Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Side 43
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988.
43
Fólk í fréttum
Gunnlaugur M. Sigmundsson
Gunnlaugur M. Sigmundsson,
framkvæmdastjóri Þróunarfélags
íslands, hefur veriö í fréttum vegna
umræðna um Norræna fjárfesting-
arbankann. Gunnlaugur Magnús er
fæddur 30. júní 1948 í Rvík og lauk
viðskiptafræöiprófi frá HÍ1974.
Hann var fulltrúi ráðuneytisstjóra í
fjármálaráðuneytinu 1974-1978 og
var í námi við skóla Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins (í íjármálum) í Wash-
ington 1976. Gunnlaugur var í stjórn
Skipaútgerðar ríkisins 1977-1981 og
í stjórn Fríhafnarinnar á Keflavík-
urflugvelh 1978-1982. Hann var
deildarstjóri gjaldadeildar í fjár-
málaráðuneytinu 1978-1982 og var í
stjórn Þörungavinnslunnar á Reyk-
hólum 1979-1982. Gunnlaugur var
starfsmaður á skrifstofu banka-
stjórnar Alþjóðabankans í Wash-
ington 1982-1984 og forstjóri Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins janúar—
september 1985. Hann hefur verið
formaður flskeldisnefndar frá sept-
ember 1985 og í sljórn Minjavemdar
frá 1985. Gunnlaugur hefur verið ,í
eftirlitsnefnd með stjórn Norræna
fjárfestingabankans í Helsinki frá
september 1985 og framkvæmda-
stjóri Þróunarfélags íslands frá 1.
febrúar 1986. Hann hefur verið
formaður fjárfestingafélagsins Silf-
urbergs frá september 1986 og var í
nefnd til að kanna sameiningu Út-
vegsbankans, Búnaðarbankans og
Verslunarbankans nóvember 1986-
maí 1987. Gunnlaugur hefur verið
formaður efnahagsnefndar Fram-
sóknarflokksins frá júlí 1987 og í
stjórn Stálvíkur hf. frá maí 1987.
Hann var formaður Áburðarverk-
smiðjunefndar janúar-mars 1988 og
hefur verið í stjórn íslensks versl-
unarhúss í Hamborg frá mars 1988.
Gunnlaugur er formaður nefndar til
að kanna aukna hagræðingu trygg-
ingafélaganna frá júní 1988 og í full-
trúaráði Styrktarfélags Þjóðminja-
safnsins frá maí 1988.
Gunnlaugur kvæntist 25. ágúst
1973 Sigríði Guðbjörgu Sigurbjörns-
dóttur, f. 5. október 1948, meina-
tækni. Foreldrar hennar eru Sigur-
bjöm Þórðarson, prentmyndasmið-
ur í Hafnarfirði, og kona hans, Heið-
veig Hálfdanardóttir bankastarfs-
maður. Börn Gunnlaugs og Sigríðar
em Sigmundur Davíð, f. 12. mars
1975, Sigurbjörn Magnús, f. 6. apríl
1977, og Nanna Margrét, f. 9. apríl
1978. Bróðir Gunnlaugs er Jón Rich-
ard, f. 3. júní 1951, tæknifræðingur
íRvík.
Foreldrar Gunnlaugs eru Sig-
mundur Jónsson, íjármálastjóri í
Rvík, og kona hans, Nanna Gunn-
laugsdóttir snyrtisérfræðingur.
Föðursystkini Gunnlaugs eru
Magnús yfirverkstjóri í Rvík, faöir
Jóns Hjaltalíns verkfræðings, for-
manns Handknattleikssambands ís-
lands; Stefán, forstjóri Eddu og
skrifstofustjóri Fjárhagsráðs, fáöir
Erlu, konu Árnar Guðmundssonar
tanniæknis; Ólafur, forstjóri El-
ectric, faðir Snjólaugar, starfs-
manns Norðurlandaráðs, konu Har-
alds Briem læknis; Jón Hjaltalín
læknir og Örn sálfræðingur; Elín
kona Karls Magnússonar, læknis í
Keflavík, móðir Guðrúnar banka-
starfsmanns; Guðbjörg Hassing;
Kristján, starfsmaður Electric, faðir
Sigurðar flugstjóra, og vélstjórarnir
Bjarni og Guðmundur.
Sigmundur er sonur Jóns Hjalta-
líns, b. á Kambi i Reykhólasveit,
Brandssonar, bróður Daníelínu,
ömmu Kristjáns Loftssonar, fram-
kvæmdastjóra Hvals hf. Móðir Sig-
mundar er Sesselja Stefánsdóttir,
Kristjánssonar, bróður Snæbjarnar
í Hergilsey afa Snæbjarnar Jónas-
sonar vegamálastjóra.
Móðursystkini Gunnlaugs eru
Filippus, skrifstofustjóri í Rvík, fað-
ir Hauks tannlæknis, Harðar líf-
efnafræöings og Hrefnu, konu Árna
Gunnarssonar alþingismanns;
Magnús, b. á Ósi, faðir Þóru, konu
Ríkarðs Jónatanssonar flugstjóra;
Marta, kona Svavars Jónatanssonar
verkfræðings; Nanna, sambýlis-
maður hennar er Hrólfur Guð-
mundsson bílstjóri, og Þórarinn
verkfræðingur og Fjóla snyrtifræð-
ingur.
Nanna er dóttir Gunnlaugs, b. á
Ytra-Ósi í Hrófbergshreppi í
Strandasýslu, Magnússonar, bróður
Ingimundar, afa Sigríðar Ólafsdótt-
ur, konu Vals Arnþórssonar og
langafa Magnúsar Friðgeirssonar,
forstjóra Iceland Seafood. Móðir
Nönnu er Marta Magnúsdóttir, b. í
Gunnlaugur M. Sigmundsson.
Halakoti í Flóa, Éinarssonar, prent-
ara og bæjarfulltrúa í Rvík, Þórðar-
sonar, dbrm í Skildinganesi, Jóns-
sonar. Móðir Mörtu var Sesselja,
systir Ámundar, langafa Guðrúnar
Helgadótturalþingismanns. Sess-
elja var dóttir Filippusar, b. á Bjólu,
Þorsteinssonar, bróöur Önnu,
langömmu Svövu, móður Matthías-
ar Á. Mathiesens samgönguráð-
herra.
Afmæli
Svavar Árnason
Svavar Ámason, fyrrv. oddviti í
Grindavík, er sjötíu og fimm ára í
-dag.
Svavar fæddist að Bjargi í
Grindavík en ólst upp að Garði í
sömu sveit.
Foreldrar hans eru Árni Helga-
son, sjómaður og organisti í
Grindavíkurkirkju og síðari æviár-
in útibússtjóri hjá Kaupfélagi Suð-
urnesja í Grindavík, og kona hans,
Petrúnella Pétursdóttir húsmóðir.
Árni Helgason var fæddur 27.10.
1879 að Þorvaldsstöðum í Hvítár-
síðu en ólst upp í Fljótstungu í
sömu sveit hjá hjónunum Jóni
Pálssyni og konu hans, Guðrúnu
Pétursdóttur. Foreldrar Árna voru
Helgi Böðvarsson, b. að Lamba-
stöðum á Mýrum, og kona hans,,
Guðrún Sveinsdóttir, b. og smiðs
að Beigalda. Árni andaðist 19.8.
1956.
Petrúnella Pétursdóttir fæddist
6.11. 1890 að Skildinganesi á Sel-
tjarnamesi. Foreldrar hennar voru
Pétur Guðmundsson, kennari í
Grindavík og Keflavík og lengi
rómaður kennari og skólastjóri á
Eyrarbakka, og kona hans, Katrín
Jónsdóttir, útvegsb. á Jámgerðar-
stöðum í Grindavík, Sveinssonar, á
sama stað. Ekki varð þar af hjú-
skap en faðirinn fékk því ráðið að
dóttirin hlaut nafn móður hans,
Petrúnellu Guðnadóttur frá Nesi í
Selvogi. Petrúnella ólst upp við
gott atlæti í Garðhúsum í Grinda-
vík hjá Einari óðalsb. Jónssyni og
konu hans, Guðrúnu Sigurðardótt-
ur, frændkonu Péturs úr Selvogi.
Petrúnella andaðist 11.6. 1958.
Svavar stundaði nám við Sam-
vinnuskólann 1935-37 og lauk þaö-
an verslunarprófi. Hann stundaði
sjómennsku framan af ævi. Svavar
var kosinn í hreppsnefnd Grinda-
víkurhrepps 1942, varð oddviti
hreppsins 1946 og gegndi því emb-
ætti til 1974 en þá fékk Grindavík
kaupstaðarréttindi 10.4. Svavar var
því síðasti oddviti Grindavíkur-
hrepps og fyrsti forseti bæjar-
stjórnar Grindavíkurkaupstaðar.
Við bæjarstjórnarkosningarnar
1982 gaf hann ekki lengur kost á
sér til endurkjörs og hafði þá lokið
fjörutíu ára starfstímabili við sveit-
arstjórnarmál.
Nú sýslar Svavar við umboðs-
störf fyrir Brunabótafélag íslands
í Grindavík.
Svavar Árnason.
Svavar er ókvæntur og barnlaus
en heldur heimili með Sigrúnu
Högnadóttur, ekkju Þórarins Pét-
urssonar, útgerðarmanns í Grinda-
vík. Foreldrar hennar eru Högni
Guðnason, b. í Laxárdal í Gnúp-
verjahreppi, og kona hans, Ólöf
Jónsdóttir, en þau eru bæði látin.
Afmælisbarnið dregur sig í hlé
frá skarkala heimsins um stund og
verður ekki heima á afmælisdag-
inn.
Guðríður Guðmundsdóttir
Guðríður Guðmundsdóttir kaup-
kona, Eyrarvegi 9, Selfossi, er sjötug
ídag.
Guðríður fæddist að Háamúla í
Fljótshlíð og ólst upp í Fljótshlíð-
inni.
Hún giftist 4.6.1938 Sigurgeir
Ingvarssyni, b. og síðar kaupmanni,
f. 18.7.1914, syni Sigríðar Steins-
dóttur, ljósmóður frá Minna-Hofi,
og Ingvars Ólafssonar, sem ættaður
var úr Landeyjunum.
Guðríður og Sigurgeir hófu sinn
búskap í Berjanesi undir Eyjaíjöll-
um og voru þar í eitt ár en bjuggu
síöan í átta ár á Móeiðarhvolshjá-
leigu. Eftir það fluttu þau Guðríður
og Sigurgeir til Selfoss þar sem þau
hafa búiö síðan. Sigurgeir starfaði
hjá Kaupfélagi Árnesinga eftir að
þau fluttu til Selfoss en fyrir tuttugu
og flórum árum hófu þau hjónin
verslunarrekstur og hafa stundað
hann síðan, fyrst í leiguhúsnæði en
síðar í eigin húsnæði.
Börn Guðríðar og Sigurgeirs eru:
Sigrún húsmóðir, f. 1941, gift Reyni
Valgeirssyni pípulagningamanni,
þau búa á Selfossi og eiga þrjá syni;
Guðmundur, mjólkurfræðingur hjá
Mjólkurbúi Flóamanna, f. 1944,
kvæntur Ágústu Traustadóttur, þau
búa einnig á Selfossi og eiga þrjú
börn; og Pálmar, deildarstjóri hjá
Jóni Ólafssyni og Co í Reykjavík, f.
1952, kvæntur Valgerði Sigurðar-
dóttur, þau búa í Reykjavík og eiga
tvö börn.
Guðríður á tvær alsystur. Þær eru
Guðrún Hulda og Halldóra. Auk
þess átti Guðríður þrjá hálíhræður
og eina hálfsystur en þau eru öll
látin.
Foreldrar Guðríðar voru Guð-
mundur Jónsson, b. á Háamúla í
Fljótshlíð, f. í Nikulásarhúsum 2.10.
1861, d. 1936, og Guðrún Jónsdóttir
húsmóðir, f. 26.6.1895, d. 10.9.1982.
Móðurforeldrar Guðríðar voru
Jón Jónsson, verkamaður í Reykja-
vík, og Þuríður Jónsdóttir.
Föðurforeldrar Guðríðar voru Jón
Þórðarson frá Þórunúpi í Hvol-
hreppi og Þórný, systir Sæmundar,
föður Nínu listmálara. Þórný var
dóttir Guðmundar, b. í Nikulásar-
húsum í Fljótshlíð, bróður Bjarna,
langafa Sigmundar, afa Sigmundar
Guöríður Guómundsdóttir.
Guðbjarnasonar, rektors HÍ. Guð-
mundur var sonur Helga, b. í Heys-
holti á Landi, Erlendssonar, b. á
Hæringsstöðum í Flóa, Helgasonar,
b. á Hæringsstöðum, Erlendssonar,
b. á Bakka í Leirársveit, Þorláksson-
ar, iðnaðarmanns, Gunnlaugsson-
ar, prests í Saurbæ í Eyjafirði, Sig-
urðssonar, afa Hjalta Þorsteinsson-
ar, hins fræga prófasts og listmálara
í Vatnsfirði.
Guðríður verður ekki heima á af-
mælisdaginn.
Hermann
Hermann Jónsson, b. og hreppstjóri
á Lambanesi í Fljótum, varð fimm-
tugur í gær. Hermann er fæddur á
Móskógum í Haganeshreppi og ólst
upp í Fljótum. Hann vann ýmis störf
til sjós og lands 1954-1960 ogvar b.
á Merkigili í Eyjafirði 1960-1965.
Hermann hefur verið b. á Lamba-
nesi frá 1965 og verið í sóknarnefnd
Barðskirkju, stjórn Veiðifélags
Miklavatns og Fljótár, hreppsnefnd
Holtahrepps 1970-1982 og hrepp-
stjóri Holtahrepps frá 1982. Hann
kvæntist Auði Ketilsdóttur, f. 19.
október 1937. Foreldrar hennar voru
Ketill S. Guðjónsson, b. á Finnastöð-
um í Hrafnagilshreppi, og kona
hans, Hólmfríður Pálsdóttir. Sonur
Hermanns og Auðar er Hafþór, f.
19. apríl 1960, bifvélavirki á Akur-
eyri, kvæntur Agnesi Arnaldsdótt-
ur, og eiga þau tvö börn, Bryndísi,
f. 3. febrúar 1980, og Hermann, f. 13.
ágúst 1981. Systkini Hermanns voru
þrettán og er einn bróðir, Ásmund-
ur, látinn fyrir nokkrum árum. Þau
sem eru á lífi eru Alfreð, vegaverk-
stjóriá Sauðárkróki; Guðmundur,
verslunarmaður í BYKO í Kópa-
vogi; Aðalbjörg, húsmóðir í Varma-
hlíð í Skagafirði; Sigríður, húsmóðir
á Steinsstöðum í Lýtingsstaða-
hreppi í Skagafirði; Svavar, umdæ-
misstjóri Vegagerðarinnar á Húsa-
vík; Kristinn, strætisvagnastjóri í
Rvík; Baldvin, verkamaöur á Sauð-
árkróki; Halldóra, kjötvinnslukona
á Selfossi; Pálmi, verkamaður í Dan-
mörku; Lúðvík, verkamaöur á Ak-
ureyri, og Svala, húsmóðir á Sauð-
árkróki.
Foreldrar Hermanns voru Jón
Guðmundsson, b. og hreppstjóri á
Molastöðum, og kona hans, Helga
Guðrún Jósefsdóttir. Jón var sonur
Guðmundar, b. á Neðra-Haganesi,
bróður Jóns, afa Jóns Sveinssonar,
Jónsson
Hermann Jónsson.
aðstoðarmanns forsætisráðherra.
Guðmundur var sonur Halldórs, b.
á Stóra-Grindli Guðmundssonar, b.
á Kjarvalsstöðum, Einarssonar.
Móðir Halldórs var Kristín, systir
Margrétar, langömmu Kristínar
Jónsdóttur listmálara. Kristín var
dóttir Gísla, konrektors á Hólum,
Jónssonar, biskups á Hólum, Teits-
sonar. Móðir Gísla var Margrét
Finnsdóttir, biskups í Skálholti,
Jónssonar. Móðir Kristínar var
Ingiríður Halldórsdóttir, konrekt-
ors á Hólum, Hjálmarssonar. Móðir
Halldórs var Filippía Pálsdóttir,
systir Bjarna landlæknis. Móðir
Guðmundar Halldórssonar var
Kristín Anna Filippusdóttir, b. á 111-
ugastöðum, bróður Guðmundar, b.
á Kjarvalsstöðum. Móðir Kristínar
var Anna Jónsdóttir, systir Guðrún--
ar, ömmu Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi. Móðir Jóns var Aðal-
björg Anna Pétursdóttir, b. á Sléttu
Jónssonar, b. á Utanverðunesi, Ól-
afssonar.
Helga Guðrún var dóttir Jósefs,
b. á Stóru-Reykjum í Flókadal,
Björnssonar, sem fórst með Haff-
rúnni við Skaga 1864, b. í Hvanndöl-
um, Gíslasonar, b. í Saurbæ í Siglu-
firöi, Hinrikssonar.
80 ára 50 ára
Jón Þorkelsson,
Grenimel 8, Reykjavík.
Jóhann P. Elnarsson,
Fýlshólum 3, Reykjavík.
Helga Elísdóttir,
Gilsbakka, Neshreppi, Snæfellsnes-
sýslu.
Anna Krlstjánsdóttir,
Boðagerði 11, Presthóiahreppi, Norð-
ur-Þingeyjarsýslu. Hún verður að
heiman í dag.
75 ára
Þorsteinn Sigurðsson,
IUugagötu 43, Vestmannaeyjum.
60 ára
Helena Brynjólfsdóttir,
Lindarseli 5, Reykjavík.
Jóhann J. Andersen,
Tjarnarstíg 5, Seltjamarnesi.
Þórður Mart Adolfsson,
Skildinganesi 4, Reykjavík.
40 ára
Ágúst Kristjánsson,
Hátúni 12, Reykjavík.
Sigriður Ingimarsdóttir,
Fögruhlíð 9, Eskifirði.
Margrét Sveinsdóttir,
Hátúni 10A, Reykjavík.
Auður Hjaltadóttir,
Viðimei 69, Reykjavík.
Gísli Magnússon,
Fannafold 30, Reykjavík.
Helgi Jakobsson,
Stórhólsvegi 5, Dalvík.