Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Qupperneq 4
4
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988.
Fréttir
Skólastjóri í Olafsvík:
Býður Jóni Baldvin
ferð til Palestínu
- og dvöl í flottamannabúðunum þar
Elías Davíðsson, skólastjóri Tón-
listarskólans í Ólafsvík og organisti
á staðnum, sendi á fóstudag form-
legt boð til Jóns Baldvins utanrík-
isráðherra um ókeypis ferð til her-
teknu svæðanna í Palestínu ogdvöl
í flóttamannabúöunum þar.
Sendi Elías Jóni Baldvin svo-
hljóðandi skeyti:
„Ég, sem er fæddur og uppalinn
í Palestínu, harma afstöðu þína á
allsheijarþingi Sameinuðu þjóð-
anna í Palestinumálinu. Af þeim
sökum hef ég ákveðið að bjóða þér
ókeypis ferð til herteknu svæðanna
í Palestínu og dvöl í flóttamanna-
búöunum þar.
Ég vona að þjáningar og píslar-
vætti Palestínuþjóðarinnar, sem
sætir krossfestingu á heimaslóðum
Frelsarans og sem þú vilt vonandi
kynnast af eigin raun, eigi eftir að
vekja samúð þína með réttmætum
kröfum hennar.“
Aðspurður um hvað svona ferð
kostaöi sagöi Elías það vera um
50.000 krónur. Það myndu fleiri
Palestínumenn búsettii- á íslandi
hlaupa undir bagga með aö koma
utanríkisráðherranum tii Palest-
ínu ef hann þægi boðið. „Við vfljum
ekki bara aö hann kynni sér flótta-
mannabúðimar, heldur fangelsin
líka, þar sem dvelja 20.000 pólití-
skir fangar án dóms og laga,“ sagði
Elías. „Ymsir ráðamenn, sem hafa
farið í slikar kynnisferðir til herte-
knu svæðanna, hafa komið gjör-
breyttir persónuleikar til baka, því
þetta er helvíti á jörð. En ef það er
Jón Baldvin, þá held ég að hann
þoli það.“ -JSS
Akureyri:
Stútur við stýrið
- og tveir bílar gjörónýtir
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Ölvaður ökumaöur olli hörðum
árekstri íjögurra bíla snemma í gær-
morgun á Þingvallastræti á Akur-
eyri.
Hann var á leið austur götuna og
ók þá yflr á vinstri vegarhelminginn.
Þar ók hann á kyrrstæða bifreið,
kastaði henni á aðra bifreið og hún
hafnaði á fjórðu bifreiðinni inni á
bílastæði viö hús.
Bíllinn, sem olli árekstrinum, og
sá sem hann lenti á fyrst eru báðir
gjörónýtir en hinir tveir minna
skemmdir. Farþegi í bifreiðinni var
fluttur á sjúkrahús og mun meðal
annars hafa verið fótbrotinn en öku-
IsaQörður:
maðurinn slapp nær ómeiddur.
Tveir aðrir ökumenn voru teknir,
grunaöir um ölvunarakstur, á Akur-
eyri um helgina. Einhverjir gerðu sér
ferð í sundlaugina í fyrrinótt en að
öðru leyti var helgin fremur róleg
hjá Akureyrarlögreglunni.
Loftmengun í nýju
lögreglustöðinni
„Þaö lagði bíll fyrir utan inntakið
á loftræstikerfi nýju lögreglustööv-
arinnar á ísafirði á dögunum með
þeim afleiöingum að loftið innan
dyra mengaðist nokkuö til óþæginda
fyrir fanga í fangageymslum húss-
ins,“ sagöi heimildamaður við DV.
Lögreglan á ísafirði tjáði DV að
víst hafi bíll stöðvað fyrir utan inn-
takið með fyrrgreindum afleiðingum
en hann hafi verið rekinn á brott hið
snarasta, loftræstikeríið stöðvað og
látið soga óhreina loftið út. Ekki hafi
veriö þægilegt aö hafa útblásturs-
mengað loft innan dyra en að það
hafi leikiö fanga grátt væru ýkjur
sem ekki ættu viö rök að styðjast.
Eftirleiðis er bannað aö leggja við
loftræstiinntak lögreglustöövarinn-
ar á ísafirði.
-hlh
Eðvarð Sigurgeirsson með heiðursskjalið sem hann fékk frá Félagi ís-
lenskra kvikmyndagerðarmanna. DV-mynd, gk
Akureyri:
Eðvarð af hent
heiðursskjal
Gylfi Kristjánsaon, DV, Akureyri:
Myndvika í tilefni 80 ára afmæhs
Eðvarðs Sigurgeirssonar, ljósmynd-
ara á Akureyri, hófst á laugardag í
Borgarbíói á Akureyri og var fjöl-
menni við opnun myndvikunnar.
Þar var Eövarð afhent heiöursskjal
frá Félagi íslenskra kvikmyndagerð-
armanna. Sýndar voru myndir úr
safni hans en Eðvarð hefur kvik-
myndað marga merkisatburði á
löngum ferh sínum. Einnig voru af-
hent verðlaun í kvikmyndasam-
keppni og verðlaunamyndir sýndar.
Myndvikan stendur yfir á Akur-
eyri næstu daga. í Borgarbíói eru
sýndar fjölmargar íslenskar kvik-
myndir en mest ber þar á hinni nýju
mynd Hrafns Gunnlaugssonar, í
skugga hrafnsins.
Hafnarfjörður:
Innbrot í
fjögur fyrirtæki
Brotist var inn í fjögur fyrirtæki þjófurinn eða þjófamir hafi verið að
við Trönuhraun í Hafnarfiröi um leita aö einhverju en ekki fundiö
helgina. Ef undan er skilin ein felga, þaö,“ sagöi lögreglan í Hafnarfirði
sem horfin er, viröist engu hafa ver- en tók það fram að aöeins lausleg
ið stoUð. „Það er eins og innbrots- rannsóknhefðifariðfram. -HK
í dag mælir Dagíari_____________________
Skallagrímur í samgöngunum
ísland hefur mátt una því að vera
þátttakandi i Atlantshafsbandalag-
inu í fjörutíu ár. AUan þennan tíma
hafa kommúnistar, sósfahstar og
aUabaUar háð hetjulega baráttu
fyrir þvl að íslendingar gengju úr
jæssu bandalagi. Fyrst vöruöu þeir
okkur við þvf að með þátttökunni
mundi þjóöin glata sjálfstæöi sínu.
Þaö hefur ekki oröið enn. Þá var
gripið tíl þess ráðs aö fuUyrða að
ófriður mundi bijótast út af völd-
um Nató. Aldrei hefur verið frið-
vænlegra f álfunni og engin styrj-
öld hefur brotist út enn.
Næst vöruðu þeir okkur við her-
manginu og töldu þjóðina glata
efnahag sínum. Hermangið kom
fótunum undir þjóöina efnahags-
lega og skaðinn hefur ekki skeð
enn. Þrautalendingin var að vara
við því að íslendingar glötuðu
tungu sinni og menningu. Enn er
töluð íslenska í landinu og menn-
ingin er í blóma.
AUar hrakspámar hafa sem sé
orðið aö engu. Fyrstu árin eftir
þátttöku okkar í Atlantshafsbanda-
laginu setti Alþýöubandalagiö þaö
sem skUyrði að ísland segði sig úr
bandalagjnu þegar aUaballamir
komust í ríkisstjóm. Nú em þeir
dagar löngu liðnir og allabaílar
mega þakka fyrir aö komast í ríkis-
stjómir yfirleitt og hafa vit á því
aö minnast ekki einu orði á Nató
þegar ráðherrastólamir em í aug-
sýn. Baráttan gegn Nató hefúr verð
háð með þögninni.
En nú hefur þaö gerst að Al-
þýðubandalagiö hefur fyrir slysni
dottiö inn í ríkisstjóm og fengið þar
ráðherrastóla fyrir unga ofurhuga
sem em aldir upp í því að vera á
móti hemum og hafa ekki lært þá
lífsreynslu fyrirrennara sinna aö
skynsamlegasta andstaða þeirra
gegn Nató sé aö segja ekki neitt.
Einn þeirra, Steingrímur Sigfús-
son, valdist sem samgönguráð-
herra þegar mamma hans sagði
honum að taka að sér samgöngu-
málin af þvi vegimir væm svo
slæmir. Steingrímur er semúlega
kominn í beinan karUegg af Agh
Skallagrímssyni ef marka má útht-
iö og er ekki leiðum að líkjast.
Það er af Skallagrími þeirra aUa-
baUanna að segja aö hann hefur
komið auga á leið tU aö ná sér niðri
á Atlantshafsbandalaginu og efna
þannig ævagamalt loforð allabaUa
að beijast gegn her í landi. Þannig
háttar tU að Nató vUl byggja vara-
flugvöU hér á landi, annaðhvort á
Sauöárkróki eða Húsavík, og
bandalagiö gerir ekki aörar kröfur
en þær aö fá aö nota flugvöUinn á
stríöstímum og þótti engum mikið.
En Skallagrímur samgönguráö-
herra er sko aldeilis ekki á því að
gera Atlantshafsbandalaginu þann
greiöa aö leyfa því að byggja ókeyp-
is flugvöU fyrir íslendinga. Hann
er því algjörlega andvígur.
Vafasamt verður að teljast að
þessi varaflugvöUur skipti sköpum
fyrir varnarmátt Nató og þessi af-
staöa samgönguráðherra væri sak-
laus og meinlaus ef svo vUdi ekki
tU að flugvöUurinn kemur okkur
íslendingum að miklu meira gagni
heldur en Nató. Nató ætlar aö nota
hann á stríðstímum, við getum
notað hann á friðartímum. Nú má
svosum vel vera að SkaUagrímur
geti komið í veg fyrir að Nató noti
íslenska flugvelh eða mannvirki ef
tíl styijaldar kemur, enda maður-
inn hinn vörpulegasti og óvíst
hvort stórveldin legðu í hann ef
hann bannaði þeim stríðsrekstur á
íslandi. Þeir munu aUavega biðja
hann um leyfi tU að kasta sprengj-
unum úr því hann telur sig hafa
efni á því að banna íslendingum
að eignast flugvöU fyrir ekki neitt.
Þannig sýnist Dagfara að ára-
tugaandstaða Alþýðubandalagsins
sé loks að bera árangur með því
að koma í veg fyrir að Norðlending-
ar fái almennUegan flugvöU. En
ekki er vist að kjósendur SkaUa-
gríms norður í landi séu jafnáhug-
asamir um flugvallarleysið og ráð-
herrann og þess vegna eru nú góð
ráð dýr. Dagfara dettur það helst í
hug hvort ekki mætti læða því að
mömmu ráöherrans að hún hvísl-
aði því í eyra sonar síns að flugveU-
ir séu líka samgöngur og hún hafi
aUs ekki meint þaö að hann ætti
að viðhalda vegleysunum og sam-
gönguleysinu þótt hún hafi viljað
hafa hann samgönguráðherra af
þvi vegimir eru svo slæmir. Það
er aUt í lagi að vera á móti Nató
en það er óþarfi aö láta þaö bitna
á sínum eigin kjósendum.
Dagfari