Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Qupperneq 12
12
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988.
Utlönd
Með fríverslunarsamningnum fengu Bandarikjamenn kanadísk yfirvöld til að leggja niður það sem þeir kalla
óeðlilega viðskiptahætti. Var þá aðallega átt við afskipti af atvinnurekstri, svo sem beinan og óbeinan stuðn-
ing stjórnvalda við sjávarútveg á austurströnd Kanada. Myndin er frá sjávarþorpi á Nýfundnalandi.
Viðskiptin milli Kanada og Bandaríkjanna eru mjög umfangsmikil. Þau
eru enn mikilvægari fyrir Kanada þar sem 75 prósent af útflutningi
Kanadamanna fara til Bandaríkjanna.
Fríverslunarsámningurinn
eitt stóru kosningamálanna
Ágúst Hjörtur, DV, Ottawa:
Á síðasta ári gerðu Kanada og
Bandaríkin með sér umfangsmik-
inn fríverslunarsamning. Báðar
deildir Bandaríkjaþings hafa nú
samþykkt hann með yfirgnæfandi
meirihluta. Öldungadeild kana-
díska þingsins neitaði hins vegar
aö samþykkja hann en þar eru í
meirihluta öldungadeildarþing-
menn úr Frjálslynda flokknum sem
nú er í stjómarandstöðu. Með því
móti vildi Frjálslyndi flokkurinn
knýja fram kosningar um málið.
Það tókst honum því eitt af stóru
málunum í kosningunum, sem
fram fara í nóvember næstkom-
andi, er einmitt fríverslunarsamn-
ingurinn.
Skiptar skoðanir
í grófum dráttum liggur landið
þannig að íhaldsmenn, sem nú
mynda stjórn í landinu, styðja
samninginn. Frjálslyndi flokkur-
inn og Nýi demókrataflokkurinn
eru hins vegar báðir á móti honum.
Innan Frjálslynda flokksins eru
þó skiptar skoðanir. Þannig styður
Bourrassa, leiðtogi flokksins og
fylkisstjóri í Quebec, samninginn
og það gerir einnig nýkjörinn leið-
togi Ftjálslynda flokksins í Al-
bertafylki.
Fríverslunarsamningurinn milli
Kanada og Bandaríkjanna er mjög
umfangsmikill enda eru þjóöimar
stærstu viðskiptaþjóðir hvor ann-
arrar. Árleg viðskipti landanna
nema um tvö hundruð milljörðum
dollara. Viðskiptin eru þó Kanada-
mönnum enn mikilvægari en
Bandaríkjamönnum því um 75 pró-
sent af útflutningi landsins fara til
Bandaríkjanna.
Þess ber þó að geta að nú þegar
eru um 80 prósent af viðskiptum
landanna fijáls svo samningurinn
tekur aðeins til þess hluta sem enn
er hömlum háður.
Ýmsar undanþágur
Megininntak samningsins felur í
sér að fella skuli niður allar hömlur
á viðskiptum milli landanna á tiu
ára aðlögunartímabili sem hefjast
á nú um áramótin. Á þessu eru þó
ýmsar undanþágur. Til að mynda
er svokallaður menningariðnaður
Kanada, það er íjölmiðlar allir,
menningar- og listastarfsemi, imd-
anþeginn ákvæðum samningsins.
Bandaríkjamenn lögðu á það
mesta áherslu við samningagerð-
ina að fá Kanadamenn til að leggja
niður það sem þeir kalla óeðlilega
viðskiptahætti. Með því áttu þeir
aðallega við ýmis opinber afskipti
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, eru báðir hlynntir friverslunarsamningi milli rikjanna. Frjálslyndi
flokkurinn og Nýi demókrataflokkurinn í Kanada eru andvígir samningnum sem nú eru eitt af stóru kosningamálunum í Kanada. Simamynd Reuter
af atvinnurekstri sem tíðkast í
Kanada. Á þetta meðal annars við
beinan og óbeinan stuðning stjórn-
valda við sjávarútveg á austur-
strönd Kanada og við olíuleitarfyr-
irtæki.
Einnig fengu Bandaríkjamenn
því framgengt að ýmsum takmörk-
unum, sem gilda um útflutning á
náttúruauðlindum, eins og olíu og
vatni, var aflétt. Þá var og um það
samið að það eftirlit, sem Kanada-
stjórn hefur með fjárfestingum
Bandaríkjamanna, yrði minnkað,-
Bandaríkjamarkaður
Stuðningsmenn samkomulagsins
í Kanada benda á að það komi til
með að tryggja aðgang kanadískra
framleiðenda að Bandaríkjamark-
aði um ókomna framtíð. Þar með
sé komið í veg fyrir að sú vemdar-
stefna, sem talsvert hefur átt upp
á pallborðið í Bandaríkjunum að
undanfómu, skerði útflutnings-
kvótann. Þetta telja þeir tryggt með
tilkomu sérstaks dómstóls sem
komiö verður á fót og skera á úr
um öll viðskiptadeilumál land-
anna.
í öðm lagi benda stuðningsmenn
samningsins á að hagur kana-
dískra neytenda muni batna. Þær
bandarísku vörur, sem nú eru toll-
aöar, muni lækka í verði og það
sama gildi um margar kanadískar
vörur þar sem framleiðendur
þeirra neyðast til að keppa við
bandarískan innflutning.
Refsitollar
Gagnrýnendur samningsins hafa
fundið honum flest til foráttu og
hafa óspart sakað Brian Mulroney,
forsætisráöherra landsins, um að
selja landið Bandaríkjamönnum
fyrir slikk.
í fyrsta lagi benda þeir á að samn-
ingurinn nái ekki markmiði sínu
þar sem viðskiptadómstóflinn, sem
setja eigi upp, verði í raun lítils
megnugur. Máílsmeðferð einstakra
mála komi til með að taka tvö til
þijú ár og á meöan geti Bandaríkja-
menn óhindrað lagt á þá refsitofla
sem þeim sýnist.
í öðru lagi halda gagnrýnendur
samkomulagsins því fram að það
sem Kanada gefi eftir sé miklu
meira en það fái í staðinn. Benda
þeir á að stjórnin hafi afsalað sér
réttindum til auðlindastjórnunar
sem sé sérhverri fullvalda þjóð
nauðsynleg.
Þá komi samningurinn í veg fyrir
eðlileg afskipti ríkisstjórnarinnar
af efnahag einstakra svæða. Þannig
verði erfiðara um vik að hjálpa ein-
stökum starfsgreinum á erfiðum
tímum, svo sem bændum og inn-
fæddum, þar sem Bandaríkjamenn
líti á slíka aðstoð sem „óeðlilega
viðskiptahætti".
Samningurinn sjálfur, ásamt
skýringum, er doðrantur mikill og
þrátt fyrir tilraunir fjölmiðla til að
útskýra hvað raunverulega felst í
honum viröast deilur um kosti
hans og galla fyrst og fremst byggj-
ast á tilfmningalegri afstööu
manna gegn Bandaríkjunum.
Tvísýn úrslit
Skoðanakannanir sýna að þjóðin
skiptist nokkurn veginn jafnt í af-
stöðu sinni með og á móti samn-
ingnum. Svo takist Frjálslynda
flokknum að gera þetta að aðal-
máli kosningabaráttunnar verða
úrslitin tvísýn.
Fái íhaldsflokkurinn ekki meiri-
hluta þingsæta í komandi kosning-
um er samningurinn fallinn um
sjálfan sig. En jafnvel þó að svo
fari verða deilur um fríverslunar-
samninginn ekki úr sögunni.
Sum ákvæði samningsins heyra
undir lögsögu fylkjanna og þau
gætu hugsanlega hindrað fulla
framkvæmd hans. Þannig hefur
David Peterson, fylkisstjóri í Ont-
ario, sem er fjölmennasta fylki
landsins og á mest viðskipti við
Bandaríkin, hótað því að fara ekki
eftir ákvæðum samningsins.
Hvað sem gerist þá hefur þessi
fríverslunarsamningur vakið upp
umræður hjá kanadísku þjóðinni
sem snerta samskipti hennar við
grannann stóra í suðri á miklu víð-
ari grundvelli.