Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. 21 __________________________________Iþróttir Evrópukeppni meistaraliða í knattspymu: Monaco-Valur, 2-0 Valur féll með sæmd - frammistaða Vals einhver sú besta 1 sögu íslenskra liða í Evrópukeppni ömundur Baldursson stóð sig vel í marki >g slær hér knöttinn frá markinu -j Símamynd Reuter Víðir Sigurðssan, DV, Manaco: Enn eitt „ef-ið“ bættist í íslensku knattspymusöguna í gærkvöldi. Hvað ef Guðmundur H. Baldursson, markvörður Vals, hefði ekki orðið fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fimmtán mínútna leik. Hvað ef Líberíumaðurinn Georges Weah hefði ekki einmitt í gærkvöldi þurft að skora sitt eina og sanna drauma- mark. En svona er knattspyrnan, svona leika örlögin oftast áhuga- mannahðin þegar þau mæta sér þekktari mótherjum sem hafa það forskot að hafa tekjur sínar af því að spila fótbolta. En sú staðreynd situr eftir og er ansi bitur að Monaco er ekki komið í 2. umferð Evrópu- keppninnar vegna eigin verðleika. Frönsku meistaramir era áfram með í keppninni vegna þess að andstæð- ingar þeirra, Valsmenn, gerðu sig seka um ein slæm mistök. Nei, Valsmenn þurfa ekki' að skammast sín fyrir frammistöðu sína á Louis II leikvanginum í furstadæm- inu Monaco í gærkvöldi. Þeir höfðu 1-0 forskot að verja, töpuðu 0-2 og féllu því út úr Evrópukeppni meist- araliða á eins nauman hátt og hægt var. Og það var greinilegt að áhuga- mennimir frá íslandi vöktu athygli, þeir kunnu ekki aðeins að veijast heldur gátu þeir líka sýnt sæmandi sóknartilþrif þó ekki væm þau nógu beitt til að ógna vöm og marki Monaco nægilega mikið. Mörkin tvö í fyrri hálfleiknum dugðu Monaco. Á 15. mínútu mis- tókst Guðmundi markverði að grípa boltann eftir homspymu og þegar hann reyndi aö bjarga málunum sjiymti hann boltanum í eigið mark. Otrúlegt mark Georges Weah af 30 metra færi á 38. mínútu réð síðan úrslitum, hann lék á tvo miðjumenn Vals og skaut síðan hreint stórkost- legu skoti og boltinn þaut eins og byssukúla efst í markhom Valsara. Annars skapaði Monaco sér fá færi gegn einbeittri og öruggri Valsvöm- inni. Guömundur varði gott skot frá Dib í hom í fyrri hálfleiknum og tvisvar undir lok leiksins komust Dib og Weah í góð skotfæri á vítateig en skutu naumlega framhjá. Besta færi Vals kom á 73. mínútu þegar Ath Eðvaldsson skahaði inn fyrir vöm Monaco og Jón Grétar Jónsson teygði sig í boltann á markteig en skaut yfir. Snemma í leiknum hafði Ettori varið ágæta aukaspymu Sig- uijóns Kristjánssonar og snemma í seinni hálfleik skaut Ath yfir mark Monaco úr frekar þröngri aöstöðu. Monaco sótti mun meira í fyrri hálfleiknum og þá var Glenn Hoddle drifljöðrin í leik hðsins og maðurinn á bak við flestar sóknarlotumar. Valsmenn vörðust vel og áttu sínar sóknir og um tíma eftir fyrra markið ríkti algert jafnræði með hðunum. í síðari hálfleik vom það Valsmenn sem réðu ferðinni að miklum hluta, þeir byggðu hvað eftir annað upp ágætar sóknir en herslumuninn vantaði. Mikið var um háar sending- ar fram á Atla sem vann vel úr þeim, var ósigrandi í skahaeinvígjunum, en félögum hans tókst ekki að vinna úr sendingunum þegar boltinn barst frá honum í áttina að marki Monaco. Frönsku meistararnir þurftu oft að beita nauðvöm á eigin vítateig en þeim tókst yfirleitt að stöðva Vals- menn nægilega snemma tíl að forð- ast of mikU vandræði í teignum. LeUcur þeirra vakti litla ánægju með- al áhorfenda sem létu óspart óánægju sína 1 ljós í síðari hálfleikn- um. Sem heUd komst Valshðið vel frá leiknum. Bestu leikmenn hðsins vom Sævar Jónsson, sem var firna- sterkur í vöminni, Ath og Magni Pétursson sem vann óhemju vel aft- ast á miðjunni. Aðrir áttu sína góðu og slæmu kafla. Þó að niðurstaðan úr leiknum hafi verið 0-2 er hægt að fullyrða kinnroðalaust að frammi- staða Valsmanna gegn Monaco hafi verið einhver sú besta í sögu ís- lenskra hða í Evrópukeppni. Þeir féhu úr keppni með sæmd, það þurfti enginn íslendingur að skammast sín fyrir þjóðerni sitt hér í Monaco í gærkvöldi. AS Monaco (2) 2 - Vaiur (0) 0 1- 0 sjálfsmark, 15. mín. 2- 0 Georges Weah, 38. mín. Lið MonacO'.Ettori, Amoros, Vogel, Battiston, Sonor, Dib, Hoddle (Valery 89. mín.), Poullain, Bijotat, Fofana (Ferratge 70. mín.), Weah. Lið ValstGuðmundur H. Baldursson, Guðni Bergsson, Þorgríraur Þráinsson, Sævar Jónsson, Guðraundur Baldursson (Steinar Adolfsson 8. mín.), Magni Pétursson, Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson, Hilmar Sighvatsson, Atli Eðvaldsson, Sigurjón Kristjánsson (Jón Grétai’ Jónsson 66. mín.). Dómait Schön frá Luxemburg. Gul spjöld: Engin. Áhorfendur 6,383. Víðir Sigurössoii, DV, Monaco: Góðar líkur em á aö Guðmundur Baldursson, raiðjumaður úr Val, hafi sloppiö viö alvarleg meiðsli þegar Manuel Amoros sparkaði í andht hans á 8. mínútu leiksins í gærkvöldi Guðmundur var borinn af leikvelh á sjúkrabörum, vankaöur og með fossandi blóðnasir, og óttast var aö hann væd nefbrotinn. Hann lá á sjúkrahúsi í Monaco í nótt en sarakvæmt þeira fregnum sem þaðan bár- ust var ástæða til aö ætla að ekki væri um brot að ræöa og hann slyppi þaðan út í tæka tíð fyrir heiraferöina í dag. STÖBIN SEM HLUSTAB EN'At TOPPNUM! Páll Þorstelnsson VIRKIR DAGAR 8-10 Útvarpsstjórinn er fyrstur á fætur á morgnana. Páll hefur starfað á Bylgjunni frá upphafi, fyrst sem dagskrárstjóri og síðan útvarpsstjóri. Páll spilar vinsæl lög sem gott er að vakna við, lítur í morgunblöðin og hjálpar fólki réttum megin fram úr. GEBattEM Hallgrímur Thorstelnsson REYKJAVÍK SÍÐDEGIS - HVAÐ FINNST ÞÉR? Hallgrímur á nýjum brautum í Reykjavík síðdegis, sem nú er vettvang- ur fyrir hlustendur sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Hall- grímur svarar í síma 61 11 11 frá kl. 18.10-19.05 og spjallar við hlust- endur um hvað sem er. t-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.