Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgréiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Hneykslið magnast Styrkir ríkisins til blaðanna eru eitt það hneyksli, sem stjórnmálamennirnir gangast fyrir. Það er svívirða að láta skattgreiðendur halda blöðum uppi. DV neitar sem kunnugt er að taka við ríkisstyrkjum. Blöð eiga auðvit- að að standa eða falla með því, hvort nógu margir vilja kaupa þau og lesa. En landsfeður okkar hafa jafnan haft annan hátt á. Á Alþingi hafa með íjárlögum verið samþykktir sífellt hærri styrkir til flokksblaðanna. Póli- tískir menn í hinum ýmsu flokkum geta auðvitað hald- ið uppi blöðum ef þeir leggja til þess fé. En það á að vera óviðkomandi hinum almenna skattgreiðanda. í ár kastar tólfunum í þessu hneykslismáli. Núverandi ríkis- stjórn ætlar að nota sinn tæpa meirihluta í sameinuðu þingi til að magna blaðastyrkina. í íjárlagafrumvarpi stjórnarinnar er gert ráð fyrir, að styrkir þessir aukist um 70 prósent, á sama tíma og önnur útgjöld ríkisins hækki um tæp 10 prósent að meðaltali. Styrkjum þessum má skipta í þrennt. í fyrsta lagi fá blöðin 50 milljónir í beinum styrkjum. Síðan kaupir ríkið 250 eintök af dagblöðunum. Loks skipta þingflokkarnir milli sín 22 milljónum, sem kallað er til útgáfumála samkvæmt ákvörðun þingflokka. Sam- anlagt fá þau blöð, sem styrkina taka, um 70 milljónir í sinn hlut. Auk styrkja til útgáfu fá flokkarnir styrki vegna svokallaðrar sérfræðilegrar aðstoðar. Þar er um að ræða 18 milljónir króna. Landsfeðurnir krefjast aukins aðhalds af landsmönn- um. Skattpíning hins opinbera verður með þeim hætti, að margir munu shgast undir. En stjórnmálamenn eru forhertir. Sem fyrr munu landsfeður veita stórar fúlgur til að styrkja gæðinga sína á hinum ýmsu sviðum. Fyrir- greiðslupólitíkin verður áfram ríkjandi. Staðan er nú sú, að í ríkisstjórn sitja fulltrúar þriggja flokka, sem eiga dagblöð, sem fáir vilja kaupa. Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn njóta lítillar hylli. Þau tapa. Ríkisstyrkirnir halda þeim á floti. Án þeirra yrðu flokks- menn þeirra flokka að taka að sér að bera blöðin uppi. Við því væri ekkert að segja, að flokksmenn héldu úti blöðunum til að birta ákveðnar hugvekjur viðkomandi flokksleiðtoga. En það ber sérstaklega að fordæma, að þessir flokksleiðtogar notfæri sér atkvæði sín á þinginu til þess að láta'almenning borga af því í sköttum sínum, að þessum tapblöðum sé haldið gangandi. Almenningur fordæmir þetta háttalag stjórnmálamanna. Hneykslið er nú einkum augljóst af því, að stefnt er í 70 prósent hækkun blaðastyrkja, á sama tíma og kreppt verður að mörgum nauðsynjamálum. Menn skyldu athuga, að DV er eitt um að hafna þess- um styrkjum. Morgunblaðið þiggur hluta styrksins frá ríkinu. Fólk skyldi í leiðinni hafa í huga, að hneyksli blaða- styrkjanna er hluti af þeim miklu hneykslismálum, sem stjórnmálamenn gangast fyrir. Við gætum lifað hér miklu bærilegra lífi, ef því fé, sem til er, væri jafnan ráðstafað til arðbærra nauðsynja- mála. Nær daglega sjáum við dæmi þess, að þetta er ekki gert. Fyrirgreiðslukerfið hefur sett ríkissjóð í halla árum saman, meðan hagkvæmni við ráðstöfun fjár hefði ella stórlega bætt lífskjör okkar. Nýja stjórnin lofar ekki góðu í þessum efnum. Lengi hafa stjórnir farið illa með fé skattborgaranna Og lengi getur vont versnað. Haukur Helgason „Þannig eru prentaðir peningar sem engin innstæða er fyrir og nefnist yfirdráttur í Seðlabanka," segir hér. Minni skattar - meiri útgjöld Einn af gáfuðustu mönnum þjóð- arinnar sagði við mig fyrir nokkr- um dögum að það væri tvennt sem allir kíósendur væru sammála um og það væri að skattar ættu að lækka og að félagslega þjónustu ætti aö auka. Mér fannst þetta um margt nokkuð góður brandari, en þetta er ekki bara brandari, þetta ber í sér kjama þeirra vandamála sem þjóðfélög Vesturlanda eiga viö að stríöa. Stöðugt eru gerðar meiri og meiri kröfur. Framganga slíkra krafna kostar peninga og það era ekki aðrir til að borga reikninginn en skattgreið- endur. Það er talaö um þrýstihópa sem valdi mestu af þessu en þá gleymast þeir sem mikilvirkastir eru í því að þenja út ríkiskerfið en það eru velviljaðir stjómmála- menn sem vilja láta gott af sér leiða en forðast að sjá skóginn fyrir trjánum. í viðleitni sinni til að láta gott af sér leiða og gera öllum til hæfis hafa þessir stjómmálamenn hinna mjúku gilda og mannlegu leiða o.s.frv. hlaðið upp vandamálum sem þeim kemur gkki til hugar að leysa heldur ætla það bömum sín- um og barnabömum. Stjómmála- menn Vesturlanda hafa nefnilega fundið leiö til að lækka skatta en auka um leið ríkisútgjöld og það gera þeir með því að taka lán hjá sjálfum sér og öðrum og skattleggja framtíðina. Barnaskattar Til að fullnægja kröfum um aukna félagslega þjónustu, án þess að auka verulega skattbyrði þegn- anna, hafa stjómmálamenn fundið ýmsar hentugar millileiðir. Þannig em gefin út skuldabréf og fleiri greiðsluskuldbindingar sem ríkis- sjóður lofar aö greiða seinna. Þann- ig era tekin erlend lán sem ríkis- sjóður lofar að greiöa seinna. Þann- ig era prentaðir peningar sem eng- in innstæða er fyrir og nefnist yfir- dráttur í Seðlabanka og ríkissjóður lofar að greiöa seinna. Þetta seinna er nokkuð mismun- andi en það getur verið allt fram á þriðja áratug næstu aldar. Þannig þarf litla bamið, sem er að fæðast á því herrans ári 1988, að greiða afborganir og vexti af skuldbind- ingum sem ríkissjóður tók að sér í upphafi þessa áratugar um leið og það er að festa kaup á sinni fyrstu íbúð. Hin nýfæddu verða líklega hátt á fimmtugsaldri áður en toka- greiðslur þeirra lána, sem ríkis- sjóður hefur tekið á þessum áratug, era fuUgreiddar. Til era þeir sfjómmálamenn sem segja það fullum fetum að við eig- um aö halda áfram að skattleggja framtíðina og í þeim hópi er m.a. einn þingmaður stjómmálaflokks- ins sem einu sinni kenndi sig við að gæta aðhalds og spamaðar í rík- isrekstrinum og vildi báknið burt. Þessi mjúka millileið hefur því ótvíræða kosti. Þaö era fáir sem skipta sér að þessu eða kvarta vegna þess að nýfæddir og ófæddir eiga enga málsvara á þingi. Afleiðingarnar Afleiðingamar af því að reka rík- Kjallarmn Jón Magnússon lögmaður issjóð með stöðugum halla, prenta peninga sem engin innstæða er fyr- ir og skattleggja ungböm og ófædda, eru m.a. þær að fleiri pen- ingar era til staðar en nemur þeim verðmætum sem þjóðin skapar. Vöraskiptajöfnuöur við útlönd verður óhagstæöur, verðbólga eykst og vextir hækka. Þetta eru, þegar öllu er á botninn hvolft, af- leiðingamar af stefnu hinna mjúku gilda og svonefndra mannlegu við- horfa. Þau snúast stundum upp í andhverfu sína. Það er nú einu sinni þannig að þó aö rjómatertur séu góðar þá er ekki hollt að borða margar í einu, þá verður manni óglatt. Þannig er það einnig með efnahagskerfi einn- ar þjóðar. Útdeihng stjórnmála- manna á gervirjómakökunum sín- um hefur heldur betur valdið því að efnahagskerfinu er ekki bara bumbult heldur er það oröið alvar- lega veikt eftir sjúklega óreiðu í ríkisfiármálum. Það er ekki við nokkum meira að sakast en stjóm- málamenn hvemig komið er. Þannig var góðærið misnotað og ríkisútgjöld spennt úr hófi og ríkis- sjóður þar að auki rekinn með umtalsverðum haha í mesta góðæri sem þessi þjóð hefur hlotið. Eftir góðærið stendur ríkissjóður uppi með tugi mihjarða í óreiðuskuldum og þegar kreppir aö á að draga sam- an. Að borða kökuna strax Einhvern tíma heyrði ég þá spak- legu viömiðun um efnahagsstjóm að eðlhegt væri að ríkið drægi sam- an seglin í góðæri og safnaði til mögra áraiina en yki frekar útgjöld sín þegar harðnaöi í ári. Þetta era skynsamleg viðhorf. Hvers vegna er þetta þá ekki gert og það í landi sem reglubundið fær sveiflur í afla og aflaverðmæti? Vegna þess að stjómmálamenn- imir geta þetta ekki. Ef þeir sjá einhvers staðar matarörðu vhja þeir strax að hún sé borðuð. Þess vegna era ekki th neinir varasjóðir þegar hahar undan fæti. Þess vegna verður peningakreppan al- varlegri en hún hefði þurft að vera ef skynsamlega hefði verið haldiö á málum. Hvað á að gera? Stjómmálamenn hér á landi (en þó ekki bara hér) hafa sýnt að þeim er um megn að raða verkefnum í eðlhega forgangsröð og takmarka sig við það sem tekjur og eðhlegt álag á efnahagskerfið leyfir. Þeir þurfa ahtaf að gera meira og meira. - Og aðeins meira. Þess vegna er framtíðin skattlögð hér á landi og víðar. Skattlagning ómálga bama er því ætiö sú þrautalending sem hug- myndasnauðir stjómmálamenn grípa th. -í nokkrum löndum hefur þessi þróun, ásamt vaxandi skatt- heimtu, leitt til þess að stofnaðir hafa verið sérstakir stjómmála- flokkar sem hafa það helst á stefnu- skrá sinni að draga úr ríkisútgjöld- um og draga úr sköttum. Ég ætla að betur væri komið í þjóðmálum hér á landi ef við hefðum átt shkan flokk á þessum áratug. Höft á stjórnmálamenn í stjórnarskrá lýðveldisins er ákvæði sem segir að ekki megi leggja á neinn skatt nema með lög- um. Upphaflega var hugsunin sú að þjóðkjömir fuhtrúar ættu með þessu að gæta þeirra hagsmuna gagnvart ríkisvaldinu að borgar- amir yrðu ekki skattlagðir um of. Nú þurfa borgaramir aðra trygg- ingu sem er miklu mikhvægari th að tryggja það að ekki sé hægt að steypa efnahagskerfinu í glötun með óráðsíu og eyðslu. Sú trygging þarf að vera í formi sfiómarskrárákvæðis sem bannar að ríkissjóður sé rekinn með haha og að samþykkt séu fiárlög með haha nema í neyðarthvikum eins og t.d. ef um náttúruhamfarir og styrjaldir er að ræða. Jafnframt þarf að setja þak á heimild th skatt- lagningar þannig að skattheimta megi aldrei nema meiru en ákveðn- um hundraðshluta þjóðartekna næsta árs á undan. Þá þarf einnig að takmarka mögrheika stjóm- valda með stjómarskrárákvæðum th aö skattleggja framtíðina. Stjórnarskrárákvæði sem þessi eru tvímælalaust nauðsynlegustu breytingar sem gera þarf á sfióm- arskrá lýðveldisins, auk þess að tryggja lýðræði í landinu með því að veita öhum borguram sama kosningarétt. Jón Magnússon „ .. .en þá gleymast þeir sem mikilvirk- astir eru í því aö þenja út ríkiskerfiö en það eru velviljaðir stjórnmálamenn sem vilja láta gott af sér leiða...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.