Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. 19 Húsnæðismál aldraðra Húseigendur, sem komnir eru yíir miðjan aldur, eru farnir að endur- skoða þörf sína fyrir húsnæði. Með því aö minnka við sig húsnæði losa þeir fé sem bundið er í steinsteypu. Sveitarfélög eiga að ýta undir þessa þróun. Nokkuð hefur verið byggt af eignaríbúðum fyrir aldraða. Þær eru oft dýrar og henta ekki þeim efnaminni. Stefna sveitarfélaga í húsnæðismálum aldraðra er ekki fastmótuð því þekkingu þeirra á vandanum er ábótavant. Endurmat á húsnæðisþörf Þegar fjallað er um húsnæði aldr- aðra hafa menn oftast í huga fólk sem komið er um eða yfir sjötugt. Opinberir aöilar eiga að huga að húsnæðismálum fólks áður en það kemst á eftirlaunaaldur. Þegar börn vaxa úr grasi fækkar í heim- ili og húsnæðisþörf minnkar. Þá er tímabært fyrir fólk að endur- meta húsnæðisþörf sína því kostn- aðarsamt er að búa í stóru hús- næði. íslendingar, 50 ára og eldri, búa flestir í eigin húsnæði og eiga það nær skuldlaust. Sparnaður fjölskyldna hggur mestallur í hús- næðinu. Með því að selja stórar íbúöir og kaupa minni getur fólk losað eign sem er bundin í stein- steypu. Opinberir aðilar eiga að hvetja fólk með óskerta starfsorku, sem komið er yflr miðjan aldur, til aö endurskoða húsnæðisþörf sína í stað þess að bíða efdr því aö það komist á áttræðisaldur. Byggingar- fyrirtæki eiga að reisa húsnæði til sölu á almennum markaði sem hentar fólki sem vill minnka við sig. Sveitarfélögin geta lagt sitt af mörkum með því að útvega hentug byggingarsvæði og með öðrum að- gerðum í skipuiagsmálum. Kaup- endur á miðjum aldri hafa góð f]ár- ráð og gera miklar kröfur til hús- næðis. Sveitarfélög og byggingar- fyrirtæki geta í félagi kannað við- horf og óskir þessa hóps. Opinberir aðilar eiga að hvetja fólk til að taka skynsamlegar ákvarðanir í hús- næðismálum og sjá til þess að heppilegir kostir séu fyrir hendi. Stórt húsnæði er dýrt Margt fólk, sem komið er yfir miðjan aldur, býr í stærra húsnæði KjaHarínn Stefán Ingólfsson verkfræðingur en þörf er fyrir. Á tímum nei- kvæðra raunvaxta var heppilegt fyrir fólk að varðveita eignir sínar í húsnæði. í dag er auðvelt að ávaxta fé og þarflaust að binda það í steinsteypu. Til að skýra þann hag sem fólk hefur af þvi að minnka við sig húsnæði má taka dæmi af .hjónum í Reykjavík. Þau búa í meðalstóru einbýlishúsi sem þau eiga skuldlaust en gætu ko'mist þægilega af í 4 herbergjá íbúð. Með því að skipta um íbúð hagnast þau um 450 þúsund krónur á ári! Hjón- unum sparast 90 þúsund krónur í fasteignagjöldum, viðhaldi hús- næöis, hita- og rafmagnskostnaði og að auki fá þau 360 þúsund krón-' ur í vexti af mismuninum á verði einbýlishússins og íbúðarinnar. Fólk á þessum aldri hefur upp- götvað hversu óhagkvæmt er að búa í of stóru húsnæði og er farið að minnka viö sig. Til dæmis má nefna að árið 1980 keyptu 46% íbúðakaupenda, fimmtugir og eldri, litlar íbúðir. Fjórum árum síðar, 1984, festu 72% kaupenda á þessum aldri sér litla íbúð. Selt á slæmum tíma Nauðsynlegt er að gera öldruðum mögulegt að selja gamlar íbúðir og flytjast í nýjar án þess að hætta aleigunni. Til þess að skýra hvað átt er við má aftur taka dæmi. Fyr- ir fáum árum byggðu samtök í Reykjavík fjölbýlishús með sér- „A tímum neikvæðra raunvaxta var heppilegt fyrir fólk að varðveita eignir sínar í húsnæði. I dag er auðvelt að ávaxta fé og þarflaust að binda það í steinsteypu.“ hönnuðum íbúðum og buðu eldri félögum til kaups. Fólk seldi gömlu íbúðimar sínar og keypti litlar í nýja húsinu. Þessar framkvæmdir stóðu yfir þegar íbúðaverð í Reykjavík var með því lægsta að raunvirði um árabil. Fólkið neydd- ist af þeim sökum til að selja gömlu íbúðirnar á lágu verði. Þess vom dæmi að fólk fengi álíka háa fjárhæð fyrir eldri íbúð og það gréiddi fyrir aðra nýja helm- ingi minni. Tveimur árum síðar hafði fasteignaverð hækkað. Þá hefði fólkið sennilega fengið rúm- lega milljón krónur greiddar á milli! Nauðsynlegt er að aöilar, sem byggja sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða, veiti þeim jafnframt að- stoð við að koma gömlu íbúðunum í verð. Ef fasteignaverð er mjög lágt á ekki að selja þær fyrr en það hefur hækkað aftur. Fólk sem ekki á íbúðir fyrir Þó húsnæðiseign sé algeng hér á landi á meðal aldraðra eru margir sem ekki búa í eigin húsnæði. Vandamál þeirra eru gjörólík þeim sem áður var lýst. Fólkið á þess -ekki kost að láta eldri eign ganga upp í nýja. í hópi leigjenda eru margir sem hafa Utlar tekjur og eiga ekki rétt á háum greiðslum úr lífeyrissjóðum þegar aldurinn færist yfir. Lauslega áætlað búa tæplega 2 þúsund Reykvíkingar á aldrinum 50 til 70 ára í leiguhús- næði. Þörfin fyrir leigúhúsnæði aldr- aöra vex stöðugt. Fólki, sem er 67 ára og eldra og aldrei hefur átt eig- ið húsnæði, fjölgar um nálægt tvo tugi á ári. Þá neyðast margir aldr- aðir til að selja húsnæði sitt þegar aldurinn færist yfir. Hækkun fram- færslukostnaðar hefur komið illa við gamalt fólk sem býr í leiguhús- næði. Margir geta rétt látiö tekjurnar duga fyrir lífsnauðsynjum og sum- ir eru enn verr á vegi staddir. Það fólk, sem hér hefur verið getið, á fáa talsmenn og er sjaldan nefnt í umræðu um húsnæðismál. Hús- næðismál þess verða ekki leyst á almennum leigumarkaöi eða með kaupum á sérhönnuðum söluibúð- um. Eignaríbúðir fyrir þá efnameiri Undanfarin ár hefur færst í vöxt að sveitarfélög hafi byggt sjálfs- eignaríbúðir fyrir aldraða. Fólkið selur gömlu íbúðirnar sínar og kaupir hinar nýju. Byggingar- kostnaður þessa húsnæðis hefur oft verið ótrúlega hár. Fyrir fáum dögum var í útvarpsfréttum getið um byggingu í höfuðborginni. Þar kom fram að kostnaðarverð íbúða væri 4 milljón krónur eða hærra. Minnstu íbúðirnar væru um 35 m2. Ef rétt er greint frá kostar hús- næðið á borð við hótel með öllum búnaði. Bygging mjög dýrra söluíbúða getur einungis leyst vanda hinna efnameiri. Lítið er byggt af ódýrum leiguíbúðum sem henta þeim efna- minni. Stefnan í húsnæðismálum aldraðra er reikul. Yfirsýn skortir. í raun vita menn ekki hversu mik- ill vandinn er. Kannanir skortir og upplýsingar, sem fyrir hggja, eru ekki birtar. Stefán Ingólfsson „Byggingarfyrirtæki eiga að reisa húsnæði til sölu á almennum markaði sem hentar fólki sem vill minnka við sig,“ segir greinarhöfundur. Rót, öðruvísi útvarp Eftir að einkarekstur ríkisins á útvarpi var afnuminn hafa komið hér upp nokkrar útvarpsstöðvar og ein sjónvarpsstöð. Af nýju út- varpsstöðvunum hefur mest fariö fyrir Stjömunni og Bylgjunni er flytja nær eingöngu ódýra dægur- músík og auglýsingar. Þessar stöövar hafa naumast nokkum menningarlegan metnað, að mér finnst, og sinna htið sem ekkert shku efni. Þær byggja afkomu sína fyrst og fremst á auglýsingatekjum og eru þvi háðar peningaöflunum um afkomu sína. Mikið vantar enn á Áður rak herstöðin á Keflavíkur- flugvehi svipaða útvarpsstöð og sjónvarpsstöð einnig. Mikil and- staða reis upp gegn slíkum út- varpsrekstri og unnu þeir sigur á sínum tima er fyrir baráttunni stóðu. Bylgjan og Stjarnan risu þá upp og virðist mér ekki stór munur á þeim og Keflavíkurstöðinni, nema nú á að heita að töluð sé ís- lenska. Á síðasta ári boðuðu mig til fund- ar við sig nokkrir áhugamenn er vildu nýta þaö frelsi, sem á var komið til útvarpsrekstrar, til að koma hér upp nýrri stöð sem legði áherslu á menningarlegt efni og væri rekin á lýðræðislegan hátt. Ætlunin var að virkja fólk og fé- Kjallarinn Jón frá Pálmholti rithöfundur og stjórnarmaður t Rót lagasamtök um slíkan rekstur og var stofnað almenningshlutafélag um rekstur stöðvar er hlaut nafnið Rót. Nær fimm hundruð aðilar gerð- ust hluthafar og eiga flestir eitt hlutabréf, eða í mesta lagi nokkur bréf. Enginn hefur því getað ráðið stöðinni í krafti fjármagns. Menn hafa bundið vonir við þátttöku ýmissa félaga og samtaka er síðan myndu nota stöðina th að koma á framfæri því sem þau sinna og ná þannig sambandi við sitt fólk. Talsverður áhugi kom upp hjá allnokkrum félögum og gerðust þau þátttakendur fljótlega og hafa haldið úti dagskrá á stöðinni. Mikið vantar þó enn á að þessi áhugi sé eins og menn bjuggust við. T.d. vantar enn stór samtök eins og samvinnughreyfinguna og verka- lýðssamtökin. Þarna sýnist þó vera kjörinn vettvangur fyrir slík sam- tök og fleiri til að koma sínum málum á framfæri, auk þess að styðja menningarlega viðleitni. Virkari þátttaka Rótin var hugsuð sem einskonar grasrótarstöð er byggðist á félags- legri og menningarlegri þátttöku, sem mótvægi gegn afþreyingar- stöðvunum er leggja áhersluna á bisness og eru, sem áður segir, einskonar arftakar gömlu Kefla- víkurstöðvarinnar. Meðal þeirra sem hafa nýtt sér stöðina eru all- mörg pólitísk samtök eins og Al- þýðuflokkurinn, Alþýðubandalag- ið, Borgaraflokkurinn, Flokkur mannsins, Kvennahstinn og Sam- tök kvenna á vinnumarkaði. Einn- ig má nefna samtök um umhverfis- vernd, trúfélög, esperantista og allnokkur fleiri, ekki síst áhugafólk um listir og aðra menningu. Þeir mættu þó sannarlega vera fleiri. Það kostaði ekki stórfé á m’æli- kvarða fyrirtækjareksturs að koma stööinni upp en þrátt fyrir sjálfboðavinnu við rekstur og efn- isvinnslu er nauðsynlegt að hafa einhverja starfsmenn og greiða þarf kostnað vegna notkunar raf- magns og síma og þess háttar. Rekstrarfjárstaða stöðvarinnar hefur verið nokkuð kröpp að und- anfórnu en úr því á að vera hægt að bæta með virkari þátttöku. Hentar vel til þjálfunar Ríkisútvarpið hefur gegnt nauð- synlegu hlutverki í samfélagi okk- ar, m.a. verið opinn vettvangur fyr- ir menningarefni og skoðanaskipti. Rót er eina nýja útvarpsstöðin er starfar á slíkum vettvangi og veitir því samkeppni. Hún hefur fyrst og fremst verið rekin af áhugahópi. Þann hóp þarf að stækka og tryggja betur rekstrarstöðuna með meiri þátttöku. Rótin hefur enn sætt fremur lítilli umfjöllun annarra fjölmiöla og hlustun ekki mælst mikil í könnun. Hafa verður þó í huga að stöðin nær enn aöeins til Reykjavíkursvæðisins og sést því að eitt til tvö þúsund manna á því svæði hefur veriö að hlusta á stöð- ina er könnunin var gerð. Víða er útvarp í gangi, t.d. á vinnustöðum og á heimilum og víðar, án þess víst sé að allir hlusti í raun og veru. Það er víða opið fyrir glamur án þess fólkið ráði. Víst er hinsvegar að þeir sem hlusta á Rótina eru í reynd flestir eða alhr að hlusta. Einnig má nefna að þessi stöð hentar vel til þjálfunar í fjölmiðlun. T.d. hefur Arnþrúður Karlsdóttir fengið afnot af stöðinni til nám- skeiðahalds í slíku. Slík þjálfun getur sannarlega verið gagnleg í samfélagi vaxandi fjölmiðlunar. Þessi grein er rituð til þess fyrst og fremst að minna menn á Rótina, gildi hennar og virkilega þýðingu í auglýsinga- og afþreyingarflóðinu og nauðsyn þess að áhugafólk sam- einist um að tryggja rekstur henn- ar. Það skiptir máh, og getur átt eftir að skipta enn meira máli fyrir fólk, að eiga sér slíka útvarpsstöð sem Rót. Jón frá Pálmholti „Víst er hins vegar að þeir sem hlusta á Rótina eru í reynd flestir eða allir að hlusta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.