Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. 11 Utlönd Dubcek breytir ræðu á síðustu stundu Fyrrum hæstráðandi í Tékkóslóv- akíu, Alexander Dubcek, breytti á síðustu stundu ræðu sem hann hélt þegar hann veitti viðtöku heiðurs- doktorsnafnbót við háskólann í Bol- ogna á Ítalíu í gær. Dubcek felidi úr ræðu sinni harða gagnrýni á þróun- ina í Tékkóslóvakíu síðastliðin 20 ár. Engin skýring fæst á því hvers vegna Dubcek vék frá ræðutexta sem dreift var til blaðamanna og gesta deginum áður. Háskólayfirvöld í Bol- ogna segja að skrifaði ræðutextinn standi þó að Dubcek hafi stytt hann verulega í flutningi. í ræðutextanum gagnrýnir Dubcek harðlega innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu árið 1968. Dubcek var þá settur af sem flokksleiðtogi kommúnista en hann var í forsvari fyrir tilraun tékkneskra kommún- ista til að koma á sósíalisma með mannlegu yfirbragði. „Síðustu 20 árin einkennast af versnandi efna- hag og siðferðilegri eymd,“ sagði Dubcek um Tékkóslóvakíu. Hann gagnrýndi yfirvöld í Tékkóslóvakíu fyrir að leyfa ekki frjálsar umræður eða skoðanaskipti. í ræðutextanum sagði Dubcek einxúg frá þeim vanda þegar reyndar eru umbætur í áður ósveigjcúilegu þjóðfélagi. Hann talaði um að fólki hætti til að ofnota nýfengið málfrelsi og kunni sér ekki hóf í gagnrýni. Þessa reynslu þekkir Dubcek af eigin raun frá Tékkóslóvakíu frá árinu 1968 og Pólverjar kynntust sömu gagnrýnisákefðinni upp úr 1980. Tékkar fengu innrás fyrir vikið og Pólverjar herlög. Dubcek var hrærður þegar hann flutti ræðuna og varð stöku sinnum að þerra tár af hvörmum. Þetta er í fyrsta sinn frá 1968 að Dubcek ferð- ast úr landi og áður en hann fór lét hann í ljós ótta við að fá ekki að koma til baka til Tékkóslóvakíu. Dubcek vildi ekki ræða viö frétta- menn en hann kom fram í sjónvarps- þætti með ítölskum háskólamönnum og þar sagði hann að mikilvægt væri að vestræn lönd styddu Gorbatsjov sovétleiðtoga og umbætur hans. Ef þær takast ekki, sagði Dubcek, er hætta á að afturhaldsöfl nái undir- tökunum. Dubcek tekur við heiðursdoktors- nafnbót í Bologna í gær. Papandreou, forsætlsráðherra Grikklands, ætlar að skipta nokkrum ráð- herrum úr ríkisstjóminni. Uppstokkun í Grikklandi vegna hneykslis Gríska ríkisstjórnin verður stokkuð upp vegna bankahneyksl- is, segir forsætisráöherrann Pap- andreou. Grískur bankamaður og blaðaút- gefandi, George Koskotas, reyndi að þvinga ríkisstjómina til að falla frá opinberri rannsókn á sínum högum. Koskotas falsaði skjöl til að ná fram vilja sínum. Papandreou sagði aö ekki hefðu aliir flokksmenn hans í Sósíalista- flokknum sýnt af sér rétta hegðan í þessu svikamáli og hann ætlaði aö endurskipuleggja ríkisstjómina. Flokksmenn með óhreinan skjöld ættu að segja sig úr flokknum, sagði Papandreou. í síðustu viku sögðu tveir ráð- herrar af sér embætti þegar Kosk- otas tókst að flýja réttvísina, en hann átti aö mæta fyrir rétti í dag. #1ÉM sturtuklefi með rennihurðum Hentar vel ef þú vilt gjörnýta plássið í bað- herberginu. Daufgrænt gler í álrömmum; hvftur botn. Traustur og þéttur klefi sem auðvelt er að setja upp. Tvær stærðir: 80x80 eða 70x90 sm. Hæð 2 m. Komdu við hjá okkur ef þú ætlar að breyta baðherberginu. V/ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966 ■■S LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 520STFNI REIÐSLUVERÐ (9.900,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.