Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÖBER 1988. Sviðsljós Ólygimi sagði... Iionel Richie söngvarinn góökunnl lenti held- ur betur í þvi um daginn. Hann var eitthvað laus í rásinni og hjónabandseiðurinn farinn að fymast í kolli kappa. Endaði með því að frúin kom að honum þar sem hann var einn með tuttugu og tveggja ára gamalli blómarós og átti erfitt með að finna skýr- ingu sem hentaöi aðstæðum. Frú- in rak hann á dyr og fékk hann víst að halda sænginni sinni, en ekki meiru. Tók þá við tími þar sem rósir og demantar voru látin tala máli hins rangláta manns og auðvitaö bráðnaði frúin eftir nokkra daga. Nú er bara að hann hafi lært af reynslunni. Ann Margret sem nú er orðin fjömtíu og sjö ára gömul ætlar aö reyna að slá í gegn eftir nokkur mögur ár í skemmtanaiðnaðinum. Hún hef- ur skrifað undir samning við hið fræga hótel, Caesar’s Palace í Los Angeles, og hyggst slá í gegn með söng og dansi. Hún hefur að und- anfömu reynt fyrir sér við kvik- myndaleik með misjöfnum ár- angri. í fyrra lék hún í mynd meö Alan Alda og var sú mynd tekin upp í New York. Þokkalegasta afþreying en verður seint talin til stórvirkja kvikmyndalistarinn- ar. Jannike Björling sem bjó með Bimi Borg í fjögur ár og átti með honum eitt barn lýsti þvi yfir á dögunum að nú væri allt búið milli hennar og Bjössa. Það var nú ágætt að hún skyldi loksins komast að þessu því þetta hafa allir vitað í langan tíma. Bjöm hefur aUa vega verið að spóka sig með ítalskri söng- konu í nokkrar vikur og virðist yfir sig ástfanginn. Jannike virð- ist ekki syrgja það tiltakanlega að vera búin að missa Rjöm sinn því hún brosti út að eyrum þegar hún tilkynnti þetta og sagði að í þetta sinn væm sambandsslitin endanleg. Fjórleggjuð sýningar- stúlka? Hún Fiona Ellins, sýningarstúlka í London, brá undir sig betri fætinum fyrr í vikunni þegar hún kynnti nýja tegund af svörtum ísaumuðum sokkabuxum. Svona á tískan að vera næsta sumar. Hún lét sér reyndar ekki nægja aö nota sína eigin fætur heldur fékk hún sér tvo í viðbót til að geta sýnt þetta betur. Sviðsljósið kann þó betur við hennar eigin fæt- ur. Hinir em nefnilega úr plasti. Sara stendur sig eins og hetja Þetta ár hefur verið erfitt fyrir Söru Ferguson, hertogaynjuna af Jórvík. Það byijaði svo sem nógu vel og hún hafði heiminn við fætur sér, nýgift og nýkomin með flugpróf. Hún fór í skíðaferðir til Alpanna, skipulagði nýja húsið sitt og var fulltrúi Bret- lands bæði innanlands og utan. Þegar það fréttist aö hún væri barnshafandi vakti það að sjálfsögðu mikla athygli og prinsessan var í skýjunum. Hún var líka hress, engin morgunógleði eða neitt þess háttar, og ákvað þess vegna að skella sér í enn eina skíðaferðina, í þetta skiptið með krónprinshjónunum. Þá byrjaði óheillaatburðarás. Vin- ur ferðalanganna beið bana í slysi í Ölpunum og skildi eftir sig barns- hafandi konu. Það næsta sem gerðist var að upp- vist varð að pabbi hennar var félagi í klúbbi sem hafði á sér miður gott orð. í klúbbnum var nuddstofa og þjónustan sem þar var veitt var að sögn eilítið persónulegri en gengur og gerist á nuddstofum í Reykjavik og nágrenni. Svona lagað er ekkert smámál þegar um er að ræða föður hertogaynjunnar af Jórvík. Sara sýndi hins vegar að hún er engin meðalmanneskja. Hún neitaði að hætta að koma fram opinberlega á meðan hneykslið gekk yfir. Hún gerði sér far um aö láta sjá sig með föður sínum við hvert tækifæri svo að allir gætu séð að hún var ekki búin aö gefa hann upp á bátinn. Sara sést hér með Elísabetu drottn- ingu og Karli Bretaprinsi á pólóleik. Hér eru hertogahjónin af Jórvík ásamt Donald Ferguson, föður Söru. Hér eru hertogahjónin af Jórvik með iitlu dótturina, Beatrice. Hún mætti á pólókappleiki og fékk manninn sinn, Andrew, til að koma með sér. Meira að segja Karl Breta- prins lét taka myndir af sér með Ferguson majór til að sýna að breska konungsfjölskyldan stendur með sínum. Ekki var látið þar við sitja því aö sjálf Elísabet Bretadrottning lét sjá sig með majómum og þá gat engum dulist að hann var síður en svo í ónáð í höllinni. Svo fæddist litla Beatrice og þá var aðeins minnst á Ferguson majór í blööunum sem afa litlu stúlkunnar. í september kom síðan enn eitt áfallið þegar Donald Ferguson var rekinn úr starfi hjá pólóklúbbnum sínum. Karl Bretaprins er félagi í klúbbnum og til að sýna samstöðu með mágkonu sinni er nú talið mjög líklegt að hann hætti í klúbbnum og fmni sér nýjan klúbb. Það síðasta var að Sara fékk ekki að hafa Beatrice litlu meö sér til Ástralíu í opinbera heimsókn. Það fannst henni alveg afleitt en lét und- an að lokum. Þó það nú væri að hún gæfi eitthvaö eftir þegar konungs- fjölskyldan hefur staðið svona vel með henni í þrengingum foöur henn- ar. Donald Ferguson majór tekur hér á móti Söru, dóttur sinni, er hún kemur að horfa á pólóleik hjá klúbbi þeim sem nú hefur rekið hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.