Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Síða 9
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. 9 uv Útlönd Shamir með meirihluta Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels og formaður Likud-banda- lagsins, hefur fengið nægan stuðning frá þinginu til þess að mynda nýja stjóm. Eftir tólf daga viðræður við Likud-bandalagið og Verkamanna- flokkinn tilkynntu tveir flokkar rétt- trúaðra forsetanum, Chaim Herzog, í gær að þeir væru fylgjandi því að Shamir myndaði samsteypustjórn. Shimon Peres, utanríkisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, útilokaði í gær möguleikana á breiðri stjóm með þátttöku stóru flokkanna tveggja. Bæöi Likud-bandalagið og Verkamannaflokkurinn hafa reynt að semja við rétttrúnaðarflokkana þrjá sem fengu oddaaðstöðu í kosn- ingunum þann 1. nóvember síðasthð- inn. Shamir lofaði Shasflokknum og Agudat Israel, sem lýstu yfir stuðn- ingi við hann í gær, að Likud-banda- lagið myndi styðja lög sem viður- kenna aðeins vald rétttrúaðra rabb- ína til að skíra til gyðingatrúar. Það myndi þýða útilokun þúsunda gyð- inga erlendis sem ekki hafa verið skírðir af rétttrúuðum gyðingaprest- um. Og viðbúið er að það veki reiði hins mikla fjölda gyðinga í Banda- ríkjunum, að því er talsmaður Sham- irs sagði. Shamir lofaði einnig klerk- unum embættum til þess að þeir gætu haft yfirumsjón með trúar- stofnunum. Forseti ísraels mun í dag hitta leið- toga Likud-bandalagsins og Verka- mannaflokksins. Búist er við að hann biöji Shamir um að mynda stjóm næstu daga. Reuter Um tuttugu þúsund ísraelsmenn söfnuðust saman i Tel Aviv á laugardag- inn og hvöttu Likud-bandalagið og Verkamannaflokkinn til þess að mynda þjóðareiningarstjórn til þess að breyta kosningakerfinu. Einnig voru fiokk- arnir hvattir til þess að láta ekki undan kröfum flokka rétttrúaðra sem hafa oddaaðstöðu á þinginu. Simamynd Reuter Deilur á þingi Palestínumanna Harðlinumenn á þingi Palestinu- manna vilja ekki fallast á tillögur Yassírs Arafats, leiðtoga PLO, um friðarviðræður við ísrael. Arafat er hlynntur því að gerð veröi tvíhliða samþykkt þar sem annars vegar er lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á vesturbakkanum og Gazasvæðinu og hins vegar viðurkenndur tilverurétt- ur Ísraelsríkis. ísraelar og Banda- ríkjamenn neita að ræða við Palest- ínumenn nema að samtök þeirra við- urkenrii Ísraelsríki og afneiti vopn- aðri baráttu. Þing Þjóðarráðs Palestínumanna stendur yfir í Alsír og þar er reynt að finna leið til að fá pólitískan ávinnig út á uppreisn Palestínu- manna í ísrael sem staðið hefur í eitt ár og kostað rúmlega 300 Palestínu- menn lífið. Harðlínumenn neita að viður- kenna Ísraelsríki, en lýsa eingöngu yfir stofnun stjálfstæðs ríkis Palest- ínumanna á vesturbakkanum og á Gazasvæðinu. Yassír Arafat á undir högg að sækja á þingi Palestínumanna. Rýmiugarsala Vegna væntanlegs flutníngs verslunarínnar í nýtt húsnæði höfum víð rýmíngarsölu í nokkra daga. Mtkll vcnMæklum Dæmi: Hjönarúm með dýnum á kr. 12.300,- Svefnbekkír á kr. 14.400,- Allar stakar svampdýnur á kr. 5.000,- Notið tækífæríð - Geríð góð kaup Síðustu dagar HREIDRID Grensásvegi 12 Sími688140-84660 Pósthólf 8312-128 Rvk. HEFUR ÞÚ AUGU í HNAKKANUM? Hefur þú ekki oft óskaö þess aö þú heföir augu í hnakkanum? Eftirlitsmaðurinn frá Sony gerir þér kleyft að fylgjast meö tveimur stööum samtímis. Þú getur sparaö stórlega meö því aö hafa augun á réttum staö. Sony HNS-16a • Ljósnæm myndavél (5 lux) • Innbyggður hljóðnemi • 4 tommu skjár með hátalara • Heyrnartólstengi • Video og hljóð úttak • Rörsjá til að sjá í gegnum hurðir • Vegg- og borðfestingar • 20 metra tengisnúra Vegna sérstakra samninga við Sony getum viö boðið takmarkaö magn af þessu undratæki á ótrúlegu tilboösveröi. Rétt verö kr. 45.200. Tilboðsverð kr. 21.500 stgr. JAPISS • BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN • • AKUREYRI ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.