Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 39
39
MÁNUÖAGUR 14.
' 1988.
Fréttir
DalviK:
Atvinnuástand nýög gott
- aðeins einn á atvinnuleysisskrá
Geir A. Gaðsleinsson, DV, Dalvík:
Mjög gott atvinnuástand er á
Dalvík og í nágrannasveitarfélög-
unum, Svarfaðardal og Árskógs-
hreppi. Aðeins einn mun vera á
atvúnnuieysiskrá, það er að segja
er raunverulega atvinnuiaus.
Nægur afli hefur borist á land í
sumar og haust og hefur hann aðal-
lega verið frystur eða verkaður í
salt hjá Frystihtisi KEA en aðrir
fiskverkendur hafa verið önnum
kafnir við að meta og pakka skreið
sem fer á ítahumarkað.
Einstaka aðkomubátur hefur
landað afia sínum hér á Ðalvík.
Fyrir háifum mánuði iandaði
norskur bátur um 40 tonnum af
sjófrystri loðnu til vinnslu hjá Sölt-
unarfélagi Dalvíkinga og sl. sunnu-
dag landaði Keilir RE 37 um 74
tonnum af þorski, ufsa og ýmsu
skrapi til vinnslu hjá Blika h/f.
Nýtt hús slysavarnadeildar-
innar í Öræfum tekið í notkun
- og björgunarsveitin hefur fengið Benz-bíl
Júlia Imsland, DV, Höfn:
Um síðasthðin mánaðamót var
fullgert og tekið í notkun nýtt hús
slysavarnadeildarinnar í Öræfum.
Deildin var stofnuð 9. september 1963
og eru félagsmenn 52. Að beiðni
Slysavarnafélags íslands var seinna
stofnuð björgunarsveitin Kári og í
henni eru 24 menn. Formaður er Sig-
urjón Gunnarsson. Páll Björnsson
hefur verið formaður slysavarna-
deildarinnar þar til fyrir ári. Þá tók
Guðjón Ingimundarson við for-
mennsku.
Björgunarsveitin hefur keypt htið
notaðan Benz-Unimoc bíl frá Þýska-
landi og er búið að gera ýmsar breyt-
ingar á honum og koma fyrir tækjum
Nýi Benzinn björgunarsveitarinnar.
og búnaði. Hann er nú tilbúinn til
notkunar. Slysavarnafélag íslands
gaf efnið í húsið og Öræflngar sáu
um að koma því upp. Guðjón formað-
ur sagði að í það hefðu farið 1720
vinnustundir, allt sjálfboðavinna.
Hofshreppur hefur aðstöðu fyrir
slökkvihð sitt í hluta hússins. Guðjón
sagði ennfremur að án hjálpar Slysa-
varnafélagsins hefði þetta ekki tekist
í þeirra fámennu deild en nú væru
þeir mun betur í stakk búnir til hjálp-
ar þegar á þyrfti að halda.
Þeir unnu að byggingunni ásamt mörgum öðrum. Frá vinstri: Helgi, Sigur-
geir, Sigurður og Guðjón formaður. DV-myndir Ragnar
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
Staðgreiðsla skatta er betri fyr-
ir bæjartélögin, þau verða örugg-
ari í framkvæmdum með því að
fá peningana vilcu- eða mánaðar-
lega, að sögn Karls Björnssonar,
bæjarstjóra á Selfossi. Útkoman
er góð úr staðgreiðslukerfmu og
tekjur á Selfossi virðast ætla að
verða meiri en gert var ráð fýrir
í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir
árið 1988.
Þetta kemur sér vel, segir hinn
ungi bæjarstjóri, þar sem unnið
hefur verið meira við fram-
kvæmdir á dagheimilisbygging-
unni og gatnagerð en gert var ráö
fyrir í upphafi ársins. Samkvæmt
nýjasta uppgjöri frá fjármála-
ráðuneytinu skuldar ráðuneytið
Selfossbæ 8,5 miUjónir króna og
þeir peningar koma í dag til Sel-
fossbæjar, eftir því sem Kai'l
Björnsson tjáði mér. Hann var
mjög ánægður meö þá útkomu.
Heimamenn tefla
- hafa fengið skákþjálfara austur
Sigurðux Ægisson, DV, Djúpavogi:
Að beiðni áhugasamra manna hér
er kominn hingað austur á Djúpavog
Sturla Pétursson skákmaður, er var
í ólympíuskáksveit íslendinga árið
1937, og hyggst taka Djúpavogsbúa á
beinið í þeirri göfugu íþrótt.
Mikill skákáhugi hefur verið á
Djúpavogi um nokkurt árabil en
menn hjakkað í sama farinu mestan
partinn. Menn létu því ekki tækifæ-
rið renna sér úr greipum þegar opn-
aðist sá möguleiki að fá þjálfara sem
gæti opnað nýjar gáttir. Er komu
Sturlu hingað því fagnað mjög.
Teflt á Djúpavogi undir stjórn Sturlu Péturssonar, fyrrum Islandsmeistara.
DV-mynd Sigurður
Splfnss
gert var ráð fyrir
Skagaströnd:
Mikill afli og mikil vinna á öllum sviðum
Birgir Ámason, DV, Skagaströnd:
A Skagaströnd er atvinnuástand
mjög gott. Þar hafa allir vinnu sem
vilja vinna. Togarinn Arnar hefur
fiskað það vel að undanfórnu að það
hefur ekki hafst undan að vinna afl-
ann í frystihúsinu.
Fimm bátar eru á innfjarðarrækju-
veiðum og hafa þær gengið mjog vel
en rækjan er frekar smá og blönduð
smásíld. Einn bátur er á djúprækju-
veiðum og hefur aflinn hjá honum
verið tregur upp á síðkastið. Þá er
einn bátur á línuveiðum og hefur
hann fengið 4-5 tonn í róðri.
Talsvert er hér um byggingarfram-
kvæmdir. Verið er að ljúka við að
koma undir þak fimm leiguíbúðum
á vegum sveitarfélagsins. Einnig er
verið að byggja kirkju og iðnaðar-
húsnæði og búið er að taka grunn
að fjórum parhúsum.
AÐEINS FYRIR
SÖLUMENN
VHtu njóta starfsins betur?
Ljúka sö/unni á auðveidari hátt7
Svara mótbárum af meira öryggi?
Dale Carnegie sölunámskeiðið
er einu sinni í viku í 12 vikur frá kl. 9.00-12.30 og er
eingöngu ætlað starfandi sölumönnum.
Námskeiðið er metið til háskólanáms í Bandaríkjunum.
Námskeiðið getur hjálpað þér að:
• Gera söluna auðveldari.
• Njóta starfsins betur.
• Byggja upp eldmóð.
• Ná sölutakmarki þínu.
• Svara mótbárum af öryggi.
• Öðlast meira öryggi.
• Skipuleggja sjálfan þig og söluna.
• Vekja áhuga viðskiptavinarins.
Fjárfesting i menntun skilar þér arði æviiangt.
Innritun og upplýsingar:
o 82411
0
STJÓRNUNARSKÓUNIM
Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin’
SILVER PROFESSIONAL
SATELLIT
Sérhanriaóur fyrir speglaperur BS,
sem skila betri árangri já
Virka daga kl. 8 23.
Laugardaga kl. 10 21
Sunnudaga kl. 10-21
VERIÐ VELKOMIN
2 andiitsljós