosti mikla peninga. til þijú rými og annað andrúmsloft myndast. Með þessu móti er heilt húsnæði endurskipulagt. En Mikið stúkað af í eldra húsnæði Eldri steinhús, sem voru byggð á árunum frá því um stríð og önnur hús frá 1930-55 og jafnvel yngri hús, hafa mörg ákaflega aðskildar vistarverur. Fólk, sem hefur keypt sér húsnæði í þessum húsum, finn- ur oft hjá sér þörf til þess að opna rýmið, breyta og endurhanna. Rými hefur oft verið skipt niður í tiltölulega lítil herbergi. Stofur eru gjama tvær (borðstofa og setu- stofa) með rennihurð á milli, mis- jafnlega stórum. Þegar komið er inn í mörg þessara húsa er tilfmn- ingin strax sú aö mikið sé af hurð- um. Mörgum finnst þetta „prakt- ískt“, aðrir vilja opna rýmið. Það er mikil tilhneiging hjá fólki að láta íbúðina „vaxa“ og þróast með sér. Þetta fer mikið eftir fjöl- skyldustærð og aldri bama. Ung hjón byija að búa og eignast eitt, tvö, þrjú og fleiri böm. Síðan flytj- ast bömin í burtu og aðrar þaríir skapast. Með aldrinum eignast fólk meira og meira af innbúi og leggur mismunandi mikla áherslu á að viðhalda þeirri þróun. Jafnvel þótt börnum fækki þá taka húsgögn meira pláss með ánmum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.