Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. Fréttir Saksóknari krefst aö Jóhann Einvarðsson verði sviptur þinghelgi: Einsdæmi í sögu lýðveldisins málið afgreitt í næstu viku Forsetar Alþingis ákváðu á fundi sínum í gær að þingið skyldi sinna erindi Jónatans Þórmundssonar, sérstaks saksóknara í Hafskips- málinu, um að Jóhann Einvarðs- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, verði sviptur þinghelgi svo gefa megi út ákæru á hendur honum. Jóhann var varaformaður bankaráðs Útvegsbankans. Beiðni Jónatans þar um barst um helgina til Guðrúnar Agnarsdóttur, starf- andi forseta efri deildar. Atkvæða- greiðsla um erindi Jónatans Þór- mundssonar mun þó ekki fara fram fyrr en eftir næstu helgi. „Mál þetta er einstakt og á sér ekki fordæmi í sögu lýðveldisins þannig að við þurfum að gaumgæfa það mjög vel og íhuga hvemig verður staðið að afgreiðslu þess innan þingsins," sagöi Guörún Agnarsdóttir í samtali við DV. Samkvæmt 1. málsgrein * 49. greinar stjórnarskrárinnar er bannað að höfða mál á hendur þingmanni nema hann sé staðinn aö glæp. Þess vegna þarf að fá heimild frá Alþingi til að höfða mál og er þar átt við opinbert mál. Þaö verða því þingmenn efri deildar sem munu greiða um það atkvæði hvort Jóhann Einvarðsson verður sviptur þinghelgi. Aöspurð sagði Guðrún Agnars- dóttir að hún vildi engu spá um hvort það yrði. „Ég get ekki sagt til um úrslit atkvæðagreiðslu sem ekki hefur farið fram," sagði hún. Frá aldamótum hefur flórum sinnum verið farið fram á að þing- menn væru sviptir þinghelgi svo höíöa mætti meiðyrðamál á hendur þeim fyrir ummæli þeirra á þingi. Síðast gerðist það 1974. Þá voru það forsvarsmenn Varins lands sem fóru fram á það en forsetar þings- ins neituðu að taka málið á dag- skrá. Ákvæði um friðhelgi þingmanna hefur verið í stjómarskránni frá upphafi og var sett inn til að tryggja starfsfrið þingsins svo það sætti ekki alls kyns málsóknum og að- sókn yfirvaldsins. Þar sem ákvæði þetta er vegna Alþingis getur ein- stakur þingmaður ekki afsalað sér friðhelginni. -gb Valdimar Indriðason, fyrrverandi formaður bankaráðs Útvegsbankans: Talið er að þrjú þúsund manns hafi verið á fundi á laugardaginn sem hald- inn var um umferðarmál. Eins og sjá má á myndinni voru kröfuspjöld um bætta umferðarmenningu á lofti. DV-mynd KAE „Veit ekki til hafi brotið af Útifundur um bætta umferöarmemiingu á Lækjartorgi: Fjölmenni og góð stemning „Mér hefur ekki borist eitt eða neitt svo ég get ekki rætt um málið eins og er. Mér þykir þetta ákaflega einkennilegt. Ég get ekki átt von á því að verða ákærður því ég veit ekki til þess að ég hafi brotið neitt af mér,“ sagði Valdimar Indriðason, fyrrverandi alþingiSmaður og for- maður bankaráðs Útvegsbankans, þegar hann var spurður um hvort hann ætti von á því að verða ákærð- ur í Hafskipsmálinu eins og Jóhann Einvarðsson. En finnst Valdimar undarlegt ef að ég mér“ Jóhann verður eini bankaráðsmað- urinn sem fær á sig ákæru? „Mér finnst það mjögeinkennilegt ef svo er. Ég veit ekki til að hann hafl til þess unnið, ekki frekar en viö hinir,“ sagði Valdimar Indriðason. -gb Kröfuganga og útifundur á vegum Áhugafólks um bætta umferðar- menningu, sem var á laugardaginn, heppnaðist mjög vel að sögn aðstand- enda. Safnast var við Hlemm kl. 13.30 og gengið með kröfuspjöld með slag- orðum um bætta umferðarmenningu niður Laugaveginn að Lækjartorgi þar sem fundur var haldinn. Komu þar fram aðstandendur fórnarlamba umferðarslysa og börn og unglingar sem skýrðu frá hugmyndum sínum um bætta umferðarmenningu. Þjóð- kunnir skemmtikraftar komu fram milli atriða. Það var hópur leikara er stofnaði samtökin í júní og hefur hópur þessi gert mikið átak í umferðarmálum og hefur það vakið athygh. Ætlunin er að virkja sem flesta í átaki um bætta umferðarmenningu og voru grunn- skólar Reykjavíkur virkjaðir fyrir fundinn á þann hátt að nemendur útbjuggu kröfuspjöld í skólanum í síðustu viku sem voru svo notuð á laugardaginn. Aðstandendur göngunnar niður Laugaveg og fundarins á Lækjartorgi voru mjög ánægðir með þátttökuna og sögðu að allt hefði heppnast sem fyrirfram hafði verið vonast eftir. -HK Alþýöubandalagiö: Reynt að f inna sam- eiginlega niðurstöðu - segir Margrét Frímannsdóttir Þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefur enn ekki rætt hvernig þingmenn flokksins muni greiða atkvæði í efri deild þegar tekin verður fyrir beiðni Jónatans Þór- mundssonar, sérstaks saksóknara í Hafskipsmálinu, um að Jóhann Einvarðsson verði sviptur þing- helgi. Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokksins, segist þó reikna með að reynt verði að fmna sameiginlega niðurstöðu. „Við erum með venjulegan þing- flokksfund í dag, en ég efast um að málið verði tekið fyrir. Það er ekki búið að ákveða dagskrána," sagði Margrét í samtali við DV. -gb Sjálfstæöisflokkurinn: Rætt fundi „Það llggur í hlutarins eðh aö þing- deildarmenn muni bera sig upp við sína flokka og ræða þetta þar,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, þegar á þingflokks- á miðvikudag hann var var spurður hvort flokkur hans myndi gefa línuna um atkvæða- greiðslu vegna sviptingar þinghelgi Jóhanns Einvarðssonar. Sjálfstæðismenn hafa ekki enn rætt máliö, en Ólafur gerir ráð fyrir að það verði gert á þingflokksfundi á miðvikudag. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um það. -gb Pall Petursson, formaður þingflokks Framsóknar: „Menn eru saklausir þar til annað sannast“ - þingflokkurinn fundar um málið í dag „Eg þekki ekki hver eru rök Jónatans Þórmundssonar til að ákæra, en eins og ég hef á tilfinning- unni þá er ekki verið að kæra út af því sem Jóhann gerði heldur því sem hann eða bankaráð hefði kannski átt að gera. Ég hef ekki séð ákæruna en ég reikna með að Jónatan telji að bankaráöið hafl brugðist eftirlits- skyldu sinni. Jóhann var ekki einn í bankaráðinu og ég tel víst að þaö sama verði látið yfir alla ganga,“ sagði Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, þegar DV ræddi við hann um væntanlega ákæru Jónatans Þórmundssonar, sérstaks saksóknara í Hafskipsmál- inu, á hendur Jóhanni Einvarðssyni, þingmanni Framsóknarflokks og fyrrverandi varaformanni banka- ráðs Útvegsbankans. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur enn ekki fjallað um mál Jó- hanns en Páll sagðist gera ráð fyrir að það yrði gért á fundi í dag. Þá gerir Páll ráð fyrir aö þingmenn Framsóknarfiókks í efri deild muni verða samferða þegar beiðni sak- sóknarans um að svipta Jóhann þinghelgi verður tekin til atkvæða- greiðslu í deildinni. Páll er staddur í Danmörku, þar sem hann situr auka- þing Norðurlandaráðs, og sagðist hann ekki ætla aö flýta för sinni heim vegna þessa máls. Páll sagði að bankaráð væri ekki meginaðili í þessu máh heldur væri verið að sakfella það fyrir annarra manna verk. Þar á hann við þá menn sem áttu viðskipti við bankann og þá sem gerðu viðskiptin fyrir bank- ans hönd. „Það eru margir aðrir sek- ari en bankaráðsmenn," sagði Páll. En kemur þessi ákæra Páli á óvart? „Ef það er mat Jónatans að banka- ráðsmenn hafi brugðist skyldu sinni, eða ekki staöið í stykkinu, þá er ekk- ert sem kemur manni á óvart,“ sagði Páll. Aðspurður sagðist Páll ekki líta svo á að ákæra á hendur Jóhanni Ein- varðssyni væri áfall fyrir Framsókn- arflokkinn. „Það eru auðvitað per- sónuleg leiöindi fyrir Jóhann aö þurfa að standa í þessu. En sam- kvæmt íslenskum lögum eru menn saklausir þangað til annað sannast, og jafnvel þó að ákærur séu gefnar út á menn skulum við fara varlega í að dæma þá fyrr en réttur hefur gengið,“ sagði Páll Pétursson, for- maöur þingflokks Framsóknar- flokksins. -gb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.