Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 14, NÖVEMBER 1988, Jarðarfarir nóvember. Hann var fæddur 15. febr- úar 1961. sonur Þors Jóhannssonar og Elínar R. Eyfells. Eftirlifandi eig- inkona hans er Ingibjörg Jóhanns- dóttir. Áttu þau einn son. Útför Ey- jólfs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Hannibal Guðmundur Einarsson frá ísafirði. Einigrund 34. Akranesi. verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju þriðjudaginn 15. nóvember kl. 13. Guðmundur Skúli Bergmann Björns- son, fyrrverandi starfsmaður Flug- málastjórnar ríkisins, Gnoðarvogi 28, Reykjavík, verður jarðsunginn í dag, 14. nóvember, kl. 13.30 frá Lang- holtskirkju. Bjarnþóra Benediktsdóttir verður jarðsungin þriðjudaginn 15. nóvemb- er kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Ásgerður Andrésdóttir frá Þórisstöð- um, Þorskafirði, Framnesvegi 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 15. nóvember kl. 15. Þórarinn Ó. Vilhjálmsson, Hrafnistu, verður jarðsunginn þriðjudaginn 15. nóvember kl. 15 frá Fossvogskirkju. Útför Valgerðar Hjördísar Sigurðar- dóttur fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkju- garði. Þórdís Aðalbjörnsdóttir, Dalbraut 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarftrði þriðju- daginn 15. nóvember kl. 15. Andlát Bryndís Þórarinsdsóttir, Melhaga 3, lést á Landakotsspítala aðfaranótt 11. nóvember. Oddnv Halldórsdóttir, Lokastig 16, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði, laugardaginn 12. nóvember. Jóna Gunnlaug Ingimarsdóttir, Dyngjuvegi 10, Reykjavík, lést fóstu- daginn 11. nóvember. Ný jólalína frá Gliti TtJólakötturinn" er ný lina sem Glit hf. er að setja á markaðinn í samvinnu \iö Blómaval. í þessari nýju línu eru blóma- pottar fyrir jólastjörnuna, drykkjarkönn- ur og vasar, að laufabrauðsbakkanum óglevmdum. Dröfn Friðfmnsdóttir, myndlistarkona frá AkurejTi, á heiður- inn af teikningunni af jólakettinum sem horfir á rauöu jólabjölluna forvitnum augum. Verði á þessum gripum er mjög stillt í hóf og ætti því enginn að fara í jólaköttinn. Jólakort Svalanna eru komin út og hefur ein félagskvenna, Sigríður Gyða Sigurðardóttir, hannað kortið. Upplýsingar og pantanir á kortun- um eru í síma 656277 og 685086. Svölurn- ar eru félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja. Markmið félagsins er að afla fjár til styrktar þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu og er jólakortasalan ein aðalíjáröflunarleiö félagsins. í ár hafa Svölurnar veitt 6 einstaklingum náms- styrki til framhaldsnáms í kennslu og þjálfun fjölfatlaðra barna. Svölurnar þakka velunnurum félagsins veitta að- stoð á liðnum árum og treysta á stuðning þeirra nú sem fyrr. Nauðungaruppboð Að kröfu Jóns Sveinssonar hdl. fer fram opinbert uppboð á bifreiðinni M-2766, sem er Saab 96 árg. 1974, á geymslusvæði við flugvöll í Kára- staðalandi í Borgarnesi mánudaginn 21. nóv. 1988 og hefst kl. 13.00. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á sýsluskrifstofunni að Bjarnarbraut 2 í Borg- arnesi. Munir seljast í því ástandi sem þeir eru við uppboð. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. TILKYNNING TIL SÖLUSKATTSGREIÐENDA Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi söluskatts fyrir októbermánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkis- sjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Fréttir Landað úr Kambaröst á Fáskrúðsfirði eftir sögulegan tur. DV-mynd Ægir Fáskrúðsflörður: Tregur afli hjá togurum Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði; Skuttogarinn HofFell landaði í síð- ustu viku um 97 tonnum af flski og Kambaröst frá Stöövarfirði landaði 66 tonnum. Skipið hafði verið fært af varðskipi til hafnar á Eskifirði og var ákæran of litlir möskvar í trolli en hún reyndist ekki á rökum reist. Afli togaranna hefur verið frekar tregur að undanfórnu. Togarinn Ljósafell er í endurbyggingu í Pól- landi og er ekki væntanlegur fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári. Egilsstaðir: Leikskólinn í nýtt húsnaeði Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðurru Undanfarin tvö ár hefur staðið yfir bygging á nýju húsi fyrir leikskólann á Egilsstöðum. Er hér um að ræða allstórt hús á tveim hæðum og er það sambyggt því húsi sem leikskólinn hefur starfaö í til þessa. Laugardag- inn 5. nóvember var flutt í nýja hús- ið og það formlega afhent. Neðri hæð er fullbúin en eftir er að innrétta efri hæðina. Þar á að vera leiksalur, fóndurherbergi og vinnuherbergi fyrir starfsfólk. Guðmundur Pálsson, tæknifræðingur hjá Egilsstaðabæ, hafði yfirumsjón með byggingu þessa húss og annaðist samninga við verk- taka sem voru margir við hina ýmsu verkþætti. Við leikskólann starfa 9 starfs- menn í 5,5 stöðugildum og er það sami fjöldi og áður. Bömum fjölgar hins vegar um 11 og er nú pláss fyrir sjötíu börn. Húsinu, sem leikskólinn starfaði í áður, verður nú breytt í dagheimili. Ekki er þó vitað hvenær fram- kvæmdir hefjast við það eða hvenær það verður tilbúið. Forstöðumaöur leikskólans er Val- borg Vilhjálmsdóttir. Leikskóiinn á Egilsstöðum. DV-mynd, Sigrún Kvikmyndir Sjónvarpið - Símon Pétur fullu nafhi Lítil saga úr stríðinu SÍMON PÉTUR FULLU NAFNI Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Handrit: Erlingur Gislason. Kvikmyndataka: Baldur Hrafnkell Jóns- son. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Aóalhlutverk: Erlingur Gíslason, Freyr Olafsson og Helga Jónsdóttir. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Símon Pétur fullu nafni er ein þriggja mynda er sýndar voru á Listahátíð í sumar og voru gerðar eftir handritum sem voru verð- launuð á kvikmyndahátíð í fyrra- haust. Hinar myndirnar voru Feröalag Fríðu og Kona ein. Símon Pétur fullu nafni er lengst þessara mynda, tekur 23 mínútur í sýningu. Sögusviðið er Þingholtin í seinni heimsstyrjöldinni. Aðalpersónan er Elías er lifir tvöfóldu lífi. Hann hefur vingast við lítinn dreng, Mumma, og kallar hann Símon Pétur. í byriun sér áhorfandinn mann sem eldar beinlausan plokkfisk fyr- Erlingur Gíslason er handritshöf- undur og leikur aðalhlutverkið, Elias. ir Mumma og býr til vörubíl handa honum. Hin hliðin á Elíasi er mað- ur sem haldinn er spilafíkn og tap- ar ekki veðmáli. Tvöfóldu líferni sínu leynir hann fyrir Mumma. Freistingin verður samt skynseminni yfirsterkari þeg- ar spilafélagar hans freista hans með veðmáli sem á eftir að binda enda á vináttu þeirra Elíasar og Mumma. Nú er handritið góðra gjalda vert. Að vísu eru aukapersónur hálf- vandræðalegar og alls ekki nógu skýrar. Elías aftur á móti er vel skrifuð persóna frá höfundar hendi og Erlingur Gíslason gerir henni góð skil. Mummi er einnig sann- færandi. Sérstaklega eru skiljanleg viðbrögö hans þegar Elías fræðir hann um að hann finni ekki til sársauka. Forvitnin verður skyn- seminni yfirsterkari. Eldri drengur hefði látið skynsemina ráða. Handritið er sem sagt góðra gjalda vert þegar á heildina er litið. Gallinn er að ekki hefur tekist eins vel að koma myndmálinu til skila. Kvikmyndatakan er flöt og lítiö spennandi. Klisjukennd atriði eins og að líta út um glugga, svo dæmi sé nefnt, eru allt of mörg. Atburðarás myndarinnar er hæg, svo hæg að þrátt fyrir að gæði handritsins séu augljós eftir að sýningu er lokiö, þá hefur maður á tilfmningunni að ekkert sé að ger- ast meðan á sýningu myndarinnar stendur. Tónleikar Ungir hljóðfæraleikarar I Hafnarfjarðarkirkju Tónlistarskóli Garðabæjar gengst fyrir tónleikum í Hafnarfjarðarkirkju þriðju- daginn 15. nóvember kl. 20.30. Sveinn Eyþórsson gitarleikari leikur verk eftir H. Villa-Lobos og Agustin Barrios og einnig verður flutt píanótríió opus 1 nr. 3 eftir L. van Beethoven. Flytjendur eru Halldór Hauksson píanóleikari, Sigur- björn Bernharðsson fiðluleikari og Stef- án Örn Amarson sellóleikari. Allur ágóði af tónleikunum rennur í listasjóð Tónlist- arskóla Garðabæjar en hann var stofnað- ur fyrir þremur árum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja og verðlauna efnilega nem- endur, svo og ýmiss konar listastarfsemi innan skólans. Þegar hafa fimm nemend- ur hlotið styrki úr sjóðnum, kennarar hafa fengiö styrki til námsferða til út- landa og keypt hafa verið myndverk til skreytingar í skólanum. Fundir Kvenfélagið Seltjörn Fundur verður í Félagsheimili Seltjarn- arness þriðjudaginn 15. nóvember. Kon- ur frá Kvenfélagi Garðabæjar koma í heimsókn. Gestir eru velkomnir. ITC Kvistur heldur fund á Holiday Inn í kvöld, 14. nóvember, kl. 20. Gestir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.