Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Side 24
24
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988.
íþróttir
Gróttan tók
öll völd
- og vann Víking
Gróttan er komin í 1. deildina til
að vera, ef marka má leik hennar við
Víkinga á hinum nýja „heimavelli"
sínum í Digranesi í gær. Eftir jafn-
ræði í fyrri hálfleik tóku nýliðarnir
af Seltjarnarnesi öll völd á vellinum
og tryggðu sér öruggan sigur, 27-21.
Eftir hnífjafna byrjun komst
Grótta í 9-6 en þá kom Kristján Sig-
mundsson í mark Víkinga og fyrir
hans atbeina náðu þeir að jafna leik-
inn, 11-11. Seltirningar náöu síðan
að skora á lokasekúndunni og leiddu
13-12 í hálfleik.
Strax í byrjun síðari hálfleiks náði
Grótta fjögurra marka forystu og var
ekki í vandræðum með að halda
henni og auka aðeins við undir lokin.
Lið Gróttu kom mjög á óvart með
líflegum leik og geysilegri baráttu.
Vörnin með Gunnar Gíslason og
Willum Þórsson í aðalhlutverkum
var firnasterk og í sókninni fór hver
á fætur öðrum á kostum. Stefán Arn-
arson er útsjónarsamur leikstjórn-
andi, Davíð mikið efni í hægra horn-
inu, Páll Björnsson er kraftmikill
línumaður sem minnir á hinn júgó- •
slavneska Rnic og þeir Halldór Ing-
ólfsson og Svavar Magnússon skor-
uðu á þýðingarmiklum augnablikum
örugglega, 27-21
í seinni hálfleiknum. Sigtryggur Al-
bertsson varði markið vel.
Víkingar voru ráðalausir gegn
sterkri Gróttuvörninni í seinni hálf-
leiknum og það endurspeglar þeirra
veikleika, litla breidd í sóknarleikn-
um. Mikið var reynt að troða inn á
línuna og út í hornin með takmörk-
uðum árangri. Siggeir Magnússon
hélt liðinu á floti í síðari hálfleiknum
en framlag hans var ekki nærri því
nóg. „Sóknin var slök hjá okkur í
fyrri hálfleik og í þeim seinni var
allt í molum. Okkar markmið í vetur
verður að hanga í deildinni, ekkert
annað," sagði Guðmundur Guð-
mundsson við DV eftir leikinn.
Mörk Gróttu: Halldór Ingólfsson
7/5, Davíð Gíslason 6, Páll Björnsson
3, Stefán Arnarson 3, Willum Þórs-
son 3, Svavar Magnússon 3, Sverrir
Sverrisson 2.
Mörk Víkings: Siggeir Magnússon
7/1, Karl Þráinsson 4/2, Bjarki Sig-
urðsson 3, Guðmundur Guðmunds-
son 3, Árni Friðleifsson 3/1, Jóhann
Samúelsson 1.
Sigurgeir Sveinsson og Gunnar
Viðarsson dæmdu leikinn ágætlega
og höfðu góð tök á honum.
-VS
Tvísýnn botnslagur
- er Blikar unnu Fram, 23-24
„Staða okkar er slæm sem stendur, við hefðum þurft að vinna þenn-
an leik. Fram-liðið er ungt og reynslulítið og sóknarleikurinn var
óagaður. Vömin var hins vegar betri núna en aö undanförnu en það
er alveg Ijóst aö við veröum aö leggja allt í sölumar í næsta leik.“
Þetta sagði línumaðurinn Birgir Sigmrðsson úr Fram við DV í gær-
kvöldi. Lið hans haföi þá beðið lægri hlut fyrir Breiöabliki, 23-24, í
tvísýnum leik sem aldrei reis þó hátt. Ætla má að vígstaða liðanna
tveggja kunni aö verða erfið á næstunni bæti þau ekki leik sinn, jafnt
í sókn og vörn. Fram-liðið er stigalaust en Blikar nældu í sín fyrstu tvö
í gærkvöldi. Framan af var viðureignin, sem fór fram í Laugardals-
höll, í nokkru jafnvægi en er leið á fyrri hálfleikinn náðu Blikar for-
ystu sem þeir létu síðan ekki af hendi fyrr en undir lokin. Þá fóru
Framarar yfir til skamms tímá en skorti reynslu til aö halda fengnum
hlut og Blikar skoruöu sigurmarkið er örskammt var til loka. Vannst
Frömurum ekki timi til að ógna marki andstæðinga sinna í síöustu
sókninni og því máttu þeir sætta sig við þriðja skellinn í röð.
Lið Fram er efnilegt en ungu piltana skortir enn reynslu til aö láta
að sér kveða þegar leikið er undir álagi. Þeir Hermann Bjömsson og
Birgir Sigurðsson vom atkvæðamestir í liöinu að þessu sinni og mark-
vörðurinn Þór Bjömsson varði vel annað slagið en í heild var fram-
ganga hans rysjótt. Jens Einarsson leysti Þór raunar af í faeinum
vítaköstum og sá í tvígang viö mótherjum sínum.
í liði Blika var Þórður Davíðsson lipur og Hans skoraði dýrmæt
mörk en gerði einnig slæm mistök. Þá varði Þórir á mikilvægum
augnablikum og réö á margan hátt úrslitum raeð því að verja þrjú
vítaköst. Mörk Fram: Hermann Bjömsson 7/2, Birgir Sigurðsson 5/1,
Júlíus Gunnarsson 5/2, Agnar Sigurðsson 2, Egill Jóhannesson 2/1,
Jason Ólafsson 2. Mörk UBK: Hans Guðmundsson 6/1, Jón Þórir Jóns-
son 5/5, Þórður Davíösson 5, Magnús Magnússon 3, Andrés Magnús-
son 2, Krisfján Halldórsson 2, Ólafur Bjömsson 1.
-JÖG
Hafsteinn stal sigrinum
- þegar ÍBK vann Njarövlk í 2. deild
Keflvíkingar unnu ævintýralegan
sigur í Njarðvík á föstudagskvöldið
þegar liðin mættust í 2. deildinni í
handknattleik. Markvörður Njarð-
víkinga fékk boltann þegar 5 sekúnd-
ur voru eftir. Hann ætlaði að senda
á samherja en Hafsteinn Ingibergs-
son komst inn í sendinguna og skor-
aði sigurmark ÍBK, 28-29!
Björgvin og Sigurður Björgvins-
synir léku að nýju með Keflvíkingum
og var Björgvin markahæstur með 8
mörk. Eggert ísdal skoraði mest fyrir
Njarðvík, 11 mörk.
Þórsarar töpuðu tvisvar um helg-
ina, 23-20 fyrir ÍH í Hafnarfirði og
27-18 á Selfossi, og sifja einir á botn-
inum. Þá gerðu Haukar og HK jafn-
tefli í Hafnarfirði, 19-19. Staðan í 2.
deild er nú þannig:
Haukar.........6 5 1 0 154-113 11
ÍR.............6 4 1 1 153-120 9
Ármann...........6 4 0 2 141-142 8
HK...............5 3 1 1 122-94 7
Selfoss..........6 3 0 3 148-144 6
Njarðvík.........6 2 1 3 151-136 5
Keflavík.........6 2 0 4 133-143 4
ÍH...............6 2 0 4 101-159 4
Aftureld.....6 2 0 4 142-150 4
Þór..........7 1 0 6 133-177 2
-ÆMK/VS
í
Sigurður Sveinsson, hornamaðurinn úr KR-liðinu, átti mjög góðan dag á Akureyri í gærkvöldi og gerði ágæt mörk úr horr
við Axel Stefánsson. Sá sem skoðar myndina sér vettvanginn frá nánast sama sjónarhóli og Vesturbæingurinn.
Einstaklingsfrav
skóp þennan s
- sagöi Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR, eftir 19-18 sigur á ]
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég verð að viðurkenna að væntingar
mínar til KR-liðsins eru of háar. Sókn-
arleikurinn var ekki góður hjá okkur í
þessum leik, en vörnin var góð. Við
unnum þennan leik á einstakhngs-
framtaki Sigurðar Sveinssonar sem
skoraði afar mikilvæg mörk úr horn-
inu. Þetta var hins vegar góður tími til
að sækja KA heim, mikil pressa á leik-
mönnum liðsins eftir sigurinn gegn FH.
Ég er ánægður með stigin tvö, við höf-
um nú unnið þrjá fyrstu leiki okkar og
mín vegna má framhaldið verða eins.“
Þetta sagði Jóhann Ingi Gunnarsson,
þjálfari KR, eftir að lið hans haföi unn-
ið KA, 19-18, í hörkuleik á Akureyri í
gærkvöldi. Það sem einkenndi leikinn
fyrst og fremst var gríðarleg barátta
beggja liða í varnarleiknum og sterk
markvarsla eins og oft fylgir slíkum
vörnum. Það var tekið á af fullum
krafti og leikurinn var góö skemmtun.
Leikurinn var jafn framan af en KR-
ingar voru þó ívið skæðari og var stað-
an 8-6 í hléi þeim í vil. KA byrjaði síð-
ari hálfleikinn vel og komst yfir en
hálfleikurinn var í heild afar tvísýnn
og skiptust liðin á að hafa forystuna.
Undir lokin höfðu KR-ingar hins vegar
leikinn í hendi sér eftir mjög spennandi
og tvísýnar mínútur á undan. Sigurður
Sveinsson skoraði 19-17 þegar 35 sek.
voru til leiksloka en Jakob Jónsson
skoraði úr vítakasti fyrir KA þegar leik-
tíminn var úti. Markmenn liðanna, sem
báðir eru mjög ungir, voru geysilega
góðir í gærkvöldi. Leifur Dagfmnsson,
sem stóð í marki KR, varði alls 15 skot,
þar af eitt víti, og Axel Stefánsson í
marki KA varði 12 skot, þar af 9 í síð-
ari hálfleik og hann varði einnig eitt
vítaskot.
KR-liðið er geysisterkt. Það er tekið á
í vörninni og sóknarleikur liðsins er að
sjálfsögðu góður enda ógnandi menn
eins og Alfreð Gíslason og Páll Ólafsson
fyrir utan. Alfreð átti erfitt uppdráttar
framan af en var sterkur í síðari hálf-
leik, og þá fór Sigurður Sveinsson á
kostum í horninu. Og ekki má gleyma
Jóhannesi Stefánssyni sem er liðinu
geysilega mikilvægur leikmaður,
„öskrar“ menn áfram í vörninni og
skoraði auk þess 3 mörk. „Ég er að sjálf-
sögðu ekki ánægður," sagði Friðjón
Jónsson fyrirliði KA eftir leikinn. „Sum-
ir okkar léku ekki vel í sókninni,“ sagði
hann og átti örugglega þar m.a. við sjálf-
an sig, en Friðjón skoraði ekki mark í
leiknum. „KR-ingar eru sterkir, en það
er slæmt að tapa á heimavelli með eins
góðan stuðning og við höfum hér.“
Axel Stefánsson var bestur KA-manna,
og Jakob Jónsson átti mjög góðan síðari
Sjö vítaköst fóru í súginn
- er Eyjamerm lágu fyrir Hafiifirðingum
Fiiðbjöm Valtýsaon, DV, Eyjum:
„Þetta var mjög erfiöur leikur. Við
tókum þá á úthaldinu í siöari hálfleik.
Sóknarleikur ÍBV riölaöist þegar við
tókum tvo úr umferð og markvarsla
Bergsveins var stórkostleg.“ Þetta
sagði Viggó Sigurösson, þjálfari FH,
aö loknum leik ÍBV og FH í 1. deild-
inni í Eyjum í gærkvöldi en FH sigraði
örugglega, 19-25.
„Eg tel þó aö Eyjamenn eigi eför að
reyta stig hér á heimavelli sínum,“
sagði Viggó ennfremur.
Það var ágætis handbolti lengst af í
Eyjum í gærkvöldi. Leikurinn var í
jáirnum í 45 mínútur, staðan í hálfleik
11-12 fyrir FH. FH komst í 11-14 en
meö miklu haröfylgi tókst heima-
mönnum að jafna, 16-16. En þá virtist
sem leikmenn ÍBV stæðust ekki lengur
álagiö og voru FH-ingar ekki lengi að
nýta sér þaö. Bergsveinn Bergsveins-
son, markvörður FH, varði hreint stór-
kostlega á þessum kafla, þar af þrjú
vitaköst en alls fóru sjö í súginn hjá
ÍBV. FH-ingar sigldu fram úr og sigr-
uðu örugglega.
Langbesti maður ÍBV, sem oftar, var
Sigmar Þröstur markvörður. Hann
varði oft snilldarlega, sérstaklega í
fyrri hálfleik. Athygli vöktu einnig
nafnamir Siguröur V. Friöriksson og
Sigurður Friðriksson. Stórefnilegir
báðir, Sigurður V. sterkur og ósérhlíf-
inn á línunni og hinn snöggur og lipur
í horninu.
Bergsveinn varði mjög vel annars
var FH-hðið mjög jafnt.
Mörk ÍBV: Siguröur Gunnarsson 6/2,
Þorsteinn Viktorsson 4, Sigbjörn
Óskarsson 3, Sigurður V. Friðriksson
3, Siguröur Friðriksson 3.
Mörk FH: Óskar Ármannsson 6/3,
Þorgils Óttar Mathiesen 4, Gunnar
Beinteinsson 4, Héðinn Gilsson 4,
Óskar Helgason 2, Knútur Sigurösson
2, Hálfdán Þórðarson 2, Guðjón Árna-
son 1/1.
Dóraarar voru Gunnlaugur Hjálm-
arsson og Einar Sveinsson og komust
mjög vel frá leiknum.
4-